Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 2
£ o r-r tT/fVTT 9 *TTTn * ítt rsrr/fTTM TTTrr A',T ÍMTJOFOM MORGUNBLADIÐ, MIÐVTKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 Dmamítíog hvellhett- umstolíð FIMMTÍU kflóum af dínamiti var stolið úr vinnuskúr, sem stendur norðan við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Þá var einnig stolið 80-90 hvellhettum. Hvellhetturn- ar geta sprungið af litlu tilefni, til dæmis ef þær koma nærri tal- stöð, rafhlöðum eða háspennulin- um. Þjófnaðurinn uppgötvaðist í gær- morgun, en hann hefur átt sér stað á tímabilinu frá 2. júní. Þjófamir hafa spennt upp hespu á skúrhurð- inni og tekið tvo kassa af dínamíti, sem í voru 320 túbur af sprengiefn- inu, eða fímmtíu kfló. Túbumar eru sívalar, 26 mm í þvermál og 20 cm á lengd. Þá var einnig stolið 80-90 hvellhettum, sem tengja á við raf- magn. Hvellhettur þessar eru svo næmar, að rafhlaða getur komið þeim af stað. Þá geta þær einnig spmngið ef þær komast í námunda við háspennulínu. Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur nú að lausn málsins. Ef einhveij- ir hafa orðið varir við óvenjulegar mannaferðir við skúrinn frá 2. júní sl. eru þeir beðnir að láta lögregluna vita. Þá er þeim tilmælum einnig beint til þjófanna að þeir sjái að sér og gefí sig fram, svo koma megi í veg fyrir að óhapp verði við með- höndlun sprengiefnisins. Egilsstaðir: Polgar syst- ursigursælar Egilsstððuin. POLGAR systur lögðu ídla keppinauta sina að velli í ann- arri umferð skákmótsins á Eg- ilsstöðum í gær. Þær unnu einn- ig allar skákir sínar í fyrstu umferð sem fram fór á mánu- dag. Judit Polgar tefldi við Hannes Hlífar Stefánsson, Zsofía Polgar vann Ragnar Fjalar Sævarsson og Zsuzsa Polgar vann Mark Orr. Sævar Bjamason tapaði fyrir Ja- mes Plashell, Karl Þorsteins vann Björgvin Jónsson og Þröstur Þór- hallsson og Helgi Olafsson gerðu jafntefli. Sjá frétt frá setningu mótsins og 1. umferð á bls. 35. Björn Jón Ásgeirsson hylltur eftir flutning verks hans „Tíminn og vatnið“. Morgunblaðið/Þorkell Tvö íslensk verk frumflutt TVÖ islensk verk voru friun- flutt í íslensku óperunni i gær- kvöldi, sem iiðir á Listahátið. Fyrra verkið var „Tíminn og vatnið“ eftir Jón Ásgeirsson tón- skáld, við ijóð Steins Steinarrs. Hamrahliðarkórinn flutti verkið undir stjóm Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Þá var fluttur ballettmn „Af mönnum“ eftir Hlíf Svav- arsdóttur, við tónlist Þorkels Sigurbjömssonar. Dansarar úr íslenska dansflokknum, auk tveggja gestadansara, fluttu ballettinn. Höfundar og flytjendur ballettsins „Af mönnum" þakka áhorfend- um góðar viðtökur. Starfsmenn HPræða stofnun nýs blaðs ÓVISSA ríkir um framtið Helg- arpóstsins eftir að stjóm útgáfu- félagsins Goðgár sendi í gær öll- um starfsmönnum blaðsins, um 20 talsins, bréf þar sem segir að með þátttöku i ólögmætu setu- verkfalli sé litið svo á að þeir hafi sagt upp starfi án fyrirvara. Allar skuldbindingar félagsins gagnvart starfsmönnum falli þar með úr gildi. Starfsmenn blaðsins, sem eiga alls um tveggja milljóna króna ógreidd laun inni hjá fyrirtækinu, héldu fund í gærkvöldi og ræddu þar meðal annars möguleika á stofn- un _nýs blaðs. Á mánudag sendi starfsmannafé- lag Helgarpóstsins framkvæmda- sljóra blaðsins skeyti, þar sem gef- inn var frestur til klukkan 15 í gær til að standa ( skilum með launa- greiðslur. Friðrik Þór Guðmundsson formaður starfsmannafélags Helg- arpóstsins sagði að innheimta ógreiddra launa yrði nú falin lög- fræðingum og kvaðst eiga von á að í dag yrði fundað í hlutaðeigandi stéttarfélögum og að á fundi stjóm- ar Blaðamannafélagsins kæmi til umræðu tillaga um áskorun til fé- lagsmanna að þeir ráði sig ekki til starfa hjá Helgarpóstinum fyrr en starfsmenn hafí fengið úrlausn. Birgir Hermannsson, varafor- maður stjómar Goðgár, sagði að verið væri að meta stöðu fyrirtækis- ins og að á allra næstu dögum yrði ljóst hvort grundvöllur þætti til áframhaldandi útgáfu eða hvort fyr- irtækið yrði tekið til gjaldþrota- skipta. Sjómenn allir gegnir úr verðlagsráði: Verðlagsráðið lamað og yfirnefndin óstarfhæf - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráÖherra STJÓRN Farmanna- og fiski- mannasambands íslands ákvað á fundi sínum i gær að fara að fordæmi Sjómannasambands ís- lands og taka ekki þátt í verð- lagningu sjávarfangs innan Fjármálaráðherra um flugstöðvardeiluna:: Samið um vinnubrögð - ekki um greiðslur Vona aö málið sé nú leyst, segir utanríkisráðherra Fjármálaráðherra og utanríkisráðherra hafa orðið ásáttir um að skipa nefnd til að fjalla um ágreining þeirra um 120 mifljón króna greiðslur vegna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra, sagði á blaðamannafundi i gær að mis- skflnings hefði gætt á milli ráðuneytanna tveggja, sem nú hefði verið skýrður og sagðist hann vona að málið væri leyst. Jón Baldvin Hannib- alsson, fjármálaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær að ráðherrarnir hefðu samið um vinnubrögð en ekki greiðslur. Hann sagði að nefndin myndi fara rækilega ofan í saumana á ógreiddum kröfum þessa árs og engar greiðslur yrðu samþykktar fyrr en starfs- hópurinn hefði skflað áliti. Greiðslumar sem deilt er um eru annarsvegar ógreiddar kröfur að upphæð um 90 milljónir króna, sem gjaldfalla munu á árinu, og hinsveg- ar óheimilaðar framkvæmdir að upp- hæð 34 milljónir, sem utanríkisráðu- neytið telur óhjákvæmilegar. Steingrímur Hermannsson sagði að framkvæmdir hefðu verið skomar niður strax og ljóst hefði verið að kostnaður við flugstöðina færi fram úr flárlagaheimild. Meðal annars hefði 70 milljón króna samningi við Hitaveitu Suðumesja um lagningu nýrrar hitaveitulagnar verið frestað, en það væri afar slæmt, þar sem hitaveitan hefði sent bréf um að hún gæti ekki ábyrgst hita til flugstöðv- arinnar í vetur. Á listanum yfír svokallaðar óhjá- kvæmilegar framkvæmdir em tíu atriði sem hin nýskipaða nefnd á að taka afstöðu til. í’jármálaráðherra sagði að fjárlög gerðu ekki ráð fyrir neinum nýjum framkvæmdum við flugstöðina í ár og einu atriðin sem yrðu samþykkt væru þau sem lytu að umbótum í öryggismálum, svo sem brunaboðar og neyðarlýsing. Sum atriði á lista utanríkisráðuneyt- isins, svo sem lýsing vegna gróðurs og hverfíhurðir, sem kostuðu tvö einbýlishúsaverð, gætu varla flokk- ast þar undir. Hinar ógreiddu kröfur eru einkum tryggingarfé sem ríkið heldur eftir og greiðir eftir verklok, telji það verkið vera unnið eins og samið var um. Nefndin á að kanna hvort hægt sé að semja um frestun á einhveijum þessara greiðslna, en Jón Baldvin sagði að farið yrði rækilega ofan í saumana á hveiju atriði áður en greiðsla yrði samþykkt. Fjármála- ráðherra hefur þegar skipað tvo menn í nefndina og á hún að hraða störfum sínum eins og kostur er. Verðlagsráðs sjávarútvegsins um sinn. Ákvörðun sjómannasam- bandanna beggja er af fram- kvæmdastjóra Verðlagsráðs ekki talin hefta störf þess en yfir- nefndin hins vegar óstarfhæf, taki enginn fulltrúi sjómanna sæti í henni. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra segir ljóst að yfimefndin geti ekki starfað og Verðlagsráðið sjálft sé í raun lamað ef fulltrúar sjómanna mæti ekki til leiks. Fundi f Verð- lagsráðinu um verð á rækju og hörpudiski í gær var frestað um óákveðinn tíma. Fulltrúar FFSÍ gengu í gær á fund Þorsteins og Steingríms Her- mannsonar starfandi sjávarútvegs- ráðherra og kynntu sjónarmið sitt. Þar varpaði forsætisráðherra fram þeirri hugmynd að kannað yrði hvort grundvöllur væri fyrir frjálsu fískverði og nýjum leikreglum sem allir gætu sætt sig við, bæði kaup- endur og seljendur. Sveinn Finnsson, framkvæmda- stjóri Verðlagsráðs sjávarútvegsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þó sjómenn tækju ekki þátt í störfum ráðsins, teldi hann það fyllilega starfhæft. Öðru máli gilti um yfímefnd Verðlagsráðsins en lögum samkvæmt ættu, auk oddamanns, tveir fulltrúar kaup- enda og tveir frá seljendum, þar af einn frá samtökum sjómanna, að skipa það. Yrði þar enginn full- trúi frá sjómönnum væri ekki ljóst hvort ákvörðun yfímefndar hefði það lagagildi, sem hún hefði að öllu eðlilegu. Hann sagði ennfremur, að hann teldi að verðákvörðun í yfimefnd með atkvæðum meirihluta gegn atkvæðum minnihlutans gæti ekki talist samningur um verð, heldur gerðardómur. Hins vegar væri hægt að tala um samning, næðist sam- staða innan Verðlagsráðsins sjálfs, en svo hefði ekki verið við síðustu ákvörðun fískverðs. Jafnframt yrði að geta þess, að lögum samkvæmt bæri yfimefhdinni að taka mið af þremur meginþáttum við verðlagn- ingu; markaðsverði, kostnaði við veiðar og kostnaði við vinnslu. Fleiri þættir kæmu auðvitað inn í dæmið, en þessir þrír væm veiga- mestir. Þar sem skipti aflaverðmæta milli sjómanna og útgerðar hafa lengi verið í nokkuð föstum skorð- um, hefur ákvörðun um fiskverð haft meiri áhrif á kjör sjómanna, en kjarasamningar þeirra við út- gerðina og því oft tekið meira mið af þeim, en afurðaverði eða kostn- aði við veiðar og vinnslu. Skiptar skoðanir hafa verið um þessa aðferð við verðlagningu. Bæði hafa menn dregið í efa hlut- verk oddamanns, fulltrúa stjóm- valda, ( yfímefndinni og setu sjó- manna í henni. Sumir telja réttast að útgerð og fiskvinnsla semji sín á milli, án af- skipta annarra, um verð á físki upp úr sjó og semji sfðan við starfsmenn sína, sjómenn og fískverkafólk um laun eins og áður var. Fulltrúar sjómanna hafa verið andvígir því að hverfa aftur til þess tíma og óttast að hagsmunir þeirra kunni að verða fyrir borð bomir, þar sem útgerð og fiskvinnsla er að mestu í eigu sömu aðila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.