Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 20

Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 Aðalfundur VSÍ: Afkoma atvinnulífsins ekki lakari í fimmtán ár Friðrikssonar, formanns VSÍ Ræða Gunnars J Ágætu gestir, góðu félagar. Sviptingar í stjómmálum, kjara málum og síðast en ekki síst efna- hagsmálum hafa sett mark sitt á íslenskt þjóðlíf síðustu misseri. Eft- ir samfellt uppgangsskeið síðustu þijú ár hefur slegið í bakseglin og við blasir, að efnahagslegar þreng- ingar eru fyrir stafni. Þriggja ára tímabilið frá 1985 til 1987 var samfellt uppgangs- og velmegunarekeið í íslenskum þjóð- arbúskap. Á þessu tímabili jukust þjóðartekjur okkar íslendinga um nálega 20% að raungildi og lagðist þar allt á eitt; mikill afli og stöðugt hækkandi verðlag á útflutningsaf- urðum okkar samfara stórkostlegri verðlækkun á olíu og lækkandi verðbólgu í viðskiptalöndum okkar. Allt olli þetta því að verðlag á inn- flutningi hækkaði til muna minna en verð á þeim vörum, sem við selj- um úr landi. Þetta voru kærkomin umskipti frá því samdráttarskeiði, sem hófst hér 1982 og stóð allt fram yfir mitt ár 1984. Margur myndi því halda, að tvö til þreföld aukning þjóðartekna á við það, sem gerst hefur meðal iðnrílq'a Vesturlanda, væri slíkur búhnykkur, að hér stæði atvinnu- og efnahagslíf nú traust- um fótum og velsæld og ánægja einkenndi þjóðlífíð. Það mun þó ugglaust teljast nokkuð orðum auk- ið, svo ekki sé meira sagt. Á þessu tímabili tókst okkur að vfsu að ná nokkrum árangri í að koma böndum á verðbólguna, en þessi árangur er þó sorglega Íítill, því verðlag hækkaði hér um liðlega 90% frá þvi sem það var 1984. Á sama tímabili hækkuðu ráðstöfun- artekjur um 170% og kaupmáttur þeirra er talinn hafa verið 42% meiri á árinu 1987 en hann var þremur árum áður. Sfðasta ár lagði hér mest til, en þá er talið, að kaup- máttur launatekna hafí að meðal- tali aukist um allt að 19%, en slíkt mun einsdæmi meðal þjóða heims. Þegar þessar staðreyndir um launaþróun eru virtar, hlýtur það að teljast til fádæma, að enn séu þeir til, sem blygðunarlaust full- yrða, að góðærið hafi sneitt hjá garði launafólks f þessu landi. Slíkur málflutningur er svo flarri öllu sanni, að erfítt er að leggja trúnað á, að vanþekkingin ein sé þar að verki. Það hlýtur fleira að koma til. Það er alvarlegt íhugunar- efíii að í opinberri umræðu haldist mönnum það uppi að telja fólkinu í landinu trú um að kjör þess séu slæm og fari alltaf versnandi. Stað- reynd er, að íslensk fyrirtæki greiða í flestum tilvikum jafnhá og oft mun hærri laun en greidd eru fyrir sömu störf í nálægum löndum. Þetta gildir ekki bara um iðnaðinn og fískiðnaðinn heldur þorra starfa í íslensku samfélagi. Menn segja sem svo að vel kunni að vera, að launin séu hærri, en kaupmátturinn sé lakari, því að dýrtíðin sé svo mikil hér á landi. Sumt er rétt, annað ekki og örðugt mun að gera heildarsamanburð á lífslgörum á milli landa, því neyslu- mynstur og skattkerfi er svo mis- munandi frá einum stað til annars. Þetta skiptir þó ekki öllu máli, því pijónastofan og frystihúsið fá ekki hærra verð fyrir afurðir sfnar, þótt kartöflur og kjöt kunni að vera dýrara á íslandi en í Bretlandi. Við lifum á því, sem fyrirtækin afla og viðskiptamenn okkar erlendis láta sig það engu skipta, þótt fram- færslukostnaður almennings á ís- landi hækki meira eða minna. Þeir kaupa vörur þar sem þær fást best- ar og á lægstu verði rétt eins og við gerum sjálf í daglegu lffí, hvort heldur er á heimilum eða f fyrirtækj- um. Því eru takmörk sett, hversu mikilla hækkana við getum krafíst af viðskiptavinum okkar. Ef við göngum of langt í kröfum okkar á hendur þeim, endar það með því, að þeir snúa sér annað og við siijum með sárt ennið. Ég mun ekki vera einn um það að óttast, að þetta hafí þegar gerst. Sérstakar aðstæður, sem m.a sköp- uðust vegna langvarandi vinnu- deilna í Kanada og annarra erfíð- leika f sjávarútvegi þar í landi ásamt aflatregðu við strendur Noregs og í Norðursjó, ollu því, að unnt var að knýja fram ótrúlegar verð- hækkanir á físki og fískafurðum á nær öllum mörkuðum á síðustu tveimur árum. Mikilvægustu afurð- ir frystihúsanna, flökin, hækkuðu um allt að 45% í erlendri mynt og fór það langt fram úr verðþróun á öðrum matvælum austan hafs og vestan. Nú hafa aðstæður breyst og verð á frystum físki á mikilvæg- ustu mörkuðunum hefur lækkað um 10—20% á síðustu 6 mánuðum. Verðlag á nýjum físki á uppboðs- mörkuðum í Evreópu hefur einnig lækkað til muna ogsama gildir um saltfísk á mörkuðum Suður-Evrópu. Hér hefur tvennt komið til. Verðið var orðið svo hátt, að neytendur snéru sér að annarri matvöru og ódýrari og eins hitt, að aðrir fram- leiðendur, sem bjóða fisk á lægra verði, hafa komið inn á markaðinn. Hvort tveggja stuðlar að lækkandi verði. Fiskur og fískafurðir eru enn og verða um ófyrirséða framtíð undirstaða lífskjara á íslandi, þvf að nær 70% útflutningsteknanna koma úr hafinu. Það er full ástæða til að óttast, að við séum að lifa reynslu olfusölu- ríkjanna, sm hækkuðu verð á fram- leiðslu sinni úr hófí fram, svo að einstaklingar og fyrirtæki um allan heim kostuðu kapps um að draga úr neyslunni. Samtfmis hófu aðrir aðilar olíuvinnslu og offramboð varð á markaðnum og verðfall var óhjá- kvæmiieg afleiðing. Þessi reynsla olíusölurfkjanna kom okkur til góða sem kaupendum, en það verður snöggtum erfíðara að endurlifa reynslu þeirra sem seljendur. Við kunnum að hafa verðlagt okkur til tjóns þótt enginn okkar hafí haft á móti ávinningnum meðan hann gafst. Þetta blasir víðar við. Við höfum skenkt okkur sem þjóð svo höfðing- leg lífskjör og svo há laun, að verð- lag á vörum og þjónustu er orðið það hátt, að viðskiptavinum okkar erlendis er nóg boðið. Á fagmáli heitir þetta, að samkeppnishæfíii fslensks efnahagslífs sé orðin léleg úr hófí fram. Við sjáum þetta af því, að æ erfíðara er að selja vörur úr landi á verði, sem stendur undir framleiðslukostnaði. Verðlag á þjónustu hér á landi er orðið svo hátt, að erlendir ferðamenn eru famir að heykjast á því að sækja landið heim. Það er um margt gimi- legra fyrir Þjóðveija að fara í 15 daga ferð um Kína, en vikuferð til íslands, þegar verðið er hið sama. Við reynum sjálf, því að íslenskar iðnaðarvörur hafa allt of víða orðið að láta undan síga fyrir innfluttum vörum því verðið á þeim innfluttu er það lágt. Þess em meira að segja dæmi, að stéttarfélög, sem háð hafa verkföll til að knýja á um hækkun launa og þar með kostnað- ar hjá fslensku flugfélögunum, hafí kosið að versla við erlend flugfélög, því að þau hafí getað boðið lægra verð. Þessi smásaga er e.t.v. gleggsta dæmið um það öngstræti, sem umræður um efnahags- og kjaramál hér á landi hafa ratað í á liðnum misserum, þegar kröfumar um hækkun launa hafa dunið á fyrirtækjunum, en framleiðslu- kostnaðurinn orðinn svo hár, að kröfugerðarmennimir reyna það sjálfír og snúa sér annað um við- skipti. Eg hef hér í löngu máli Qallað um þá örðugleika, sem mér virðast blasa við í íslensku efnahags- og atvinnulffí. Framleiðslukostnaður- inn hefur vaxið svo mjög, að þjóðin sjálf sneiðir hjá viðskiptum við fyrir- tæki sín og útflutningsfyrirtæki ná ekki endum saman. Síðasta ár var ár óraunsærra kauphækkana og aðeins einu sinni frá 1973 hefur rekstrarafgangur í atvinnulífínu verið minni. Fjármagnskostnaður hefur hinsvegar ekki verið meiri um langt árabil og afkoma atvinnulífs- ins í heild hefur þvf tæpast verið lakari sl. 15 ár. Þetta er áætluð niðurstaða rekstrarreiknings at- vinnulífsins 1987 og framundan er samdráttur. Vinnuveitendasam- bandið spáði því í ársbyijun, að horfur væm á allt að 4% minni útflutningstekjum á þessu ári og að viðskiptahalli yrði allt að 10 milljarðar króna. Ekkert hefur enn gefíð tilefni til endurskoðunar á þessari spá, en verðfall á afurðum hefur orðið örara en búist var við og aflábrögð á fyrri hluta ársins gefa fremur tilefni til aukinnar svartsýni. Nýgerðar efnahagsráð- stafanir munu hér vega nokkuð á móti, en tæpast svo, að heildar- myndin breytist til muna á þessu ári._ Árið 1988 verður atvinnulífínu þungt í skauti og erfíðleikamir hljóta að setja mark sitt á þjóðlífíð allt. Við getum ekki vænst þess að feta áfram sömu slóð, því að annað tveggja blasir þá við; fjöldagjald- þrot fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgreinum og mikið at- vinnuleysi ásamt stóraukinni skuldasöfnun erlendis eða meiri verðbólga samfara frekari breyting- um ágengi. Vandinn ergamalkunn- ur og valkostimir þekktir. Ugglaust em menn, sem segja þetta rangt. Vandinn sé ekki laun- in, heldur eitthvað annað og þá aðallega, að fjárfestingin sé of mik- il. Ætlað er, að heildaifyárfestingar landsmanna hafí á liðnu árí tekið til sín 18% af verðmætaráðstöfun þjóðarbúsins. Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra um árabil. Hins vegar hefur bæði einkaneysla og samneysla tekið til sín stærri hlut á liðnum ámm. 1980 var einka- og samneysla 74% af verðmætaráð- stöfun þjóðarbúsins. Nú, 7 ámm síðar, er þetta hlutfall orðið 82%. Fjárfestingar hafa dregist stórkost- lega saman, en neyslan hefur auk- ist að sama skapi. Það verður því ekki gengið lengra á þeirri braut, ef við ætlum áfram að byggja vel- ferðarþjóðfélag á komandi ámm og áratugum. Við verðum því að horf- ast í augu við það, að neyslan er meiri en tekjumar leyfa. FVam hjá þeirri staðreynd verður ekki litið. Góðir fundarmenn. Fyrir því er löng hefð hér á landi, að fremur beri að miðla málum en heyja stríð. íslensk stjómmál ein- kennast af stöðugum málamiðlun- um, þar sem engin ein stefna fær notið sín og sjaldnast er val um svart og hvítt, heldur mismunandi tilbrigði við grátt. Sömu sjónarmið hafa lengst af einkennt viðhorf og viðbrögð á vinnumarkaði. Það hefur verið hlutskipti Vinnuveitendasam- bandsins að standa vamarmegin í bardaganum og leita málamiðlana við heilbrigða skynsemi og kaida rökhyggju efnahagslifsins. Þessi barátta hefur verið óhemju erfið á liðnum misserum og ég fullyrði, að Vinnuveitendasambandið hefur aldrei setið undir annarri eins áraun Gunnar Friðriksson, flytur ræðu á aðalfundi VSÍ' og verið hefur á liðnum vetri. Stöð- ugar samningaviðræður og vinnu- deilur hafa staðið allt frá því í sept- ember á sl. ári. Raunar má færa að því rök, að nýafstaðin samninga- lota hafí staðið allt frá ársbyijun 1986 og þar til nú, því að samning- ar hafa stöðugt staðið jrfir og aldr- ei tekist að ná endanlegri niður- stöðu við alla hópa launþega svo hlé yrði á. Veturinn hefur einkennst af meiri átökum um tekjuskiptingu milli launþegahópanna innbyiðis en verið hefur um langt skeið. í fyrsta sinn um langt árabil kaus verka- lýðshreyfíngin að ganga sundruð til leiks. Þessu olli m.a. gremja verkafólks í útflutningsgreinum, sem taldi með nokkrum rétti, að það hafí dregist aftur úr öðrum í launakapphlaupi liðins árs. Það taldi samstarfíð við hærra launaða félaga sína í launþegahreyfingunni ekki hafa verið markað þeim heil- indum að vænta mætti betri hlutar í samfloti við þá. Krafa þess um bættan hlut sér til handa og sú stað- reynd, að samningar opinberra starfsmanna ákváðu að lágmarki ríflega 7% launahækkun á árinu auk þess, sem aðrir kynnu um að semja, mörkuðu frá upphafi farveg þeirra samningaviðræðna, sem hóf- ust 8. september sl. Sambandsstjóm Vinnuveitenda- sambandsins áréttaði strax í upp- hafí árs vilja vinnuveitenda til að ganga til samninga, sem miðuðu við sem minnsta verðbólgu og að kaupmáttur lægri launa yrði fryggður eins °8 kostur er. Við bentum á, að horfur væru á sam- drætti þjóðartekna, sem óhjá- kvæmilega myndu leiða til nokkurs afturkipps í kaupmáttarþróun. En það vairð eins og oft áður okkar hlutskipti að taka málamiðlun fram yfir átök og 26. febrúar tókust samningar við Verkamannasam- band íslands, sem fóra ekki vera- lega umfram það, sem áður hafði samist um á Vestflörðum. Við væntum þess þá, að stefnan væri mörkuð, en það fór á annan veg því að velflest félög Verkamanna- sambandsins fellflu samninginn og ný samningalota fór í hönd. Henni lyktaði norður á Akureyri eftir stöð- ug fundahöld víða um landið eftir miðjan mars. Þessir samningar mörkuðu afstöðu okkar til fram- haldsins, því að við mátum það svo, að við væram skuldbundnir í öðram viðræðum að fylgja fram þeirri launastefnu, sem þama hafði orðið til. Þetta gekk ekki þrautalaust, því hver samningurinn á fætur öðram var felldur og harðvítug verkfalls- átök gengu yfir þjóðfélagið. Það var þó einkar dapurlegt, því að öll- um mátti vera ljóst, að slagurinn stóð um það eitt, hversu mikla verð- bólgu við vildum skenkja okkur þetta árið. Þessi aðstaða og sá eindregni ásetningur Vinnuveitendasam- bandsins að standa við markaða launastefnu rejmdi meira á sam- stöðu og samheldni félagsmanna VSÍ en áður hefur gerst. Það er þvi sérstakt ánægjuefni að hafa í vetur skynjað þá víðtæku samstöðu félaga okkar um allt land, um að standa nú í ístaðinu og standa við þá samninga, sem við gerðum við félög ófaglærðs starfsfólks um allt land. Okkur telst til, að á liðnum vetri -''hafi Vinnuveitendasambandið gert nær 500 kjarasamninga við ríflega 150 stéttarfélög. Ljóst er, að bráða- birgðalög ríkisstjómarinnar, sem sett vora 20. maí sl. um framleng- ingu samninga, ýttu mjög undir það, að samningar tókust við um 50 félög iðnaðarmanna síðustu sól- arhringana fyrir lagasetninguna. En allt að einu er það staðrejmd, að samningar höfðu tekist við allan þorra launþega, þegar lögin öðluð- ust gildi. Lögin höfðu því lágmarks- áhrif og verða með engum hætti skoðuð sem mjög almennt og alvar- legt inngrip í fíjálsan samningsrétt, eins og látið hefur verið í veðri vaka í opinberri umræðu á síðustu vikum. Markmið þeirra era skýr um það að veija niðurstöðu samninga þeirra félaga ófaglærðs fólks, sem gerðir vora í vetur og hindra, að hærra launaðir starfshópar gætu knúið fram stærri skerf sér til handa. Ég fullyrði, að mjög almenn- ur stuðningur er við þetta markmið laganna, þótt um annað kunni menn að deila. Það er hins vegar áhyggju- efni, ef þessir sömu hópar hálauna- manna telja sig hafna jrfír lög og rétt og fréttir af áformuðum skæra- hemaði flugmanna hljóta að setja ugg að mönnum. Við hljótum þó að thia því í lengstu lög, að há- launamennimir virði lög og láti sér sömu hækkanir nægja og allur þorri starfandi manna hefur samið um. Ef ekki, er íslenskt þjóðfélag komið út á hættulega braut, þar sem lög- mál framskógarins era öðram lög- um æðri. Svo má aldrei verða. Við eigum það ugglaust öll sam- merkt að telja lagasetningu um launamál óæskilega lausn. A hinn bóginn er jafnljóst, að aðstæður geta verið með þeim hætti, að al- mannavaldið veiði að skakka leik- inn á vinnumarkaði og tryggja að jafnvægi komist á. Umræða um lögbindingu launa og annarra samningsatriða er þó ekki ný. Hún hefur staðið þrotlaust frá miðju síðasta sumri og a.m.k. tveir stjóm- arandstöðuflokkar hafa á liðnum vetri lagt fram þingmál, sem miða að lögbindingu launa. íhlutun rfkis- valdsins um samningamál nú í sum- arbyijun byggir því í reynd á þrot- lausri umræðu um lögbindingu samninga. Það, að sú íhlutun rejmd- ist nauðsjmleg er hins vegar vísbending um það, að aðilar vinnu- markaðarins hafa ekki reynst færir um að ljúka sínu verki. Kjaradeilur liðins árs og sú reynsla liðinna ára, að hærra launaðir hópar sérhæfðra starfsmanna hafa þráifaldlega knúið fram meiri hækkanir sér til handa en almennt hefur samist um, sýnir, að þörf er á nýjum vinnubrögðum. Við verðum að fínna leið til að skipta verðmætum í kjarasamning- um og hætta að semja um óskalist- ana eina og sér, um það hvort verð- bólgan verður meiri eða minni. Til þess þarf ný viðhorf og nýjar leik- reglur, sem tryggi, að slagorðin um mesta hækkun lægstu launa verði ekki innantómt hjóm, heldur dulbú- in kröfugerð hálaunamanna um ennþá meiri hækkun sér til handa. Við höfum áður rætt hér um nauðsynlega brejitingu á hálfrar aldar gamalli vinnulöggjöf. Nú er orðið tímabært að breyta orðum í athafnir og ég kalla eftir samstarfi við verkalýðshreyfingu um nýjar leikreglup og breytt vinnubrögð. Það stendur engum nær en samtök- um atvinnurekenda og launþega að setja sér ramma um samskipti. Afskipti löggjafarvaldsisn era ekki nauðsjmleg í þessu efni, því að á okkur brennur eldurinn heitastur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.