Morgunblaðið - 08.06.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 08.06.1988, Síða 41
t-JMT MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 41 Neyðar- ástand Afrísk popptónlist blrtlst f mörgum gerfum; mbaquanga, mbal- ax, juju, makossa, hlghllfe, klri-klri, soukous. Öll er þessi tónlist sprottin úr afrískri tónlistarhefö og felur f sór evrópsk áhrif þó mismikil séu. Hin nýja tónlist er þyrnir f auga margra þjóðhátta- fræðinga sem telja það yfirvofandi að þjóðleg afrfsk tónllst eigi eftir að lenda á ruslahaug sögunnar. Það erú þó til hópar tónlistar- manna sem reyna að halda lífi í gamalli tónlistarhefð og einn slíkur er Amampondo. Amamp- ondohópurinn var settur á stofn fyrir sjö árum í Langahverfi blökkumanna sem er skammt utan við Höfðaborg í Suður- Afríku. Amampondo þýðir Pon- dofólkið, en það er þjóðflokkur sem hefst við á Austurströnd Suður-Afríku. Þjóðerniskennd Pondofólksins er sterk og hún varð til þess að átta ungir tónlist- armenn ákváðu að starfa saman að því að kynna þjóðlega afríska tónlist, sem laus væri við vest- ræn áhrif. í því skyni hafa sveitar- meðlimir kynnt sér tónlist og hljóðfæri frá gervallri sunnar- verði Afríku og soðið úr henni pan-afríska tónlist, sem felur í sér tónlistarhefð Xhosa-, Zulu-, Shangaan- og Sothofólks auk áhrifa frá Nígeríu, Fílabeins- strandarinnar, Uganda, Zimbab- we og víðar að. Amampondo er nú í sinni ann- arri Bretlandsför og heldur tón- leika sem víöast. Fyrir stuttu héltflokkurinn tónleika í Hackney Empire-leikhúsinu og tónleika- höllinni í austanverðum Lundún- um. Neyðarástand Tónleikarnir í Hackney voru haldnir undir yfirskriftinni Neyö- arástand og vísuöu þannig til ástandsins í Suður-Afríku. Hack- ney Empire-leikhúsið er byggt á dögum breska heimsveldisins og státar af slíkum íburði í skreyting- um að því verður trauðla lýst. Leikhúsið var troðfullt og hafa líklega verið rúmlega þúsund manns þar inni. Tónleikarnir hó- fust á því að leiðtogi hljómsveit- arinnar kom á sviðið og bauð áheyrendur velkomna í því að hljómsveitin vatt sér í hratt lag frá Suður-Afríku og síðan fylgdi hvert lagið á fætur öðru. Hljóð- færin sem Amampondo notaði voru alskyns ásláttarhljóðfæri, allt frá trommum upp í mbira, sem er einskonar handpíanó frá Zimbabwe, sem leikið er á með þumalfingrunum. Þar á meðal voru bassa-, tenór-, sópran- og pikkolómarimba, sem fengin voru frá Zimbabwe, trommur frá Zanizibar, Swasilandi, Nam- imbíu, Ghana og Suður-Afríku, akandinda, sem er xzylófónn frá Gandafólkinu (íbúum Úganda), auk grúa af kúabjöllum og ýms- um hristihljóðfærum, s.s. hosho frá Zimbabwe og kayomba frá Reunion. Skiptust sveitarmeð- limir á að leika á hljóðfærin og virtust vera jafnvígir á hvaða hljóðfæri sem var. I hópnum var ein stúlka sem lék á ásláttar- hljóðfæri og dansaði, auk þess Ljósmynd/BS 1 \ IHj Ifc5 M -M Ji Ljósmynd/BS ein stúlka sem lék á ásláttar- hljóðfæri og dansaði, auk þess sem hún söng bakraddir, en karl- arnir sáu um hljóðfæraleikinn og sönginn að mestu, þar primus inter pares leiðtogi sveitarinnar sem flutti einskonar ræðu um apartheitstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku, sem hann sagði einna helst minna á nazisma, í einu laginu. Hverju lagi fylgdi kynning á texta þess sem fjölluðu flestir að einhverju leyti um erfiðleika blökkumanna í Suöur-Afríku eða baráttu gegn kynþáttakúgun al- mennt. Þó voru á milli hefð- bundin stef eins og snákadans frá Botswana og kúrekasöngur frá Suður-Afríku. Alls lék sveitin í um tvær klukkustundir og í lok tónleik- anna kom í Ijós að á meöal sveit- armeðlima voru ekki minni fim- leikamenn en hljóöfæraleikarar, því tveir þeirra sýndu ótrúlegustu heljarstökk og æfingar í tveimur síðustu lögunum. Þá var og stór hluti áheyrenda kominn upp að sviðinu og dansaði þar sem hann ætti lífið að leysa. Texti: Árni Matthíasson NORSKA JOTUN MÁLNINGIN VARD FYRIR VALINU JOTAPLAST 03 er mött málning með gljástig 3%. Hún er ætluð sem grunnur á stein og spónaplötur. JOTAPLAST 03 hentar vel þar sem mött áferð er æskileg. Fjölbreytt litaúrval. JOTAPLASÍ ' 07 JOTAPLAST 07 er vatnsþynnt málning með gljástig 7%. Hún hentar mjög vel á öll herbergi hússins. JOTAPLAST 07 er einnig framúrskarandi utanhússmálning. 1300 litamöguleikar. JOTAPLAST 20 er vatnsþynnt málning með gljástig 20%. Hún hentar vel innanhúss á veggi sem mikið mæðir á t.d. eldhús, gang og baðherbergi. Hún er einnig mjög góð yfir hraunmálningu. 1300 litamöguleikar. STRAX er Latex-akryl málning með herði. Hún hefur þann einstæða eiginleika að þorna á aðeins 30 minútum. STRAX hefur gljástig 7%. Hún er einkar hentug til að hressa upp á íbúðina þar sem grunnvinna er óþörf. 1300 litamöguleikar. SUMIR SEGJA AÐ HÚSASMIÐJAN HAFI VALIÐ RÉTÍ HÚSA BMIOJAN OsarfslA SÚÐARVOGI 3-5 S(MI 6877 00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.