Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 41
t-JMT MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 41 Neyðar- ástand Afrísk popptónlist blrtlst f mörgum gerfum; mbaquanga, mbal- ax, juju, makossa, hlghllfe, klri-klri, soukous. Öll er þessi tónlist sprottin úr afrískri tónlistarhefö og felur f sór evrópsk áhrif þó mismikil séu. Hin nýja tónlist er þyrnir f auga margra þjóðhátta- fræðinga sem telja það yfirvofandi að þjóðleg afrfsk tónllst eigi eftir að lenda á ruslahaug sögunnar. Það erú þó til hópar tónlistar- manna sem reyna að halda lífi í gamalli tónlistarhefð og einn slíkur er Amampondo. Amamp- ondohópurinn var settur á stofn fyrir sjö árum í Langahverfi blökkumanna sem er skammt utan við Höfðaborg í Suður- Afríku. Amampondo þýðir Pon- dofólkið, en það er þjóðflokkur sem hefst við á Austurströnd Suður-Afríku. Þjóðerniskennd Pondofólksins er sterk og hún varð til þess að átta ungir tónlist- armenn ákváðu að starfa saman að því að kynna þjóðlega afríska tónlist, sem laus væri við vest- ræn áhrif. í því skyni hafa sveitar- meðlimir kynnt sér tónlist og hljóðfæri frá gervallri sunnar- verði Afríku og soðið úr henni pan-afríska tónlist, sem felur í sér tónlistarhefð Xhosa-, Zulu-, Shangaan- og Sothofólks auk áhrifa frá Nígeríu, Fílabeins- strandarinnar, Uganda, Zimbab- we og víðar að. Amampondo er nú í sinni ann- arri Bretlandsför og heldur tón- leika sem víöast. Fyrir stuttu héltflokkurinn tónleika í Hackney Empire-leikhúsinu og tónleika- höllinni í austanverðum Lundún- um. Neyðarástand Tónleikarnir í Hackney voru haldnir undir yfirskriftinni Neyö- arástand og vísuöu þannig til ástandsins í Suður-Afríku. Hack- ney Empire-leikhúsið er byggt á dögum breska heimsveldisins og státar af slíkum íburði í skreyting- um að því verður trauðla lýst. Leikhúsið var troðfullt og hafa líklega verið rúmlega þúsund manns þar inni. Tónleikarnir hó- fust á því að leiðtogi hljómsveit- arinnar kom á sviðið og bauð áheyrendur velkomna í því að hljómsveitin vatt sér í hratt lag frá Suður-Afríku og síðan fylgdi hvert lagið á fætur öðru. Hljóð- færin sem Amampondo notaði voru alskyns ásláttarhljóðfæri, allt frá trommum upp í mbira, sem er einskonar handpíanó frá Zimbabwe, sem leikið er á með þumalfingrunum. Þar á meðal voru bassa-, tenór-, sópran- og pikkolómarimba, sem fengin voru frá Zimbabwe, trommur frá Zanizibar, Swasilandi, Nam- imbíu, Ghana og Suður-Afríku, akandinda, sem er xzylófónn frá Gandafólkinu (íbúum Úganda), auk grúa af kúabjöllum og ýms- um hristihljóðfærum, s.s. hosho frá Zimbabwe og kayomba frá Reunion. Skiptust sveitarmeð- limir á að leika á hljóðfærin og virtust vera jafnvígir á hvaða hljóðfæri sem var. I hópnum var ein stúlka sem lék á ásláttar- hljóðfæri og dansaði, auk þess Ljósmynd/BS 1 \ IHj Ifc5 M -M Ji Ljósmynd/BS ein stúlka sem lék á ásláttar- hljóðfæri og dansaði, auk þess sem hún söng bakraddir, en karl- arnir sáu um hljóðfæraleikinn og sönginn að mestu, þar primus inter pares leiðtogi sveitarinnar sem flutti einskonar ræðu um apartheitstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku, sem hann sagði einna helst minna á nazisma, í einu laginu. Hverju lagi fylgdi kynning á texta þess sem fjölluðu flestir að einhverju leyti um erfiðleika blökkumanna í Suöur-Afríku eða baráttu gegn kynþáttakúgun al- mennt. Þó voru á milli hefð- bundin stef eins og snákadans frá Botswana og kúrekasöngur frá Suður-Afríku. Alls lék sveitin í um tvær klukkustundir og í lok tónleik- anna kom í Ijós að á meöal sveit- armeðlima voru ekki minni fim- leikamenn en hljóöfæraleikarar, því tveir þeirra sýndu ótrúlegustu heljarstökk og æfingar í tveimur síðustu lögunum. Þá var og stór hluti áheyrenda kominn upp að sviðinu og dansaði þar sem hann ætti lífið að leysa. Texti: Árni Matthíasson NORSKA JOTUN MÁLNINGIN VARD FYRIR VALINU JOTAPLAST 03 er mött málning með gljástig 3%. Hún er ætluð sem grunnur á stein og spónaplötur. JOTAPLAST 03 hentar vel þar sem mött áferð er æskileg. Fjölbreytt litaúrval. JOTAPLASÍ ' 07 JOTAPLAST 07 er vatnsþynnt málning með gljástig 7%. Hún hentar mjög vel á öll herbergi hússins. JOTAPLAST 07 er einnig framúrskarandi utanhússmálning. 1300 litamöguleikar. JOTAPLAST 20 er vatnsþynnt málning með gljástig 20%. Hún hentar vel innanhúss á veggi sem mikið mæðir á t.d. eldhús, gang og baðherbergi. Hún er einnig mjög góð yfir hraunmálningu. 1300 litamöguleikar. STRAX er Latex-akryl málning með herði. Hún hefur þann einstæða eiginleika að þorna á aðeins 30 minútum. STRAX hefur gljástig 7%. Hún er einkar hentug til að hressa upp á íbúðina þar sem grunnvinna er óþörf. 1300 litamöguleikar. SUMIR SEGJA AÐ HÚSASMIÐJAN HAFI VALIÐ RÉTÍ HÚSA BMIOJAN OsarfslA SÚÐARVOGI 3-5 S(MI 6877 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.