Morgunblaðið - 08.06.1988, Page 52

Morgunblaðið - 08.06.1988, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 t Móöið mín, GUÐRÚN ELfSDÓTTIR, síðast til heimilis að Vesturbraut 10, Hafnarfirði, lést I Sólvangi 6. júni. Fyrir hönd vandamanna. Vilhjálmur Sigurðsson. t Móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR HANSEN, Aðalstrnti 16, Patreksflrði, lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 6. júní. Ólafur D. Hansen, ingibjörg Guðmundsdóttir, Sigrfður Daníelsdóttir, Loftur Hafllðason. t Móöir mín, KETILFRfÐUR DAGBJARTSDÓTTIR, Seljahlfð, sem andaðist í Borgarspítalanum 31. maí sl., verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda Sigurbjörg Guöjónsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ANTON fSAKSSON, Hlfðarvegi 22, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. júní kl. 13.30. Margrát Guðmundsdóttir, Sigurjón Antonsson, Hrafn Antonsson, Iða Brá Þórhallsdóttir, Hilmar Antonsson, Þóra Guðmundsdóttir, Rúnar Antonsson, Birna Ragnarsdóttir, Guðmundur Antonsson, Auður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNARJ. MÖLLER hœstaróttarlögmaður, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 10. júní kl. 13.30. Ágústa S. Möller, Jakob Þ. Möller, Jóhanna G. Möller, Þóra G. Möller, Helga Möller. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, LOVISA DAGMAR HARALDSDÓTTIR, Birkiteigi 6, Keflavfk, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 10. júní kl. 14.00. Gfsli Halldórsson, Kristjana Björg Gfsladóttir, Ólafur Eggertsson, Helga Gfsladóttlr, Haraldur Gfslason, Þorbjörg Þórarinsdóttlr og barnabörn. t Foreldrar okkar og tengdaforeldrar. afi okkar og amma, langafi okkar og langamma, MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR og EYMUNDUR AUSTMANN FRIÐLAUGSSON, Vfghólastíg 4, Kópavogl, verða jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 16.30. Jóhann Eymundsson, Þórhalla Karlsdóttlr, Alfreð Eymundsson, Unnur Ólafsdóttir, Ingimundur Eymundsson, Elfnborg Guömundsdóttlr, Kristinn Eymundsson, Þórunn Krlstfn Emllsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýndan hlýhug viö andlát og útför GUÐMUNDAR DAVÍÐSSONAR. Starfsfólki á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund skulu hér færðar sérstakar þakkir. Einnig viljum við þakka Verkamannafélaginu Dagsbrún veittan stuðning. Aðstandendur. Minning: Guðmundur Jóns- son, Akranesi Fæddur 19. mars 1906 Dáinn 31. maí 1988 Fennir í fótspor ferðamanna, svo í heimhaga sem í hágöngum fljótt í sum, seinna í önnur, ioks í allra eins. Þannig kvað borgfírska skáldið á Kirkjutóli. Láf manna er ferðalag — frá vöggu til grafar — langt eða stutt eftir atvikum. _ Enginn veit ævina fyrr en öll er. Á lífsbrautinni stíga menn ekki allir til jarðar með sama þunga. Sporin verða misdjúp, sem skilin eru eftir. Hver maður hefur sitt göngulag. Að lokum hverfa þau með öllu, eins og lífíð sjálft. Þótt Guðmundur Jónsson hafi borið dauðann í bijósti sínu sl. ár er erfítt að sætta sig við þá stað- reynd, að hann má ekki lengur mæla. Hann var maður lífsins og gróandans og hélt andlegu atgerfí til hinstu stundar, sem ungur væri. Hann lifði lífinu með eðlilegum hætti, svo lengi sem stætt var, þótt hinn banvæni sjúkdómur herti tökin jafnt og þétt. Þannig háði hann hetjulega baráttu — með rósemi og stillingu hins þroskaða manns — við þann vágest, sem á sigurinn vísan. Hann vildi láta fjölskyldu sína og vini njóta umhyggju sinnar, svo lengi sem kostur var — alveg æðru- laust. Nú horfum við með hryggð og söknuði eftir sporunum hans — auðum og hljóðum. Hvers vegna? Guðmundur var hlédrægur og yfirlætislaus mannkostamaður. Vandur að virðingu sinni og skyldu- rækinn. Trygglyndur vinur og um- hyggjusamur þeim, er hann tók vin- áttu við. Öllum velviljaður en hafði rökstuddar skoðanir á mönnum og málefnum. Var eftirminnilegur per- sónuleiki, sem jafnan fór eigin leið- ir. Kunni ógrynni af ljóðum og stök- um margra samtíðarmanna sinna. Bjó yfír miklum fróðleik og stál- minni til síðustu stundar, svo aldrei skeikaði. Það reyndi ég oft. Hafði næmt skopskyn og kryddaði gjarn- an frásagnir sínar, svo þær gleymd- ust ekki að sinni. Hann var því góður og skemmtilegur sálufélagi. Göngulag Guðmundar gleymist ekki né sporin hans enn um sinn. Guðmundur fæddist að Búrfelli í Hálsasveit þann 19. mars 1906. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þórðarson frá Tungutúni í Andakíl og Valgerður Guðmundsdóttir frá Auðsstöðum í Hálsasveit. Þau voru bæði Borgfirðingar í ættir fram. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Búrfelli ásamt mörgum systkinum, sem nú eru öll látin, nema systir hans, sem býr í Reykjavík. Hann fór 16 ára gamall vinnu- maður til Guðmundar Daníelssonar tónda á Svignaskarði í Borgarfírði og var heimili hans þar næstu 15 árin. Þaðan átti Guðmundur miklar og góðar endurminningar, enda var Svignaskarð þá rausnargarður um þjóðbraut þvera. Bar hann mikið lof á húsbændur sína og minntist margra sem þar komu og urðu hon- um minnisstæðir. Haustið 1929 fór Guðmundur í t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐFINNU SKAQFJÖRÐ, Snorrabraut 42. Jón Skagfjörð, Unnur Kristjónsdóttlr, Sigrfður Skagfjörð, Ingimar Guðmundsson og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur vinar- hug og veittu styrk viö fráfall KRISTÍNAR HJÁLMSDÓTTUR og heiðruðu minningu hennar á einhvern hátt. Guö blessi ykkur. Gestur Guðmundsson, Gunnhildur Gestsdóttir, Birglr Gestsson, Þórunn Ragnarsdóttir og börn, Guðrún Gestsdóttir, Elnar Ó. Jónasson og börn, Hjálmur St. Flosason, Sigrún M. Snorradóttlr og börn Systklnin Guðbjörg, Guðmundur, Elfn, Ólaffna og Guðrún. t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, KRISTÍNAR LIUU JÓHANNESDÓTTUR, Bræðrabrekku, Strandasýslu. Börn hlnnar látnu. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug vlð andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur, ömmu og langömmu, UNU EYJÓLFSDÓTTUR, frabakka 34. Elrfkur Sigfússon, Jens Magnússon, Anna Hannesdóttir, Kristbjörn Eirfksson, Anna Rögnvaldsdóttir, Sigfús Eiríksson, Finnur Eirfksson, Gunnhildur Hrólfsdóttlr, Halla Eirfksdóttir, Þorkell Pótursson, Sigrfður Eirfksdóttir, Guðmundur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. bændaskólann á Hvanneyri og lauk þar búfræðinámi vorið 1931. Hann heldur svo til Danmerkur sumarið 1937. Vann á búgarði þar fyrsta árið, en haustið 1938 hóf hann nám við landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn — garðyrkjudeild — og lauk þar prófí vorið 1941. Þá var styijöldin^ í algleymingi og engar ferðir til íslands. Vann hann næsta ár á tilraunastöðinni Homum á Norður-Jótlandi, en eftir það á garðyrkjustöð í nágrenni Kaup- mannahafnar. Eftir að stríðinu lauk vorið 1945 fór hann til íslands. Um haustið gerðist hann kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi. Guðmundur réðst til Akranes- kaupstaðar vorið 1946, sem garð- yrkjustjóri, eftirlitsmaður með jarð- eignum bæjarins og verkstjóri við ýmsar framkvæmdir hans. Störfum þessum gegndi hann í 33 ár eða til 1979 að hann hætti vegna aldurs. Hjá Akranesbæ lágu leiðir okkar saman vorið 1954 er ég gerðist þar bæjarstjóri. Fékk ég strax miklar mætur á Guðmundi. Mér varð ljóst að þar var fjölhæfur starfsmaður, sem kom víða við í rekstri og fram- kvæmdum bæjarins. Vel að sér um málefni hans, skyldurækinn og samviskusamur í störfum, hagsýnn og góður verkstjóri, en vandlátur með starfsmenn. Mér fannst Guð- mundur einatt vinna að öllum verk- efnum bæjarins, eins og góður tóndi að búi sínu. Trúmennskan og hagsmunir bæjarins sátu alltaf í fyrirrúmi. Lítið barst hann á og hafði ekki mörg orð um hlutina, en vannst þeim mun betur. Fannst mér alltaf að hveiju því verkefni, sem Guðmundur tók að sér í þágu bæjar- ins, væri vel borgið. Rifjast upp fyrir mér nokkrar einstakar fram- kvæmdir, sem hann stjórnaði og hafði allan veg og vanda af. Minnisstæðust er mér lagning aðveituæðar vantsveitunnar hausið 1955. Hún er 5—6 km löng — frá Akrafjalli að lóðarmörkum sjúkra- hússins. Gerð úr 12 tommu as- beströrum, sem keypt voru frá Tékkóslóvakíu, samkvæmt útboði. Guðmundur mældi fyrir vatns- veitunni og valdi leiðina, sem hún skyldi lögð eftir. Skurðurinn var grafínn með vélkrana, þar sem ekki voru klappir, sem þurfti að sprengja. Þegar að lagningu rör- anna kom og tengingu þeirra, bað ég Guðmund að taka að sér verk- Blóma- og J skreytingaþjónusta ■' h vert sem tilefnið er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, x Álfhcimum 74. sími 84200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.