Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 51

Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 51 Minning: Jón Valdimars- son, Isafirði Fæddur 10. júlí 1900 Dáinn 31. maí 1988 Hann kvaddi á nýbyijuðu sumri eftir langa og starfsama ævi, vinur minn Jón Valdimarsson, og það dimmdi um stund. Tveim dögum áður sat ég við rúmið hans og þeg- ar við kvöddumst vissum við bæði að það var í síðasta sinn. Jón Valdimarsson lést á heimili sínu, Hlíðarvegi 25 á ísafirði, 31. maí. Hann var fæddur aldamótaárið þann 10. júlí í Fremri-Arnardal við Skutulsfjörð, sonur hjónanna Elínar Hannibalsdóttur og Valdimars Jónssonar bónda þar, næstelstur sex systkina sem upp komust. Tólf ára gamall fluttist hann með for- eldrum sínum í Amarfjörð, fyrst að Bakka í Bakkadal, en síðar að Melstað í Selárdal. Þar dvaldi hann til ársins 1917 er hann hóf nám í vélsmíði á Þingeyri. Að því námi loknu lá leiðin til ísafjarðar, en þangað höfðu foreldrar hans flust. Þar kynntist hann nokkrum árum síðar þeirri konu sem varð lífsföru- nautur hans, Sigríði Ásgeirsdóttur gullsmið. Þau giftust haustíð 1928 og hófu búskap sinn í Hafnarfírði; voni þar tvö ár en fluttust þá aftur til ísafjarðar og bjuggu þar æ síðan. Jón og Sigríður eignuðust átta böm og af þeim em sjö á lífí, en son misstu þau rúmlega þrítugan af slysfömm. Heimilið var stórt og lífsbaráttan oft á tíðum hörð, vinnu- dagurinn langur, en þar ríkti glað- værð og umfram allt kærleikur. Vorið 1981 dó Sigríður kona Jóns, sem verið hafði honum gleði- gjafí alla tíð, og átti ekki hvað sístan þátt í að gera þetta gest- kvæma heimili að þeim griðastað sem það var. Og þá var eins og eitthvað hefði slokknað. Lífslöngun- in varð aldrei söm, þó heilsan væri góð og ýmislegt yrði til að gleðja. En hann taldi sig gæfumann; sá böm sín og bamaböm vaxa úr grasi og fagnaði hveijum nýjum afkom- anda. Hafði átt góða og langa ævi en taldi nú fulllifað. Það er gott að fá ad fara með slíku hugarfari. Jón vann við vélsmíðar alla tíð og gjörþekkti starf sitt; þar var honum enginn fremri. Hann var hreinskiptinn maður, ákveðinn í skoðunum og róttækur; gat orðið brúnaþungur á stundum, en brosið var aldrei langt undan, enda hafði hann einstaka kímnigáfu. Faðmur hans var stór og hlýr og þangað var gott að leita. Milli okkar Jóns var mikil vinátta allt frá því ég kom komung til ísa- fjarðar fyrir rúmum þrjátíu ámm með syni hans og þar til við kvödd- umst nú fyrir nokkrum dögum. Breyttar aðstæður höfðu engin áhrif þar á. Ég kveð tengdaföður minn með þakklæti, ást og virðingu, og sendi bömum hans öllum samúðarkveðj- ur. Anna Einarsdóttir Við sumarstörf hef ég oft staðið frammi fyrir því að svara spurning- um útlendinga um langlífí íslend- inga en það er gjaman tíundað í ferðamannabókum um land og þjóð. Að svari gefnu hef ég stundum til gamans tekið dæmi af afa mínum jafngömlum öldinni, sem enn gekk á fjöll hvatlegar en margur ungur maður. Og fylgt því eftir með dálít- illi frásögn um ferðalag okkar tveggja að fæðingarstað hans í Amardal; það var fyrir þrem ámm, og hann skundaði um æskustöðv- amar jafnframt því að lýsa fyrir mér hvemig þar var umhorfs á fyrstu árum aldarinnar og ég mátti hafa mig allan við að fylgja honum eftir. Og þá gengum við niður á Amamesið þar sem voru eitt sinn verbúðir og hann hálfhljóp í fjöm- gijótinu og hoppaði milli steina ein- sog unglingur. Ég hafði á orði að hann væri nokkuð hraustur miðað við háan aldur, en hann svaraði því til að það væri fjallaloftið, heilsubót bæði líkama og sál. Þessu trúi ég, en renni og í gmn að iðjusemi og atorka eigi sinn þátt: hann hætti aldrei að vinna. Þegar skúrinn hans niðri við höfn, þar sem var verkstæði hans langa tíð og margar minningar eldri tíma bundnar við; þegar skipulagi ísa- fjarðar loks tókst að ryðja burt þessum skúr þá hefði mátt ætla að gamall maður legði niður störf. En það átti ekki við hann, sem lifað hefur erfíða tíma ráðdeildar og nýtni, heldur tók hann upp eina foma iðju, hún er að minnsta kosti fom í mínum augum: eitt sinn þeg- ar ég kom vestur og ætlaði að heilsa uppá afa, þá var húsið tómt að virtist og mér datt helst í hug hann svæfi, en hávaði innan úr kyndikompu. Þá var afí að saga niður við í eldinn, og þetta gerði hann allt fram á síðasta ár þegar Leiðrétting- í minningagrein um Ágúst Hákans- son í blaðinu í gær misritaðist fæð- ingardagum hans. Hann var fædd- ur 25.september árið 1906. ekki 29.september. MiÓTORAR ABB Asea Brown Boverí SUNDABORG 15/104 REYKJAVlK/SlMI (91)84000 gigt tók að angra hann. Þess á milli sló hann upp fyrir bílskúr eða gætti sonarsona sinna tveggja er þá bjuggu í hans húsi og tók þá með sér í göngutúra; munu minn- ingar yngra fólks af þessum manni trúlega bindast þeirri mynd: röskur karl á níræðisaldri veðurbarinn og skeggjaður leiðir sér við hlið tveggja og þriggja ára fjörkálfa, á rölti um bæinn. Afí var einstaklega bamgóður og sinnugur s!num. Reyndar svo að mér fínnst furðu gegna, enda hvarflaði að mér þegar ég kom til ísafjarðar með dóttur mína á fyrsta ári og ætlaði að sýna honum, að ef til vill hefði hann fengið nóg af bömum og þætti ekki sérlega mikið til koma. Ég minntist þó orða ömmu minnar þegar ég spurði hana einu sinni smástrákur hvort ekki væri gaman að eiga svona mörg böm og hún svaraði í fússi, gremjulega og hátt, en brosviprur til marks um að sannleiksgildið væri í öfugu hlut- falli við gremjuna: „Nei, ég vildi aldrei eignast nein böm, og enn síður bamaböm og allra síst bama- bamaböm. Það var hann Jón.“ Enda fór svo að hugsanir mínar reyndust útí bláinn. Þegar hann tók upp afkomanda númer 53, þá var einsog væri þar fyrsta bamabam, og sú stelpa sem fáir gátu slitið frá foreldrunum hávaðalaust, hún undi sér glöð í fangi hans og lék sér að skeggi þessa fámælta manns; hlýja kemur ekki fram í orðum. Ég þakka fyrir að hafa átt þenn- an afa, og hafa átt hann svona lengi. Gunnar Þorsteinn Halldórsson Broadway breytir um | svip, við tökum helgina með s&æl Ingó m -.. • bornm U/M UMi’ eru bunir Við erum að innrita 7-12 ára börn til viku og hálfs mánaðar dvalar hjá okkur í sumar. Reiðnámskeið, íþróttir, leikir, sveitastörf, siglingar, ferðalög, sund, kvöldvökur og fleira. Verð: Vikunámskeið kr. 9750.- Hálfsmánaðarnámskeið kr. 19500.- (sy stkinaafsláttur). Tímabil 23. maí - 28. maí. Vikunámskeiö 29. maí - 3. júní — 5. júní - 17. júní Hálfsmánaðarnámskeið 19. júní- 1. júlí ' — 3. júlí - 15. júlí — 17. júlí - 29. júlí 1. ágúst - 13. ágúst — . 14. ágúst - 26. ágúst • Innritun fer fram á skrifstofu SH Verktaka Stapahrauni 4, Hafnarfirði, sími 652221. Missið ekki af plássi í sumar! Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum. jfcS;£l JlÍttgiiiiItiUifcife Metsölublað á hverjum degi! vis/nmuq

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.