Morgunblaðið - 08.06.1988, Page 26

Morgunblaðið - 08.06.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1988 * 11 LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Jorma Hymiinen syngur með Sinfóníuhljómsveit Islands Petri Sakari stjórnar FINNSKl barítónsöngvarinn Jorma Hynninen, syngur á tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit íslands i Háskólabíói á morgun, fímmtudaginn 9. júní. Stjómandi er Petri Sakari, sem hefur verið ráðinn aðalstjómandi Sinfóniu- hy ómsveitarinnar á næsta starfs- ári. Jorma Hynninen var orðinn 25 ára gamall er hann hóf söngnám við tón- listarskólann I Kuopio í Finnlandi. Síðan nam hann söng við Sibeliusar akademíuna I Helsinki, og eftir að hafa sigrað I samnorrænni söng- keppni i Helsinki 1971 hélt hann til frekara náms i Róm og Salzburg. Hann hefur starfað við Finnsku óper- una síðan 1970 og er nú listrænn ráðunautur hennar. Hynninen sjmg- ur reglulega í La Scala óperunni í Mílanó, Vínaróperunni, Parísarópe- runni, Bolshoi óperunni í Moskvu, Metropolitan óperunni í New York og fleiri óperuhúsum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann nýtur einnig álits sem einsöngvari i kirkjulegum verkum og fyrir ljóðasöng. Petri Sakari er fæddur í Helsinki 1958, stundaði nám i hljómsveitar- stjóm við Sibeliusar-akademiuna, hjá Jorma Panula og lauk þvi vorið 1983. Jorma Hynninen Siðan hefur hann sótt námskeið fyr- ir hljómsveitarstjóra, m.a. hjá Rafael Kubelik. Sakari er einnig lærður fíðluleikari, en hefur aðallega starfað við hljómsveitarstjóm í Finnlandi og Svíþjóð. Petri Sakari Á efnisskrá tónleikanna á fimmtu- daginn eru verk eftir Sibelius og óperuariur eftir Leoncavallo og Verdi. Auk þess flytur Sinfóníu- hljómsveitin „Gosbrunna Rómaborg- ar“, eftir Respighi. Morgunblaðið/Bjami Sigríður Þorvaldsdóttir, Helgi Skúlason, Herdís Þorvaldsdóttir, Gísli Halldórsson og Rúrik Haraldsson í hlutverkum sinum í Marmara. Marman frumsýnd- ur í Þjóðleikhúsinu MARMARI eftir Guðmund Kam- ban verður frumsýndur í Þjóð- leikhúsinu i kvöld, i nýrri leik- gerð Helgu Bachmann, sem jafn- framt er leikstjóri. Hjálmar H. Ragnars samdi tónlistina, leik- mynd og búninga gerði Karl Aspelund og lýsingu hannar Sveinn Benediktsson. Guðmundur Kamban var fæddur 1888 og vill Þjóðleikhúsið með upp- setningu Marmara minnast aldaraf- mælis hans. Guðmundur varð stúd- ent 1910 og hélt síðan til Kaup- mannahafnar þar sem hann lagði stund á heimspeki, jafnframt því að nema leiklist. Þar skrifaði hann fyrstu leikrit sín Höddu Pöddu og Konungsglímuna. 1915 hélt Guð- mundur til New York, þar sem hann bjó I tvö ár og eru mörg verka hans byggð á þeirri reynslu sem hann öðlaðist þar. Guðmundur bjó einnig um tíma í Þýskalandi, en mestan hluta ævinnar var hann búsettur í Danmörku. Hann féll fyrir byssukúlu danskra frelsisliða hinn 5. maí 1945. Meðal verka Guðmundar Kamb- ans má nefna skáldsögumar Skál- holt og Ragnar Finnsson, leikritin Vér morðingjar, í Skálholti, Sendi- herrann frá Júpíter og Þess vegna skiljum við. Guðmundur stjómaði einnig kvikmyndum eftir verkum sínum Höddu Pöddu og Húsi í svefni. Marmari var frumsýndur í Mainz í Þýskalandi árið 1933, en hafði komið út á bók í Danmörku 1918. Leikritið gerist í Bandaríkjunum á þriðja áratugnum og er aðalpersón- an hugsjónamaðurinn Robert Bel- ford, dómari í New York, sem seg- ir upp stöðu sinni til að geta óskipt- ur helgað sig baráttu fyrir þjóð- félagslegum endurbótum. Marmari var sýndur hjá Leik- félagi Reykjavíkur 1950, undir leik- stjóm Gunnars Hansen. Aðalhlut- verkið, Robert Belford, lék Þor- steinn Ö. Stephensen. í þeirri upp- færslu var Qórða þætti verksins sleppt, en Helga Bachmann hefur stytt leikritið til muna í leikgerð sinni og er nú ljórði þáttur með í fyrsta sinn hérlendis. Helgi Skúlason leikur Robert Belford í uppfærslu Þjóðleikhússins nú, en aðrir leikarar eru: Amór Benónýsson, Ámi Tryggvason, Bryndís Petra Bragadóttir, Bryndís Pétursdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Erlingur Gíslason, Gísli Halldórsson, Guð- björg Þorbjamardóttir, Halldór Bjömsson, Helga Vala Helgadóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Pálmi Gests- son, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guð- mundsdóttir, Róbert Amfinnsson, Rúrik Haraldsson, Sigríður Þor- valdsdóttir og Þorgrímur Einars- son. María Ellingsen og Þóra Friðriksdóttir í hlutverkum sinum í Ef ég væri þú. „Ef ég væri þú“ á Litla sviðinu Nýtt verk eftir Þorvarð Helgason EF ég væri þú, nýtt leikverk eft- ir Þorvarð Helgason, verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleik- hússins á morgun, 9. júní. Leik- stjóri er Andrés Sigurvinsson, tónlist samdi Hilmar Örn Hilm- arsson, leikmynd og búninga gerði Guðrún Sigríður Haralds- dóttir og Ásmundur Karlsson hannar lýsingu. Ef ég væri þú eru sögur nokk- urra kvenna, sagðar í þremur sam- tengdum mjmdum í allnýstárlegri uppsetningu. Frá höfundarins hendi var verkið fjórir einþáttingar, en einn þátturinn er í uppfærslu Andr- ésar notaður sem forleikur, milli- kaflar og eftirleikur. Þættimir heita Morgunleikfimi, Mors et vita, Tvítal eftir náttmál og Geirmundur Hrafn Karlsson. Leikarar eru: Þómnn Magnea Magnúsdóttir, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, María Ellingsen, Bríet Héðinsdóttir og Þórdís Amljótsdóttir. Þorvarður Helgason er fæddur í Reykjavík 1930. Hann varð stúdent frá MR 1952, lauk prófí í leikstjóm í Vínarborg 1959 og sama ár í leik- listarfræðum og frönskum bók- menntum frá Háskólanum í Vínar- borg. Árið 1970 varð hann svo dr.phil í leiklistarfræðum frá sama skóla. Hann hefur starfað sem menntaskólakennari í Reykjavík frá 1970, verið leiklistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu og ritdómari hjá Vísi, auk þess sem hann hefur leik- stýrt á vegum Bandalags íslenskra leikfélaga og hjá Grímu, en hann var einn af stofnendum þess leik- félags. Mörg leikrit Þorvarðar hafa verið leikin í útvarpi, auk þess sem óprentuð skáldsaga hans, Glýja, var lesin þar árið 1981. Þetta er í fyrsta sinn sem leikrit eftir Þorvarð er sýnt á sviði. (Ur fréttatilkynningu) Lindarbær: „Anamaðkar“ frá Austur-Þýskalandi AUSTUR-þýski brúðuleikhús- maðurinn, Peter Waschinsky verður með sýningu sína „Ána- maðka“ i Lindarbæ f kvöld á vegum Listahátfðar. Sýningin byggir á sex víetnömskum þjóð- sögum, sem Waschinsky hefur túlkað og tengt saman á sína vfsu. lýsa sýningunni mikið, ég vil að fólk upplifi hana á sinn eigin hátt“. Sýningar á „Ánamöðkum" verða í Lindarbæ f kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Leiðrétting: Að kalla sýningu Waschinskys brúðuleikhús gefur kannski ekki alveg rétta mjmd, því hann notar brúður lítið sem ekkert, leggur áherslu á einfaldleikann og túlkar „persónumar" aðallega með hönd- um, fingrum og eigin líkama. í stuttu spjalli við blaðið var hann spurður hvort ekki væri nær að kalla þetta látbragðsleik. „Jú, að sumu leyti. Ég byijaði í leiklistamámi, með áherslu á lát- bragð, en skipti síðan um og fór í brúðuleikhússdeildina. Eftir §ög- urra ára nám þar langaði mig að skapa eigin stfl og blandaði þá sam- an því sem ég lærði f leiklistinni og brúðuleikhúsinu". „Þessi sýning er orðin eldgömul. Ég samdi þetta meðan á Víetnam- stríðinu stóð, því yfírborðslegur stuðningur austur-þjóðveija við víetnömsku þjóðina, fór í taugamar á mér og ég vildi sýna aðeins und- ir yfirborðið. Sýningin byggir á sex víetnömskum þjóðsögum, sem ég samdi inngang að, þar sem ég læt ormana tákna fyrstu veramar á jörðinni. Annars vil ég helst ekki ABog ljóðlistin í forystugrein Morgunblaðsins í gær, AB og ljóðlistin, er meðal annars fjallað um „Ný skáldskapar- mál“, ljóðaárbók ÁB. í greininni era tvær tilvitnanir í frétt Morgunblaðsins föstudaginn 3. júni sl. (bls. 10) um bókina. Nafn Jóhanns Hjálmarssonar, skálds, sem önnur tilvitnunin er höfð eftir, féll hinsvegar niður. Hann sagði: „Mig langar sérstaklega til að vekja athygli á þýðingunum í bók- inni, því þýðingar era mikilvægur þáttur í þróun Ijóðagerðar. Hér birt- ast þýðingar á ljóðum eftir heims- þekkt skáld, sem sum hver hafa lftið eða ekki verið þýdd á fslenzku áður“. Velvirðingar er beðið á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.