Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 Rangfærslur og missagnir Svar til Sigrúnar Klöru eftír Kára Arnórsson í Morgunblaðinu 3. júní sl. birt- ist grein eftir Sigrúnu Klöru Hann- esdóttur þar sem hún sendir mér tóninn sérstaklega vegna greinar sem ég skrifaði um afgreiðslu fræðsiuráðs Reykjavíkur á um- sóknum um stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla í Reykjavík. Hún telur mig þar fara með missagnir og vísvitandi rangfærslur. Ég sé mig knúinn til að svara þessari grein Sigrúnar Klöru, ekki síst þar sem hún víkur á mjög óviðunandi hátt að kennurum Olduselsskóla og þeim foreldrum sem böm eiga í þeim skóla. Um kennaranám og starfs- réttindi Þegar þáð spurðist út hveijir væru umsækjendur um nefnda stöðu hafði ég samband við menntamálaráðuneytið fyrir hönd Félags skólastjóra og yfirkennara og spurðist fyrir um menntunar- þátt og réttindi annars umsækjan- dans. Félagið er fyrst og fremst fagfélag og gerir kröfu til þess að faglega sé staðið að ráðningum stjómenda. í ráðuneytinu liggur fyrir spjaldskrá um alla kennara þar sem tilgreind er menntun þeirra og réttindi. Ég fékk þau svör að umsækjandinn Sjöfn Sigur- bjömsdóttir hefði lokið 6 einingum i uppeldis- og kennslufræði, en ekki öðru námi frá Kennaraháskó- lanum og ekki lokið neinni gráðu í háskóla. Hún hefði hins vegar fengið skipun við gagnfræðastigið í Reykjavík 1975 og á þeirri skipun byggðist leyfisbréf hennar frá ágúst 1987 um að mega kalla sig grunnskólakennara. Ég vakti at- hygli ráðuneytisins á því að ef þetta væri rétt hefði ekki verið farið að lögum 1975. Nú hefur Kennaraháskólinn sent frá sér yfirlýsingu um að hér sé ekki um 6 námseiningar að ræða heldur 6 stig sem svari til 12 ein- inga sem hafi verið uppeldisfræði- legi þátturinn í réttindanámi kenn- ara á gagnfræðastigi 1973 til 1974 og hafi því gefið full starfsréttindi á gagnfræðastigi. Rétt þykir mér að vekja athygli á því að þessi réttindi vora bundin við gagn- fræðastig en vora ekki fullnægj- andi á bamastigi því hér var ekki um eiginlegt kennarapróf að ræða. Þó hér væri um starfsréttindi að ræða þá fengu þeir sem þetta nám stunduðu og luku því ekki kennara- prófsskírteini undirskrifað af rekt- or Kennaraháskólans. Þannig hef- ur það allar götur verið að þótt þeir sem í réttindanámi hafi verið hafí fengið starfsréttindi þá hefur það nám ekki verið jafn mikið og almennt kennaranám úr Kennara- háskóla. Það er nærtækast að vísa til þess réttindanáms sem nú á sér stað við Kennaraháskólann og er ákveðið af löggjafanum um leið og lögin um lögvemdun kennara- starfs vora samþykkt, að því námi lýkur ekki með B.ed.-gráðu eins og almennu kennaranámi frá Kennaraháskólanum. Um það var enginn ágreiningur að það gæti ekki staðist. Þegar ég í grein minni ber saman kennaramenntun um- sækjenda fer ég hvorki með rang- færslur né missagnir þegar ég full- yrði að almennt kennaranám hafi meira vægi en réttindanámið þó svo námseiningamar hafi verið nægilega margar til að veita starfsréttindi og leyfí mér enn að minna á skilgreiningu Kennarahá- skólans sjálfs á stöðu námsins. Mál þetta snýst ekki um persónu Sjafnar Sigurbjömsdóttur heldur um faglega hlið málsins. Málið snýst um það hvemig umsækjend- ur hafa aflað sér starfsréttinda, hvort það hefur verið með almennu kennaranámi eða með öðram hætti og þá hve mikil réttindi slíkt nám hefur gefíð. Ég hef hvergi í grein minni gefíð í skyn að Sjöfn hafí ekki starfsréttindi né leyfísbréf. Slíkt er ofsagt hjá Sigrúnu Klöra eins og svo margt annað í hennar grein. Um meðmælin Sigrún Klara reynir af fremsta Um undirskriftasafnanir og veitingu skólastj óraembætta eftír Ingibjörgu Sig- urvinsdóttur og Sig- rúnu Helgadóttur Föstudaginn 13. júní sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Sigrúnu Klöra Hannesdóttur, dósent, og er þar til umræðu deila sem risið hef- ur um veitingu embættis skólastjóra við Ölduselsskóla í Reykjavík. Skylt er að gera athugasemd við eitt at- riði í grein Sigrúnar. í greininni segir: „Undirskriftir meðal kennara Ölduselsskóla og foreldra bama í þeim skóla hafa einnig vakið at- hygli. Mér finnst að gefa verði gaum að því umhverfi sem slíkar undirskriftir era gerðar. A þessar undirskriftasafnanir vil ég ekki leggja neinn dóm, en allir vita hve erfítt er að skorast undan því að setja nafnið sitt á blað til stuðnings samstarfsmanni sínum þegar keppi- nauturinn er víðs ínarri. Eg tel líka ósennilegt að allir þeir foreldrar bama í Ölduselsskóla sem skrifuðu undir stuðningsskjal fyrir Daníel þekki Sjöfti og hennar starfsferil." Hér er í sama orði rætt um undir- skriftir kennara og foreldra. Ekki verður gerð grein fyrir afstöðu kennara í þessu máli, til þess munu aðrir hæfari. Afstaða foreldra skal hér skýrð aðeins nánar. Undirskrift- imar beinast ekki gegn neinum. Foreldrar vora með undirskriftum sínum að lýsa yfir þeim eindregna vilja að skólastarf í Ölduselsskóla fái að þróast á sama hátt á næstu áram og verið hefur síðastliðin þrettán ár. Áslaug Friðriksdóttir hefur stýrt Ölduselsskóla farsæl- lega frá því hann var stofnaður. Starf hennar hefur oft verið erfitt, sérstaklega fyrstu árin þegar hverf- ið var að byggjast og skólahús- næðið ófullnægjandi. Með hjálp frá- bærra samstarfsmanna hefur þó tekist að byggja upp skóla þar sem þarfir bamanna sitja í fyrirrúmi. Árangur prófa er hinn mælanlegi árangur skólastarfs. Undanfarin ár hafa nemendur Ölduselsskóla náð mjög góðum árangri á samræmdum Kárí Amórsson „Mál mitt snýst ekki um persónur, hvorki Sjöfn né Daníel, þó þau séu þolendur af því þau sækja um starfið. Málið snýst fyrst o g fremst um faglega hlið þegar verið er að veita skóla- stjórastöðu við einn af stærstu grunnskólum landsins.“ megni að gera lítið úr þeim með- mælum sem foreldrar og kennarar við Ölduselsskóla gefa Daníel Gunnarssyni. Engir ættu þó að þekkja störf hans betur en þessir aðilar. En það er ekki nýtt í sög- unni að viðhorf þeirra sem ekki hafa völdin séu lítils metin. Ég held hins vegar að það sé einsdæmi að allir starfsmenn skuli mæla með þvi að viðkomandi yfírkennari verði ráðinn skólastjóri og nær all- ir foreldrar skuli telja hann sjálf- lgörinn til starfans. I því felst eng- inn dómur um Sjöfn Sigurbjöms- dóttur né neinn annan sem hefði sótt um starfíð. Mér þykir furðu- legt að Sigrún Klara skuli drótta því að foreldram að þeir hafi ekki þorað annað en skrifa undir. For- eldraráð hafði sent meðmæli til fræðsluráðs en þau vora hundsuð og því taldi foreldraráð sig knúið til að sýna fram á að það túlkaði sjónarmið þeirra sem böm eiga í Ölduselsskóla. Sigrún gerir einnig lítið úr yfír- „Foreldrar bera ein- göngu hag skólans og um leið barna sinna fyr- ir brjósti. Öll önnur sjónarmið eru þeim óviðkomandi.“ prófum í lok skólagöngu í 9. bekk. Ekki er minna um vert að enginn nemandi hefur flosnað frá námi undanfarin ár. Foreldrar líta svo á að Daníel Gunnarsson sé sjálfkjör- inn foringi þess kennarahóps sem nær slíkum árangri nú þegar Ás- laug Friðriksdóttir óskar eftir að láta af störfum. Foreldrar bera ein- göngu hag skólans og um leið bama sinna fyrir bijósti. ÖIl önnur sjónar- mið eru þeim óviðkomandi. Höfundar eru ístjóm foreldrafé- lags Ölduselsskóla. lýsingu stjómar Félags skólastjóra og yfirkennara vegna þess að ann- ar aðilinn, Daníel, sé í stjóminni. Ifyrst er nú að geta þess að Dan- íel sat ekki fund stjómar meðan þessi mál vora rædd. í annan stað þá er Félag skólastjóra og yfír- kennara fagfélag sem einungis tekur á faglegum þáttum, það er ekki stéttarfélag. Þeir sem kosnir hafa verið til trúnaðarstarfa fyrir félagið njóta trausts félagsmanna vegna þeirra starfa sem þeir hafa gegnt. Stjómin hefur engar for- sendur aðrar en faglegar þegar hún tekur afstöðu til umsækjenda. Ef yfirlýsingar stjómar eiga ekki að vera marktækar vegna þess að Daníel er innan hennar þá mætti með svipuðum rökum segja að ummæli Sigrúnar Klöra um Sjöfn séu ekki marktæk ef svo einkenni- lega skyldi vilja til að þær væra saman í félagi þar sem stjómunar- frami er talinn nokkurs virði. Slík röksemdafærsla er auðvitað út í bláinn og sæmir ekki. Sigrún tilgreinir meðmæli Helga Þorlákssonar með Sjöfn sem hann gaf henni þegar hún hætti að kenna í grannskóla fyrir 13 áram og sótti um stöðu í fjölbrautaskóla. eftir Jósefínu Frið- riksdóttur, Sigmar Hjartarson og Sig- rúnu Ágústsdóttur Vegna greinar Sigrúnar Klöra Hannesdóttur í Morgunblaðinu föstudaginn 3. júní ’88, sjáum við okkur knúin til að gera athuga- semdir við fáein atriði greinarinn- ar. í fyrsta lagi segir Sigrún Klara: „Mér finnst að gefa verði gaum að því umhverfi sem slíkar undir- skriftir era gerðar." Umhverfíð er vinnustaður starfsfólks Ölduselsskóla. Listar með eftirfarandi haus lágu frammi á kennarastofunni í fáeina daga. „Yfirlýsing og áskoran vegna umsóknar Daníels Gunnarssonar um stöðu skólastjóra Öldusels- skóla. Daníel Gunnarsson hefur starf- að við Ölduselsskóla í 8 ár. Fyrstu 5 árin sem almennur kennari en síðastliðin 3 ár hefur hann verið yfírkennari. Daníel hefur verið sérstaklega farsæll í starfi. Hann er lipur í samstarfi, jafnt við nem- endur, forráðamenn þeirra, skóla- stjóra, kennara og annað starfs- fólk skólans. Hann hefur reynst sanngjam og drífandi stjómandi auk þess að vera metnaðargjam og fram- sýnn skólamaður. Við undirrituð, starfsfólk Öldu- selsskóla, skoram því eindregið á fræðsluyfírvöld, Fræðsluráð Reykjavíkur og menntamálaráð- herra að veita Daníel skólastjóra- stöðu Ölduselsskóla, skólanum til áframhaldandi farsældar." Aldrei var lagt að fólki, aðeins vakin athygli á listunum svo sem alvanalegt er um ýmis plögg. Þrýstingurinn var nú ekki meiri en það að á þessum listum vora ekki nöfn allra starfsmanna skól- ans af þeirri einföldu ástæðu að fólk var fjarstatt vegna veikinda, ýmist heima eða á sjúkrastofnun- um. Allt þetta fólk kom til starfa nokkru síðar og fór fram á að ljá Ekki dettur mér í hug að gera lítið úr meðmælum Helga, starfsbróður míns og félaga. En Sigrún sleppir að nefna eindregin tilmæli Áslaug- ar Friðriksdóttur um að Daníel hljóti stöðuna og enginn annar ætti að vera dómbærari um það en hún. Þau meðmæli hljóta að vega þungt. Ég þykist hafa svarað öllum athugasemdum Sigrúnar Klöra. Mál mitt snýst ekki um persónur, hvorki Sjöfn né Daníel, þó þau séu þolendur af því þau sækja um starfið. Málið snýst fyrst og fremst um faglega hlið þegar verið er að veita skólastjórastöðu við einn af stærstu grannskólum landsins. Vinnubrögð meiri hluta fræðs- luráðs era þar næsta furðuleg þeg- ar gengið er framhjá þeim aðila sem unnið hefur að uppbyggingu skólans og verið annar stjómandi hans um þriggja ára skeið við al- mennt lof allra þeirra sem til þekkja og notið hafa. Slík vinnu- brögð era að sjálfsögðu nægt til- efni í blaðagrein. Höfundur er formaður Félags skólastjóra og yfirkennara. „ Aldrei var lagt að fólki, aðeins vakin at- hygli á listunum svo sem alvanalegt er um ýmis plögg.“ yfirkennara stuðning sinn. Þegar upp var staðið hafði yfirkennari stuðning hvers einasta starfs- manns skólans. Þessi listi var afhentur Fræðslu- stjóranum í Reykjavík og formanni Fræðsluráðs Reykjavíkur sama dag og málið kom fyrst til um- fjöllunar hjá Fræðsluráði. Við teljum ómaklegt að ætla fólki að skrífa undir það sem það ekki vill! í öðra lagi segir Sigrún Klara að Daníel hafi verið kennari við Ölduselsskóla í 8 ár og þar af yfír- kennari í 3 ár en gleymir hinu að það er ekki hans eina starfs- reynsla. Hann hefur starfað 7 ár í öðram skólum, samtals 15 ár. í þriðja lagi segir Sigrún Klara: „Ekki hefur verið um neinar mál- efnalegar umræður að ræða held- ur hefur allur krafturinn beinst að því að styðja annan umsækj- andann, Daníel Gunnarsson, og um leið að gera lítið úr hinum, sem er Sjöfn Sigurbjömsdóttir." Starfsfólk Ölduselsskóla hefur í þessu máli sem öðram tekið málefnalega fstöðu. Það styður Daníel vegna mjög góðrar reynslu af samstarfí við hann og vegna þess að starfsfólkið telur skóla- starfinu best borgið undir hans leiðsögn. Við höfum hvergi í málflutningi okkar hallað á hinn umsælgand- ann eins og hugsanlega mætti ætla af orðum Sigrúnar Klöra. Að lokum viljum við ítreka: * Daníel hefur 100% stuðning starfsfólks skólans. * Daníel hefur stuðning rúmlega 92% forráðamanna nemenda skólans. Greinarhöfundar eru kennarar ■ við Ölduselsskóla. Undirskriftir • • í Olduselsskóla Athugasemdir vegna greinar Sigrún- ar Klöru Hannesdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.