Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 Morgunblaðið/Rúnar Þór At á pollinum á Akureyri, Tilhugalíf heiðargæsar og aliandar Heiðargæs og aliönd hafa nú annað árið i röð alið af sér egg í hólmanum við Sundlaug Akur- eyrar. Eggin reyndust hinsveg- ar ófijó eins og í fyrra og hef- ur mannshöndin fjarlægt egg gæsarinnar og látið önnur í hreiðrið í staðinn. Þorsteinn Þorsteinsson sund- laugarvörður hefur fylgst nokkuð með þessu hamingjusama pari á pollinum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þessar tvær teg- undir ættu ekkert saman auk þess sem karlfuglinn væri miklu stærri en gæsin. Því hefði öðrum eggjum verið komið fyrir í þeirra stað. Eftir að í ljós kom í fyrra að fú- legg voru í hreiðrinu var brugðið á það ráð að gefa gæsamömmu og andapabba kost á tökubami, sem var grágæsarungi og hefur hann fylgt fjölskyldunni sfðan. Þorsteinn sagði að eitt gæsa- regg hefði nú verið sett í hreiðrið ásamt nokkrum andareggjum og því mætti fastlega búast við skrautlegri fjölskyldu á andapoll- inum á Akureyri þegar ungamir taka að bijóta sér leið út á hann. KA heldur mini- knattspyrnumót A og B lið 5. flokks keppa Helgina 1.-3. júlí mun knattspyrnudeild KA halda ESSO-mót í miniknattspymu fyrir 5. flokk með þátttöku A og B liða. Verð- laun verða veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti i hvorum flokki. Einnig verður haldið innanhússmót í „bandí“ með útsláttarfyrir- komulagi og verða veitt verðlaun fyrir sigur í því móti. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast fyrir 20. júní og skal greiða staðfestingargjald, 5.000 krónur, sem er óendurkræft. Áhersla er lögð á að staðfesting berist rétti- lega til að hægt sé að senda út endanlega riðlaskiptingu og dag- skrá. Þátttöku skal tilkynna til Sveins Brynjólfssonar í vinnusíma 96-25606 og heimasíma 96-25885 eða Gunnars Kárasonar í vinn- usíma 96- 21866 og heimasíma 96-22052. Sjallinn: Gestum leyft að vera í gallabuxum og strígaskóm Nú með hækkandi sól hefur á þeirri nýbreytni að leyfa Sjallinn á Akureyri tekið upp gestum sfnum inngöngu f ~— gallabuxum og strigaskóm. Gler- og speglaþjón- ustan sf. nýlega opnuð Ný verslun, Gler- og spegla- . þjónustan sf., hefur verið opnuð á Akureyri. Verslunin er til húsa í Skála við Kaldbaksgötu og er opin frá 7.30 til kl. 18.00 á virk- um dögum og auk þess er opið á laugardögum. Eigendur nýja fyrirtækisins eru feðgamir Finnur Magnússon glerslípunarmeistari og Björgvin Viðar Finnsson og Ingvi Þórðarson. Verslunin býður upp á glerslípun, spegla, gler, bílrúður auk ísetninga, glær, græn og reyklituð öryggis- gler, smelluramma eftir máli, speglaflísar, speglasúlur og slétt og hamrað plexígler í ýmsum þykktum svo eitthvað sé nefnt. Finnur sagði að svo virtist sem næg verkefni á þessu sviði væru fyrir hendi á Akureyri. Þeir félag- amir hafa hingað til unnið hjá íspani hf. og sögðust alls ekki vera í samkeppni við fyrirtækið þar sem starfssvið væri allt annað. Ispan væri fyrst og fremst verksmiðja, en Gler- og speglaþjónustan byði upp á einstaklingsbundnari þjón- ustu. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Eigendur Gler- og speglaþjónustunnar, frá vinstri: Ingvi Þórðarson, Björgvin Viðar Finnsson og Finnur Magnússon. Eins og íslendingar vita, er nánast ómögulegt að komast fram hjá dyraverði f slfkum klæðnaði og skiptir þá engu hvort um er að ræða nýjar og hreinar gallabuxur eða slitnar og snjáðar. Inga Hafsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri Sjallans sagði þetta annað sumarið i röð sem gallabux- ur væru leyfðar í Sjallanum og væri með þessu verið að höfða til hins erlenda ferðamanns, sem kynni að vilja bregða undir sig betri fætinum og kíkja á dansstað- ina. Inga sagði að þessum frjáls- legu reglum yrði vissulega breytt aftur með haustinu og yrði þá al- gjört gallabuxnabann tekið upp á ný. Nýjungar best komnar ínnan tryggra fyrirtælga - segir Sigurdur P. SigTnundsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar Aðalfundur Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. var haldinn fyrir skömmu. Fyrir utan venjuleg aðalfundastörf, var aðeins eitt mál á dagskrá er varðaði fjármögnun fyrirtækisins og var samþykkt að hún skyldi vera með sama hætti og áður, til eins árs. Sveitarfélög borga ákveðið hlutfall, 0,5% af sínum ráðstöfunartekjum, þ.e. aðstöðugjöld- um, útsvari og fasteignagjöldum. 0,25% er ætlað sem rekstrarfé og 0,25% er hlutafé. Aðrir hluthafar auka hlutafé sitt í réttu hlutfalli við hlutafjáraukningu sveitarfélaganna. Örn Magnússon píanóleikari. Píanótón- leikar á Ólafsfirði og Akureyri Píanótónleikar verða í Tjarnarborg Ólafsfirði mið- vikudaginn 8. júní kl. 21.00 og á Sal Menntaskólans á Akureyri laugardaginn 11. júní ld. 17.00. Einleikari verður Örn Magn- ússon píanóleikari. Á efnisskrá verða verk eftir Baeh, Beetho- ven, Chopin og Hans Eisler. (Fréttatilkynningj Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags EyjaQarðar hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að menn hefðu ekki talið rétt að framlengja þetta fyrir- komulag nema til eins árs þar sem aðstæður á svæðinu hefðu vissulega breyst frá því Iðnþróunarfélagið var stofnað fyrir fimm árum. „Við mun- um kanna fyrir næstu áramót með hvaða hætti best er að standa að fjármögnun fyrirtækisins þar sem það er nú komið nokkuð vel á legg.“ Félagið á sex ára afmæli í ár, en það var stofnað árið 1982. Nafnvirði hlutaflár félagsins í fyrirtækjum norðanlands nemur rúmum 2,8 millj. kr. Félagið á hlutafé í alls átta fyrir- tælq'um, sem eru Fiskeldi Eyjaflarð- ar á Hjalteyri, Sæplast á Dalvík, Víkurplast á Svalbarðseyri, Gúmm- ívinnslan, Sæver á Ólafsfírði, Leður- iðjan Tera á Grenivík, Óslax á Ólafs- firði og ístess á Akureyri. Nýverið seldi Iðnþróunarfélagið hlut sinn í Hafspili á Akureyri enda er það ekki markmið félagsins að halda eignarhlutum sínum í fyrirtækjunum þegar þau eru komin vel á legg. „Við erum fyrst og fremst til aðstoð- ar og erum meira að segja að íhuga sölu á hlutabréfum okkar í Sæ- plasti, sem gengið hefur mjög vel fram að þessu. Hlutabréfaeign Iðn- þróunarfélagsins í Sæplasti nemur 650.000 krónum. Mjög góð fjárfest- ing er fyrir hvem sem er að eiga hlutabréf í Sæplasti, en við þurfum einfaldlega að sinna skyldum okkar, losa um fjármagn og nýta í önnur verkefni." Sigurður sagðist ekki telja þörf á þvl að setja á stofn fleiri ný fyrir- tæki í bráð. Vilji væri meiri fyrir því að styrkja og efla þá starfsemi sem fyrir er. „Ég tel að margar nýjungar séu betur komnar innan fyrirtælq'a sem eru til staðar og eru trygg í sessi. Miklu nær væri að bæta deild- um við trygg fyrirtæki, sem fyrir eru, heldur en að vera að hlaupa margir saman og setja á stofn fyrir- tæki, sem ef til vill er á brauðfótum og berst í bökkum um leið og fyrsta áfallið dynur yfír.“ Sigurður sagði að ekkert sérstakt væri á döfinni í þessa átt þó viðræð- ur og þreifingar ýmiskonar væru í gangi. Hann telur að auka þurfí samstarf og samvirkni fyrirtækja á svæðinu. „Við höfum jafnvel hug á því að standa fyrir fundum á meðal allra forstjóra og framkvæmdastjóra á svæðinu svo þeir megi bera saman bækur sínar, ræða málin og jafnvel hafa samstarf sín á meðal. Til þess að heildin hafi sem mestan og best- an hag, þurfa stjómendur sjálfír að þróa með sér ákveðna samvirkni. Jafnvel eru dæmi þess að þjónustu- fyrirtæki norðanlands hafí misst af verkefnum vegna ýmissa orsaka. Slíku má vissulega afstýra með meiri samtengingu fyrirtækja á svæðinu. Þá tel ég of marga aðila vera að vasast í sömu hlutunum. Ég held hreinlega að allt of mörg fyrirtæki séu á svæðinu, sérstaklega þjónustufyrirtæki. Ef einingamar væru færri, yrðu þær miklu öflugri og samstilltari og höfum við hjá Iðn- Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri. þróunarfélaginu hug á því að fara nánar ofan í saumana á þessu með haustinu þegar fer að verða fundar- fært aftur eftir sumarið," sagði Sig- urður. Stjóm Iðnþróunarfélags Eyja- flarðar hf. skipa: Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri formaður, Valur Amþórsson kaupfélagsstjóri varaformaður, Kristján Þór Júlíus- son bæjarstjóri á Dalvík ritari, Sveinn Jónsson oddviti Árskógs- hrepps og Jón Helgason hjá Ein- ingu. Fyrsti varamaður er Valtýr Sigurbjamarson, sem nýlega hefur verið ráðinn útibússtjóri Byggða- stofnunar á Akureyri og er fráfar- andi bæjarstjóri á Ólafsfírði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.