Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 t Ástkæri faöir okkar, afi og langafi, STEINGRÍMUR ÞORSTEINSSON, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 25. júní. Jarðarförin veröur auglýst síöar. Ingibjörg Birna Steingrfmsdóttir, Helga Fanný Oisen, Amelfa Svava Graves, Svava Marfa Jónsdóttir. t Systir okkar, LIUA BENDIXEN, fædd BJARNADÓTTIR, Askevæget 9, Vejle, Danmörku, lést 20. þ.m. Jaröarförin hefur farið fram. Fyrir hönd aöstandenda, Lára Bjarnadóttir, Elfnborg Bjarnadóttir. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, AÐALSTEINN GUNNARSSON frá Fossvöllum, sem lést 21. þ.m., verður jarösunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 28. júní kl. 13.30. Valgerður Stefánsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir, Gunnar Karlsson, Gunnar Aðalsteinsson, Sif Gunnarsdóttir, Sigþrúður Gunnarsdóttir. t Maðurinn minn og faðir okkar, JÓN JAKOB JÓNSSON, Hjaltabakka 26, Reykjavfk, er lést 17. júnf sl. veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 29. júní kl. 15.00. Málmfrfður Geirsdóttir Anna Guðný Jónsdóttir, Freydfs Huld Jónsdóttir, Elfn Hildur Jónsdóttir. Leiðist þér rigningin? Næstu brottfarir til Spánar eru 29. júní og 6. júlí. Á Costa del Sol er brakandi þurrkur, 25° hiti og glampandi sól. Ekkert 17. júní veður þar . . . ÚTSÝN Ferðaskrifstofan Utsýn hf Álfabakka 16. 109 Reykjavik. simi 91-603060 Auslurstræli 17. 101 Reykjavík, slmi 91-26611 Minning’: Aðalsteinn Gunnars son frá Fossvöllum Fæddur 20. október 1909 Dáinn 21. júní 1988 Móðurbróðir minn, Aðalsteinn Gunnarsson frá Fossvöllum, lést í Landakotsspítala 21. júní síðastlið- inn. Aðalsteinn var fæddur í Húsavík við Borgarfjörð eystri, 20. október árið 1909, áttunda bam hjónanna Ragnheiðar Stefánsdóttur frá Teigaseli og Gunnars Jónssonar frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði. Þau Ragnheiður og Gunnar bjuggu á ýmsum stöðum austanlands, en lengst á Fossvöllum í Jökulsárhlíð og kenndi fjölskyldan sig jafnan við þann bæ. Þeim hjónum varð fjórtán bama auðið og komust 13 upp. Nú em látin Ragnar, bóndi á Fossvöll- um, Guðný, síðast húsfreyja í Reykjavík, Karl, bóndi í Hofteigi, Hermann, er var prestur á Skútu- stöðum og Aðalsteinn, sem hér er kvaddur. Eftirlifandi em Jónína, er var húsfreyja og ljósmóðir í Bakka- gerði, Jökulsárhlíð, Stefán, áður bóndi á Gmnd og vfðar, nú á Sel- fossi, Þórdís, áður húsfreyja í Þing- nesi, nú í Hafnarfirði, Helgi, áður bóndi á Gmnd, nú á Borgarspítalan- um, Þorvaldína, húsfreyja í Hafnar- firði, Bergþóra, húsfreyja í Reykjavík, Baldur, búsettur í Reykjavík og Sigrún, húsfreyja á Akureyri. Ein stúlka lést í frum- bemsku. Aðalsteinn var níu ára gamall er fjölskyldan fluttist að Fossvöll- um, og ólst þar upp í stómm systk- inahópi. Segja mátti að Fossvallaheimilið „lægi um þjóðbraut þvera“. Þar var mikill gestagangur. Þar var símstöð- og áningarstaður ferðamanna og þar þótti sjálfsagt að veita gestum hinn besta beina. Ragnheiður var bömum sínum góð móðir og þótti fyrirmyndarhúsfreyja og Gunnar var um sitt hvað á undan sinni samtíð, hélt meðal annars þjóð- málafundi á heimili sínu og sam- komur, m.a. til þess að safna fé til orgelkaupa fyrir sóknarkirkju sína, svo að nokkuð sé nefnt. Systkinin ólust upp við öll algeng sveitastörf, vöndust iðni og trú- mennsku, og einnig var lögð áhersla á að afla þeim menntunar eftir föngum, þótt ekki væri auður til skipta handa svo stómm hópi. Heimiliskennarar vom hafðir bæði í Húsavík og á Fossvöllum og má þar m.a. til nefna Sigfús Sigfússon, þjóðsagnaritara. Veturinn 1928—1929 stundaði Aðalsteinn nám við Alþýðuskólann á Eiðum og minntist þess tíma ein- att með gleði og ánægju. Hugur hans stóð til frekara náms og As- mundur Guðmundsson, síðar bisk- up, sem þá var skólastjóri á Eiðum, var þess hvetjandi. Þess var þó ekki kostur sökum ytri aðstæðna. Aðalsteinn var bóndi á Fossvöll- um í félagsbúskap við Ragnar bróð- ur sinn á ámnum 1933—1935. Sfðan var hann við sveitastörf á Svalbarðsströnd og víðar og árið 1939—1940 var hann ársmaður í Þingnesi í Borgarfirði hjá foreldmm mínum, Þórdísi, systur sinni og Sveinbimi Bjömssyni, manni henn- ar. Þann vetur sótti hann bænda- námskeið við Hvanneyrarskóla og hafði af gagn og ánægju. Ekki man ég eftir Aðalsteini þetta ár, en þeim mun meira heyrði ég síðar sagt af vem hans heima og allt var það á einn veg. Foreldr- ar mínir minntust hans sem skemmtilegs heimilismanns, ágæts verkamanns og einstaks snyrti- mennis. Móðir minni var hann elskulegur á allan hátt, lék við mig, bamið á bænum, og faðir minn og hann áttu margt sameiginlegt, báð- ir dæmigerðir sveitamenn í þess orðs bestu merkingu. Þeir vom báðir fjárglöggir og höfðu ómælda ánægju af sauðfé og hrossum en litu á nautpening sem illa nauðsyn. Þeim þótti hrósyrði að vera góður sláttumaður og sögðu sögur af röskum heybandsmönnum og glöggum og ratvísum smalamönn- um. Þeir skildu söguna um góða hirðinn til hlítar. Bjöm bróðir minn og Aðalsteinn unnu saman að hey- skap um sumarið, riðu út saman og sóttu þær samkomur er ungt fólk átti kost á í Borgarfirði á þess- um tíma. Var jafnan hlýtt með þeim sfðan. Frá Þingnesi fluttist Aðalsteinn norður að Krossum á Árskógs- strönd og hóf þar búskap í tvíbýli við Guðnýju systur sína og mann hennar, Jóhann Ólafsson, er þar bjuggu. Þar gekk hann 27. nóvember árið 1941 að eiga heitkonu sína, Valgerði Stefánsdóttur, Tómasson- ar bónda og konu hans, Oktavíu Ólafsdóttur. Árið 1942 hófu þau síðan búskap í Rauðuvík, en er eig- endur þurftu sjálfir á þeirri jörð að halda var sveitabúskap þeirra lokið, þótt þeim væri það báðum þvert um geð. Þau fluttust þá til Akureyrar, þar sem Aðalsteinn vann verkamanna- vinnu, lengst af hjá Vélsmiðjunni Sindra, en einnig vann hann um tíma við byggingu Laxárvirkjunar. Þess tíma minntist hann með mik- illi gleði, útiveru, náttúrufegurðar og urvals vinnufélaga. Árið 1952 var atvinnuleysi orðið alvarlegt á Akureyri. Þá fór Aðal- steinn suður og hóf vinnu á Kefla- víkurflugvelli og ári síðar fluttist fjölskyldan búferlum til Reykjavík- ur og átti þar heimili síðan. Sfðustu 20 ár starfsævi sinnar vann Aðal- steinn hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Þau hjónin keyptu sér kjallara- íbúð á Hraunteigi 20 er til Reykjavíkur kom. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en þá nýttist listfengt handbragð þeirra beggja. Þau endumýjuðu með eigin hendi að heita má hvem hlut þar inni, viðarklæddu, máluðu fagurlega og hannyrðir húsfreyj- unnar prýddu umhverfíð. Þama ólust upp bömin þeirra tvö, Silja, fædd 3. október 1943, bókmenntafræðingur, og Gunnar, fæddur 1. júlí 1958, pípulagninga- maður. Eiginmaður Silju er Gunnar Karlsson, sagnfræðingur, og dætur þeirra em Sif háskólanemi og Sig- þrúður menntaskólanemi. Á Hraunteignum lágu leiðir okk- ar aftur saman og með okkur tókst hin ágætasta vinátta og frænd- semi, sem entist uns yfír lauk. Meðan þau hjónin héldu heilsu var þeim mikið yndi að bjóða heim gest- um og hafa gleði í kringum sig. Valgerður er frábær matreiðslu- kona og söngelsk og var ógleyman- legt að njóta gestrisni þeirra og viðmóts alls. Aðalsteinn hafði góða frásagn- argáfu og með honum mátti ferðast í huganum um austfirskt bænda- félag á öndverðri öldinni eins og maður hefði þar sjálfur verið. Kappsmál var honum að böm hans mættu njóta alls þess sem hann fór á mis, enda eru þau honum verðug- ir afkomendur. Síðustu árin vom Aðalsteini frænda mínum erfíð. Hann var þrot- inn að heilsu og kröftum og fann mjög til vanmáttar síns. Eflaust hefur honum þá oft verið hugsað til ýmislegs þess er hann hefði frek- ar kosið á annan veg en raun varð á. Þau hjónin bjuggu síðast í Seljahlíð við gott atlæti. Sé litið yfir æviferil frænda míns er vegferð hans líf hins dæmigerða alþýðumanns, eins þeirra „Bjarts í Sumarhúsum", sem börðust tíðum við ofurefli. En þess skal minnst að hann átti líka .jurtir í sinni krús", jurtir sem hann elskaði og ræktaði með sóma. Ég kveð hann með þakklæti fyr- ir öll okkar kynni og mér er hlýtt um hjartarætur er ég minnist hans. Ástvinum hans sendi ég samúð- arkveðjur. Ragnheiður Sveinbjömsdóttir Ætli við hugsum oft út í það að nútíma ísland, borg þess og bæir, skip, vegir og brýr, er að miklu leyti byggt af mönnum sem hurfu úr ofsetnum sveitum landsins í kringum miðja öldina og tóku upp launavinnu í þéttbýli? Þessir harð- duglegu karlar, sem vissu að þeir gátu alltaf fundið út hvemig ætti að vinna verk, hvort sem þeir höfðu lært til þess eða ekki, þeir bjuggu mest af þessu til fyrir okkur og hafa ekki alltaf fengið miklar þakk- ir fyrir. Því minni ég á þetta í dag að nú verður borinn til moldar einn af þessum brautryðjendum nútím- ans á íslandi, Aðalsteinn Gunnars- son frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð. Aðalsteinn var í eðli sínu maður tvennra tíma. Hann varðveitti heil- mikið af sveitamanninum í sér og las Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness MATREIÐSLUBÆKURNAR fnb IniVERUNA Hver bók er 140 bls., skreytt 150 litmyndum, prentuðum á úrvals myndapappír. Verðiö er ótrúlega lágt, aðeins kr. 1150.* hver bók^ sími: 75444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.