Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 7

Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 7 Rósóttur kjóll úr 100% bómull, bleikur og blágrænn að lit með hvítum kraga, stærð 90-130 cm, verð 2.175,- kr. Nú stendur allt í blóma á ný og af því tilefni höfum við á boðstólum rósótta telpnakjóla með blúndukraga. Þeir eru engin tískunýjung. Svona kjólar minna á 17. júní hér áður fyrr, þegar litlar stúlkur fóru í skrúðgöngu í kjól og stuttum sokkum, hvernig sem viðraði. í þá daga voru það oft elskulegar ömmur, sem hekluðu blúndukragana á kjólana þeirra. Við hjá Polarn & Pyret kynnum hér sígilda flík — á okkar sérstaka máta: Nú orðið eru ömmur sem hafa tíma til að hekla blúndu- kraga harla sjaldséðar og þess vegna höfum við fengið nokkrar af reyndustu saumakonum á Norðurlöndum til að sauma kjólana fyrir okkar. í kjólana völdum við mjúkt 100% bómullarefni með sterkum þráðum. Kjólarnir eru því þægilegir, slitna ekki í bráð og fara vel í þvotti. Að sjálfsögðu þurftu kjólarnir að fara í gegn um strangt gæðaeftirlit. Þeir stóðust prófið og eru nú seldir í öllum verslunum okkar — allt frá Reykjavík í norðri til Lausanne í Sviss í suðri. Polarn &Pyret‘ KRINGLUNNI 8-12, SÍMI 681822, OPIÐ MÁNUD.-FIMMTUD. KL. 10:00-19:00, FÖSTUD. KL. 10:00-20:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.