Morgunblaðið - 08.06.1988, Page 23

Morgunblaðið - 08.06.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 23 Útvegsbankinn í Reykjavik. sem ég hef rakið hér að framan má ljóst vera, að svo er ekki, hvorki um verðlagningu skattalegs hag- ræðis né ýmsa aðra þætti. Við- skiptaráðherra segir á bls. 2 í sinni greinargerð að „frá sjónarmiði ríkisins breytti litlu þótt þetta skattalega hagræði væri ekki talið Útvegsbanka Islands til eigna þar sem ella kæmu á móti auknar skatt- greiðslur hlutafélagsbankans í framtíðinni". Þetta er ekki rétt hjá Jóni Sigurðssyni, bankamálaráð- herra. Það breytir miklu. Úr því þessi aðferð var valin af Alþingi til að leysa vanda Útvegs- bankans vegna Hafskipsmálsins 1985, þá er rétt að staðið sé að þessu máli á sama hátt og gert er á milli óskyldra aðila. í því sam- bandi skal þess gætt að meta allar eignir bankans til eðlilegs verðs og að ekki sé hallað á annan aðilann. Nefndin telur eins og ráðherrann, að litlu hefði skipt hvort tapið yrði virt til fjár eða ekki. Hefði það ekki verið gert, þá hefði ríkissjóður í stað þeirra 190 millj. króna sem hann fær fyrir 913 millj. króna skattahagræði fengið skatttekjur fyrr af bankanum. Hér er um að ræða seljanleg verðmæti fyrir gamla bankann og því ber að koma þeim í verð eins og hvert fyrirtæki hefði reynt að gera. En hver eru svo raunveruieg vérðmæti þessa? Heyrt hef ég ýmsar tölur nefndar þegar slík verðmæti hafa verið seld milli fyrirtækja. Nýverið heyrði ég talað um 30—35% af upphæðinni sem í þessu tilfelli væru 274—320 millj. króna. Nefndin kemur hins vegar með sín rök og beitir fyrir sig arðsemi eigin §ár og afvöxtun hagnaðar. Þeirri reglu er beitt, þegar metin er ávöxtun eigin fjárins, að taka meðalarðsemi eigin fjár allra ann- arra banka en Útvegsbankans árin 1984-1986. Sagt er að hún sé 7,5% fyrir skatta. Margt er það sem skiptir máli í sambandi við svona mat. Eins og mönnum er kunnugt um, hefur orðið mikil og ör breyting á rekstri innlánsstofnana á allra síðustu árum. Þessi breyting mun halda áfram og m.a. mun hagnaðar- sjónarmið þeirra skipa æ ríkari sess en áður. Þetta þýðir með öðrum orðum, að búast má við meiri hagn- aði af þeim í framtíðinni. Það þýðir aftur að þegar arðsemi eigin fjárins er metin, er eðlilegra að miða við þær upplýsingar sem nýjastar eru. Við höfum árangurinn 1987 og því væri eðlilegast að miða við hann. Dágóður hagnaður hefur orðið hjá bönkunum á því ári. Varðandi eigið féð, þá er rétt að menn gleymi því ekki sem sagt var hér að framan um þörfína á lagfæringu bókhalds vegna vanbókunar skulda. Slíkt þýðir að eigið fé sumra banka er ofbókað í dag og að sú ávöxtun þess, sem nefndin minnist á, 7,5% er því í reynd töluvert hærri. Annað atriði sem nefndin miðar við er afvöxtun hagnaðaríns. Því hærri vöxtum sem beitt er við af- vöxtun, þeim mun lægri verður út- koman. Hér er notast við 10% vexti á meðan útlánsvextir bankanna eru núna 9,5% og teljast mjög háir til lengri tíma litið. Almennir spari- sjóðsreikningar gefa neikvæða vexti. Ekki teldi ég það óeðlilegt þótt fengið verði álit fleiri manna á þessum útreikningum. Hér er um háar fjárhæðir að ræða. Til fróð- leiks má benda á, að á átta mánaða rekstri á sl. ári græddi nýi bankinn rúmar 220 millj. kr. fyrir skatta. í reikningunum er beitt þeirri aðferð að reikna út þá skatta sem bankinn hefði þurft að greiða ef hann ekki nyti skattleysis. Sú fjárhæð, rúmar 105 millj. kr., er bókhaldslega notuð til að afskrifa þær 190 millj. króna, sem honum voru reiknuð þessi verð- mæti áf matsnefndinni. Ef bærilega gengur á þessu ári, verður hann búinn að fá til baka þessar 190 milljónir en eftir verða samt 700—800 milljóna ónotað skatta- hagræði. Menn geta því spurt sig hvort þeim þyki þessi verðlagn- ing á skattahagræðinu við hæfi? Menn geta spurt sig hvort hags- munir einkabankans hafi hér verið látnir sitja i fyrirrúmi, eða hagsmunir almennings? Lífeyrisréttindi banka- stjóra Að síðustu ætla ég að víkja nokkrum orðum að útreikningi á skuldbindingum vegna lífeyrisrétt- inda bankastjóra og nokkurra ann- arra aðila, sem bankinn hafði tekið á sig að greiða eftirlaun. Þetta at- riði þessa máls hefur fengið hvað mesta umfjöllun í flölmiðlum. Skuld þessi hefur verið reiknuð út af tryggingafræðingi og síðan reiknuð til staðgreiðsluverðmætis miðað við yfírtökudag hins nýja banka. Það sem ég vil minnast á hér, er hvemjg þessi liður er reiknaður til staðgreiðsluverðs fyrir nýja bankann. Á bls. 5 í skýrslunni seg- in „Við útreikning á skuldbinding- um bankans skiptir meginmáli, hvaða vextir em notaðir við af- vöxtun eftirlaunagreiðslna. Með hliðsjón af því, að tryggingafræð- ingar hafa almennt talið að 2—3% vextir séu hæfílegir, þykir nefndinni ekki ástæða til að víkja frá þeirri viðmiðun." Hér á undan var bent á að „hæfilegir“ vextir til að reikna út staðgreiðsluverð fasteigna bankans væru 15% umfram verð- bólgu. Núna, þegar verið er að rétta nýja bankanum fjármuni til að greiða skuldbindingar ríkisins i framtíðinni, þá þykir hæfilegt að reikna með -3% vöxt- um. Þetta þýðir, að þeim mun lægri sem þessir vextir eru þeim mun hærri er sú fjárhæð sem bankanum er rétt. Gott samræmi eða hitt þó heldur. Lokaorð Hér að framan hef ég gert nokkra grein fyrir skoðun minni á umræddri skýrslu. Álit mitt er, að ekki sé vanþörf á að uppgjör Út- vegsbanka Islands verði allt tekið til skoðunar að nýju og það kann- að, hvort þau verðmæti sem Út- vegsbanka íslands hf. hafa verið afhent frá fyrirrennara sínum hafí fengið eðlilegt verðmat. í þessu sambandi er rétt að taka fram, að mál þetta hlýtur og verður að koma til skoðunar á Alþingi strax á næsta þingi og átti vitaskuld ekki að „gleymast" á þingi sem nýlega er lokið. Látið er að því liggja að engu skipti hvort einstakar eignir bank- ans séu metnar til verðs eðá ekki. Slíkt þýðir bara hærra söluverð hlutabréfa ríkissjóðs í nýja bankan- um. Því er til að svara að ríkissjóð- ur er ekki nema 76% eignaraðili í bankanum og því væri verið að færa fjármuni ríkissjóðs yfír til annarra aðila. í annan stað eiga þeir aðilar, sem störfuðu í bankanum, fulla kröfu á því að eðlilegum aðferðum sé beitt við uppgjör hans þannig að sem réttust niðurstaða fáist hver raun- verulegur efnahagur hans hafí ver- ið 30. apríl 1987. í þriðja lagi ber ríkinu að fylgja venjulegu viðskiptasiðferði í þessu máli sem og öðrum. Jón Sigurðs- son, bankamálaráðherra, hefur gef- ið í skyn, að hann muni væntanlega bjóða hlutabréf ríkisins í nýja bank- anum til sölu. Ljóst er þó af framan- sögðu, að uppgjör á efnahag Út- vegsbanka íslands er svo flókið og óljóst almenningi, að ráðherrann þarf að láta sérfróða menn leggja nýtt mat á verðmæti hlutabréfanna ef það á að nálgast sannvirði og ef koma á í veg fyrir að fjármunir ríkissjóðs séu seldir á undirverði. Við slíkt mat hlytu að koma fram miklar hækkanir vegna þess sem ég hef rakið hér að framan. Þær hækkanir ætti fyrst og fremst að færa gamla bankanum til tekna. Höfundur er fyrrverandi banka- stjóri Útvegsbanka íslands. ÞÚ RÆKTAR GARDINN ÞIN VID VEITUM ÞÉR U meö réttum áhöldum, áburði, fræjum og faglegri ráðgjöf. llllllilhlll ihlillllllllillllllllll llílh t l/lilli lli iilllllllilllilili 6*l®¥RKIill» FAGLEG RÁÐGJÖF Rétt hjá Miklatorgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.