Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 12
sri2 8861 ÍWUl .8S HUOAaULQIÍM .GIQ/UaVíUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Frá afhendingu styrks Norræna krabbameinssambandsins, talið frá vinstri: Gunnlaugur Snædal prófess- or, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags íslands, Helga M. Ögmundsdóttir læknir, sem hlaut styrk- inn, og Almar Grímsson apótekari, nýkjörinn formaður Krabbameinsfélagsins. Norræna Krabbameinssambandið: Islensk kona hlaut ferða- styrk vegna vísindastarfa HELGA M. Ogmundsdóttir Iækn- ir hlaut Norræna ferðastyrkinn, sem veittur var á ársþingi Norr- æna krabbameinssambandsins í Reykjavík í byijun mánaðarins. Helga er forstöðumaður Rann- sóknarstofu í sameinda- og frum- ulíffræði. Styrkurinn er veittur árlega efnilegum vísindamanni frá því landi þar sem þingið er haldið. Upphæð styrksins er 20 þúsund sænskar krónur, eða um 145 þúsund íslenskar krónur og er ætlaður til að viðkomandi vísindamaður geti kynnt sér nýj- ungar á sínu sviði í öðrum lönd- um. Krabbameinsfélag íslands rekur Rannsóknarstofu í sameinda- og frumulíffræði. Rannsóknarstofan tók formlega til starfa í vor. Mark- miðið með stofnun rannsóknarstof- unnar er að nýta tiltækan efnivið og aðstæður hjá Krabbameinsfélag- inu til rannsókna sem stefna að því að auka þekkingu og skilning á eðli krabbameins. Unnið er nú að tveimur verkefnum á rannsóknar- stofunni. Annað er rannsókn á virkni svokallaðra drápsfruma í ill- kynja sjúkdómum, hitt verkefnið eru rannsóknir á eðli bijóstakrabba- meins. Það verkefni beinist annars vegar að rannsóknum á afbrigðum í frumustarfsemi og frumusam- skiptum og hins vegar að erfðaþátt- um. í þessu rannsóknarverkefni og raunar að nokkru leyti hinu fyrra er ein meginspumingin sú, hvort komast megi að því hvers vegna sumu fólki virðist hættara við að fá krabbamein en öðru. Aukinn skilningur á þessu sviði ætti að geta leitt til markvissara forvamar- starfs. Úr fréttatilkynningu Morgunblaðið/Ól.K.M. Kristjana Milla Thorsteinsson ávarpar ITC-félaga á Arnarhóli á laugardag áður en blöðrum var sleppt í tilefni af 50 ára afmæli Alþjóðasamtakanna. Blöðrum sleppt á Arnar- hóli á 50 ára afmæli ITC Á annað hundrað konur söfn- uðust saman á Arnarhóli sl. laug- ardag, 25. júní, til að minnast 50 ára afmælis Alþjóðasamtaka ITC. Kristjana Milla Thorsteins- son, forseti Landssamtaka ITC á Islandi flutti ávarp og sagði hún frá því að konur víða um veröld minntust afmælisins á sama máta, þ.e. slepptu blöðrum til að minna á markmið samtakanna. Frá Amarhóli „fuku“ nokkur hundruð bláar og gylltar blöðrur upp í loftið og minntu á liti ITC, þar sem blátt er litur staðfestu og gyllt litur manngildis. í frétt frá ITC segir að Alþjóða- samtök ITC, áður Málfreyjur, séu ein fjölmennustu félagasamtök heims, sem eingöngu starfi á fræði- legum grundvelli og án gróðasjón- armiða. Innan þeirra er fólk frá 25 löndum. ITC á íslandi starfar í mörgum deildum um allt Iand. Deildarfundir eru haldnir tvisvar í mánuði yfir vetrartímann. Há- marksfjöldi í hverri deild er 30, svo að hver og einn njóti þjálfunarinnar sem best og sé virkur þátttakandi. Eru þeir að fá 'ann ■ Mokstur í Kjósinni „Ain er blá af laxi, frá Lax- fossi og niður í Hökla, ótrúlegt magn og mokveiði. Það veiddust um 170 laxar frá föstudegi til sunnudags. Sem dæmi má nefna, að Skúli Jóhannesson og Ólafur H. Ólafsson drógu 14 laxa í beit í Höklunum á laugardaginn og þeir Þórarinn Sigþórsson og Bolli Kristinsson fengu svo 31 lax á eina stöng á sunnudaginn. Sjálf- ur var ég á heimleið um kvöld- matarbilið á laugardaginn, stoppaði á brúnni, sá þar undir eina 50 laxa, setti saman og dró þijá í beit af brúnni áður en ég varð að drífa mig í bæinn. Það fá allir lax, vanir sem óvanir, og þetta minnir mjög á gamlar sög- ur. Bændur hér um slóðir sem þekkja Laxá eins og fingurna á sér segjast ekki muna eftir öðru eins, sérstaklega þegar mið er tekið af því að enn er ekki kom- ið fram í júlí,“ sagði Árni Bald- ursson, einn leigutaka Laxár í Kjós, í samtali um helgina. Alls voru þá komnir 350 laxar á land og að sögn Guðveigar Elísdóttur í veiðihúsinu við Laxá í gærmorgun virtist ekkert lát vera á mokveiðinni, en þá höfðu 20 laxar veiðst fyrir klukkan tíu. Einn 20 punda lax hefur þegar veiðst og um helgina veiddist svo 18 punda fiskur, annars er laxinn blandaður að stærð, algengastir eru þó 5 til 6 punda og svo aftur 8 til 14 punda. Megnið af veið- inni er frá Laxfossi og niður úr, en eitthvað af laxi hefur þó dreift sér um allt og veiðist allt- af eitthvað á efri svæðum í bland. Norðurá líka góð Veiðin á aðalveiðisvæði Norð- urár var komin í um 350 laxa í gær, hópur sem var að ljúka veiðum á hádegi í gær var með um 60 laxa, en hópurinn þar á undan var með tæpa 100 fiska. Auk þessa hefur einhver veiði verið í Munaðamesi og í Stekkn- um, t.d. veiddust þar 14 fiskar einn daginn. Áin hefur verið vatnsmikil og lituð á stundum, en hreinsað sig vel á milli og verið hin líflegasta. Síðustu daga hefur talsvert hvassviðri hins vegar haldið aftur af veiðigörp- um. Þverá/Kjarrá gruggug Veiði hefur gengið illa í Þverá og Kjarrá upp á síðkastið og veldur því fyrst og fremst að áin hefur lengst af verið afar skoluð, einkum efri hlutinn, Kjarráin. Þannig er mál með vexti, að Þverá á upptök allt fram á Arn- arvatnsheiði, í grunnum vötnum, sem þola ekki að það blási eða rigni mikið án þess að allt grugg- ist upp. Síðasta holl á Fjallinu veiddi aðeins 7 laxa, en í Þverá kom á sama tíma upp 21 lax. Óli Ólsen, kokkur á Helgavatni við Þverá, sagði í gærmorgun, að 120 laxar væru komnir af neðra svæðinu, en 190 úr Kjarr- ánni, alls 310 fiskar. Stærsti lax- inn veiddist snemma í þessum mánuði, hann vó 20 pund. Óli hafði eftir veiðimönnum, að mik- ill lax væri kominn í ána þrátt fyrir aflatregðuna, áin væri hins vegar ill viðureignar sökum litar og vatnsmagns. Úr ýmsum áttum Friðrik D. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri SVFR, sagði í gær, að 8 laxar hefðu veiðst í opnun Gljúfurár í Borgarfirði og er það sannarlega sú líflegasta Lax þreyttur í Langadrætti í Kjarrá í Borgarfirði fyrr í þess- um mánuði, áður en áin skolað- ist, en síðan hefur hún verið illveiðandi. byijun þar í áraraðir, en á þessi hefur verið í slæmri lægð síðustu ár. Hún er hins vegar með fal- legri laxveiðiám landsins og því gleðiefni ef laxastofn hennar nær sér aftur á strik. Veiðin hófst í Leirvogsá 25. júní og veiddust 5 laxar fyrsta daginn og aðrir 5 fiskar daginn eftir. Sáu menn merkilega mikið af laxi miðað við að Leirvogsá hefur löngum verið síðsumarsá. Elliðaámar höfðu gefið um 220 laxa á hádegi í gær og er óhemja af laxi á neðstu svæðum árinnar. Mesta veiðin er frá Sjáv- arfossi og niður úr, en laxinn hefur enn ekki dreift sér sem skyldi, hafði t.d. ekki síðast er fréttist veiðst ofar en á Hraun- inu. Laxinn er yfirleitt smár og meira að segja borið aðeins á eins punds tittum. Tveir laxar veiddust fyrsta daginn í Brynjudalsá og er það gott á þeim bæ. Sáu menn bara þó nokkuð af fiski. Góð bjujun í Svartá „Veiðitíminn í Svartá var færður fram um nokkra daga, til 25. júní, líklega mest af bjart- sýni. Nema hvað við veiddum fimm laxa á laugardag og sunnu- dag og er það virkilega góð byij- un. Þetta er á sem hér áður gaf árum saman nánast enga veiði fyrr en nokkuð var liðið á júlí,“ sagði Grettir Gunnlaugsson, formaður árnefndar SVFR fyrir Svartá, í samtali í gærmorgun. Grettir sagði að fjórir þessara laxa hefðu veiðst í ármótunum, en lítið hefði sést af fiski fram í sjálfri ánni. Sá fimmti veiddist í Brúnarhyl, ofarlega í ánni. í fyrra veiddust 17 Iaxar í opnun Svartár, sem þá var 1. júlí. Allt voru þetta stórir laxar, 11, 13, 16 og 17 pund. - ee
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.