Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDA^UR 8. JÚNÍ 1988 35 Stækkun álversins: Raforka unnin á hagkvæm- an hátt úr jarðgufu? Hugmyndir um stórfellda virkjun Nesjavalla og Eldvarpa STÆKKUN álversins, ef af verður, kallar á auknar virkjannafram- kvæmdir hérlendis fram að árunum 1991-92. Auk Blönduvirkjunnar sem á að verða tilbúin 1991 er helst rætt um stækkun Búrfellsvirkj- unar og Sultartangavirkjunar til að mæta hinni auknu orkuþörf en einnig eru uppi hugmyndir um raforkuvinnslu i stórum stQ á Nesja- vöUum og Eldvörpum suður á Reykjanesi einkum vegna nálægðar við álbræðsluna og þess að talið er að á þessum stöðum megi vinna raforku á hagkvæman hátt úr jarðgufu. Ef ráðist verður í stækkun ál- Þótt stækkun Búrfellsvirkjunnar versins við Straumsvík verður afl- og Sultartangi séu þær virkjanir þörf þess um 300 megavattstundir og orkuþörf um 2500 gígavatt- stundir á ári. Ljóst er að Blöndu- virkjun ein mun hvergi nærri anna þeirri orkuþörf. Hinsvegar er Blönduvirkjun lengst komin af þeim virkjanaframkvæmdum sem áform- aðar eru á næstu árum. Olafur Jens- son hjá Landsvirkjun segir að í sumar verði varið 363 milljónum króna til virkjunarinnar en þá á að ljúka allari jarðgangagerð og upp- byggingu mannvirkja auk þess að unnið verður að þéttingu undir stíflunni. Á næsta ári á síðan að hlaða upp stífluveggina og á árun- um 1990-91 verður unnið að upp- setningu vélasamstæðnanna. Stækkun Búrfellsvirkjunnar hef- ur verið til á teikniborðinu frá árun- um 1979-81. Afl þeirrar virkjunnar er 100 MW og orkuframleiðslan 510 GW stundir á ári. Gert er ráð fyrir að byggt verði sérstakt stöðvarhús suðaustur af núverandi húsi. Vatnið í þessa virkjun á að taka úr núver- andi aðfallsgöngum Búrfellsvirkj- unnar en síðan þyrfti að byggja 2 km löng affallsgöng út í Fossá. Sultartangavirkjun er lengra á veg komin en stækkun Búrfells- virkjunnar þar sem þegar er búið að byggja stíflugarðinn við hana en það var gert á árunum 1982-83. Afl þessarar virkjunnar er 110 MW og orkuframleiðslan 735 GW stund- ir á ári. Virkjun þessi er staðsett á mótum Þjórsár og Tungnár í um það bil 13 km fjarlægð frá Búrfells- virkjun. tekur til starfa á tímabilinu 1992- 1994 er áætlað að heildarffjárfest- ing í raforkugeiranum á næsta ára- tug gæti numið um 25 milljörðum króna á verðlagi í desember síðast liðnum (1987 innskot blm.) þar af um 19 milljarðar í orkuöflunarkerf- inu það er virkjunum og flutnings- línum." sem helst er horft til ef af stækkun álversins verður er raforkuvinnsla úr jarðgufu ekki síður til umræðu enda hagkvæmur kostur. Jóhann Már Maríusson aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar kom inn á þetta í erindi sem hann flutti á síðasta ársfundi Landsvirkjunnar. Þar sagði hann m.a.: „Ef ráðist verður í byggingu hins nýja álvers við Straumsvík...má sjá að þær vatns- aflsvirkjannir sem þegar eru verk- hannaðar auk Blönduvirkjun, myndu nægja ríflega til að sjá fyrir orku og aflþörfum slíkrar verk- smiðju. Ekki er þó talið að hag- kvæmast yrði að sjá fyrir orkuþörf- um markaðaríns í slíku tilviki með vatnsaflsvirkjunum eingöngu. Kemur þá mjög til álita raforku- vinnsla í stórum stíl á Nesjavöllum og í Eldvörpum suður á Reykjanesi einkum vegna nálægðar við ál- bræðsluna en einnig vegna þess að talið er að á þessum stöðum megi vinna raforku á mjög hagkvæman hátt úr jarðgufu. Þá má heldur ekki gleyma þeim möguleika að hægt verður að stækka Kröflu um helming með tiltölulega stuttum fyrirvara." Jóhann kom einnig inn á fjárfest- ingar- og mannaflaþörf vegna upp- byggingar virkjanna og flutnings- lína í tengslum við stækkun álvers- ins og sagði hann að hún væri ekki meiri en áður hefur gerst í raforku- geiranum...„Ef álbræðslan við Straumsvík verður að veruleika og Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Zsuzsa Polgar og Helgi Ólafsson áttust við í fyrstu umferð og lauk þeirri viðureign með sigri Zsuzsa. Opna Austurlandsmótið í skák: Helgi off Zsuzsa Polgar sterkust EirUsstöðum.C-' CJ Egilistöðum. FYRSTA umferð í opna Austurlandsmótinu í skák var tefld á Egils- stöðum á mánudag. Keppendur á mótinu eru 34 og er teflt í tveimur styrkleikaflokkum. 1. flokk skipa þeir sem hafa 2.000 ELO-stig eða fleiri en 2. flokk þeir sem eru neðan við 2.000 ELO-stig. Keppendur í fyrsta flokki eru 10 og er þar sterkastur Helgi Ólafsson stórmeist- ari með 2.540 stig en fast á hæla honum kemur Zsuzsa Polgar frá Ungveijalandi með 2.480 stig. Þau kepptu saman í fyrstu umferðinni og lauk skákinni með sigri Zsuzsa sem hafði hvítt. Alls keppa 8 útlendingar á þessu móti, en þekktastir hér á landi eru e.t.v. Polgar-systumar, Zsuzsa, Judit og Zsofía ffá Ungveijalandi, en þær keppa hér ásamt foreldrum sínum. Móðirin ætlaði ekki að taka þátt í mótinu en þegar einn þátttakandi boðaði forföll hljóp hún í skarðið. Polgar-systur tóku þátt í Reykjavík- urmótinu sl. vetur og vöktu mikla athygli. Zsuzsa, sem er 18 ára, er alþjóðlegur meistari en hinar sem eru aðeins 11 og 13 ára eru einnig sterk- ir skákmenn. Egilsstaðabær heldur mótið og verður keppt alla daga fram til 15. júní, fyrir utan 10. júní, í Hótel Vala- skjálf. Verðlaun eru 8 í hvorum flokki og nema alls um 700.000 krónum. Fyrstu verðlaun í efri flokki eru um 200.000 krónur en 100.000 í þeim neðri. í fyrstu umferð urðu úrslit í A- flokki þau að skák Björgvins Jóns- sonar og James Plaskett fór í bið, Judit Polgar sigraði Sævar Bjama- son, Hannes Hlífar Stefánsson og Mark Orr gerðu jafntefli, Zsuzsa Polgar sigraði Helga Ólafsson og Karl Þorsteins vann Þröst Þórhalls- son Úrslit f B-flokki urðu þau að Zsofi Polgar vann Sigurð Ragnarsson, Við- ar Jónsson vann Klöru Polgar, Uros Ivanovieh vann Kristján Eðvarðsson, Jakob Thomsen vann Einar K. Ein- arsson, Gunnar Finnsson vann Jón Þór Jóhannsson, Ragnar Fjalar Sæv- arsson vann Þórarinn Sveinsson, Þór Öm Jónsson vann Sverri Hjaltason, Sverrir Unnarsson vann Þorvarð Ól- afsson, Magnús Valgeirsson og Lazlo Polgar gerðu jafntefli, Guðmundur I. Jóhannsson vann Gunnlaug Gunn- laugsson, Bragi Bergsteinsson og Hörður St. Þórbergsson skildu jafnir og Brynjólfur Siguijónsson vann Amar Ingólfsson. - Bjöm Hallgrímskirkja: Ferðir á vegum starfs aldraðra FERÐIR á vegum starfs aldraðra í Hallgrímskirkju eru fyrirhug- aðar í sumar, sem og undanfarin ár. Farið verður í þriggja vikna ferð tU Noregs í júlí og einnig er skipulögð fimm daga ferð á norð-austur horn landsins. Flogið verður til Osló þ. 27. júlí og komið heim þ. 16. ágúst. Dvalið verður að mestu í Þrándheimsfirði og nánasta umhverfi skoðað. Svip- uð ferð var farin síðasta sumar til Norður Jótlands. Vegna forfalla em þijú sæti laus. I innanlandsferðina verður lagt af stað þ. 8. júlí. Flogið verður til og frá Húsavík. Þaðan verður ekið um Axarfjörð, Vopnafjörð og Mý- vatnssveit, og m.a. komið við í As- byrgi, Hljóðaklettum, Hólmatung- um og Dettifoss skoðaður. Eins dags ferð verður farin fímmtudaginn 9. júní. Ekið verður til Hellu, farið að Tröllkonuhlaupi, í Galtalækjarskóg komið við á Skarði í Landssveit. Leiðrétting í tónlistargagnrýni Egils Frið- leifssonar um Pólska sálumessu í blaðinu í gær misritaðist eitt orð. Viðkomandi setning átti að vera: „Söngur hans var svo hreinn og hrífandi að fágætt er.“ Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. Skoðanakönnun DV: Vigdís með 98,3% fylgi SAMKVÆMT niðurstöðum skoð- anakönnunar, sem DV gerði um siðustu helgi, fær Vigdis Finn- bogadóttir forseti 98,3% atkvæða í forsetakosningunum þann 25. Leiðrétting íslenski gigtlæknirinn sem hlaut Sjmtex styrkinn á norræna gigt- læknaþinginu í Reykjavík heitir Helgi Jónsson, ekki Halldór eins og misritaðist í viðtali við hann í blað- inu í gær. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. júní næstkomandi, en Sigrún Þorsteinsdóttir 1,7%. Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Jöfn skipting var milli kynja, sem og milli landsbyggðar- innar og Reykjavíkursvæðisins. í könnuninni var fólk spurt hvem það ætlaði að kjósa í forsetakosningun- um. Af heildinni sögðust 88,7% styðja Vigdísi, 1,5% Sigrúnu, 2% neituðu að svara og 7,8% kváðust vera óákveðin. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verður út- koman hins vegar 98,3% fylgi Vigdísar og 1.7% fvlgi Sigrúnar. Haustferðir tii /WaÆriAa/ Anna Þrúður Þorkelsdóttir félagsmálafulltrúi veitir upplýsingar og ráðgjöf varðandi haustferðir Klúbbs 60 á skrifstofunni Hallveigarstíg 1, 6.-10. júní báðir dagar meðtaldir milli kl. 15.30-17. Heitt á könnunni. Brottfarir: 25. sept. — 7. okt. — 11. nóv. (MCfHVTIK FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTlG 1 SlMAR 28388 - 28580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.