Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK H’ Morgunblaði5/KGA Skemmtilegt sambland af söngli og sólógítar. Þá kom sá gamli aftur á óvart. Hann sendi Sewing og Fosset á bak við tjöldin til að hvfla sig, en settist sjálfur við slaghörpuna og lék mjög þokkalega samsetningu af „Time after Time“, „You better go now“ og völdum slaufum úr bókum Ellingtons. Endurtekningar Fleiri söngleikjamelódíur fylgdu í kjölfarið, þegar tríóið kom saman aftur. En nú var sumum farið að leiðast. Grappelli lék mik- ið til sömu frasana, aftur og aft- ur. Hraðinn var yfrleitt svipaður. Meira að segja var tóntegundin annaðhvort G eða D. Þannig lék tríóið „Ol’ Man River" og meira að segja „Sweet Georgia Brown“. Að lokum léku þeir félagar tvö lög hins heimsþekkta félaga Grappellis, Django Rheinhards, „Daphne" og „Nuages". Gaman hefði verið að heyra meira af tón- list í ætt við hið fallega „Nuag- es“. Lög Djangos eru mörg lista- lega vel gerð, og Stephané Grapp- elli leikur þau af sérstakri tilfinn- ingu. Takk fyrir komuna Gestimir stóðu upp og fögnuðu hinum áttræða jazzfiðlara ákaf- lega og innilega. Stephané Grap- elli lék svo að segja látlaust í tvær klukkustundir. Fiðlan hans hló og grét, veinaði og æpti, hvíslaði og stundi — til skiptis. Hann lék leik- fléttur sveiflutímabilsins af mikilli nákvæmni og leikni. Hann vann hjörtu þeirra sem á hann hlýddu. Troðnar slóðir Tónleikar í Háskólabíói, mánudaginn 6. júní Á fullum hraða Tónllst Ólafur Stephensen Mikill fögnuður í lok tónleika fiðluleikarans Stéphanes Grappellis og félaga hans, franska gítarleikarans Marcs Fossets og hollenska bassa- leikarans Jacks Sewings risu tón- leikagestir úr sætum sínum og fögnuðu tríóinu lengi og innilega, en þó sérstaklega fiðlaranum Grappelli. Lokið var „kassastykki" Lista- hátlðar í ár. Háskólabíó var troðið út úr dyrum. Tónleikagestir sátu í tröppum, stóðu upp við veggi — og þeir heppnu fengu sæti á svið- inu. Sjónvarpið festi tónleikana á myndband og Rás 2 útvarpaði þeim í beinni útsendingu. Hver er þessi Stéphane Grapp- elli eiginlega, og hvers vegna er hann svona vinsæll? Það er mörg- um óskiljanlegt. Grappelli er af- burða jazzfiðlari, tæknilega einn af þeim allra bestu. Hann er á hinn bóginn ekki einn af meistur- um jazzins, og mun aldrei verða. Grappelli er einn af þeim sem fara troðnar slóðir, hættir sér aldrei út fyrir hefðbundinn ramma sígrænna lagstúfa söngleikjanna, heldur sig við gömlu fléttumar hans Goodmans og leikur sér með „riffín" frá sveifluárunum góðu, sem hann á vissan hátt tók þátt í að móta. Grappelli var ekki fyrr sestur á stólinn sinn á sviðinu en hann keyrði af stað í „Fascinating Rythm“ hratt og örugglega. Mað- ur var eiginlega ekki búinn að ná áttum þegar lagið var búið. Ekki ólflct 78 snúninga plötunum í gamla daga. Þegar jazzleikaramir vom byijaðir að ná sér á strik var platan búin. En Graphelli var ekki aldeilis á því að láta hraðann detta niður — hann brenndi í gegnum „Dem Dere Eyes,“ „Pick yourself up,“ „Honeysuckle Rose“ og „Chicago" án þess að anda á milli. Ef Iagið hófst á millihraða, Stephané Grappelli með stuðningi Marc Fossets, Jack Sewings og Heklu hf. hafði Grappelli lag á því að tvö- falda hraðann í öðmm kór eða í spuna sínum. Allt gekk þetta eins og í sögu. Það var ekki fyrr en í sjötta lagi að hinir félagar tríósins fengu fyrst að spreyta sig. Jack Sewing (frb. Say When) leiddi leikinn í ópus sem fyrst í stað virtist ætla að leita af söngleikjasviðinu í smiðju Ellingtons. En því miður breyttist stefnan eftir nokkra takta og tók mið af uppáhaldslagi Dorisar Day — „Isn’t it Ro- mantic?" Sewing skilaði þessu ein- leikslagi sínu mjög þokkalega, en tónninn var á mörkunum að vera óhreinn. Jack Sewing lék prýði- lega undir hjá Grappelli. Hann er ekki í sama flokki og Pedersen, Egilsson eða Heath, sem allir hafa brillérað á Listahátíðum. En hann var góður samt. Þéttur undirleikur í lok fyrri hálfleiks vom þeir félagar búnir að ná vel saman, þéttur undirleikur Sewing og Fos- set var upp á það besta sem gerð- ist á fj'órða áratugnum. Þeir léku skondna útsetningu af „Chattano- oga“ — jámbrautarsmelli Glenn Miller-hljómsveitarinnar sálugu, og léku síðan tvo sígilda Gersh- win-„græningja“, „Someone to watch over me“ og „I’ve got Rythm“. Seinni hálfleikur fór af stað á sama hátt og hinn fyrri. Grapp- elli bmnaði í gegnum „I get a kick out of you,“ „Cheek to Che- ek“ og nýlegan slagara, „You’re the Sunshine of my life“. Að þeim afgreiddum var eins og tríóið tæki við sér. Þeir félagar léku „Shine“ — húsgang Benny Good- mans, eftir galdrakarlana Mack, Brown og Dabney, og strax á eftir „La chanson de la me“ fyrir franska gesti meðal áheyrenda. Falleg melódía leikin af tilfínn- ingu, sem ekki heyrðist í öðmm lögum tónleikanna. Stephané Grapelli Tvisvar á óvart Aftur keyrði Grappelli af stað með hraðútgáfu af „I’ll remember April". En nú kom sá gamli á óvart. Gítaristinn, landi hans Fosset, fékk tækifæri til að sýna hæfileika sína. Fosset var búinn að sýna mjög góðan undirleik og nokkra einleikstakta í stíl við Tal Farlow, en nú varð hann skyndi- lega að undarlegri blöndu af To- ots Thielemans, Michel LeGrand, og Guð má vita hveijum. Afrit af tíma o g rými Myndlist Bragi Ásgeirsson Það var vel til fallið hjá forráða- mönnum Gallerís Svart á hvítu að bjóða Jóhanni Eyfells að sýna verk sín á staðnum í tilefni lista- hátfðar. Uppistaða sýningarinnar em pappírssamfellur, sem hann nefnir samheitinu „móttækileg list“ eða „Receptual Art“ á ensku, en einn- ig er þar eitt skúlptúrverk. Jóhann er þekktur fyrir að vinna með náttúmnni og í náttúr- unni og þannig séð em þau hrein- ræktuð afkvæmi sköpunarverks- ins og einskonar afrit af tíma og rými. Sjálfur segir hann frá því í við- tali, að allir hans skúlptúrar fylli tóm og undirstaða þeirra allra hafi frekar að gera með mót en fyrirferð (massa). í aðalatriðum byggi hann ekki upp skúlptúr sem fyrirferð eða þyngd, heldur finnist honum hann vera að ráðast inn í tóm. Hann er meira að hugleiða, hvað málmurinn fellur inn í en það, sem mótast. Hann leitast við að gera það efniskennt, sem er án efnis, þ.e. það sem hefur hreint rými. Og af þeim sökum notar hann efni, sem flæðir og getur storknað. Allt ferlið er hugsað sem andhverfur. Þetta kemur skýrt fram I pappírssamfellunum, sem sýna eiginlega rýmið eða af- rit af rýminu, sem hefur mótast af sjálfum verkunum. Jóhann tengir þetta gamalli lif- un, þegar hann var strákur upp í sveit og velti um steinum, sem höfðu sokkið í jörðu og myndað í hana djúp för — næsta ár athug- aði hann þetta betur, og þá höfðu sömu steinamir aftur sokkið í svörðinn á þeim stað, sem skilið var við þá. Þetta afl, sem þama var að verki og virðist óstöðv- andi, telur hann hafa mótað það sálarástand, sem er að baki sam- fellunum. Þetta þykir mér mjög skilmerkileg lýsing á ferli þeirra 16 pappírsmynda, sem getur að líta á sýningunni og tók mér því Ieyfi til að þjappa henni saman og birta hér. Allir þeir, sem verið hafa í sveit eða í vegavinnu, þc-kkja þetta með steina, sem sckkið hafa niður í svörðinn og það merkilega far, sem þeir láta eftir sig og í ljós kemur, er þeim er velt. Þetta hlýt- ur að verða öllum ungum mönnum umhugsunarefni og það mikla líf, sem geijast undir þeim í þeim sérstaka raka, sem myndast í loft- rýminu eða sárinu, sem myndast undir steinfarginu. Þetta þótti mörgum svo stór- merkilegt, að það var íþrótt hjá þeim að velta steinum og forvitn- ast um lífið undir þeim, sem gat verið æði flölbreytilegt og þá eink- um, er stórum björgum var velt við vegagerð. Sjálft sárið gat tek- ið á sig hina fjölbreytilegustu mynd, Iit og lögun allt eftir því, hvemig steinninn var í laginu og hvar þyngdarpunkturinn lá. í þessu ferli er fólgin mikil feg- urð og heilmikill sannleikur um lífið, þróun lífsins svo og tímann og rýmið. Að festa þessa lífsgeij- un á blað með því að láta náttúr- una vinna sjálfa og efni hennar vinna í pappír er snjöll hugmynd í því formi, sem Jóhann hefur valið sér og að auki æði skemmti- legur leikur. Tilbrigðin í myndunum eru mörg, allt frá mjög ljósu ferli til fjölbreytilegra dökkra jarðlita, og verða líkust ljóðrænum óð til sjálfra grómagna náttúrunnar og eilífðarinnar. Sköpunarverkið mikla I hnotskum. Allar em myndimar kringlóttar líkt og hnötturinn, hvort sem það nú er tilviljun eða myndræn vísun til eilífðarinnar og hnatta himin- hvolfsins. Hinn hringmyndaði skúlptúr er svo líkastur innleggi og undirstrikun á rýminu, tíman- um og framrásinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.