Morgunblaðið - 08.06.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988
Minning:
Stefán G. Sigurðs-
son, kaupmaður
Fæddur 21. september 1911
Dáinn 29. maí 1988
í dag verður til moldar borinn
vinur minn og nágranni, Stefán G.
Sigurðsson, kaupmaður.
Stefán Guðpón fæddist í Hafnar-
firði 21. september 1911, einn
þriggja sona þeirra Sigurðar G.
Joakimssonar fiskmatsmanns og
konu hans, Magdalenu Daníels-
dóttur.
í Hafnarfirði ólst Stefán upp og
stundaði nám í Flensborgarskóla
og lauk gagnfræðaprófi 1929. Að
námi loknu hóf hann verslunar-
störf, fyrst hjá Sláturfélagi Suður-
lands og síðar um þriggja ára skeið
hjá Jóni Mathiesen, kaupmanni.
Árið 1933 stofnaði Stefán sína
eigin verslun, „Stebbabúð", sem
hann rak í Hafnarfirði í 40 ár til
ársins 1973, síðari hluta tímans
ásamt bróður sínum Lárusi. Eftir
það starfaði hann við verslunarstörf
hjá Náttúrulækningafélagi íslands
og siðasta áratuginn starfaði hann
á skrifstofu Alþingis.
Stefán Sigurðsson hefur um
langan tíma sett svip sinn á bæjar-
lífið í Hafnarfirði. Umsvifamikill og
vinsæli kaupmaður og verslun hans,
Stebbabúð, reyndar um tíma með
þekktari verslunum landsins. Stef-
án var mikilli félagmálamaður og
víða falin forystustörf og á vett-
vangi stjómmálanna var hann um
langan tíma í forystusveit Sjálf-
stæðisflokksins, enda mikill bar-
áttumaður fyrir athafnafrelsi ein-
staklingsins.
Hafnarfjarðarkirkja naut starfa
Stefáns G. Sigurðssonar lengi og
vel en í sóknamefnd sat hann um
langt árabil og gegndi þar for-
mennsku 1964—80.
Stefán var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Elínborg Matthildur
Sigurðardóttir, sem andaðist 1937,
en þau eignuðust eina dóttur. 26.
maí 1945 kvæntist Stefán eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Laufeyju Jak-
obsdóttur, og eignuðust þau fjögur
böm.
Vin minn Stefán kveðjum við í
dag fjölmargir Hafnfírðingar og á
skrifstofu Alþingis er hans saknað.
Við sendum frú Laufeyju og fjöl-
skyidu hennar samúðarkveðjur og
biðjum Stefáni G. Sigurðssyni bless-
unar.
Matthías Á. Mathiesen
í dag fer fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju útför Stefáns Guðjóns Sig-
urpssonar, fulltrúa í skrifstofu Al-
þingis.
Hann andaðist f Borgarspítalan-
um í Reykjavík síðari hluta dags,
sunnudaginn 29. maí síðastliðinn.
Stefán Guðjón fæddist í Hafiiar-
firði 21. september 1911. Foreldrar
hans vom Magdalena Daníelsdóttir,
ættuð úr Reylqavík, og Sigurður
Guðbergur Jóakimsson, verkstjóri
og síðar fiskmatsmaður, fæddur og
uppalinn á Vatnsleysuströnd.
Við Stefán vorum nágrannar á
uppvaxtar- og unglingsárum í vest-
urbænum í Hafnarfirði, hann á
Vörðustíg og ég á Merkurgötu.
Ungir stofhuðum við íþróttafélagið
Geysi, með jafnöldrum okkar þar
um slóðir.
Athafnasvæði okkar var einkum
á fískverkunarsvæði Bookless
Brothers í Svendborg, vesturhluta
Hafnarflarðar, í fótboltaleik, á Víði-
staðatúni í fijálsum íþróttum og í
fjárhúsi í næsta nágrenni héldum
við kvöldvökur og málfundi um
helgar á vetrum.
Allt voru þetta ánægjustundir
ungiinga innan fermingaraldurs, er
áttu ótal áhugamál og margvfsleg
sameiginleg tómstundaverkefni.
Stefán lauk fullnaðarpiöfi frá
Flensborgarskóla í Hafnarfírði vor-
ið 1929. Hóf hann þá nám í pylsu-
gerð hjá Sláturfélagi Suðurlands í
Hafnarstræti 19, og starfaði þar
við verzlunarstörf fram á síðari
hluta ársins 1930.
Réðst hann þá í þjónustu Jóns
Mathiesen, kaupmanns í Hafnar-
firði, og starfaði þar uns hann stofn-
aði eigin verslun í desembermánuði
1933, Stebbabúð, við Linnetsstíg 1
í Hafnarfirði. Rak hann þá verzlun
af alkunnum dugnaði, sem hann
átti í ríkum mæli og við vinsældir
hafnfirzkra viðskiptamanna. Síðar
var verzlun hans við Strandgötu
21 og loks byggði hann myndarlegt
verzlunarhús við Amarhraun 21,
en seldi þá verzlun 1973.
Stefán Sigurðsson var stofnandi
Efnalaugar Hafnarfjarðar 1944,
ásamt Georgi Hólm, Guðmundi
Guðmundssyni, Jóni Magnússyni og
Jóni S. Bjömssjmi.
Stefán var sijómarformaður frá
stofnun til 1965 að starfseminni
lauk.
Stefán Sigurðsson var félags-
ljmdur að uppiagi og lagði jafnan
fram mikil og óeigingjöm störf á
þvf sviði, enda oftast í forystusveit.
Hann var formaður í Verzlunar-
mannaféiagi Hafnaifyarðar 1931—
1933. Gjaldkeri og formaður í
Kaupmannafélagi HafnárQarðar í
mörg ár. Ennfremur í stjóm Kaup-
mannasamtaka íslands 1963—1969
þar af gjaldkeri í þijú ár. í stjóm
Lýsis og mjöls hf. átti Stefán sæti
frá 1969 þar til félagið var selt úr
höndum Hafnfírðinga. í stjóm Mál-
fundafélagsins Magna og gjaldkeri
Hellisgerðis var Stefán í 12 ár. Stef-
án átti sæti í bamavemdamefnd
Hafnarijarðar 1962—1978, þar af
formaður 1962—1966 og 1970—
1978.
Hann átti sæti í sóknamefnd
H af n arfi arðark i rkj u 1960—1980,
þar af formaður frá 1964.
Stefán var einn af stofnendum
Skátafélags Hafnarfjarðar og starf-
aði mikið og lengi í þágu þeirra
samtaka, en Jón Oddgeir Jónsson
veitti þeirri hreyfingu foiystu í
Hafnarfirði, frá miðjum þriðja tug
þessarar aldar og til langrar ffarn-
tíðar.
Á ferðalögum innan lands og
utan var Stefán Sigurðsson glaður
og kátur félagi, skemmtinn og
spaugyrtur.
Mér er í fersku minni ferð okkar
Stefáns um Þýskaland í júlí—ágúst
1939, tæpum þremur mánuðum
fyrir upphaf heimsstyijaldarinnar
síðari, í Hamborg og Berlín. Ófrið-
arský vom á lofti og ýmist ótta eða
sigurgleði brá fyrir í andlitum Þjóð-
veija. Þjóðin var í vígahug og við
Stefán héldum heim frá Bergen í
ágúst með viðkomu í Kaupmanna-
höfn og síðar í Þórshöfn í Færeyj-
um. Við höfum síðan átt ótal
ánægjustundir að rifja upp þetta
sögulega ferðalag sem var ofið
ævintýrablæ sem merlaði í endur-
minningunum.
Stefán var um mörg ár þátttak-
andi í Karlakómum Þröstum og í
stjóm kórsins 1961—1972. Hann
var formaður Náttúrulækningafé-
lags Hafnaifyarðar 1978, en hjá
þeim samtökum vann hann verslun-
arstörf 1974-1978.
Stefán lét sig miklu skipta lands-
mál og var einn af stofnendum
Stefnis, félags ungra sjálfstæðis-
manna, 1929, og sat í fyrstu sljóm
félagsins. Hann átti einnig sæti í
stjóm Landsmálafélagsins Fram í
mörg ár, þar af varaformaður um
skeið.
Stefán var í mörg ár virkur þátt-
takandi í Oddfellow-reglunni og
vann ötullega að bættri aðstöðu
reglunnar í Hafnarfirði, með kaup-
um á húseigninni Linnetsstíg 1, en
í því húsi hóf Stefán verzlunarrekst-
ur fyrir 55 ámm.
Þann 1. júlí 1978 hóf Stefán störf
í skrifstofu Alþingis og vann þar
fulltrúastörf til hinstu vinnustund-
ar.
Stefán var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Elinborg Matthildur
Steinunn, verzlunarmær í
Reykjavík, ættuð frá ísafírði, dóttir
Anítu Benediktsdóttur og Sigurðar
Sveinssonar, sjómanns, er sfðar
fluttu til Hafnarfjarðar. Þau eignð-
ust tvö böm, son, er dó óskírður
tveggja mánaða gamall, og Sigríði,
gift Garðari Ástvaldssyni, rafvirkja.
Þau eiga tvo syni.
Síðarí kona Stefáns var Laufey
Jakobsdóttir rithöfundar Thorar-
ensen og Borghildar Benedikts-
dóttur. Þau gengu í hjónaband 26.
maí 1945 og áttu fagurt og aðlað-
andi heimili á Hringbraut 61, Hafn-
arfirði, þar sem gestum var fagnað
af gleði og hjartahlýju. Vinahópur
þeirra hjóna var flölmennur. Þau
eignuðust 4 böm, Elínborgu Matt-
hildi, gift Símoni Kjæmested, end-
urskoðanda, búsett í Garðabæ, þau
eiga 3 syni, Borghildi, í sambýli í
Hafnarfírði, Sverri, búsettur í Hafn-
arfírði, á 3 böm, og Hrefnu, búsett
í Reykjavík, á 2 syni. Alls em bama-
bömin 10.
Stefán G. Sigurðsson var mætur
maður og drengur góður. Hann var
traustur samferðamaður og tiyggur
í lund. Á kveðjustund kalla ég fram
í hugann ljúfar endurminningar um
góðan dreng, sem ávann sér lof og
virðingu vina og yfirboðara.
Sorgmæddum ástvinum votta ég
einlæga hluttekningu og samúð.
Adolf Björnsson
Fyrir örfáum dögum var þess
minnst með hátíðarhaldi í Haftiar-
firði að 80 ár em nú liðin frá því
að Hafnarfjörður fékk kaupstaðar-
réttindi sem olli glöggum þáttaskil-
um fyrir mannlíf og byggð í fírðin-
um fagra, varð upphaf þeirrar
framsóknar og framþróunar sem
fyrir fómfysi, dug og dáð genginna
kynslóða hefur skapað þá hagsæld
og þann velfamað sem Hafnfírðing-
ar njóta nú.
Hafnaifyarðarkirkja var reist að-
eins nokkrum ámm síðar. Vegleg
og glæst var hún augljós vottur um
þann stórhug sem markaði brautina
fram og sýndi jafnframt skilning á
því að kirkja og kristni væm hom-
steinn blessunarríks mannlífs.
Hafnarfjarðarkirkja hefur enda
árin sín öll verið miðdepill bæjar-
myndarinnar fögm og á þann hátt
lýst sem „Viti“ að þaðan hafa bor-
ist blessunargeislar yfír byggð og
út á haf. Kirkjan er þó ekki fyrst
og fremst bygging heldur þeir menn
sem bindast erindi hennar og boð-
skap og vilja breiða hann út.
Stefán Sigurðsson var einn helsti
máttarstólpi Hafnarfjarðarkirkju
sem sóknamefndarmaður til fjölda
ára og formaður lengi. Þess ber að
minnast og þakka nú.
Hann var innfæddur Haftifirð-
ingur og bamungur þegar Hafnar-
fjarðarkirkja var byggð og hefur
ugglaust snemma hænst að henni,
hrifist af fegurð hennar og þess
boðskapar sem frá henni hefur bor-
ist.
Sem kaupmaður drýgstan hluta
starfsævi sinnar hefur Stefán kom-
ist í kynni við §ölda manns, notið
þess að vera með fólki, fylgjast með
lífsbaráttu þess og kjömm og það
með öðm stuðlað að miklum félags-
málaáhuga hans. Hann hafði lagt
Qölmörgum félagsmálum lið. Svo
fátt eitt sé talið — látið mjög til sín
taka innan sinnar starfsstéttar, set-
ið í stjóm Málfundafélagsins Magna
og Karlakórsins Þrasta, verið enda
söngelskur og áhugamaður um
vemdun fagurs umhverfis Hafnar-
flarðar.
Hann hefur þó talið það varða
mestu að styðja kirkjuna, stuðla að
framgangi hennar, því gleði öll og
gifta væri sprottin af þeim anda
og því lífi sem hún vitnaði um.
Hann gat horft yfír nær alla sögu
kirkjunnar sinnar og dró af henni
þá ályktun að málefni hennar
fengju helst framgang fyrir mark-
vissa eljusemi einbeittra og ein-
lægra manna sem sýndu vongóðir
þolinmæði og þrautseigju. Hann var
enda traustur og þolgóður, yfirveg-
aður og hófstilltur í allri fram-
göngu, aðgætinn í ráðsályktunum
og stefnumótun og vann þannig
kirkjunni sinni vel.
Stefán sótti kirkju nokkuð reglu-
bundið og mun síðast hafa verið
við guðsþjónustu á föstudaginn
langa. Þá heyrði hann enn einu sinni
boðskapinn dýra um þá kærleiks-
fóm Krists sem eytt fær að lyktum
öllu myrkri og dauða, berast um
kirkjuna í fögmm tónum og orðum
guðspjallanna, vísa frá myrkri til
ljóss, frá krossinum mót upprisu-
deginum bjarta.
Eg sé Stefán nú fyrir mér í dyr-
um Hafnarfjarðarkirkju á þessum
einstæða degi sem felur í sér gróð-
urmátt nýs lífs og veraldar og hand-
takið og kveðjan felur nú meira f
sér en ég hugði þá. Stefán kveður
á landamærum lífs og dauða þar
seni kirkjudymar sem hann fer um
minna á þann frelsara sem einn er
dymar til nýs lífs og ríkis og kveðja
mín er þökk fyrir árin liðnu sem
Drottinn gaf og blessað fékk til
þjónustu við Hafnarfj arðarkirkju.
Styrki hann og styðji ástvini alla,
veki trú og blessi kirkjuna sína.
Gunnþór Ingason
Við fráfall Stefáns G. Sigurðs-
sonar, vinar míns og samstarfs-
manns, vil ég ekki láta hjá líða að
þakka honum notalegt samstarf og
samvinnu á undangengnum árum.
Þegar ég fór utan 31. mars sl.
granaði mig ekki að samstarfi okk-
ar væri að fullu lokið, en hið fom-
kveðna sannaðist enn að enginn
veit sitt skapadægur.
Ég mun ekki rekja æviatriði Stef-
áns því að það munu efiaust aðrir
mér kunnugri gera, en kaup-
mennska var hans ævistarf og hann
rak umfangsmikla verslun um langt
árabil. Verslun stoftiaði hann
snemma á kreppuáranum, á miklum
erfiðleikatímum íslenskra heimila,
og hygg ég að fullyrða megi að
Stefán hafi ekki gengið hart fram
í að innheimta skuldir hjá þeim sem
við bágust lq'ör bjuggu á þeim tíma.
Lýsir það vel skapgerð hans og
lífsskoðun.
Stefán var mikill félagsmálamað-
ur og mörg vora þau félög og sam-
tök sem hann stóð að, enda var
honum nauðsyn á að starfa með
fólki og blanda geði við aðra.
Síðustu tíu æviárin starfaði Stef-
án hjá Alþingi og þar sem annars
staðar vildi hann leysa hvers manns
vanda. Veit ég að hans mun sárt
saknað af þeim sem honum kynnt-
ust, því að geðslag hans og fram-
koma í annarra garð var slík að
ekki gleymist.
Aldrei heyrði ég hann hallmæla
nokkrum manni og ætíð vildi hann
færa allt til betri vegar.
Ég vil færa Laufeyju, konu hans,
og fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Ólafur Ólafsson
í dag verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju afi okkar, Stef-
án G. Sigurðsson, fyrrverandi kaup-
maður í Hafnarfírði, en hann lést
á Borgarspítalanum 29. maí sl. eft-
ir skamma sjúkdómslegu.
Afi fæddist í Hafnarfirði 21.
september 1911 og var því á 77.
aldursári er hann lést. Foreldrar
hans vora hjónin Sigurður Jóakims-
son, fiskimatsmaður, frá Hátúni,
Vatnsleysustrandarhreppi og
Magdalena Danfelsdóttir, ættuð frá
Oddsstöðum í Hrútafirði. Var hann
elstur þriggja bræðra, en bræður
hans eru Georg og Lárus, báðir
búsettir í Hafnarfirði.
Afi var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Elínborg Matthildur Sig-
urðardóttir og eignuðust þau tvö
böm, son sem lést þriggja mánaða
gamall, og dóttur, Sigríði, búsetta
í Hafnarfirði. Matthildur lést 26.
mars 1937, en þá höfðu þau verið
gift í tæp þijú ár. Eins og nærri
má geta hefur það verið mikið áfall
fyrir svo ungan mann að vera búinn
að missa bæði konu og bam aðeins
25 ára gamall. En öll él birtir upp
um síðir og árið 1945 kvæntist afí
eftirlifandi eiginkonu sinni Laufeyju
Jakobsdóttur, og eignuðust þau
fjögur böm, en þau era Elínborg
Matthildur, búsett í Garðabæ, Borg-
hildur og Sverrir, sem bæði era
búsett i Hafnarfirði, og yngst er
Hrefna, búsett í Reykjavík.
Afi ólst upp í Hafnarfírði við
gott atlæti og stundaði í æsku
venjubundna skólagöngu og störf
eins og þau vora á þeim tíma. Hann
lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg
vorið 1929 og réðst skömmu síðar
til Sláturfélags Suðurlands og starf-
aði þar við pylsugerð og verslunar-
störf uns hann hóf störf hjá Jóni
Mathiesen, kaupmanni í Hafnar-
firði, 1930. Hjá Jóni starfaði afi þar
til hann stofnaði sína eigin verslun,
Stebbabúð, 1. desember 1933, og
var hún fyrst til húsa á Linnetsstíg
2 í Hafnarfírði. Það hefur þurft
mikið áræði og þor til að hefja versl-
un á þessum tíma, í miðri kreppu,
aðeins 22 ára að aldri. En verslunin
fór vel af stað og þótt oft gengi
erfiðlega blessaðist allt. Strax í
byijun réðst bróðir hans, Láras, til
hans, og ráku þeir saman Stebba-
búð alla tíð, en þeir bræður vora
mjög samrýndir og sagði afi oft að
flinkari verslunarmaður en Láras
bróðir sinn væri ekki til. Það var í
Stebbabúð sem afi starfaði lengst,
eða í 40 ár, og við þá búð var hann
löngum kenndur.
Eins og áður var sagt var fyrsta
verslunin á Linnetsstsíg 2 og var
það matvöraverslun. En afi rak
verslanir víða í Hafnarfirði og okk-
ur telst til að hann hafi rekið versl-
anir á níu stöðum í bænum og um
tíma rak hann verslanir á fjóram
stöðum samtímis. Lengst af versl-
aði afi eingöngu með matvöru og
var brautiyðjandi á mörgum svið-
um. Sem dæmi keypti hann fyrstu
kjötsögina, sem kom í Hafnarfjörð,
fyrsta kæliborðið, og opnaði fyrstu
verslunina í Hafriarfirði, sem var
vísir að kjörbúðarskipulagi. Um
tíma rak afi einnig búsáhalda- og
leikfangaverslanir.
Um þessa gömlu tíma talaði afi
oft, sagði frá slæmu gengi og
skömmtunarseðlum í kreppunni og
svo frá uppgangstímum í kjölfar
síðari heimsstyijaldarinnar. Afí
réðst ásamt fleiram í byggingu
verslunarhúsnæðis á Amarhrauni
21, og þar var Stebbabúð til húsa
I nokkur ár, eða til 1973 að afi
hætti verslunarrekstri. Fannst hon-
um þá komið nóg og tími til kominn
að taka það rólega eins og sagt er.
Réðst hann skömmu síðar til
Náttúrulækningafélags íslands og
vann þar við verslunarstörf til 1987
að hann hóf störf á skrifstofu AI-
þingis, þar sem hann starfaði til
dauðadags. Afi kunni mjög vel við
að starfa á Alþingi. Hann var fé-
lagslyndur maður og naut þess vel
að starfa innan um margt fólk og
kynnast nýju fólki. Hann hafði alla
tíð mikinn áhuga á stjómmálum og
í gegnum starf sitt á Alþingi gat
hann fylgst vel með, og ef til vill
má segja að honum hafi fundist
hann vera í hringiðu þjóðfélagsins.
Afí starfaði í hinum ýmsu félög-
um, oft harla ólfkum, og væri of
langt mál að telja þau öll upp hér.
Einnig kom hann nærri ýmsum at-
vinnurekstri öðrum en verslun og
var t.d. einn af stofnendum Efna-
laugar Hafnarfjarðar 1944 og
stjómarformaður hennar til 1965.
Á þeim áram sem hann var með
verslun starfaði hann og mjög að
málefnum verslunar- og kaup-
manna.
Afi var alta tíð mjög heilsu-
hraustur og hafði ætíð nóg fyrir
stafni. Það kemur því eins og reið-
arslag að hann, sem alltaf var svo
hress, sé skyndilega dáinn. Dauðinn
var einhvem veginn svo fjarlægur
honum. Maður hugsaði ekki til þess
að hann afi ætti einhvem tímann
eftir að deyja, en þetta er gangur
lífsins og í raun er ekkert eðlilegra
en að þeir sem era orðnir fullorðnir
deyi, en samt sem áður er alltaf
erfitt að sætta sig við það. Það er
skrítið að hann eigi aldrei aftur
eftir að koma f heimsókn og segja
frá ýmsu spaugilegu er á dagana
hafði drifíð, því afi hafði skemmti-
lega frásagnargáfu og var oft glatt
á hjalla er hann minntist gamla
tímans.
Við bamabömin kveðjum góðan
afa og þökkum honurn allt gott.
Barnabörn