Morgunblaðið - 08.06.1988, Page 31

Morgunblaðið - 08.06.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 31 ísrael: Bæjarstjóri E1 Bireh stunginn með hnífi Níu mánaða barn missir auga Jerúsalem, Reuter. HASSAN al-Tawil, bæjarstjóri EI Bireh á Vesturbakkanum, særðist alvarlega þegar hann var stunginn með hnifi á þriðju- dag. Varnarmálaráðherra ísra- els, Yitzhak Rabin, hefur verið hvattur til þess að banna her- mönnum að skjóta gúmmíkúl- um á mótmælendur eftir að barn hafði misst auga í Jabaly- a-flóttamannabúðunum á mánudag. „Hnífurinn kom í hægri hlið hjartans," sagði Yasser Obeid, læknir við sjúkrahúsið í Ramallah, þar sem bæjarstjóri E1 Bireh ligg- ur. „Bæjarstjórinn er í mikilli \y/ ERLENT, lífshættu en við reynum að bjarga honum og vonum að það takist.“ Áður en ráðist var á bæjarstjór- ann höfðu leiðtogar Palestínu- manna krafíst þess að bæjarstjór- amir í E1 Bireh, Ramallah og Hebron segðu af sér. Hringt var í útvarpsstöð hersins og sagt að gyðingur, sem væri orðinn leiður á gijótkasti Palestínumanna á bíla í E1 Bireh, hefði stungið bæjar- stjórann. ísraelsk öiyggisyfírvöld vísuðu þessu hins vegar á bug og sögðu að árásarmaðurinn hefði virst vera Palestínumaður. Gad Yiziv, þingmaður vinstri- flokksins Mapam, hvatti Yitzhak Rabin, vamarmálaráðherra ísra- els, til að banna að gúmmíkúlur væru notaðar til að dreifa mótmæ- lendum eftir að níu mánaða gam- alt stúlkubam missti auga á Gaza-svæðinu á mánudag. Verið er að rannsaka hvort hún hafí orðið fyrir gúmmíkúlu. Annað bam, einnig níu mánaða, missti auga þegar hermenn skutu gúmmfkúlum á mótmælendur í Jabalya-flóttamannabúðunum í síðustu viku. Reuter Gandhií Vestur-Þýskalandi Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, kom til Vestur-Þýskalands á mánudag í opinbera heimsókn sem stendur í þrjá daga. Á myndinni má sjá FranzJosef Strauss, forsætisráðherra Bæjaralands, taka á móti Gandhi á flugvellin- um í MUnchen. AEG Nú bjóðnm við v-þýsku ryksugumar frá AEGá sérstöku tilboðsverði Nú kosta ryksugumar hjá okkur minna en þær gerðu í febrúar og síðan hafa orðiðtvær gengisfellingar. AEG Vampyr 506 AEG Vampyr406 • 1100w • Dregur inn snúruna • Hólf fyrir fylgihluti • Poki 6,5 lítra • Stillanlegur sogkraftur • 4fylgihlutir • Soakraftur 60 ltr. pr. sek. Verð kr. 9.481, STGR. • 1000w • Dregur inn snúruna • Stillanlegur sogkraftur • Poki4,51ítra • Sogkraftur 48 ltr pr. sek. • 2 fylgihlutir Verð kr. 7.994, STGR. AFKÖST ENDING GÆÐI AEG lieimilistæki - þvíþú hleypir ekki hveiju sem er í heimilisverkin! Umboðsmenn um land allt. BR/EÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.