Morgunblaðið - 08.06.1988, Síða 44

Morgunblaðið - 08.06.1988, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 4 íslenskir listamenn höfuðborg Bandaríkjanna Washington. — Frá Signrborgu Ragnars dóttur. Það er ekki á hveijum degi að fólki gefst tækifæri til að kynnast íslenskri list í Bandarílqunum. Ný- lega voru tveir íslenskir listamenn á ferðinni í höfuðborg Banda- ríkjanna. Haukur Dór í byijun apríl opnaði Haukur Dór málverkasýningu f anddyri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Washington. Gunnar Tómasson hagfræðingur, sem starfaði við Alþjóða gjaldeyris- sjóðinn flutti stutt ávarp við opnun- ina. Gunnar hefur ásamt listafélagi gjaldeyrisjóðsins átt veg og vanda að því að sýningin er hingað kom- in. Þar kom fram að þetta er fyrsta málverkasýning Hauks Dórs í Bandaríkjunum, en eins og eflaust margir Islendingar muna vann Haukur Dór aðallega við leirkera- smíð, þangað til fyrir nokkrum árum að myndlist varð hans aðal áhugamál. Það er fallegt á Hvítár- völlum, þegar vel veiðist Ingvi Ingvason, sendiherra ís lands í Washington, tók einnig til máls og talaði í fyrstu um hve sér- stæður viðburður það væri að fá íslenska myndlistarsýningu hingað vestur um haf. Síðan rakti sendi- herrann sögu íslenskrar myndlistar í stuttu máli. Þar kom m.a. fram að myndlist hefði lítt verið stunduð fram að lokum 19. aldar á íslandi, utan hvað einstaka andlitsmálarí greip til pensilsins þegar tækifæri gafst til þess frá daglegu amstri. Það væri þó enginn vafí á því að hæfíleikar til myndlistar hefði verið fyrir hendi í landinu, það sýndu best skreytingar íslendingasagn- anna. I íslenskum miðaldarbók- menntum var lítið minnst á nátt- úrufegurð landsins, hélt sendiherra áfram. Náttúran var í augum land- ans á þeim tíma falleg, er hún færði björg í búið eða eins og sendiher- rann útskýrði með íslenska orð- takinu „Það er fallegt á Hvítárvöll- um þegar vel veiðist". En tímamir hafa breyst, mikil gróska hefur átt sér stað í íslensku myndlistarlífí, sem er víða vel metið bæði innan- lands og utan. Að lokum talaði sendiherrann um að rætur íslenskrar myndlistar lægju fyrst og fremst í íslenskri náttúru, stórfenglegu landslagi, sem mótast hefur undan oki íss og elda. „Verk Hauks Dórs hér á þess- ari sýningu," sagði sendiherrann, „falla að minu mati í þennan flokk mjmdlistar. Síðan lýsti sendiherr- ann sýninguna opna.“ Það hjálpar að verkin eru frek Mikið ijölmenni var við opnunina, aðallega útlendingar (þ.e.a.s. fáir íslendingar). Verkin nutu sín vel í fallegri byggingu sjóðsins. Mjög hátt er til lofts í anddyri og út um aðalglugga þess, sem nær frá gólfí til lofts, blasir við gömul kirkja. Þama mætast gamli og nýi tíminn, gamla kirkjan með sínum klassíska tumi og nýtískulegur bygging- arstill sjóðsins. íslensku listaverkin hans Hauks Dórs njóta sín vel inn- an um þennan nýja og gamla stíl. Reyndar virtist listamaðurinn bara ánægður með uppsetninguna og húsakynnin, er ég króaði hann af úti í homi við opnun sýningarinnar. Hann sagði að sér hefði alls ekki litist á blikuna er hann kom með litla pakkann sinn og séð hvílíkt gímald anddyrið er. En það hjálpar hversu frekar myndimar eru, bætti hann við og hló! Ertu alveg hættur við leirkerin? spyr konan sem hefur dvalið langdvölum erlendis, en horf- ir daglega á fagurlega sköpuð leir- áferð Frá Los Angeles flýg ég til Syd- ney með viðkomu í Hawai og síðan til Nýja Sjálands, þar sem ég verð í 2 vikur. Síðan í 2 vikur á ferða- lagi um alla Ástralíu, fer m.a. til Darwin, sem er í N-Ástralíu. Þetta ar krókódílaland, „Aborigines"- flokkurinn býr þama. — Hvað kemur til að þú leikur fyrir Aborigines? Þar er einhvers konar opinbert Listaráð, sem sér um sérstaka ferð fyrir okkur. Ég hlakka mikið til þessa ferðalags. Ástralir fóma allir höndum, þegar maður segist vera að fara þangað. Þetta er nokkurs konar Krummaskuð hjá þeim, óskaplega heitt þaraa og mikill raki. — Hvemig fer með gítarinn? Ég hitt einmitt ástralskan celló- leikara í London og sagði hann að ég þyrfti að passa mig mjög vel. En ég hef engar áhyggjur! (segir hinn ungi kotroskni listamaður.) — Hefurðu lent í einhveijum erf- iðleikum með gitarinn á ferðum þínum? Nei, og það er bara vegna þess að þetta er svo góður og vel smíðað- ur gítar. Argentískur gítarsmiður smíðaði hann á Spáni. En svo ég haldi áfram að tala um ferðina, þá er Singapore næsti áfangastaður og það er klassfska gítarfélagið í Singapore, sem sér um sérstaka gítarröð þar. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð frá Singapore, þar virðist mjög viðkunnanlegt fólk. Þá er ekkert annað eftir en að fljúga í gegnum London og heim 2. júní. Það er alltaf að hlaðast utan á þetta fleiri og fleifi verkefni, þannig að Frá opnun málverkasýningarinnar í anddyri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Haukur Dór ásamt eiginkonu. inn eftir tónleikana í Baltimore leik- ið fyrir gesti á heimili Unnar Pét- ursdóttir og Snorra Þorgeirssonar í Bethesda. Jafnframt átti hann að leika fyrir gesti sendiherrahjónanna kvöldi áður en höfuðborgin væri kvödd. — Hvemig leggst hnattferðin í Þig? Mjög vel. Þetta verður ákaflega fróðlegt. Mjög stíft prógram. Bók- staflega flogið og leikið. —Hveijir sjá um ferðina? Það eru mismunandi aðilar á hveijum stað. í Boston, en þangað er ferðinni heitið næst, tónleikaröð sem er í gangi í mjög sérstakri kringlóttri kirkju í MIT-háskóla- svæðinu. Öll trúarbrögð hafa að- gang að þessari kapellu og em þaraa haldnir hádegistónleikar. Það verður spennandi að leika í þessari sérkennilegu kapellu því hljómburð- urinn er sérstaklega góður. Frá Boston liggur leiðin til Los Angeles og Albuquerque, en þar verð ég í tengslum við háskólann í Nýju Mexíkó. Það koma auðvitað góð sambönd eins og eftir tónleikana hjá Segovia í Los Angeles. Það er veganesti, sem maður kemur til mað að hafa það sem eftir er. Áhrif- in em ennþá rétt að byija að koma í ljós. Það em t.d. betri viðbrögð við umleitunum mínum, aðallega hér í Bandaríkjunum. Segovia er náttúrlega óskaplega vel þekktur í Bandaríkjunum. Hann lék mjög mikið hér og notfærði sér sjón- varpið út í yztu æsar. Bandaríkja- mennn tóku honum alveg opnum örmum. Pétur Jónasson á tónleikunum í Baltimore. ker í hiilunum heima fyrir rækilega merkt Dór. „Steinhættur"! Lista- maðurinn er ekki langorður. „Myndlistin hefur alltaf verið áhugamál mitt númer eitt“. Að- spurður hvort sýningin færi víðar sagðist listamaðurinn alveg óviss um það. Hér væri gífurleg sam- keppni og erfítt að komast áfram. Tilgangurinn með þessari sýningu væri fyrst og fremst að fá tæki- færi að hitta ættingja og vini hér í Bandaríkjunum. Það er óhætt að taka undir með listamanninum að listaverkin eru frek og kreijast þess, að á þau sé horft. Mjög íslensk, með sterku íslensku litaívafí, ríkjandi eru hvítir, rauðir, svartir og bláir litir. Undir- rituð sá íslenska glímu í mörgum myndanna, en þegar litið var á heiti þeirra fór það ekki alveg sam- an. „Skálholtsbiskup lagði að stað í leiðangur, Óttalaust andlit o.s.frv ... En er ekki stundum sagt um góð listaverk, að áhorfendur geti séð margt ólíkt í þeim? Haukur Dór opnar sýninguna á íslandi í maí (ef hann hefur ekki nú þegar gert það, þegar þetta birt- ist) í Gallerí Nýhöfn. Við óskum honum góðrar ferðar heim og þökk- um fyrir að hafa fengið að njóta listaverka hans vestan Atlantsála. Pétur Jónasson Stuttu síðar var á ferðinni annar íslenskur listamaður, Pétur Jónas- son gítarleikari, en hann hélt tón- leika rétt fyrir utan Baltimore, skammt frá Washington. Tónleikamir í Baltimore voru upphafið að meiriháttar hnattferð Péturs og lék mér forvitni að spyija hann að tónleikum loknum um þetta mikla ferðalag. Hann hafði þá dag- maður færi virkilega að reyna sig. Núna í morgun var t.d. hringt í mig frá Oakland á Nýja Sjálandi. — Hvað tekur við þegar heim kemur? Þá kem ég að annarri símhring- ingu, sem ég fékk rétt áðan. Eg hef verið beðinn um að fara til Chicago og spila það 11. júní á geysimikilli hátíð. Það á að stofna norræn samtök og verður mikil hátíð af því tilefni, Viktor Borge kemur þar fram ásamt öðmm lista- mönnum frá öllum Norðuriöndum. Um miðjan júní fer ég síðan til Spánar og verð fram á haust. Kon- an mín er fararstjóri og við búum á Costa Del Sol. — Nú virðast sumir islenskri listamenn kjósa á búa erlendis. Býrð þú kannski að einhveiju Ieyti á Spáni? í fyrstu gerði ég það. Var þar bæði f námi og vinnu, en núna er ég það einungis út af vinnu konunn- ar. Ég býst við að vera á íslandi næsta vetur og ferðast þá bara eins og ég hef gert hingað til. — Eru verkefnin nægilega mörg á íslandi? Yfírleitt er mjög mikið að gera. Verkefnin em kannske ekki alltaf spennandi, allan tímann. Þar er auðvitað allt fremur lítið. Ég lék t.d. með Sinfóntuhljómsveitinni í vetur og geri það auðvitað ekki í bráð, segir Pétur og hlær. Ef ég verð heppinn geri ég það e.t.v. eft- ir nokkur ár. Það var stórkostleg reynsla. — Er það ekki óvenjulegt að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.