Morgunblaðið - 08.06.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 08.06.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 45 gítarleikari leiki með Sinfóníu- hljómsveit? Jú, en gítarkonsertar eru oft fluttir, en lítið verið gert af því heima. Óvenjulegt að fólk standi upp og klappi — Svo við snúum okkur að tón- leikunum í Baltimore. Finnst þér mikill munur að Ieika fyrir Bandaríkjamenn og Evrópubúa? Mér fannst stórkostlegt að sjá fólk standa upp og klappa á tónleik- unum í Baltimore. Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég upplifi það. Það er óvenjulegt að fá svona „standing ovation". Þetta hef ég auðvitað aldrei fengið í Evrópu, segir Pétur og iðar í sætinu um leið og klingir í klakanum í djús- glasinu í lófa hans. Ég held nú að það sé ekki almennt til siðs að gera það. Bandaríkjamenn eru voðalega fljótir á fætur, þegar verið er að fagna einhverju. Þeir eru að þessu leyti ólíkir Evrópubúum. — Á tónleikunum lékstu verk eftir Hafliða Hallgrímsson og Eyþór Þorláksson. Reynirðu yfirleitt að hafa verk eftir íslenska höfunda á dagskrá? Jú, alltaf! segir Pétur einbeittur á svipinn. Það er alveg regla, alltaf íslensk! — En hvað um úrval, er um nóg að velja? Nei ekki enn sem komið er, hægt og hægt fjölgar verkunum, það sem ég spila er sérstaklega samið fyrir mig. Eins og verkið eftir Hafliða tókum við upp á plötu nýlega í London. — Það var áberandi fallegt verk! Já, já-há, gott! svarar Pétur með sérstakri áherslu á síðasta atkvæði. Mikilvægt að öðlast fjöl- breytta reynslu til að geta miðlað henni síðar — Nú hefur þú náð ansi langt, ekki eldri en þú ert. Hvarflaði aldrei að þér að það gæti reynst erfiður róður að vinna fyrir þér með klassiskum gitarleik? Nei, því ég hef ekki enn sem komið er, ráðið mig í fast starf, hef ekki þurft þess. Svo hef ég heldur ekki fest mig í neinu eins og íbúðar- kaupum eða slíku, á t.d. ekki bíl. Ég þarf ekki á þessu fjárhagslega öryggi að halda eins og er. Mig langar bara að láta á það reyna hvemig þetta gengur. Það kemur alltaf betur og betur í ljós eftir því sem maður spilar meira og víðar, hvað róðurinn verður þungur. — Og þú hefur hingað til haft nóg að gera? Já, sem betur fer er það þannig að hvert ár er betra en það sem var á undan. — Hvert stefnirðu, hvert er ioka- takmarkið? Að geta unnið við þetta. — Ért þú eini íslendingurinn sem hefur lagt út á þá hálu braut að vinna fyrir þér innanlands og utan með einleik á gítar? Jú, það er rétt. — Það má þvi segja að þú sért algjör brautryðjandi á þessu sviði á Islandi? Já, mér finnst ég alls ekki tilbú- inn að kenna eins og er. Betra að fá eins mikla reynslu og mögulegt er, til að geta svo síðar miðlað henni. Það hefur komið sér mjög vel, bæði hef ég þá getað undirbúið mig mikið og eins verið sveigjanleg- ur, þegar ég þarf að leika einhvers staðar. — Berðu einhvern kvíðboga fyrir þvi sem framtfðin kann að bera f skauti sínu? Aldrei Verið ánægðari á ævinni, en einmitt núna. Var líka að eign- ast lítinn strák. Það er erfitt að fara í 2 mánuði frá baminu. Við hjónin höfum oft verið aðskilin og emm farin að venjast þvf, en það varst ótrúlega erfitt af fara frá stráknum, segir Pétur, (þar sem hann hoppar léttilega á fætur, hnar- reistur, rétt eins og hljómsveitar- stjóri sem hoppar fimlega út af sviði að tónieikum lokum), um leið og hann kveður. Sigrún eða Vigdís? eftir Melkorku Eddu Freysteinsdóttur Ég er búin að vera búsett í Svíþjóð í tæpt ár. Það var lengi búinn að vera draumur minn að prófa að búa í öðm þjóðfélagi en hér. Það má því segja að ég hafi misst af matarskatt- inum svokailaða og fleira skemmti- legu sem hefur farið fram síðan ég var hér síðast. Einn góður vinur minn á íslandi hringdi út til mín nýlega meðan ég var þar og sagði mér nýjustu fréttir að heiman. Vom það þær fréttir að Sigrún Þorsteins- dóttir ætlaði að bjóða sig fram til forsetaembættis. Vini mínum fannst þetta greinilega hálfgert hneyksli og fáránlegt. En þar sem ég þekki töluvert til Sigrúnar Þorsteinsdóttur sagði ég við vin minn að ég vildi nú gjaman vita hvað stæði þama að baki því ég taldi mig vita að þetta framboð Sigrúnar væri ekki tilkomið vegna metorðagimi eða framapots. Eftir símtalið velti ég þessu fyrir mér. Ég hafði að sjálfsögðu aldrei hugsað.mér Sigrúnu Þorsteinsdóttur sem forseta íslands frekar en aðrir. Velti ég eftirfarandi fyrir mér og hef gert það undanfama daga, sérs- taklega eftir heimkomuna: Varðandi uppreisn forseta- frambjóðenda Ég man vel eftir síðustu forseta- kosningum. Mig vantaði þá tvo mán- uði uppá að geta kostið og ég man greinilga eftir því hversu svekkt ég var því ég var alveg hörð á því að styðja Vigdísi. Var það mikið vegna áhrifa kvenréttindabaráttunnar og svo einnig hversu falleg kona og fonguleg var í framboði. Þetta þótti nú heilmikið fjarðrafok á þeim tíma að einstæð móðir væri í framboði til forsetakosninga. Var þetta því vissulega uppreisn kvenna gegn karlaveldinu á þeim tíma. Var ég mjög undrandi og ánægð með að Vigdís náði kjöri. Vigdís hefur síðan verið landihu til sóma sem hugguleg- ur og viðkunnanlegur forseti. Allir vita að hún er friðarsinni og hún hefur kynnt landið og útflutnings- vömr óspart út á við. Uppreisn Sig- rúnar Þorsteinsdóttur beinist ekki gagnvart Vigdísi sjálfri heldur vill Sigrún að forsetaembættið sé starf- rækt eins og gert er ráð fyrir í stjóm- arskránni, þ.e. að forsetinn sé ekki eingöngu skrautQöður í hatti lands- manna og viðkunnanlegur út á við heldur geti einnig haft mikið að segja fyrir landslýð með því að beita neitunarvaldi sínu. Einnig vill Sigrún að forsetinn beiti sér pólitískt á al- þjóðlegum vettvangi sem sterkur boðberi friðar og sem styrkur leið- togi íslendinga. Báðir forsetafram- bjóðendumir nú, Vigdís Finnboga- dóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir, hafa því ákveðna uppreisn að baki sér. Finnst mér þetta oft gleymast í umræðunni í dag. Útlit, framkoma Um það hef ég lítið annað að segja en að báðir forsetaframbjóðendur em stórhuggulegar og frambærileg- ar konur. (Eg verð reyndar að viður- kenna að ég hef lúmskt gaman af því að báðir frambjóðendumir em konur.) Að þessu leyti em þær hníflafnar fyrir mér. Hins vegar er . því ekki að neita að þar sem Vigdls hefur það forskot að hafa verið starf- andi nú í tvö kjörtímabil sem forseti og því allir landsmenn vanir að sjá hana í því hlutverki ennþá, þá er erfiðara fyrir landsmenn að sjá Sigr- únu Þorsteinsdóttur fyrir sér í því hlutverki. Menntun og bakgrunnur Allir vita að Vigdís telst vel menntuð kona og er landslýð t.d. vel kunn fyrir frönskukennsluna forðum í sjónvarpinu og fyrir starf sitt sem leikhússtjóri. Sigrún kveðst hafa alþýðumenntun og titlar sig húsmóður. Hún hefur hins vegar verið mjög'virk í félagsstörfum og stjómmálum og hefur starfað tölu- vert erlendis fyrir Manngildishreyf- inguna undanfarin ár, bæði í Finn- landi og Englandi. Hún þarf því heldur ekki að skammast sín fyrir tungumálakunnáttu sina. Ekki finnst mér það mega gleymast að skóli lífsins kennir mörgum ýmislegt sem hinar háu menntastofnanir geta ekki gert. Vigdís hefur þó það for- skot að þekkja alla þætti forseta- starfsins eins og það hefur verið rekið hingað til og hvert mannsbam hér á íslandi þekkir hana í dag. Hins vegar þarf Sigrún Þorsteins- dóttir nú að kynna sig á næstu vik- ■ um þar sem hún er tiltölulega óþekkt miðað við Vigdísi. Kjami málsins Við höfum nú tvo hæfa forseta- frambjóðendur en málið snýst um hvemig forsetaembættið á að vera. Fyrir mér snýst valið um þetta í ■ dag: A forsetinn okkar næsta kjörtímabil að vera glæsileg kona sem er dugleg að kjmna afurðir landsins og Island sjálft erlendis sem Vigdís Finnbogadóttir er eða á for- setinn okkar að vera glæsileg kona sem getur verið einörð og hörð í hom að taka, er vemdarvættur mannréttinda á íslandi og sterkur leiðtogi út á við sem skiptir sér af alþjóðamálum. En það myndi Sigrún Þorsteinsdóttir vera. Þar sem ég hef dvalið eitthvað erlendis núna þá finnst mér ég hafa kynnst annarri þjóðfélagsgerð svo- lítið. Ég var í tengslum við fólk úti sem sagðist beinlínis hafa flúið fs- land þar sem því fannst vonlaust að búa hér. Var það t.d. töluvert af bamafólki. Ég heyrði á námsfólki að það var flest kvíðið að koma heim aftur vegna erfiðleika við að fá hús- næði og beinlinis framfleyta sér í allri hringiðunni hér. Mörgum finnst þetta sjálfsagt einhver útúrdúr hjá mér og ekki koma neinni kosninga- baráttu við en ég held að skoðun fólks á þjóðfélaginu okkar í dag hafi allt að segja um skoðun fólks á forsetaembættinu. Hægt er að skipta íslendingum í tvennt: Annars- vegar vel stætt fólk sem rekur sín fyrirtæki eða fjölskylduinnflutning eða jafnvel fólk sem stendur vel í dag vegna þess að það þurfti ekki að taka sín verðtryggðu lán til hús- næðiskaupa eða til menntunar. Þetta fólk getur alveg hafa verið duglegt en hins vegar hjálpaði verðbólgan þessu fólki gifurlega þannig að það borgaði aðeins hluta sinna skulda til baka til þjóðfélagsins. Margt af þessu fólki skilur því ekki vanda Melkorka Edda Freysteinsdóttir „Eins og ástandið er núna á Islandi 1988 tel ég að við þurfum sterk- an leiðtoga í þetta emb- ætti. Ekki neinn ein- ræðisherra að sjálf- sögðu enda ekki um það að ræða heldur leiðtoga sem beitir sér af afli innanlands sem á al- þjóðavettvangi.“ unga 'fólksins í dag. Mér finnst líklegt að þetta fólk fylgi Vigdísi þar sem því hentar ágætlega að forset- inn sé einhverskonar sölustjóri fyrir- tækisins íslands sem fáir aðilar stjóma. Hins vegar er sá hópur á íslandi sem vinnur hörðum höndum og á erfitt með að ná endum sam- an. T.d. ungt fólk sem er að reyna að mennta sig því að kröfur þjóð- félagsins bjóða uppá það að fólk þarf sérmenntun í hin ýmsu störf. Það reynir að koma sér upp þaki yfir höfiiðið því ekki er leigumarkað- urinn viðunandi í dag og á sama tíma er þetta fólk að eignast böm. Þetta fólk gæti stutt Sigrúnu. Auð- vitað er þetta mjög gróf skipting og t.d. em ellilífeyrisþegar ekki í þess- um hópi né úngt fólk í foreldrahúsum sem er ekki ennþá komið út í lífsbar- áttuna. En ég tel að unga og jafn- vel gamla fólkið sé líklegra til að skilja af hveiju Sigrún Þorsteins- dóttir gerist svo kjörkuð eða brjáluð eins og sumir orða það að bjóða sig fram til forsetaembættis. Mig langar svolítið að víkja að því þegar ég kom núna til landsins. Ég fékk að sjálfsögðu áfall við það eitt að labba út í matvömbúð og fannst blóðugt að borga svo mikinn pening fyrir mat ofaní mig. Mér finnst svolítið öfgakennt að ganga um dýrindis flotta og fína flugstöð sem ég væri auðvitað stolt og mjög ánægð með nema út af því að ég veit um erlenda skuldasöfnun lands- manna og síðan hvað fólk á mínum aldri þarf að þræla sér út fyrir nauð- þurftum fyrir utan það að þurfa eig- inlega að afsala sér því að ala sjálft upp böm sín. Fólki sem ég þekki .. 1. ' ■■■■■— ■—m ■ úti fannst beinlínis óttalegt að hlusta á fréttir að heiman. Hér virðist allt í kaldakoli og því fannst blátt áfram hlægilegt að heyra um nýja veitinga- húsið sem á að snúast í hring á Öskjuhlíðinni eða um ráðhúsið í tjöminni. Þetta tvennt m.a. virti^ koma eins og skrattinn úr sauðar- leggnum í allri umræðunni um verk- föll, niatarskatt, gengisfellingu o.s.frv. Þegar ég var úti sá ég sjón- varpsmynd sem sænska sjónvarpið lét gera um Vigdísi Finnbogadóttur. Nokkrir mánuðir em síðan þessi mynd var sýnd í sænska sjónvarp- inu. Myndin hafði mikil áhrif á mig. Reyndar var það í fyrsta skipti sem - ég varð fyrir virkilegum vonbrigðum með forsetaembætti okkar íslend- inga. Ástæðan var sú að myndin sýndi elskulegan og huggulegan for- seta sem virtist ekki hafa neitt hlut- - verk annað en sýna og segja frá gömlum minjum. Forseta sem byggi meðal lítillar og afskekktrar þjóðar og hefur þar af leiðandi ekkert bein í nefínu. Þessu embætti virðist hafa fylgt það hlutverk hingað til. Það var því þama sem ég sá að ég gerði mér aðrar væntingar um forseta- émbættið en almennt hefur verið í þjóðfélaginu. Mér finnst reyndar þegar maður er á íslandi að maður fínni varla fyrir að forsetaembættið sé tií því forsetinn er önnum kafínn við landkynningu út á við og við veisluhöld og viðhafnartækifæri hér heima. Ræðuhöld forseta og annað hefur því alltaf miðast við þess kon- ar embætti. Mig langar nú reyndar að taka dæmi um óvirkni forsetaembættisins í dag. Samkvæmt lögum verður for- seti að setja bráðabirgðalög. Nú eru komin ný bráðabirgðalög og meira að segja Ásmundur Stefánsson segir að þau séu mannréttindabrot, sem þau eru samkvæmt mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Með- an svo háalvarlegir hlutir gerast héma heima var forseti okkar er- lendis og handhafar valds hennar settu þessi lög. Þetta er gott dæmi K um hvemig forsetaembættið er starfrækt í dag. Ef forsetaembættið myndi vera virkt í dag, þá myndi virkur forseti neita að skrifa undir slík lög, og vísa þar með málinu til þjóðarinnar. Þjóðin myndi þá sjálf ákveða hvort hún samþykkti þessi lög eða ekki. Þetta gæti einnig orðið gott fyrir Alþingi því forsetinn myndi veita alþingismönnum aðhald. Smámál eins og bjórmálið væm þá ekki að teQa alþingismenn ámm saman á Alþingi heldur myndi verða þjóðarat- kvæðagreiðsla um svoleiðis mál. Við lifum í nútíma þjóðfélagi tölvuvæð- ingar. Þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni sem ,valda miklum ágrein- ingi ætti því í framtíðinni að vera ' mjög einfalt að framkvæma og gott dæmi um raunvemlegt lýðræði. Vigdfs Finnbogadóttir hefur gert sitt besta fyrir þessa þjóð og á mikl- ar þakkir skilið fyrir en eins og ástandið er núna á íslandi 1988 tel ég að við þurfum sterkan leiðtoga í þetta embætti. Ekki neinn einræðis- herra að sjálfsögðu enda ekki um það að ræða heldur leiðtoga sem beitir sér af afli innanlands sem á alþjóðavettvangi. Leiðtoga sem skrifar ekki undir þau lög sem bijóta mannréttindi fólks og sýnir því þjóð- inni gott fordæmi. Leiðtogann Sig- rúnu Þorsteinsdóttur. Höfundur hefur starfað sem kenn- ari ogstundarnú nám í Svíþjóð. Firmakeppni Blæs á Neskaupstað Neskaupstað. Hestamannafélagið Blær, sem starfað hefur á Neskaupstað i mörg ár, lætur lítið yfir sér en setur samt skemmtilegan svip á bæjarlifið, efndi til firmakeppni nú á dögunum. Það var greinilegt að þeir Blæs- menn eiga marga fallega gæðinga sem þeir sýndu bæjarbúum á svæð- inu, sem þeim hefur verið úthlutað á hafnarsvæðinu til sinnar starf- semi. Þar fengu yngstu bæjarbú- amir að fara á bak og virtust skemmta sér frábærlega vel. Þama mátti sjá skipstjóra á skuttogara, vélstjóra, vörubflstjóra og allar stéttir manna úr þessu litla. bæjarfé- lagi skemmta sér saman með fjöl- skyldum sínum svo ekki sé talað um að skemmta sér með hestunum sínum. Þeir Blæsmenn eiga heiður skil- inn bæði fyrir góða umönnun hest- anna sinna og eins að koma mönn- um á óvart með skemmtilegum uppákomum í bæjarlffinu. — Ágúst KÍS Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Unga fólkið fékk að fara á bak þegar hestamannafélagið Blær hélt firmakeppni á Neskaupstað fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.