Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 35

Morgunblaðið - 08.06.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDA^UR 8. JÚNÍ 1988 35 Stækkun álversins: Raforka unnin á hagkvæm- an hátt úr jarðgufu? Hugmyndir um stórfellda virkjun Nesjavalla og Eldvarpa STÆKKUN álversins, ef af verður, kallar á auknar virkjannafram- kvæmdir hérlendis fram að árunum 1991-92. Auk Blönduvirkjunnar sem á að verða tilbúin 1991 er helst rætt um stækkun Búrfellsvirkj- unar og Sultartangavirkjunar til að mæta hinni auknu orkuþörf en einnig eru uppi hugmyndir um raforkuvinnslu i stórum stQ á Nesja- vöUum og Eldvörpum suður á Reykjanesi einkum vegna nálægðar við álbræðsluna og þess að talið er að á þessum stöðum megi vinna raforku á hagkvæman hátt úr jarðgufu. Ef ráðist verður í stækkun ál- Þótt stækkun Búrfellsvirkjunnar versins við Straumsvík verður afl- og Sultartangi séu þær virkjanir þörf þess um 300 megavattstundir og orkuþörf um 2500 gígavatt- stundir á ári. Ljóst er að Blöndu- virkjun ein mun hvergi nærri anna þeirri orkuþörf. Hinsvegar er Blönduvirkjun lengst komin af þeim virkjanaframkvæmdum sem áform- aðar eru á næstu árum. Olafur Jens- son hjá Landsvirkjun segir að í sumar verði varið 363 milljónum króna til virkjunarinnar en þá á að ljúka allari jarðgangagerð og upp- byggingu mannvirkja auk þess að unnið verður að þéttingu undir stíflunni. Á næsta ári á síðan að hlaða upp stífluveggina og á árun- um 1990-91 verður unnið að upp- setningu vélasamstæðnanna. Stækkun Búrfellsvirkjunnar hef- ur verið til á teikniborðinu frá árun- um 1979-81. Afl þeirrar virkjunnar er 100 MW og orkuframleiðslan 510 GW stundir á ári. Gert er ráð fyrir að byggt verði sérstakt stöðvarhús suðaustur af núverandi húsi. Vatnið í þessa virkjun á að taka úr núver- andi aðfallsgöngum Búrfellsvirkj- unnar en síðan þyrfti að byggja 2 km löng affallsgöng út í Fossá. Sultartangavirkjun er lengra á veg komin en stækkun Búrfells- virkjunnar þar sem þegar er búið að byggja stíflugarðinn við hana en það var gert á árunum 1982-83. Afl þessarar virkjunnar er 110 MW og orkuframleiðslan 735 GW stund- ir á ári. Virkjun þessi er staðsett á mótum Þjórsár og Tungnár í um það bil 13 km fjarlægð frá Búrfells- virkjun. tekur til starfa á tímabilinu 1992- 1994 er áætlað að heildarffjárfest- ing í raforkugeiranum á næsta ára- tug gæti numið um 25 milljörðum króna á verðlagi í desember síðast liðnum (1987 innskot blm.) þar af um 19 milljarðar í orkuöflunarkerf- inu það er virkjunum og flutnings- línum." sem helst er horft til ef af stækkun álversins verður er raforkuvinnsla úr jarðgufu ekki síður til umræðu enda hagkvæmur kostur. Jóhann Már Maríusson aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar kom inn á þetta í erindi sem hann flutti á síðasta ársfundi Landsvirkjunnar. Þar sagði hann m.a.: „Ef ráðist verður í byggingu hins nýja álvers við Straumsvík...má sjá að þær vatns- aflsvirkjannir sem þegar eru verk- hannaðar auk Blönduvirkjun, myndu nægja ríflega til að sjá fyrir orku og aflþörfum slíkrar verk- smiðju. Ekki er þó talið að hag- kvæmast yrði að sjá fyrir orkuþörf- um markaðaríns í slíku tilviki með vatnsaflsvirkjunum eingöngu. Kemur þá mjög til álita raforku- vinnsla í stórum stíl á Nesjavöllum og í Eldvörpum suður á Reykjanesi einkum vegna nálægðar við ál- bræðsluna en einnig vegna þess að talið er að á þessum stöðum megi vinna raforku á mjög hagkvæman hátt úr jarðgufu. Þá má heldur ekki gleyma þeim möguleika að hægt verður að stækka Kröflu um helming með tiltölulega stuttum fyrirvara." Jóhann kom einnig inn á fjárfest- ingar- og mannaflaþörf vegna upp- byggingar virkjanna og flutnings- lína í tengslum við stækkun álvers- ins og sagði hann að hún væri ekki meiri en áður hefur gerst í raforku- geiranum...„Ef álbræðslan við Straumsvík verður að veruleika og Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Zsuzsa Polgar og Helgi Ólafsson áttust við í fyrstu umferð og lauk þeirri viðureign með sigri Zsuzsa. Opna Austurlandsmótið í skák: Helgi off Zsuzsa Polgar sterkust EirUsstöðum.C-' CJ Egilistöðum. FYRSTA umferð í opna Austurlandsmótinu í skák var tefld á Egils- stöðum á mánudag. Keppendur á mótinu eru 34 og er teflt í tveimur styrkleikaflokkum. 1. flokk skipa þeir sem hafa 2.000 ELO-stig eða fleiri en 2. flokk þeir sem eru neðan við 2.000 ELO-stig. Keppendur í fyrsta flokki eru 10 og er þar sterkastur Helgi Ólafsson stórmeist- ari með 2.540 stig en fast á hæla honum kemur Zsuzsa Polgar frá Ungveijalandi með 2.480 stig. Þau kepptu saman í fyrstu umferðinni og lauk skákinni með sigri Zsuzsa sem hafði hvítt. Alls keppa 8 útlendingar á þessu móti, en þekktastir hér á landi eru e.t.v. Polgar-systumar, Zsuzsa, Judit og Zsofía ffá Ungveijalandi, en þær keppa hér ásamt foreldrum sínum. Móðirin ætlaði ekki að taka þátt í mótinu en þegar einn þátttakandi boðaði forföll hljóp hún í skarðið. Polgar-systur tóku þátt í Reykjavík- urmótinu sl. vetur og vöktu mikla athygli. Zsuzsa, sem er 18 ára, er alþjóðlegur meistari en hinar sem eru aðeins 11 og 13 ára eru einnig sterk- ir skákmenn. Egilsstaðabær heldur mótið og verður keppt alla daga fram til 15. júní, fyrir utan 10. júní, í Hótel Vala- skjálf. Verðlaun eru 8 í hvorum flokki og nema alls um 700.000 krónum. Fyrstu verðlaun í efri flokki eru um 200.000 krónur en 100.000 í þeim neðri. í fyrstu umferð urðu úrslit í A- flokki þau að skák Björgvins Jóns- sonar og James Plaskett fór í bið, Judit Polgar sigraði Sævar Bjama- son, Hannes Hlífar Stefánsson og Mark Orr gerðu jafntefli, Zsuzsa Polgar sigraði Helga Ólafsson og Karl Þorsteins vann Þröst Þórhalls- son Úrslit f B-flokki urðu þau að Zsofi Polgar vann Sigurð Ragnarsson, Við- ar Jónsson vann Klöru Polgar, Uros Ivanovieh vann Kristján Eðvarðsson, Jakob Thomsen vann Einar K. Ein- arsson, Gunnar Finnsson vann Jón Þór Jóhannsson, Ragnar Fjalar Sæv- arsson vann Þórarinn Sveinsson, Þór Öm Jónsson vann Sverri Hjaltason, Sverrir Unnarsson vann Þorvarð Ól- afsson, Magnús Valgeirsson og Lazlo Polgar gerðu jafntefli, Guðmundur I. Jóhannsson vann Gunnlaug Gunn- laugsson, Bragi Bergsteinsson og Hörður St. Þórbergsson skildu jafnir og Brynjólfur Siguijónsson vann Amar Ingólfsson. - Bjöm Hallgrímskirkja: Ferðir á vegum starfs aldraðra FERÐIR á vegum starfs aldraðra í Hallgrímskirkju eru fyrirhug- aðar í sumar, sem og undanfarin ár. Farið verður í þriggja vikna ferð tU Noregs í júlí og einnig er skipulögð fimm daga ferð á norð-austur horn landsins. Flogið verður til Osló þ. 27. júlí og komið heim þ. 16. ágúst. Dvalið verður að mestu í Þrándheimsfirði og nánasta umhverfi skoðað. Svip- uð ferð var farin síðasta sumar til Norður Jótlands. Vegna forfalla em þijú sæti laus. I innanlandsferðina verður lagt af stað þ. 8. júlí. Flogið verður til og frá Húsavík. Þaðan verður ekið um Axarfjörð, Vopnafjörð og Mý- vatnssveit, og m.a. komið við í As- byrgi, Hljóðaklettum, Hólmatung- um og Dettifoss skoðaður. Eins dags ferð verður farin fímmtudaginn 9. júní. Ekið verður til Hellu, farið að Tröllkonuhlaupi, í Galtalækjarskóg komið við á Skarði í Landssveit. Leiðrétting í tónlistargagnrýni Egils Frið- leifssonar um Pólska sálumessu í blaðinu í gær misritaðist eitt orð. Viðkomandi setning átti að vera: „Söngur hans var svo hreinn og hrífandi að fágætt er.“ Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. Skoðanakönnun DV: Vigdís með 98,3% fylgi SAMKVÆMT niðurstöðum skoð- anakönnunar, sem DV gerði um siðustu helgi, fær Vigdis Finn- bogadóttir forseti 98,3% atkvæða í forsetakosningunum þann 25. Leiðrétting íslenski gigtlæknirinn sem hlaut Sjmtex styrkinn á norræna gigt- læknaþinginu í Reykjavík heitir Helgi Jónsson, ekki Halldór eins og misritaðist í viðtali við hann í blað- inu í gær. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. júní næstkomandi, en Sigrún Þorsteinsdóttir 1,7%. Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Jöfn skipting var milli kynja, sem og milli landsbyggðar- innar og Reykjavíkursvæðisins. í könnuninni var fólk spurt hvem það ætlaði að kjósa í forsetakosningun- um. Af heildinni sögðust 88,7% styðja Vigdísi, 1,5% Sigrúnu, 2% neituðu að svara og 7,8% kváðust vera óákveðin. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verður út- koman hins vegar 98,3% fylgi Vigdísar og 1.7% fvlgi Sigrúnar. Haustferðir tii /WaÆriAa/ Anna Þrúður Þorkelsdóttir félagsmálafulltrúi veitir upplýsingar og ráðgjöf varðandi haustferðir Klúbbs 60 á skrifstofunni Hallveigarstíg 1, 6.-10. júní báðir dagar meðtaldir milli kl. 15.30-17. Heitt á könnunni. Brottfarir: 25. sept. — 7. okt. — 11. nóv. (MCfHVTIK FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTlG 1 SlMAR 28388 - 28580

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.