Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Kvóti settur á rækjuvinnsluna REGLUGERÐ um vinnslukvóta á rækjuverksmiðjur hefur verið gef- in út af sjávarútvegsráðuneytinu. Er það í fyrsta sinn, sem svo er gert og með því er ætlunin að hefta fjölgun verksmiðjanna. Kvótinn miðast við vinnslu verksmiðjanna á fjögurra ára tímabili og gilda tvö beztu árin sem viðmiðun. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnenda verksmiðjanna og hyggjast sumir þeirra láta reyna á lögmæti reglu- gerðarinnar. Reglugerðin er byggð á lögum frá árinu 1975 um samræmda vinnslu sjávarafla og veiðar, sem háðar eru sérstökum leyfum og mun hún öðlast gildi þann 30. júní næst- komandi og gildir til ársloka. Samkvæmt þessu er það hámark, sem hverri rækjuvinnslustöð er heimilað að taka til vinnslu, ákvarð- að þannig að tekið er meðaltal tveggja ára á tímabilinu 1984 til 1987, þegar mest af úthafsrækju Akureyri: Leitað að ungu pari LEIT hófst í gærkvöldi að ungu pari frá Akureyri, sem lagði i ferð á hálendið upp af Bárðardal klukkan tiu á sunnudagsmorgun. Unga fólkið hugðist koma aftur á sunnudagskvöld, en er það hafði ekki skilað sér síðdegis í gær var ákveðið að hefja leit og fór flugvél til leitar i gærkvöldi. - Að sögn lögreglunnar á Akureyri viðraði vel til leitar og skyggni var gott. Færð mun vera allgóð á þeim slóðum, sem fólkið ætlaði á, en það var á fjórhjóladrifinni Subaru-bif- reið. Á miðnætti var beðið frétta úr leitarfluginu og hafði björgunar- sveitum verið gert viðvart. var tekið til vinnslu hjá viðkomandi vinnslustöð. Það meðaltal er síðan hækkað upp í næsta heila hundrað tonna. Reynist þannig reiknuð há- marksvinnsluheimild vera innan við 2.000 tonn skal bæta 10% álagi við þá tölu við ákvörðun vinnsluhá- marks, en sé reiknuð heimild innan við 1.000 tonn, skal bæta við 15% álagi. Hámarksheimild hverrar vinnslustöðvar verður þó aldrei minni en 500 tonn. í frétt frá sjávarútvegsráðuneyt- inu um þessa reglugerð segir enn- fremur, að við úthlutun hámarks- vinnsluheimilda sé heimilt að taka tiliit til veiðiheimilda rækjuveiði- skipa, sem eru í eigu sömu aðila og rækjuvinnslustöðvamar. Enn- fremur eru ákvæði þess efnis að hverri rækjuvinnslustöð sé, frá gildistöku reglugerðarinnar og til ársloka 1988, heimilt að taka á móti áð minnsta kosti helmingi þeirrar rækju, sem í hennar hlut komi. Ráðuneytið mun tilkynna hverri rækjuvinnslustöð bréflega hvert hámark úthafsrækju til vinnslu verður á þessu ári. Skýrsla Ríkisendurskoðunar: Söluskattsskil á Umferðarmiðstöð: • • Ortröð sem aldrei fyrr ALDREI hefur verið meiri örtröð á pósthúsinu á Umferðarmiðstöðinni en síðdegis í gær og fram á kvöldið en þá var síðasti dagur söluskatts- skila. Er mest var náði biðröðin á pósthúsinu langt út á götu og útibússtjórinn, Þorsteinn Frið- þjófsson, sagði að færslur hjá þeim hefðu verið yfir 1.000. „Það hefur alltaf verið mikið að gera hjá okkur í kringum þennan dag en ég minnist þessi ekki áður að biðröðin hjá þeim sem voru að skila sölu- skattinum hafí verið lengri en nú,“ sagði Þorsteinn. Biðröðin byijaði að myndast uppúr klukkan fjögur um daginn er önnur pósthús lokuðu og eins og fram kom hjá Þorsteini voru yfír 1.000 aðilar með sölu- skattsskil sín á síðustu stundu. „Við þetta bættist að við erum með mikið af sum- arafleysingafólki og afgreiðslan gekk því hægar en endranær. Þrátt fyrir það tel ég að við höfum stað- ið okkur nokkuð vel í stykkinu og okkur tókst að afgreiða alla sem komu,“ sagði Þorsteinn. Halli á rekstri Ríkisútvarpsins sl. tvö ár um 400 milljónir RÍKISENDURSKOÐUN telur að ekki sé nægileg festa fyrir hendi hjá yfirstjórn sjónvarpsins, að þvi er fram kemur i niðurstöðum skýrslu um stjórnsýsluendurskoðun hjá Rikisútvarpinu. í skýrslunni segir að þessi skortur á festu komi m.a. fram í því að einstakir yfir- menn deilda og yfirstjóm vinni ekki alltaf að sameiginlegum mark- miðum og hafi það orðið til þess að ágreiningsmál hafa ekki verið leyst i tíma. Þá kemur fram í skýrslunni að fjárhagsstaða Rikisút- varpsins sé mjög veik um þessar rnundir, sem sé afleiðing þess að það hafi verið rekið með verulegum halla síðastliðin tvö ár, sem nemi á verðlagi ársins 1988 um 400 milljónum króna. Vegir á hálendinu opnaðir HELSTU hálendisvegir eru þeg- ar opnir stórum bílum og gert er ráð fyrir að um mánaðamótin verði þeir allir færir almennum fóIksbUum. Hjá Vegagerð ríkisins fengust þær upplýsingar að vegir yfír Sprengisand og Kjöl yrðu heflaðir í þessari viku, en þeir hefðu verið opnir jeppum í hálfan mánuð. Fjallabaksleið nyrðri, úr Sigöldu í Skaftártungu, hefði verið opnuð um síðustu helgi og ástand Fjallabaks- leiðar syðri yrði athugað í vikunni. Vegir í Kverkfjöll og Öskju hefðu verið opnir í hálfan mánuð. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um flármál Ríkisútvarpsins segir meðal annars að meginskýringu á bágri rekstrarstöðu megi einkum relq'a til þess að þegar Ríkisútvarpið missti einkaleyfi á útvarpsrekstri á árinu 1986, leiddi það til verulegs samdráttar í auglýsingatekjum hjá stofnuninni. Sú fjárhæð, sem tapast hafí á tveimur síðustu árum miðað við árið 1985, nemi um 326 milljón- um króna á marsverðlagi ársins 1988. „Þá voru afnotagjöld ekki hækkuð á tímabilinu 1. janúar 1986 til 1. júlí 1987, en á þeim tíma varð verðlagshækkun hér á landi um 30%. Á umræddu tímabili var ákveðið að auka dagskrá hljóðvarps og sjónvarps um helming frá því sem áður var,“ segir ennfremur í skýrslu Rikisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun telur að efla beri yfírstjórn fjármála hjá Ríkisút- varpinu frá því sem nú er. í því sambandi er bent á að hagdeild stofnunarinnar, sem á að vera mik- ilvægúr þáttur í yfírstjóm fjármála- deildar, sé nánast óvirk. Innheimtu- deild sinni hlutverki sínu illa, sem leiði til verulegs tekjumissis hjá stofnuninni. Bókhald sé fært eftir óstaðfestum gögnum í mörgum veigamiklum atriðum og sinni bók- haldsdeild ekki sjálfsögðum eftir- litsþáttum svo sem afstemmingum, að því er segir m.a. í skýrslu Ríkis- endurskoðunar. í skýrslunni kemur einnig fram að yfírstjóm Ríkisútvarpsins hafí ekki tekist að halda rekstrargjöld- um innan fjárhagsáætlunar og eða grípa til nauðsynlegra aðhaldsað- gerða til að mæta þeim samdrætti í tekjum, sem stofnunin hafí orðið fyrir tvö síðastliðin ár. Vegna erf- iðrar fjárhagsstöðu hafí stofnunin gripið til þess ráðs að gera svo- nefnda flármögnunar- og kaup- leigusamninga á ámnum 1985 til 1987 að fjárhæð 188 milljónir króna, miðað við marsverðlag árs- ins 1988. Einn af samningum þess- um feli í sér sölu og síðan endur- leigu á tækjabúnaði stofnunarinnar að fjárhæð um 60 milljónir króna. Ríkisútvarpið hafí gert þessa samn- inga með samþykki menntamála- ráðuneytis, en að dómi ríkisendur- skoðunar hafa stofnanir ríkisins ekki heimildir til að leysa fjár- hagsvanda sinn með slíkum hætti. „Greiðslustaða stofnunarinnar er afar slæm“, segir ennfremur í skýrslunni. „Kemur það m.a. fram í að lausaskuldir í mars 1988 voru um 350 milljónir króna, þar af yfír- dráttur á hlaupareikningi 130 millj- ínir króna eða um 30 milljónir um- fram yfírdráttarheimild. Skuld við launadeild var um 176 milljónir króna og Póst og síma um 30 millj- ónir króna." Stórlaxar úr Hvítá KRISTINN Agúst Ingólfsson, 15 ára Keflvíkingur, landaði 24 punda laxi úr Hvítá í Árnessýslu, í landi Langholts, síðastliðinn laugardag. Fleiri stórlaxar feng- ust þennan dag því Eero Lehti, finnskur blaðaútgefandi, fékk 22 punda fisk á sömu slóðiun. Víða í laxveiðiám hefur verið mikil veiði síðustu daga. í Laxá í Kjós veiddust til dæmis frá föstu: degi til sunnudags 170 laxar. í gærmorgun voru um um 370 laxar komnir á land þar. Frá Laxfossi og niður að sjó er mergð af laxi, áin „blá af laxi“ eins og sjónarvottar og veiðimenn segja. Sjá ennfremur bls. 12. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólísson Kristinn Ágúst Ingólfsson með stórlaxinn. Fríkirkjan í Reykjavík: Prestafélagið fundar með safnaðarslj órn STJÓRN Prestafelags íslands mun í dag halda fund með safnaðar- stjórn Fríkirkjunnar vegna brottvikningar sr. Gunnars Björnssonar úr embætti við kirkjuna. Prestafélagsmenn hyggjast reyna að ná sáttum í málinu. „Við sjáum ekki og höfum ekki í höndunum neinar ástæður fyrir brottrekstrinum og vitum ekki hvað fyrir stjóminni vakir," sagði sr. Sig- urður Sigurðarson, formaður Prestafélagsins. „Við erum stéttar- félag sr. Gunnars, enda leitaði hann strax til okkar. Við verðum að fylgja því eftir og segja okkar álit á mál- inu. Helst af öllu viljum við verða til sátta.“ Við messu í Fríkirkjunni á sunnu- dag skrifuðu um 80 safnaðarmeð- limir undir stuðningsyfirlýsingu við sr. Gunnar. Stuðningsmenn hans hafa nú einnig safnað þeim 50 und- irskriftum, sem þarf samkvæmt Fríkirkjulögum til þess að knýja fram safnaðarfund. Þessum undir- skriftum hefur verið komið til safn- aðarstjómarinnar og krefjast stuðn- ingsmenn sr. Gunnars þess að safn- aðarfundur verði haldinn ekki síðar en 3. júlf. Að sögn Þorsteins Eggertssonar, formanns safnaðarstjómarinnar, hefur hún ekki í hyggju að svo stöddu að breyta afstöðu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.