Morgunblaðið - 08.06.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.06.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 29 Honduras: Mótmæla fréttum um dauðasveitir Tegucig-alpa, Reuter. YFIRVÖLD í Honduras mót- mæltu á mánudag hárðlega fréttum í bandarískum fjölmiðl- um um að dauðasveitir hersins hefðu pyntað og myrt um 120 manns sem þeir grunuðu um að hafa barist með vinstrisinnuð- um skæruliðum. Þessar fréttir, sem birtust í tímaritinu New York Times, eru hafðar eftir manni nokkrum, Flor- encio Caballero, sem kvaðst sjálfur hafa starfað við yfírheyrslur í dauðasveitunum snemma árs 1980. I blaðinu er einnig talað við konu, Ines Murillo, sem var pyntuð í 80 daga, sökuð um skæruhemað, áður en henni var sleppt. I samtali við Reuter sagði blaða- fulltrúi stjómarinnar í Honduras að Caballero hefði verið í her lands- ins á umræddum tíma en kallaði hann svikara sem byggði ákæmr sínar á umtali og getgátum. Blaða- fulltrúinn neitaði tilvist dauðasveit- anna, sagði engan hafa sannað til- vem þeirra og benti í framhaldi af því á að engin lík hefðu fundist. Danmörk: Reuter Hæðarmet íháloftunum Sænski flugmaðurinn Per Lindstrand setti í fyrradag hæðarmet í loftbelg með heitu lofti og komst í 59.700 fet yfir sjávarmál. Raun- ar horfði ekki vel um að honum tækist ætlunarverkið en þá greip hann til þess dirfskubragðs að klifra niður körfuna utanverða og skera frá sandpoka, sem þar var. Bandaríkin: Hemlar Benz-bfla stand- ast ekki öryggiskröfur Washington. Reuter. BANDARISKA bifreiðaeftirlitið skýrði frá því á mánudag að for- svarsmenn Mercedes Benz-bílaverksmiðjanna hefðu samþykkt að kalla úr umferð 3.309 nýlegar flutningabifreiðar. Eru þær ekki taldar standast bandarískar kröfur um hemlunarbúnað. Stofnun sú sem sér um öryggi væm of veikbyggður miðað við á hraðbrautum í Bandarílq'unum (NHTSA) sagði að framleiðandi Mercedes-flutingabílanna hefði gripið til þess ráðs að biðja eigend- ur árgerða 1984—86 L1317 og koma með bifreiðar sínar til skoð- unar, eftir að stofnunin lýsti þeirri skoðun, að hemlunarbúnaðurinn þyng bílanna. Stjóm Mercedes- bílaverksmiðjanna hefur mælst til þess við eigendur ofangreindra bifreiða að þeir setji ekki meira en 9.090 kg. á afturöxul ökutækja . sinna. Breytingar á hemlunarbún- aðinum verða gerðar bifreiðaeig- endum að kostnaðarlausu. Yandi vegna kjarnorku- vopnabannsins úr sögunni Kaupmannahöfn, Reuter. POUL Schltiter sagði í gær að tveggja mánaða langri kreppu vegna afstöðu Dana til þess hvort að herskip bandamanna þeirra í Atlantshafsbandalaginu, sem hugsanlega eru búin kjarnorku- vopnum, megi sigla um danska lögsögu. Schltlter sagði í stefnu- ræðu sinni á danska þinginu, að bandamenn Dana I NATO yrðu beðnir um að fara að dönskum reglum þegar skip þeirra ættu leið um danska lögsögu, án þess að kjarnorkuvopna yrði sérstak- lega getið. Reglurnar kveða á um bann við kjarnorkuvopnum á friðartimum. brýtur í bága við þá stefnu okkar að neita hvorki né játa [tilvist kjamorkuvopna í skipum okkar],“ er Með þessu fyrirkomulagi unnt að framfylgja dönskum lög- um um kjamorkuvopnabannið án þess að koma við kaunin á hinum kjarnorkuvopnavæddu banda- mönnum þeirra í NATO, en þeir fylgja þeirri stefnu að láta ekki uppi hvort skip séu með kjamorku- vopn innanborðs eður ei. Schluter, sem er forsætisráð- herra minnihlutastjómar sem mynduð var eftir kosningamar hinn 10. maí síðastliðinn, skýrði frá því að erlendum sendiráðum í Kaupamannahöfn hefði verið send tilkynning þar sem kjamorku- vopnabann Danmerkur var árétt- að. Schliiter, sem einnig var forsæt- isráðherra síðustu ríkisstjómar, boðaði til þingkosninga til þess að skera úr um vamarmálastefnu Dana, en bandamenn þeirra höfðu lýst yfir mikilli óánægju vegna þingsályktunar, sem kvað á um að skipherrar erlendra herskipa skyldu áminntir um kjamorku- vopnabannið í hvert sinn, sem þeir ættu leið um danska lögsögu. Gengu Bretar svo langt að lýsa því yfir að þeir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar um vamir Danmerkur, kæmi þingsályktunin til framkvæmda. Samkvæmt málamiðlun stjóm- arinnar um mál þetta verða sendi- ráð erlendra ríkja minnt á gildandi reglur þegar beiðni berst frá þeim um herskipaheimsókn. Á hinn bóg- inn verða kjamorkuvopn ekki til- tekin sérstaklega og er talið að við þessa lausn geti bandamenn Dana sætt sig. „Við erum ánægðir með að tek- ist hefur að finna lausn, sem ekki sagði talsmaður breska sendiráðs- ins í Kaupmannahöfn. Talið er að Uffe Ellemann- Jensen, utanríkisráðherra Dana, muni tilkynna starfsbræðrum sínum í NATO-ríkjunum, að þessi vandi sé nú úr sögunni, en utanrík- isráðherrar NATO halda fund í Madríd á morgun. Innan vamar- bandalagsins voru miklar áhyggj- ur vegna þessarar þingsályktunar Dana. Smábörn send ein- sömul tíl Danmerkur Danmörk, Jyllandsposten. UM ÞAÐ bil fimmtíu smábörn frá íran og Eþiópíu hafa kom- ið til Danmerkur ein síns liðs frá áramótum. Fæst barnanna eiga ættingja í Danmörku og hefur þeim verið komið fyrir hjá fjölskyldum eða á stofnunum. „Þetta er mjög ógæfuleg þróun. Bömin em algerir einstæðingar," segir Frederick Schydt hjá útlend- ingaeftirlitinu. Bömin hafa fundist einsömul á landamærum Dan- merkur og Vestur-Þýskalands, í lestum, feijum eða flugstöðvum. Fyrir skemmstu var þriggja ára gamall drengur frá Eþíópíu, Kipi Jerzet, skilinn eftir á hóteli í Rod- byhavn, syðst á Lálandi, þar sem feijan frá Puttgarden í Slésvík- Holtsetalandi leggur að bryggju. Ekki er vitað neitt um aðstandend- ur drengsins nema það að fullorð- inn karlmaður kom með hann á hótelið og hvarf síðan. Straumur einstæðra bama til Danmerkur hófst um síðustu ára- mót. Yfírvöld halda að þau séu send til landsins m.a. í þeim til- gangi að auðvelda aðstandendum að fá hæli í Danmörku. Skýringa á því að mörg bamanna koma frá íran kann að vera að leita í þeirri stefnu klerkastjómarinnar að senda sífellt yngri böm í stríðið gegn írökum. Samkvæmt lagabókstafnum mega yfirvöld vísa bömunum frá Kipi Jerzet, þriggja ára gamall drengur frá Eþfópiu, var skilinn eftir á hóteli í Radbyhavn. við landamærin en af mannúðará- stæðum hefur það ekki verið gert. Afgreiðslu mála yngstu bamanna er flýtt hjá dönskum yfirvöldum til að útvega þeim samastað sem fyrst. En hjá unglingum á aldrin- um 14-16 ára er kannað hvort þeir eiga rétt á hæli áður en ákvörðun er tekin um afdrif þeirra. Jeep VAGONEER CHEROKEE imJÍL VTJwJuJLlPljJLlj IOF jLJwilum. “"FYRIRÞÁ SEMVELJA Opið laugardag kl. 13-16. ÞAÐ BESTA Jeep EGILL VILHJÁLMSSON HF. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.