Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 59 HRINGRÁS LÍFSINS Til Velvakanda. Ólafur Þór Eiriksson skrifar: Skyldi öllu því sem hveijum manni viðkemur vera lokið, er við „deyjum"? Svo segja sumir, en flest- ir þenkjandi íslendingar andmæla því harðlega. „trúaðir" landar vorir telja, að oft hafi komið fram sann- anir um að okkar bíði eilíft fram- haldslíf sem kristnum mönnum Guði vorum í sælunni á himninum. Til sönnunar þessu nægir mörgum manninum að vísa til ýmissa helgra bóka, eða „reynslu" ýmissa ævi- sagnaritara. I dag teljast heyra sögunni til þeir tímar, þegar kirkjunnar menn reyndu að fæla almúgann til betri lífsháttu með prédikunum um helvítisvist að eilífu til halda þeim, er leiddu „guðsorð" hjá sér, en himnaríkissælu þeim, er tækist að feta þann þrönga syndlausa veg er kirkjan boðaði. Með aukinni mennt- un og þekkingu, gagnrýnni hugsun, telja æ fleiri kristnir menn, að allir komst á annað og betra tilverustig að þessu lífí loknu, að Guð sé algóð- ur og geti því vart dregið fólk í dilka, þrátt fyrir örlitlar yfírsjónir þess í lífsins ólgusjó. Einkunn (karma) Margir aðhyllast þá skoðun, að látnir menn séu á mismunandi þrep- um í lífínu hinum megin, þannig að þeir sem hafa verið virkilega vondir í jarðbundna lífinu lendi í neðsta þrepi, þar sem þeir verða að dúsa, uns þeir hafí bætt ráð sitt á einhvem hátt. Þess konar ein- kunnagjöf sé við lýði á öllum þrep- um, með tilheyrandi hreppaflutn- ingum, þannig að að lokum endi allir við hægri eða vinstri hönd Guðs og njóti eilífrar sælu. Að einkunn sé gefín fyrir jarð- bundna lífíð er í raun homsteinn allra trúarbragða. Sumir telja jafn- vel að þau hafí verið verkfæri ríkjandi valdastétta á hveijum tíma til að halda þegnunum friðsælum, t.d. kúguðum fátæklingum, sbr. „Sælir em fátækir, því að þeir munu guðsríki erfá.“ Hindúar á Indlandi hafa aðhyllst þá kenningu, að menn fæðist til fyrirframákveðinnar stéttar, þar sem þeim beri að haga sér skikkan- lega, svo að þeir geti átt von um gott karma (einkunn), endurfæðist þá jafnvel í næstu stétt fyrir ofan. Slæm lífshegðan hefði þannig þver- öfug áhrif, menn færðust neðar um stétt, ellegar stæðu í stað. Þannig hefur ríkjandi valdastétt- um auðnast að halda tiltölulegri ró og spekt í þessum geysifjölmennu ríkjum sem mynda sambandslýð- veldið Indland, þar til á allra síðustu ámm og áratugum, með aukinni menntun íjöldans. Alls staðar hafa trúarbrögðin orðið að laga sig að minnkandi fá- fræði almúgans. Með aukinni þel'k- ingu og menntun mun æ fleira fólk gera sér grein fyrir því, að í raun var það maðurinn sem skóp sér guðina, til að finna sér skýringu á ýmsum „yfirskilvitlegum“ fyrirbær- um í náttúmnni, en eigi öfugt. Mennimir munu þá skilja að öll emm við órofa þáttur í hinni eilífí hringrás lífsins, og að öll bemm við ábyrgð gagnvart komandi kynslóð- um, eins og nú verður skýrt. Fæðukeðja lífsins Öll „deyjum" við fyrr eða síðar. íslendingar em flestir jarðsettir tveimur metram undir yfirborði þeirra kirkjugarða, þar sem þeim er komið fyrir við sérstaka athöfn. En ekki er þar með sagt, að við höfum að endingu sagt skilið við lífið. Það er nú öðm nær, því að fæðukeðja lífsins á þessari dásam- legu Jörð okkar heldur áfram, þrátt fyrir þá leiðu staðreynd, að kirkju- garðamenningin hafi óneitanlega seinkað því, að kristnir menn kom- ist á ný inn í þá sjálfsögðu keðju lífsins. Enda er það svo, að nokkuð fáheyrt er, að fslendingar telji sig hafa verið uppi einhvem tíma áður í formi annars manns, karls eða konu. A Indlandi afturá móti trúa hindúamir á endurfæðinguna sem sjálfsagðan þátt í lífsmynstrinu. Til að seinka ekki því eðlilega ferli að menn „endurfæðist" em líkin brennd undir bemm himni. Hinn látni komist þannig fyrr í líkama annars manns. Mannát heyrir sögunni til, a.m.k. opinberlega og er fordæmt hvar sem til þess spyrst. „Villimenn“ sem slíkt stunduðu trúðu því, að eigin- leikar og hæfileikar látinna manna bæmst á milli við átið. í höfðingj- anna hlut komu bestu bitamir, svo sem heilinn. í hveijum manni em litningar eða arfberar, er berast mann fram af manni. Þeirra vegna er oft talað um ákveðin ættareinkenni innan fjölskyldna. En af og til fæðist þó einhver sem virðist engin slík ein- kenni bera, kemur eins og „skratt- inn úr sauðaleggnum", þótt þau orð séu sjaldnast notuð. Skýringin kann að vera sú, að litningar löngu lát- inna manna hafí þar með borist fæðukeðjuna á enda. Einkenni þeirra trúflokka sem trúa á endurfæðingu manna er það að líkamsleifar látinna manna ná brátt aftur inn í fæðukeðju lífsins. Á Indlandi er tiltölulega alltítt, að böm segist muna ýmislegt sem þau ættu í raun ekki að hafa hugmynd um. Hvað þá með einstöku undra- bömin sem virðast hafa meðfædda hæfileika í hinum ólíkustu greinum lista og vísinda? Gott dæmi um það hve langt okkur hefír miðað frá tímum fáfræði, fordóma og um- burðarleysis er, að sennilega verður höfundur ekki brenndur á báli, sak- aður um villutrú. Herstöðin Þar sem að höf. trúir því, að hvert og eitt okkar eigi að reyna að lifa sem lengst, þannig að við gætum þroskað og menntað arf okkar fyrir komandi kynslóðir sem mest, leggur hann til að herstöðin á heiðinni verði gerð að alþjóðlegri friðareftirlitsstöð á vegum Samein- uðu þjóðanna, og verði þannig tákn um að allir emm við jarðarbúar bræður og systur sem stefnum öll að sameiginlegu lokatakmarki: Að á Jörðu ríki fullkominn friður, jafn- rétti og bræðralag. Reykjanesskaginn í hel- greipum frístundabænda Til Velvakanda. Náttúruunnandi ritar: Nú á þessu fallegu vordögum em frístundabændur í höfuðborginni og nálægum bæjarfélögum að sleppa fénu á §all, á afréttinn, sem þeir kalla svo, á þau fáu strá, sem.enn fínnast eftir margra alda ofbeit. Þetta gera þeir í óþökk allra þeirra, sem vilja græða upp landið, og ætla má, að þeir geri það einnig í óþökk eiginlegra bænda, þeirra, sem lifa á sauðfjárbúskap. Átroðningur fjárins á nauðbitnu landinu kemur að sjálfsögðu í veg fyrir, að gróðurinn nái að rétta úr kútnum og grænu torfumar, sem eftir em, minnka óðum. Nú er svo komið, að mestur hluti Reykjanes- skagans er orðinn að auðn þótt hann hafí áður verið umvafínn gróðri. Skógar uxu í Krísuvík áður fyrr og Strandartorfum hjá Helga- felli var skógur, sem Strandarmenn í Selvogi áttu ítök í. Nú sér ekki á kvist á þessum stöðum, aðeins auðnina eina. Fyrir 65 ámm var Krísuvíkurheiðin ein samfelld gróð- urþekja en nú em aðeins eftir af henni tætlur einar. Það er orðið meira en tímabært að banna þessa herferð frístunda- bændanna á hendur landinu og ég skora á þau fjölmörgu félagasam- tök og einstaklinga, sem vilja vinna að því að bæta landið, að skera upp herör gegn þessu eyðingarsporti áður en hinni lifandi náttúm blæðir út. Ég þakka öllum þeim, sem glöddu mig meÖ gjöfum,- skeytum og vinarkveðjum á 80 ára afmceli minu. GuÖ blessi ykkur öll. MeÖ vinarkveÖju, Theódór Einarsson, Arnanesi. SUMARBUÐIR Dagana 22. júlí - 5. ágúst nk. efnir íþróttasamband fatl- aðra til sumarbúðadvalar fyrir fatlaða á Laugarvatni. Haldin verða 3ja viku námskeið og megináherslan verður lögð á íþróttir og útivist. Sækja þarf um dvöl í sumarbúðunum fyrir 25. júní nk. Allar nánari upplýsingar er unnt að fá á skrifstofu íþrótta- sambands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni, Laugardal. Síminn á skrifstofunni er 91-83377. Hirtshals GÍRAR Aflúrtaksgírar til að knýja spildælur og aðrar vökvadælur. Kostir vinkilgíra eru ótvíræðir vegna þess hve lítið fer fyrir þeim. Hægt er að fá þá með allt að 7 úrtökum, þar af 5 með sjálfstæðum vökvatengsl- um. Öflug varahluta- og viðgerðarþjón- usta. Hönnum, seljum og setjum upp allan vökvabúnað. ÍANDVEiARHF SMtDJUÆG!66. PÚSntÓtf20. 202KÓPAVOGt.S.9t-76600 p s s Gódan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.