Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 64
m Tork þurrkur. Þegar hreinlæti er nauðsyn. dfeasiacohf f Vesturgötu 2 Pósthólf 826 121 Reykjavik Simi (91) 26733 Nýtt númer 692500 SJÖVÁ MIÐVIKUDAGTIR 8. JÚNÍ 1988 VERÐ f LAUSASÖLU 60 KR. Seiði til Noregs Starfsmenn íslandslax hf. að flytja fyrstu seiðin í útskipunarkerin í Grindavíkurhöfn. Þar munu þau bíða þar til gengið hefur verið frá endanlegum samningum um sölu *þeirra til Noregs. Hjá íslandslaxi eru nú 700.000 laxaseiði. ítalir vilja sendi- ráð hér á landi ÍTALIR undirbúa nú að koma á fót sendiráði á íslandi. Þetta kom fram i máli Amintore Fanfani, fjárlagaráðherra Ítalíu, þegar hann ræddi við íslenska ráðamenn í stuttri heimsókn sinni hér á landi á mánudag. Fanfani fór héðan til Kanada í gærmorgun. íslandslax hf.: Morgunblaðið/Kr.Ben. Ragnar Borg, ræðismaður Ítalíu á íslandi, sagði að ítalir hefðu áður lýst yfir áhuga sínum á að hafa hér sendiráð. Það hefði meðal annars verið rætt í sambandi við heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, til Ítalíu í október síðast- liðnum. Nú væri hins vegar ljóst af ummælum Fanfani, sem_ væri einn mestur ráðamanna á Ítalíu, að ítalir ynnu ákveðið að rnálinu. „Viðskiptin milli Ítalíu og íslands hafa aukist hröðum skrefum undan- farin ár og þvf tel ég nauðsynlegt að ítalir hafí hér sendiráð," sagði Ragnar. „Við erum með nokkra ræðismenn á Ítalíu og þeir hafa getað annað þeim málum sem vísað hefur verið til þeirra, enda beinast íslensk viðskipti á miklu færri hend- ur í Ítalíu en viðskipti ítala hér á landi. Við erum þó að auka útflutn- ing okkar þangað og má sem dæmi nefna að fljótlega verður hafíst handa við að flytja þangað ferskan fisk með flugi." Ragnar sagði að sér virtist sem Ítalía og allt ítalskt væri í tísku hér á landi og nefndi ítalskan fatnað sem dæmi, svo og ítalska fram- haldsþætti í sjónvarpi, sem hefðu ekki þekkst áður. „Það er til marks um aukinn áhuga íslendinga á ít- alíu að svo mikil aðsókn var á nám- skeið Háskóla íslands í ítölsku að einungis fjórðungur umsækjenda komst að. Það er líka forsenda þess að vel takist til í viðskiptum land- anna að íslendingar geti gert sig skiljanlega á ítölsku," sagði Ragnar Borg. Samningiir um sölu seiða til Noregs í burðarliðnum Forsætisráðherra vill lána 800 milljónir króna til fiskeldis Forsætisráðherra hefur lagt til að fjárfestingalánasjóðunum verði heimilað að taka erlend lán að upphæð 800 mil(jónir króna til þess að veita fiskeldisstöðvum á næstu 18 mánuðum. íslandslax í Grindavík hefur í burðarliðnum samninga um sölu umtalsverðs magns af seiðum tíl Noregs á viðunandi verði, að sögn Sigurðar Friðrikssonar framkvæmdastjóra. Niðurstöður samstarfshóps ríkisstjómarinnar vegna vanda fískeldisstöðva voru kynntar á fundi hennar í gær. í landinu eru nú tæpar 7 milljónir gönguseiða Djúpivognr: Mannsins ennsaknað MANNSINS, sem tók út af gúm- bát skammt frá Djúpavogi á laugardagskvöld, er enn saknað. Mikil leit hefur verið gerð og taka alls um 100 manns þátt í henni. Fjörur hafa verið gengnar frá á sunnudag og flugvélar frá fíöfn í Homafírði og Egilsstöðum leita úr lofti en jökulbráð er í sjó og því erfítt að sjá til. Hamars- flörður hefur verið slæddur og auk heimamanna hefur björgunarsveit frá Breiðdalsvík gengið §örur frá Streiti og alla Beruíjarðarströnd austan megin. Fjörur verða áfram jftngnar og fjörðurinn slæddur. sem ekki hefur verið ráðstafað. Eftirspum erlendis hefur verið minni en búist var við, framleiðsl- an fór nokkuð fram úr áætlun og uppbygging eldisstöðva varð hæg- ari en ráð var fyrir gert. Forsætisráðherra gerir það að tillögu sinni að um 300 milljónum verði varið til stækkunar fískeldis- stöðvanna á þessu ári en 500 millj- ónum á næsta ári. Gert er ráð fyrir að meirihluti fjárins, 700 milljónir króna, renni til strandeld- isstöðva. „Ég er vongóður um að seiða- sölusamningur við aðila í Norður- Noregi sé á lokastigi þessa dagana og losnum við þar með við umtals- vert magn af umframseiðum stöðvarinnar á viðunandi verði, en alls eru þau 700 þúsund," sagði Sigurður Friðriksson í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins í Grindavík í gær. Sigurður var að skoða aðstæður við tvö útiker í Grindavíkurhöfn, en þangað var byrjað að flytja seiði í gær, þar sem þau bíða útflutnings til Nor- egs. „Við höfum ekki endanlega staðfestingu eða bankaábyrgð vegna sölunnar, en tveir menn eru á förum frá okkur til Noregs að gefa kaupendunum frekari upplýs- ingar til að hægt sé að ganga frá nokkrum samningum sem við höf- um liggjandi á borðinu og eru á lokastigi," hélt Sigurður áfram. „Mér er sár eftirsjá í þessum seiðum til Noregs og hefði viljað vita af þeim í éldi hér á íslandi enda hefur þessi fiskur, sem er af norskum stofni, sýnt ótvíræða kosti fram yfír íslenska fískinn. Hjá okkur hefur stækkun komið til tals. Við erum að skoða hag- kvæmni þess að tvöfalda útistöð- ina þannig að ársframleiðslan verði 1.500 tonn. Hugmyndin sem lá að baki íslandslaxi hf. hefur fullkomlega gengið upp, en áður en við hrindum stækkun í fram- kvæmd verðum við að sannfæra okkur um hagkvæmni þess,“ sagði Sigurður. Islenska járn- blendifélagið: Haguaður yfir 140 milljónir Á aðalfundi VSÍ skýrði Jón Sigurðsson forstjóri Járn- blendifélagsins frá því að í ár og fram á næsta ár stefndi í verulegan hagnað af rekstri verksmiðju félagsins á Grund- artanga. Jón sagði að hagnað- urinn yrði meiri en hann var 1984, en þá nam hann um 140 miUjónum króna og er það eina árið f sögu félagsins sem rekst- urinn hefur skilað hagnaði. Jón sagði einnig Ijóst að um mitt næsta ár yrði búið að greiða niður, að mestu eða jafnvel öllu leyti, um 315 mil\j- ón króna tap sem verið hefur á rekstrinum allt frá 1984. Jón sagði áliðnað og kísiljám- framleiðslu í mikilli uppsveiflu. Framleiðsla á Grundartanga væri nú eins mikil og best leyfði og söluverð hagkvæmt. Hann sagðist búast við að í þessu góð- æri kísiljámframleiðslu tækist að vinna upp að mestu það tap sem verið hefði á rekstri fyrir- tækisins frá endurskipulagningu þess 1984. Afkastageta verk- smiðjunnar væri nú um 20% meiri en upphaflega hefði verið ráðgert. „Það er þessi framleiðsluaukn- ing, beinn árangur af rannsókna- og þróunarstarfí, sem skiiar okk- ur megninu af hagnaðinum í ár og má rekja fyrstu 250 milljónir íslenskra króna í hagnaði okkar til þess," sagði Jón Sigurðsson. Ríkislögmaður skilar áliti um samninga ÍSAL: Afall fyrir verkalýðshreyf- inguna ef lögin væru brotin — segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra GREINARGERÐ ríkislögmanns um lögmæti samninga í álverinu var lögð fram á fundi ríkisstjóm- arinnar í gærmorgun. Ríkis- stjómin ákvað að gera niður- stöðu hennar ekki opinbera fyrr en að loknum fundum með samn- ingsaðilum. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra segir að það sé lögformleg og siðferðisleg nauð- syn að bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar standi. Þorsteinn sagði að ríkisstjómin legði höfuðáherslu á að lögin væru sett til að vemda kjör þeirra lægst launuðu og þeir sem hafí búið við betri kjör verði að sætta sig við að hömlur væru settar við launahækk- unum. „Ég tel að það yrði mikið áfall fyrir verkalýðshreyfínguna ef hún stæði að tilraunum til þess að bijóta bráðabirgðalögin á bak aft- ur. Þau vom sett til þess að vemda kjör félagsmanna hennar. Það sama á við um samtök vinnuveitenda," sagði Þorsteinn. Vinnuveitendum voru kynntar niðurstöður ríkislögmanns í gær en fulltrúar verkalýðsfélaganna tíu sem fara með samningsumboð í álverinu koma til fundar við iðnað- arráðherra í dag. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjómin hefði talið rétt að heyra álit samningsaðila áður en niðurstaðan yrði gerð opin- ber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.