Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 * 11 LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Jorma Hymiinen syngur með Sinfóníuhljómsveit Islands Petri Sakari stjórnar FINNSKl barítónsöngvarinn Jorma Hynninen, syngur á tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit íslands i Háskólabíói á morgun, fímmtudaginn 9. júní. Stjómandi er Petri Sakari, sem hefur verið ráðinn aðalstjómandi Sinfóniu- hy ómsveitarinnar á næsta starfs- ári. Jorma Hynninen var orðinn 25 ára gamall er hann hóf söngnám við tón- listarskólann I Kuopio í Finnlandi. Síðan nam hann söng við Sibeliusar akademíuna I Helsinki, og eftir að hafa sigrað I samnorrænni söng- keppni i Helsinki 1971 hélt hann til frekara náms i Róm og Salzburg. Hann hefur starfað við Finnsku óper- una síðan 1970 og er nú listrænn ráðunautur hennar. Hynninen sjmg- ur reglulega í La Scala óperunni í Mílanó, Vínaróperunni, Parísarópe- runni, Bolshoi óperunni í Moskvu, Metropolitan óperunni í New York og fleiri óperuhúsum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann nýtur einnig álits sem einsöngvari i kirkjulegum verkum og fyrir ljóðasöng. Petri Sakari er fæddur í Helsinki 1958, stundaði nám i hljómsveitar- stjóm við Sibeliusar-akademiuna, hjá Jorma Panula og lauk þvi vorið 1983. Jorma Hynninen Siðan hefur hann sótt námskeið fyr- ir hljómsveitarstjóra, m.a. hjá Rafael Kubelik. Sakari er einnig lærður fíðluleikari, en hefur aðallega starfað við hljómsveitarstjóm í Finnlandi og Svíþjóð. Petri Sakari Á efnisskrá tónleikanna á fimmtu- daginn eru verk eftir Sibelius og óperuariur eftir Leoncavallo og Verdi. Auk þess flytur Sinfóníu- hljómsveitin „Gosbrunna Rómaborg- ar“, eftir Respighi. Morgunblaðið/Bjami Sigríður Þorvaldsdóttir, Helgi Skúlason, Herdís Þorvaldsdóttir, Gísli Halldórsson og Rúrik Haraldsson í hlutverkum sinum í Marmara. Marman frumsýnd- ur í Þjóðleikhúsinu MARMARI eftir Guðmund Kam- ban verður frumsýndur í Þjóð- leikhúsinu i kvöld, i nýrri leik- gerð Helgu Bachmann, sem jafn- framt er leikstjóri. Hjálmar H. Ragnars samdi tónlistina, leik- mynd og búninga gerði Karl Aspelund og lýsingu hannar Sveinn Benediktsson. Guðmundur Kamban var fæddur 1888 og vill Þjóðleikhúsið með upp- setningu Marmara minnast aldaraf- mælis hans. Guðmundur varð stúd- ent 1910 og hélt síðan til Kaup- mannahafnar þar sem hann lagði stund á heimspeki, jafnframt því að nema leiklist. Þar skrifaði hann fyrstu leikrit sín Höddu Pöddu og Konungsglímuna. 1915 hélt Guð- mundur til New York, þar sem hann bjó I tvö ár og eru mörg verka hans byggð á þeirri reynslu sem hann öðlaðist þar. Guðmundur bjó einnig um tíma í Þýskalandi, en mestan hluta ævinnar var hann búsettur í Danmörku. Hann féll fyrir byssukúlu danskra frelsisliða hinn 5. maí 1945. Meðal verka Guðmundar Kamb- ans má nefna skáldsögumar Skál- holt og Ragnar Finnsson, leikritin Vér morðingjar, í Skálholti, Sendi- herrann frá Júpíter og Þess vegna skiljum við. Guðmundur stjómaði einnig kvikmyndum eftir verkum sínum Höddu Pöddu og Húsi í svefni. Marmari var frumsýndur í Mainz í Þýskalandi árið 1933, en hafði komið út á bók í Danmörku 1918. Leikritið gerist í Bandaríkjunum á þriðja áratugnum og er aðalpersón- an hugsjónamaðurinn Robert Bel- ford, dómari í New York, sem seg- ir upp stöðu sinni til að geta óskipt- ur helgað sig baráttu fyrir þjóð- félagslegum endurbótum. Marmari var sýndur hjá Leik- félagi Reykjavíkur 1950, undir leik- stjóm Gunnars Hansen. Aðalhlut- verkið, Robert Belford, lék Þor- steinn Ö. Stephensen. í þeirri upp- færslu var Qórða þætti verksins sleppt, en Helga Bachmann hefur stytt leikritið til muna í leikgerð sinni og er nú ljórði þáttur með í fyrsta sinn hérlendis. Helgi Skúlason leikur Robert Belford í uppfærslu Þjóðleikhússins nú, en aðrir leikarar eru: Amór Benónýsson, Ámi Tryggvason, Bryndís Petra Bragadóttir, Bryndís Pétursdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Erlingur Gíslason, Gísli Halldórsson, Guð- björg Þorbjamardóttir, Halldór Bjömsson, Helga Vala Helgadóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Pálmi Gests- son, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guð- mundsdóttir, Róbert Amfinnsson, Rúrik Haraldsson, Sigríður Þor- valdsdóttir og Þorgrímur Einars- son. María Ellingsen og Þóra Friðriksdóttir í hlutverkum sinum í Ef ég væri þú. „Ef ég væri þú“ á Litla sviðinu Nýtt verk eftir Þorvarð Helgason EF ég væri þú, nýtt leikverk eft- ir Þorvarð Helgason, verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleik- hússins á morgun, 9. júní. Leik- stjóri er Andrés Sigurvinsson, tónlist samdi Hilmar Örn Hilm- arsson, leikmynd og búninga gerði Guðrún Sigríður Haralds- dóttir og Ásmundur Karlsson hannar lýsingu. Ef ég væri þú eru sögur nokk- urra kvenna, sagðar í þremur sam- tengdum mjmdum í allnýstárlegri uppsetningu. Frá höfundarins hendi var verkið fjórir einþáttingar, en einn þátturinn er í uppfærslu Andr- ésar notaður sem forleikur, milli- kaflar og eftirleikur. Þættimir heita Morgunleikfimi, Mors et vita, Tvítal eftir náttmál og Geirmundur Hrafn Karlsson. Leikarar eru: Þómnn Magnea Magnúsdóttir, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, María Ellingsen, Bríet Héðinsdóttir og Þórdís Amljótsdóttir. Þorvarður Helgason er fæddur í Reykjavík 1930. Hann varð stúdent frá MR 1952, lauk prófí í leikstjóm í Vínarborg 1959 og sama ár í leik- listarfræðum og frönskum bók- menntum frá Háskólanum í Vínar- borg. Árið 1970 varð hann svo dr.phil í leiklistarfræðum frá sama skóla. Hann hefur starfað sem menntaskólakennari í Reykjavík frá 1970, verið leiklistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu og ritdómari hjá Vísi, auk þess sem hann hefur leik- stýrt á vegum Bandalags íslenskra leikfélaga og hjá Grímu, en hann var einn af stofnendum þess leik- félags. Mörg leikrit Þorvarðar hafa verið leikin í útvarpi, auk þess sem óprentuð skáldsaga hans, Glýja, var lesin þar árið 1981. Þetta er í fyrsta sinn sem leikrit eftir Þorvarð er sýnt á sviði. (Ur fréttatilkynningu) Lindarbær: „Anamaðkar“ frá Austur-Þýskalandi AUSTUR-þýski brúðuleikhús- maðurinn, Peter Waschinsky verður með sýningu sína „Ána- maðka“ i Lindarbæ f kvöld á vegum Listahátfðar. Sýningin byggir á sex víetnömskum þjóð- sögum, sem Waschinsky hefur túlkað og tengt saman á sína vfsu. lýsa sýningunni mikið, ég vil að fólk upplifi hana á sinn eigin hátt“. Sýningar á „Ánamöðkum" verða í Lindarbæ f kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Leiðrétting: Að kalla sýningu Waschinskys brúðuleikhús gefur kannski ekki alveg rétta mjmd, því hann notar brúður lítið sem ekkert, leggur áherslu á einfaldleikann og túlkar „persónumar" aðallega með hönd- um, fingrum og eigin líkama. í stuttu spjalli við blaðið var hann spurður hvort ekki væri nær að kalla þetta látbragðsleik. „Jú, að sumu leyti. Ég byijaði í leiklistamámi, með áherslu á lát- bragð, en skipti síðan um og fór í brúðuleikhússdeildina. Eftir §ög- urra ára nám þar langaði mig að skapa eigin stfl og blandaði þá sam- an því sem ég lærði f leiklistinni og brúðuleikhúsinu". „Þessi sýning er orðin eldgömul. Ég samdi þetta meðan á Víetnam- stríðinu stóð, því yfírborðslegur stuðningur austur-þjóðveija við víetnömsku þjóðina, fór í taugamar á mér og ég vildi sýna aðeins und- ir yfirborðið. Sýningin byggir á sex víetnömskum þjóðsögum, sem ég samdi inngang að, þar sem ég læt ormana tákna fyrstu veramar á jörðinni. Annars vil ég helst ekki ABog ljóðlistin í forystugrein Morgunblaðsins í gær, AB og ljóðlistin, er meðal annars fjallað um „Ný skáldskapar- mál“, ljóðaárbók ÁB. í greininni era tvær tilvitnanir í frétt Morgunblaðsins föstudaginn 3. júni sl. (bls. 10) um bókina. Nafn Jóhanns Hjálmarssonar, skálds, sem önnur tilvitnunin er höfð eftir, féll hinsvegar niður. Hann sagði: „Mig langar sérstaklega til að vekja athygli á þýðingunum í bók- inni, því þýðingar era mikilvægur þáttur í þróun Ijóðagerðar. Hér birt- ast þýðingar á ljóðum eftir heims- þekkt skáld, sem sum hver hafa lftið eða ekki verið þýdd á fslenzku áður“. Velvirðingar er beðið á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.