Morgunblaðið - 08.06.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 08.06.1988, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 Markaður í Abha. herberginu mínu reyndi ég að afla upplýsinga um nokkur þús- und bedúína einhvers staðar í eyðimörkinni. Hvað er ég svo núna? Tæknikrati.Ég geng í ber- högg við eðli mitt og upplag." Faðir hans og aðrir fjölskyldu- meðlimir hafa nú tekið sér ból- festu í háhýsahverfí í stórborg- inni. Gamli maðurinn segir:„Eg felldi tjaldið mitt, tók saman pjönkur mlnar og settist að f hvítmálaðri íbúð. Ég hef allt til alls, eins og það heitir. Samt ór- aði mig ekki fyrir, að ég þyrfti að lifa þann dag, en ég er orðinn gamall maður og lífíð er ekki leng- ur það sama og fyrrum var. Bed- úínamir hverfa og ég vil heldur búa innan um fólk í stað þess að vera aleinn — einbúi í eyðimörk- inni. Þökk sé guði fyrir að ég á enn hjörðina mína og ég hef ráðið hirði til að gæta hennar. Þegar söknuðurinn heltekur mig sest ég upp í landróverinn minn og keyri þangað. En ég hef fastan sama- stað nú. Ég er ekki lengur bed- úíni. Mér finnst ég hafa beðið ósigur." Stjómvöld í landinu gera sér grein fyrir þvf að hinar tæknilegu framfarir geta ekki átt sér stað án þess að spenna af tilfinninga- legum toga, eins og gamli maður- inn lýsir, skapist í þjóðfélaginu. En þau stefna eigi að síður að Þjóðfélag í deiglu — Síðari grein: Ogna framfarirnar hefðum Saudi-Arabíu? í FYRRI grein Husseins She hadeh um Saudi-Arabíu var drepið á þau áhrif sem oliuauðurinn hefur haft á lif og lífskjör þjóðar- innar. Siðan eru að skapast enn ný viðhorf með þvi að auðurinn hefur skroppið saman. Þar sem bedúinahefðin á sér dýpri rætur í Saudi-Arabíu en víðast annars staðar hafa menn velt fyrir sér hvort hið skipulagða flökkulíf bedúinanna sé að syngja sitt siðasta og hvernig þjóðinni muni ganga að laga sig að hinu nýja lífi í Iandinu, sem varla er meira en fimmtán ára. Hvað sem liður nokkurri tvöfeldni eða skinhelgi varðandi trúna er ekki ástæða til að draga einlægni meirihluta manna í efa, sem iðkar trúna af frumþörf og sannfæringu. Islam er krafturinn sem gegn- sýrir saudi-arabískt þjóðfélag. A stillimynd sjónvarpsskjásins er ritað á arabísku:,, Bismillah ar Rahman al Raheen - í nafni hins miskunnsama og náðarríka guðs.“ í lyftum háhýsanna eru skilti, þar sem stendur „Notið ekki lyftumar ef eldur brýst út. Allah forbýður það.“ Það birtist í ótal mörgu að trú- arleiðtogamir hafa mikil áhrif í landinu. Það var Mohammed bin Saud, ættbálkaforingi, sem ásamt Mohammed bin Abdel Wahba, forsvarsmanni trúarlegrar um- bótahreyfíngar sem lagði grund- völlinn að ríkinu um miðja síðustu öld. Eina markmiðið með stofnun ríkisins var að varðveita sanna lmúhammeðstrú, byggða á megin- reglunum fímm, Shahada, Sala, Saum, Zaka og Haj: trúaijátn- ingu, bæn, ölmusugjöfum, föstu og pílagrímsför. Það sem felst í trúaijátningu og bæn er einfald- lega að hafa yfír orðin: „Ashadu an Lailah ela Allah wa ana Mu- hamdan Rasúlau lah. Það er að- eins einn guð, Allah, og Mú- hammed er spámaður hans.“ Þetta er kjami hverrar bænar. Þess er krafíst af hveijum mú- hammeðstrúarmanni að hann hafí yfír þessi orð af einlægni. Hann verður einnig að trúa á uppris- una, á dómsdag, á spámenn Allah og auðvitað hlýtur hann að trúa hveiju einasta orði í Kóraninum, bók innblásinni af guði. Það er um margt skiljanlegt, að hinir sanntrúuðu voru andsn- únir hinni öru og skyndilegu þróun og framförum sem hófst- eða öllu heldur stökk af stað á sjötta og sjöunda áratugnum. Þáverandi ingi hafí um hríð engin verið. Allt fékkst endurgjaldslaust, skattar voru engir, menntun og læknishjálp ókeypis. Ofgnótt fjár- muna streymdi í hendur fólks, svo að það vissi ekki aura sinna tal í bókstaflegum skilningi. Hversu mikið sem eytt var, sá varla högg á vatni. Áður en fór að harðna á dalnum höfðu ýmsir Saudar haft efasemd- ir um þessa þróun, þeir álitu kvíðvænlegt hve hröð hún var. Sumir sögðu að þjóðfélagið væri að sporðreisast í þessum ham- förum. Embættismaður nokkur sagði við vestrænan blaðamann: „Á ykkar mælikvarða hefur mér vegnað stórvel. Ég er dæmi um þá möguleika sem eru í boði í nútímaríkinu Saudi-Arabía. Ber- fættur bedúini kem ég utan úr eyðimörkinni, fer til náms í Gamall maður: Enn býr hann Bandaríkjunum að fínna hamingj- úti í eyðimörkinni. una. Þar lauk ég doktorsprófí. En stundum fínnst mér ég vera mislukkaðasti maður í öllum því að hrinda áætlunum í fram- heimi. Ég var alinn upp til að kvæmd, en tryggja samtímis að vera foringi ættbálks míns. Þess gamlar hefðir fari ekki forgörð- var vænst af mér og ég brást. um. Þegar íhuguð er sú mikla Það tók mig ellefu daga að hafa „þróunarkreppa" sem Saudar eru upp á flölskyldu minni, þegar ég í, skal og ekki sízt haft í huga kom frá Bandaríkjunum. Úr hótel- að sjálfír líta þeir á sig sem varð- menn helgustu staða múhamm- eðstrúarmanna, f Mekka og Medína. Þeim hefur verið falið í hendur land spámannsins. Þeirra er að ábyrgjast að islam styrkist og eflist og konungsfjölskyldan í Saudi-Arabíu sækir styrk sinn í þessa afstöðu. Fahd konungur lét þau orð falla í samtali við vestrænan blaða- mann, að hans æðsta ósk sé að gera samfélagið opnara og fijáls- ara. Þó verði að sýna fulla aðgát svo að hinir trúuðu rísi ekki upp og þyki sér misboðið. Konungur er eindreginn andstæðingur þess að innleiða vestrænt lýðræði í landinu. Hann segir að fijálsar kosningar myndu ekki tryggja að hæfasta fólkið veldist til forystu. Og átti þar við ungt menntafólk. Fahd segir að beinlínis hafí verið fjárfest í ungu kynslóðinni, svo að hún nýttist landinu til heilla. konungi tókst að telja menn á að sætta sig við ýms nútfmatæki á þeirri forsendu að þau væru til framdráttar boðun orðs Allah, eins og til dæmis að innleiða sjón- varp í landinu. En eftir stendur óhaggað að fyrir fáeinum áratug- um var Saudi-Arabía fábrotið bed- úínasamfélag. En tók svo allt að því fyrirvaralaust breytingum í átt til tæknivædds lífsgæðasam- félags, og óhjákvæmilegt er, að togstreita verði og hún sár og oft hatrömm milli gróinna trúar- og lífshefða og svo þess sem við köll- um framfarir. Skyndilegt ríkidæmið hefur opnað ótal möguleika sem engan dreymdi um. Lífskjörin hafa ekki bara batnað, þau hafa orðið yfír- þyrmandi. Það liggur við borð, að lífsbaráttan í venjulegum skiln- Á sýningu á nýjustu gerð af hjónarúmum. í kosningum myndi það ekki ná árangri, heldur braskarar og við- skiptafrömuðir sem ekki víla fyrir sér að kaupa atkvæði í stórum stfl. Þar af leiðandi sæti Saudi- Arabía uppi með fólk, sem ekki myndi leiða landið á rétta braut af hugsjónum og viti, heldur spek- úlanta og peningamangara sem hugsuðu um það eitt að skara eld að sinni köku. Fahd var menntamálaráðherra á sjötta áratugnum og hann átti mikinn þátt í að skipuleggja og byggja upp það skólakerfí sem er við lýði í landinu. Sfðan hefur hann, án þess of mikið beri á, lagt blessun sína yfír að konur hljóti einnig menntun. En vitað er að hann er mjög afdráttarlaus andstæðingur aðferða Kemals Ataturks f Tyrklandi, er hann af- nam sharia — islömsk lög — seint á þriðja áratugnum, og skipaði konum að taka ofan blæjuna og krafðist þess að þær skildu og sýndu í verki að þær væru jafn- ingjar karlmanna. Fahd er ekki einn um þá skoðun, að að Ataturk hafi farið of geyst. Því að margir Saudar sem eru menntaðir á Vest- urlöndum eru sama sinnis. Þeir telja rangt að þrýsta um of á breytingar, það fari' einfaldlega ekki saman við upplag, gildismat og almennan hugsunarhátt. En gleyma þá stundum því heljar- stökki í uppbyggingu velferð- arríkisins, sem nánast var neytt upp á þá. Saudar segjast tregir að fóma andlegum verðmætum á altari tækniframfara og efna- hagslegs ábata. Þeir ímynda sér að það sé hugsanlegt að innleiða vestrænar hugmyndir f Saudi- Arabíu, án þess að verða fóm- arlömb siðferðilegrar hnignunar Vesturlanda. Þeir segja að áður og fyrrum hafí menn á Vesturl- öndum að öllum líkindum haft æðra og innihaldsríkara gildis- mat, en iðnvæðingin og tækni- framfarimar hafí gert það að verkum, að smám saman fóm þessar hugsjónir og viðhorf fyrir Iítið. Það blandast engum hugur um að þægilegt borgarlífíð er spenn- andi í augum unga fólksins og fækkar bedúínum mjög hratt. Unga fólkið gengur í skóla í borg- unum og er tregt að snúa aftur út í eyðimörkina, að menntun feng- inni. En samt togar og laðar bed- úfnalífíð. Þegar bedúíninn situr við eldinn fyrir utan tjaldið sitt og eyðimörkin er svo langt sem augað eygir, situr hann og þylur eða talar við granna sín, - þá og hvergi annars staðar er hann sátt- ur. Hvergi á hann heima nema þar. Og enginn er honum æðri. Fyrir skemmstu var haldin sýn- ing í Riyadh á ýmsum fatnaði, tólum og tækjum sem tengjast lifnaðarháttum bedúínans. Saudi-Arabar á öllum aldri flykkt- ust á sýninguna. Saudamir eru að leita að rótum sínum og nú er svo komið að þeir verða að leita þeirra á söfnum. Ráðherrar og fyrirmenn segja stoltir frá því að þeir hafí í bemsku gætt úlfalda- hjarða. Hver Saudi sem er 60 ára og eldri, lifði fyrstu 20 árin í þeirri Saudi-Arabíu þar sem olían var óþekkt. Það eina sem skipti máli var fjölskyldan, geitumar og úlfaldamir. Nú hefur sem sagt orðið niður- sveifla varðandi olfuauðinn. Henni fylgir breyttur hugsunarháttur. Það er eðlilegt og það er líka eðli- legt að menn sveipi gamla lífíð meiri ljóma. En öllum er hollt að huga að upprunanum. Ekki með það fyrir augum, að allir þeysi á ný út í eyðimörkina og haldi að hamingjan sitji þar í tjaldi og bíði þeirra. En það hjálpar að gefa gaum að því að hefðin er mikilvæg til þess að einhvers konar jafn- vægi náist í þjóðarsál Sauda sem geri samfélagið þeirra gjöfulla og viðráðanlegra. Og kannski sann- ára. Snarað og stytt: Jóhanna Kristjónsdóttir Myndir: Hussein Shehadeh

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.