Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 7 Háskólahátíð á laugardag Sigmundur Guðbjarnason: Vaxandi skilningur á starfsemi Háskólans Fjórir menn útnefndir heiðursdoktorar HÁSKÓLI íslands brautskráði á háskólahátíð á laugardag 384 kandídata. Flestir útskrifuðust úr hjúkrunardeild og í raungreinum eða 59 úr hvorri deild. í ávarpi háskólarektors, Sigmundar Guð- bjarnasonar, kom fram að háskólaárið hefði verið árangursríkt og starfsemin vaxandi og að skilningur á starfsemi Háskólans úti í þjóð- félaginu vaxið og jafnframt stuðningur við Háskólann. Þess sér einn- ig merki í auknum rekstarfjárveitingum til Háskólans á þessu ári. Fjórir menn voru útnefndir heiðursdoktorar við Háskólann á laugar- dag, þeir Gunnar Böðvarsson, Leifur Ásgeirsson, Jóhannes Nordal og Jónas Haralz. Byggingaframkvæmdir á vegum Háskólans jukust mjög á yfirstand- andi ári vegna tekna frá Happ- drætti Háskólans. Framkvæmdafé árið 1987 var áætlað 120 milljónir króna, þar af 110 milljónir frá Happdrætti Háskólans. Tekjur af happdrættinu urðu í raun 250 millj- ónir króna og var tekjuaukningin vegna velgengni happaþrennunnar. Að auki skilaði Happdrætti Háskól- ans 60 milljónum króna í bygging- arsjóð rannsóknarstofnunar at- vinnuveganna. Framkvæmdafé 1987 fór í framkvæmdir við bygg- ingu Verkfræðideildar við Suður- götu og til innréttinga á húsi lækna- deildar og tannlæknadeildar. Af framkvæmdafé 1988 fara 30 millj- ónir til viðhalds, 25 milljónir til tækjakaupa og rúmlega 200 millj- ónir til nýbygginga. í sumar hefjast framkvæmdir við síðari áfanga Odda og við byggingu fyrirlestra- og sýningasalar við Háskólabíó. Bygging Tæknigarðs hófst á liðnu hausti og verður fyrsti áfangi hans opnaður í haust. í Tæknigarð- inn flyst Reiknistofnun Háskólans og hluti raunvísindastofnunar. En um fímmtán hundruð fermetra rými verður leigt út til stofnana og fyrir- tækja sem vilja nota sér þá aðstöðu og sérfræðiþekkingu sem aðgengi- leg verður í Tæknigarðinum. Þá minntist háskólarektor á skipulag Háskólasvæðisins og lét í ljós þá ósk að hugað yrði að umferðarmál- um á Háskólalóðunum. í máli hans kom einnig fram að stefnt er að uppbyggingu prófs til meistaranáms í deildum sem ekki hafa boðið upp á slíkt nám og hef- ur Háskólaráð samþykkt breytingar á reglugerð raunvísindadeildar í samræmi við þessa stefnu. Fjórir sæmdir heiðurs- doktorsnafnbót Á Háskólahátíðinni voru fjórir menn sæmdir heiðursdoktorsnafn- bót við Háskólann. Prófessor Am- þór Garðarsson, deildarforseti raunvísindadeildar, lýsti heiðurs- doktorskjöri þeirra prófessors Gunnars Böðvarssons og prófessors Leifs Ásgeirssonar. Prófessor Þórir Einarsson, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar, lýsti heiðurs- doktorskjöri Jónasar Haralz, bankastjóra og Þórólfur Þórlinds- son, deildarforseti félagsvísinda- deildar, lýsti heiðursdoktorskjöri Jóhannesar Nordals, bankastjóra. Jóhannes Nordal lauk doktors- prófí í félagsfræði frá London Scho- ol of Economics 1953 með ritgerð um þjóðfélagsbreytingar á íslandi á 18. öld. Það var fyrsta doktorsrit- gerð íslendings í félagsfræði. Hann hefur alla tíð síðan verið afkasta- mikill rithöfundur í þjóðfélagsvís- indum. Meðal nær 100 prentaðra ritsmíða hans eru ritgerðir um menntun, menningu og hagsögu íslendinga, gildi þjóðfélagsvísinda, ríkisvald og frelsi, bankar og pen- ingamál, orkubúskap íslendinga og stjóm efnahagsmála. Dr. Jóhannes Nordal hefur verið bankastjóri Seðlabanka íslands frá stofnun hans 1961. Auk embættistarfa og ritstarfa hefur hann unnið ýmis störf í þágu Vísindasjóðs um meira en 30 ára skeið. Ekki náðist í Jóhannes Nordal í gær. Gunnar Böðvarsson lauk fyrri- hluta prófí í vélaverkfræði frá TH í Munchen 1936 og verkfræðiprófí í stærðfræði, kraftfræði og skipa- vélfræði frá TH í Berlín 1943. Frá 1955-57 dvaldist hann við Californ- ia Institute of Techology þar sem hann lauk doktorsprófi í jarðeðlis- fræði. Hann réðst til Rafmagnseft- irlits ríkisins 1945 og var ráðinn yfírverkfræðingur Jarðborana ríkis- ins frá 1947. Hann lagði grundvöll að jarðhitarannsóknum á íslandi. 1964 fluttist Gunnar vestur um haf og gerðist prófessor við Oregon af sjónvarpsskjám. State University og gegndi hann því starfí til ársins 1986. Gunnar Böðvarsson er meðal helstu braut- ryðjanda í jarðhitarannsóknum. Hann byggði upp rannsóknastarf- semi við jarðhitaleit, einkum með jarðeðlisfræðilegum aðferðum. Leifur Ásgeirsson varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927 en sigldi sfðan til Þýskalands og lauk þar doktorsprófí í stærð- fræði við Háskólann f Göttingen 1933. Sama ár varð hann skóla- stjóri við Héraðsskólann á Laugum og gegndi hann því starfí til ársins 1943 er hann hóf að kenna stærð- fræði við Háskóla íslands. Leifur vann að stærðfræðirannsóknum í boði New York University og Uni- versity of Califomia í Berkeley árið 1954. Þar skrifaði hann doktorsrit- gerð um hlutafleiðujöfnu. í henni setti hann fram og sannaði fræga meðalgildissetningu sem siðan er við hann kennd. Mestan hluta starfstíma síns var Leifur eini stærðfræðikennarinn við Háskóla íslands í föstu starfi og gegndi hann að auki margvíslegum trúnað- arstörfum fyrir Háskóla íslands. Jónas Haralz var bankastjóri Landsbanka íslands frá 1969 fram á þetta ár og verður á næstunni fulltrúi Norðurlanda í stjóm Al- þjóðabankans í Washington. Eftir hann liggur fyöldi ritgerða um efna- hagsmál, meðal annars um þjóð- hagsbreytingar og þjóðhagsáætlan- ir, hagþróun í Mexíkó, hagvöxt og verðbólgu, ísland í Efnahagsbanda- lagi Evrópu, stóriðju og sjávarút- veg, vanda velferðarríkja, vísinda- steftiu og rannsóknir. Auk ýmissa embættisstarfa var Jónas Haralz formaður Háskólanefndar sem starfaði á árunum 1966-69. „Sönn gleði að sjá Há- skólann taka í vax- andi mæli forystu“ Jónas Haralz talaði af hálfu þeirra fjögurra sem hlutu heiðursdoktors- nafnbót og sagðist þakklátur og auðmjúkur í garð Háskólans fyrir hönd þeirra fjórmenninganna. Þakklátur fyrir að Háskóli Islands kunni að meta störf þeirra og auð- mjúkur frammi fyrir skilningi á því hversp smár skerfur þeirra hljóti að vera. „Við, þessir fjórmenningar, kom- um hver úr sinni áttinni. Höfum sótt menntun okkar til ýmissa landa. Lagt stund á mismunandi fræði og fengist við hin ólíkustu verkefni. Eigi að síður eigum við sitthvað sameiginlegt sem vert er að nefna á þessari stundu. Við höf- um allir borið einlæga virðingu fyr- ir þeim vísindum sem iðkuð eru,“ og í framhaldi af því minntist hann á nauðsyn þess að fræðimenn leiti út fyrir landsteinana til að auka menntun sína. Þá sagði hann að enginn fjórmenninganna hefði hlot- ið grunnmenntun sína hérlendis. „Eigi að síður hefur ísland verið miðdepill í störfum okkar og það í tvennum skilningi. Við höfum trúað því að alþjóðleg vísindi ættu erindi til íslendinga og viljað vera boð- berar þeirra vísinda. En við höfum einnig trúað því að efla beri þau vísindi á íslandi sem erindi eiga til umheimsins og miðla af íslenskri reynslu sem aðra skiptir máli.“ „Það hefur verið okkur sönn gleði að sjá Háskólann eflast og dafna og taka í vaxandi mæli að sér for- ystu í því mikla starfi sem óunnið er í þessu landi. Það er okkur þess vegna sérstök ánægja að taka við viðurkenningu einmitt frá Háskóla íslands. Við fögnum því að mega verða samferða þeim fjölmenna og glæsilega hópi kandídata sem Há- skólinn sendir frá sér á þessum Gunnar Böðvarsson Jónas Haralz degi og þökkum fyrir þann heiður sem okkur hefur verið sýndur." „Skiptir meira máli að geta lagt sitt af mörkum“ Leifur Ásgeirsson var sæmdur heið- ursdoktorsnafnbót við Háskóla ís- lands fyrir langt og farsælt starf og framlag hans til stærðfræðirann- sókna. Doktorsritgerð hans um „ hlutafleiðuj öfnu “ hefur verið sá grunnur sem stærðfræðirannsóknir eiga mikið undir. Nú eru fímmtán ár síðan Leifur hætti kennslu. „Þetta skiptir ekki miklu máli fyrir mig,“ sagði Leifur þegar blaðamaður óskaði honum til ham- ingju með heiðursdoktorsnafnbót- ina. „Það skiptir meira máli að kennslan gangi skammlaust. Hitt sem ég hef fengist við, grúskið, er nú þar fyrir utan,“ sagði Leifur. Leifur lærði undir doktorspróf í stærðfræði f Göttingen í Þýskalandi og fór fyrst þangað árið 1933. Hann var spurður hvers vegna Gött- ingen hefði orðið fyrir valinu. „Göttingen hafði í langa tíð verið í ffemstu röð í stærðfræðivísindum. Þar tíðkaðist að stærðfræðingar sem ætluðu að taka doktorspróf urðu að taka tvær aukagreinar og Jóhannes Nordal þijár ef þeir ætluðu í kennslu. Þeir tóku þá gjaman eðlisfræði með. Ég tók eðlisefnafræði með stærð- fræðinámi mínu,“ sagði Leifur. Leifur vann að stærðfræðirann- sóknum og flutti erindi í boði New York University og University of Califomia í Berkeley árið 1954. Hann var spurður hvaða rannsóknir hann hefði fengist við í Banda- ríkjunum? „íslenskan er nú ekki svo vel stæð með orð. Um daginn nefndi einhver hlutafleiðujöfnu um helsta viðfangsefni mitt. Það orð þykir mér ekki nógu gott. Það fylgir þess- ari grein mikið orðasafn sem erfítt er að þýða. Og þegar ekki fékkst nógu gott orð lét ég mig hafa það að sletta með þeirri afsökun það væri gert af neyð. Því mér hefur þótt vænt um ef notuð er sæmileg íslenska bæði í þessari grein sem öðrum," sagði Leifur Ásgeirsson. „Þettaer rétttil að krýna ævistarfið“ Einn heiðursdoktoranna, Gunnar Böðvarsson, er búsettur í Oregon í Bandaríkjunum og gat ekki verið viðstaddur hátíðina í Háskólabíói á laugardag. Morgunblaðið ræddi við hann á heimili hans í Oregon í gær. „Þetta er mér mikill heiður en þetta hefur kannski ekki hagnýtt gildi fyrir mig. Ég er orðinn það gamall. Þetta er rétt til að kiýna ævistarfíð. Ég er orðinn eftirlauna- prófessor við Oregon State Univers- ity en ég kem þangað orðið sjald- an,“ sagði Gunnar. Hann var síðan spurður hvað væri honum minnis- stæðast á starfsferlinum? „Jarðhitarannsóknimar sem ég vann við á íslandi og sem síðan hafa verið grunnur míns starfsferils em mér minnisstæðastar. Einnig hér fyrir vestan. Ég hef notað þenn- an grunn til að koma ár rninni fyr- ir borð hér. Það má því segja að jarðhitarannsóknimar séu mér einnig mikilvægastar. Það gerir þennan heiður enn ánægjulegri að það er verk mitt heima á Islandi sem ávinnur mér þessa virðingu. Mér fínnst það mjög viðeigandi að þess skuli minnst einmitt á ís- landi," sagði Gunnar Böðvarsson. Hann vildi að lokum koma fram þökkum til samstarfsmanna á ís- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.