Morgunblaðið - 08.06.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.06.1988, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 Jltagfiiiltfiifrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðaistræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Kinnock heldur til hægri Neil Kinnock, leiðtogi bresku stjómarandstöð- unnar og formaður Verka- mannaflokksins, hefur nú stigið sögulegt skref í vamar- málum. Hann hefur í stuttu máli kúvent í afstöðunni til kjamorkuvopna. Fyrir þing- kosningamar á Bretlandi á síðasta ári var Kinnock tals- maður þeirrar stefnu Verka- mannaflokksins, að ríkisstjóm Bretlands ætti að afsala sér yfírráðum yfír kjamorkuvopn- um með einhliða yfírlýsingu. Hún ætti að leggja Polaris- kafbátunum og losa sig við kjamorkueldflaugamar um borð í þeim og hætta við að kaupa kafbáta með fullkomn- ari eldflaugum af svonefndri Trident-gerð frá Bandaríkjun- um. Samhliða þessu vildi Kinnock að sjálfsögðu lýsa einhliða yfír því, að bandarísk kjamorkuvopn yrðu ekki leyfð í Bretlandi. Þessi einhliða af- vopnunarstefna gekk þvert á ákvarðanir Atlantshafsbanda- lagsins og stangaðist á við þau viðhorf sem ráðið hafa ferð- inni hjá ábyrgum stjómmála- mönnum í lýðræðisrílgunum. Henni var hafnað með af- dráttarlausum hætti í bresku þingkosningunum. Með ummælum í sjónvarps- viðtali á sunnudaginn tók Kinnock af öll tvímæli um, að samningnum um Trident- flaugamar yrði ekki rift ein- hliða af Bretum, þótt Verka- mannaflokkurinn kæmist til valda undir forystu hans.'Vill Kinnock þess í stað hafa flaugamar sem skiptimynt, ef þannig mætti orða það, i afvopnunarsamningum milli austurs og vesturs. Hann hef- ur sem sé horfíð frá þeirri kenningu einhliða afvopnun- arsinna, að afvopnist Vestur- lönd verði herafli kommún- istaríkjanna einnig minnkað- ur. Samningamir um uppræt- ingu meðaldrægu eldflaug- anna og hvemig að þeim var staðið eru besta sönnun, sem unnt er að fá fyrir því á kjam- orkuöld, að því aðeins er unnt að ná árangri í afvopnunarvið- ræðum, að vestræn ríki komi fram af styrk og samhuga gagnvart kommúnistaríkjun- um. Þessa grundvallarskoðun hefur Neil Kinnock nú viður- kennt og er hann maður af meiri. Verkamannaflokkurinn í Bretlandi á sér aðra sögu og merkari í öryggismálum held- ur en þá, sem mótuð hefur verið á síðustu ámm undir forystu vinstrisinna í flokkn- um. En Neil Kinnock hefur ekki aðeins sagt vinstri öflum í eigin flokki stríð á hendur í vamar- og öryggismálum heldur einnig í því, sem lýtur að þjóðnýtingu annars vegar og einkavæðingu hins vegar. Hann telur að hin gamla þjóð- nýtingarstefna flokks síns eigi ekki lengur við rök að styðj- ast. Stefnumarkandi yfírlýsing- ar Kinnocks ganga í svipaða átt og þá sem Francois Mitter- rand, Frakklandsforseti, hefur kosið að fara. Forsetinn hlaut ótvíræða traustsyfírlýsingu í forsetakosningunum á dögun- um. Á hinn bóginn kom á óvart, að frönskum sósíalist- um vegnaði ekki betur en raun ber vitni í þingkosningunum á sunnudag. Að nokkru má skýra lélega útkomu þeirra með því að vísa til ótta margra í Frakklandi við að sósíalistar fái of mikil völd og beiti þeim með of vinstrisinnuðum hætti. Þegar þeir náðu undirtökun- um í frönskum stjómmálum 1982 þjóðnýttu þeir meðal annars banka og hertu á þjóð- nýtingu á öðrum sviðum. Vinstrimennska af því tagi á ekki neins staðar upp á pall- borðið lengur. Neil Kinnock hefur stigið skref til hægri í öryggismálum og efnahagsmálum. Hann átt- ar sig á því að stefna Margret- ar Thatcher nýtur hljóm- grunns meðal kjósenda og til að ná árangri í kosningum sé betra að viðurkenna þá stað- reynd töluvert fyrir þær held- ur en að þeim loknum. Hug- myndafræðilega hafa vinstri- sinnar ekki upp á neitt nýtt að bjóða. I von um að geta betur höfðað til kjósenda leita þeir nú æ meira í hugmynda- smiðju þeirra, sem hér em oft kenndir við frjálshyggju eða jafnvel ný-fijálshyggju. Fram hjá þeim pólitísku staðreynd- um verður ekki gengið. - -I Leiðangursmenn; t.v. má sjá Virkisjðkul og t.h. Svínafell. Veður hamlaði ferð Ferða- •• félagsins á Oræfajökul ARLEG ferð Ferðafélagsins á Öræfajökul var farin um hvíta- sunnuna. Til stóð að ganga á Hvannadalshnjúk en ferðamenn urðu frá að hverfa vegna veð- urs. Leiðangursstjórar voru Anna Lára Friðriksdóttir og Torfi Hjaltason. I ferðinni var fólk á öllum aldri, flest vant jöklagöngum. A laugar- dag gengu leiðangursmenn á Fjallsjökul og æfðu sig í göngu á mannbroddum og í meðferð ísaxa. Rétt eftir miðnætti héldu menn svo á Öræfajökul en í jöklagöngum er lagt af stað snemma nætur til að forðast sólbráð sem gerir göngumönnum erfítt fyrir. Lagt var upp frá Virkisá við Svínafell og gengið upp Virkisjök- ul. Færð var þung og þegar kom- ið var að Hvannadalshrygg urðu göngumenn að snúa við vegna hvassviðris, þá í 1500 m hæð. Komust ferðamenn heilu og höldnu til byggða eftir 10 tíma langa og stranga göngu. Hvannadalshnjúkur var því ekki klifínn í þetta skipti en önnur ferð á jökulinn verður helgina 16,- 19. >— júní. M Hólmavíkurkirkja Tuttugn ár; mæliHóIma Hólmavík. SUNGIN VAR hátíðarguðsþjón- usta í Hólmavíkurkirkju á hvíta- sunnudag. Meira var um dýrðir en endranær, þvi kirkjan átti 20 ára víglusafmæli. Hólmavíkurkirkja var vígð á upp- stigningardag, 23. maí 1968. Kirkj- una vígði þáverandi biskup yfír ís- landi, herra Sigurbjöm Einarsson. Þá þjónaði sr. Andrés Ólafsson Hólmavíkurprestakalli. Bróðir hans, Gunnar Ólafsson, teiknaði kirkjuna, en Sveinn Kjarval teiknaði nær allan innri búnað hennar. Hólmavíkurkirkja er að gmnn- formi krosskirkja, byggð úr stein- steypu með háu risi og hár klukku- tum er á framanverðum mæniás, með krossmarki efst. Að innan er kirkjan öll klædd furu. Altari og prédikunarstóll er einnig úr fum, en skímarfontur er úr íslenskum grá- steini og fum. Hátíðarguðsþjónusta hófst með söng þeirra braeðra, Gunnars og Sig- mundar Jónssonar frá Einfætingsgili í Bitmfirði, við undirleik Guðna Þ. Guðmundssonar. Þá spilaði Magnús Kærír vegna bamabóta EINSTÆÐ móðir hefur lagt fram kæru hjá rikisskattstjóra vegna barnabóta. Hún eignaðist barn i byrjun apríl en fær fyrst barnabæt- ur í júlí, fyrir tímabilið júlí til september, vegna þess að ekki eru greiddar barnabætur fyrr en á næsta ársfjórðungi eftir að barn fæðist. Telur móðirin slæma gloppu í lögunum að látið sé sem bamið sé ekki til fyrstu þijá mánuði ævi þess. í lögum númer 92 frá 1987 segir að bætumar skuli greiða frá og með fyrsta ársfíórðungi eftir að bam fæðist. Fyrsta greiðsla bamabóta til móðurinnar er því í júlí fyrir tímabilið júlí til septemb- er. Lögin tóku giidi í upphafí þessa árs og nánar er kveðið á um fram- kvæmd þeirra í reglugerð númer 597 frá síðasta ári. Að sögn Jónínu Jónasdóttur, Iögfræðings á skattstofunni í Reykjavík, hefur talsvert verið um kvartanir vegna þessa fyrirkomu- lags frá foreldrum sem eignuðust böm snemma í janúar eða apríl og em því án bóta upp undir þijá mánuði. Hún sagði að hins vegar væm greiddar bætur til og með ársfíórðungnum sem bamið verður sextán ára, þannig að bótaleysi á fyrsta greiðslutímabilinu jafnaðist út. Indriði Þorláksson, skrifstofu- stjóri í fíármálaráðuneyti, benti á að þetta fyrirkomulag væri mun betra en hið fyrra, en bamabætur vom aðeins greiddar einu sinni á ári, í stað fjórum sinnum eins og nú er, og liðið gat hálft annað ár uns fólk fékk fyrstu greiðslu. Bamabætur nema 17.888 krón- um til hjóna vegna fyrsta bams, 26.832 krónum eftir það og við bætast 17.888 krónur sé bam yngra en sjö ára. Einstæðir for- eldrar fá 53.663 krónur í bama- bætur ársfjórðungslega og sömu ábót og hjón ef bam er yngra en sjö ára. í tilviki móðurinnar sem sagt var frá í upphafí kom bótaleysið sér sérlega illa þar sem hún skildi við eiginmann sinn í sama mánuði og yngsta bamið fæddist, og hefur þijú böm á sínu framfæri. Hún fékk hvorki bamabætur, mæðra- laun, sem ekki erU greidd skilnað- armánuðinn, né meðlag með yngsta bami greitt í apríl. Hið síðastnefnda fékkst ekki greitt hjá tryggingastofnun ríkisins, þrátt fyrir að í meðlagsúrskurði segði að meðlag skyldi greitt frá fæðing- ardegi bamsins, sem var í byijun aprfl. Kveðst hún hafa fengið þau svör í afgreiðslu stofnunarinnar að vaninn væri að hafa þetta svona, hún gæti þvf ekki fengið meðlagsgreiðslu fyrir aprílmánuð. Vilborg Hauksdóttir, lögfræðingur tryggingastofnunar, sagði aftur á móti að jafnan væri greitt sam- kvæmt því sem segir í meðlagsúr- skurði eða skilnaðarleyfí. I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.