Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 45 Birting afmælis- og minningargreina Morgnnblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Dagbjört Björns- dóttir - Minning Fædd 24. júlí 1908 Dáin 19. júní 1988 Að kvöldi sunnudagsins 19. júní sl. lést á Sólvangi frú Dagbjört Bjömsdóttir, eftir langa sjúkdóms- legu. Útför Dagbjartar var gerð í kyrrþey föstudaginn 24. júní sl. frá Hafnarfirði. Prestur var séra Gunn- þór Ingason, þjóðkirkjuprestur í Hafnarfirði. Dagbjört hafði dvalið tæp 10 ár á Sólvangi. Em aðstandendur henn- ar starfsfólki stofnunarinnar sér- staklega þakklátir fyrir einstaklega góða aðhlynningu og umönnun hennar. Dagbjört fæddist 24. júlí 1908 í Hafnarfirði og bjó hún þar allan aldur sinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Helgason, skipstjóri í Hafnarfirði, og kona hans, Ragn- hildur Egilsdóttir. Bjöm var fæddur á Glammastöðum í Saurbæjarsókn í Borgarfirði, sonur hjónanna Helga Hanssonar bónda, Jónssonar að Múlakoti í Lundarreykjadal og konu hans, Helgu Jónsdóttur. Móðir Bjöms hét Eygerður Bjömsdóttir, Þorvaldssonar bónda á Draghálsi í Saurbæjarsókn og konu hans, Rósu Jónsdóttur. Ragnhildur móðir Dag- bjartar var dóttir Egils Gunnlaugs- sonar, pósts í Árbæ í Reykjavík, Guðmundssonar bónda í Hólmi við Reykjavík og konu hans, Hallberu Jónsdóttur. Móðir Ragnhildar hét Dagbjört Sveinsdóttir, Ólafssonar bónda að Neðri-Lág á Snæfellsnesi og konu hans, Margrétar Árnadótt- ur. Systkini Bjöms Helgasonar vom Rósa, sem var móðir Jósefs, föður Guðmundar heitins Ragnars, prent- smiðjustjóra í Hafnarfírði; Anna, móðir Valdimars heitins Þórðarson- ar kaupmanns í Reykjavík og Helgi, sem var trésmiður í Reykjavík. Systkini Ragnhildar Egilsdóttur vom Magnea (hálfsystir), móðir Egils heitins Vilhjálmssonar, bíla- sala í Reykjavík; Margrét, Salvör, Pétur og Ásgeir, Systkini Dagbjartar vom Sól- veig, sem gift var Ásgeiri heitnum G. Stefánssyni, framkvæmdastjóra, Viggó, bryti, sem er látinn og var kvæntur þýskættaðri konu, Maríu Bjömsson, Gyða, sem var gift Ólafi heitnum Elíssyni, framkvæmda- stjóra, Eygerður, sem var gift Páli heitnum Sæmundssyni, stórkaup- manni, og Adolf, bankafulltrúi í Útvegsbankanum. Skólaganga Dagbjartar var í barnaskóla í Hafnarfírði og Flens- borgarskólanum. Hárgreiðslu lærði Dagbjört og rak hárgreiðslustofu þar til hún giftist Tryggva heitnum Stefánssyni, byggingameistara í Hafnarfirði, syni hjónanna Stefán, Sigurðssonar, trésmiðs og Solveigar Gunnlaugsdóttur. Systkini Ttyggva vom Sigurður, trésmiður, Ásgeir, framkvæmdastjóri, Gunnlaugur, kaupmaður, Ingibjörg, húsmóðir, Friðfínnur, múrarameistari og bóndi, Ingólfur, múrarameistari og Valgerður, sem lést barn að aldri. Öll bjuggu þau systkinin í Hafnar- firði. Þau em öll látin nema Ingólf- ur, sem er á 86. aldursári. Þegar Dagbjört giftist hætti hún rekstri hárgreiðslustofunnar. Tryggvi var atorkumaður til allrar vinnu, mjög nákvæmur í öllum hlutum. Dag- björt bjó eiginmanni sínum mjög fagurt heimili og var hún orðlögð fyrir snyrtimennsku. Tryggvi lést árið 1981 eftir langt og farsælt starf. Þau hjónin Dagbjört og Tryggvi áttu einn kjörson, Þórhall Tryggva, rafeindavirkja. Við tímamót sem þessi lítur mað- ur gjarnan til baka og rifjar upp liðna atburði. Eg hafði mikið og gott samband við þau hjónin bæði og minnist þeirra með þakklæti og virðingu. Þetta var einstaklega gott fólk sem allir sem til þeirra þekktu minnast með hlýhug. Þau vom allt- af reiðubúin að leggja sitt af mörk- um og skildu meira eftir sig en þau þáðu frá öðmm. Þegar Egill Gunnlaugsson, póst- ur, afi Dagbjartar, lést árið 1914, orti Jón Þórðarson, Fljótshlíðar- skáld, minningarljóð um hann. Minning: Sigurður S. Gísla son — hótelsijóri Mér fínnst það vera vel við hæfí að enda þessa minningargrein með fyrsta versi ljóðsins sem er þannig: „Nú heim ertu farinn, minn fomvinur kæri, ■ og fallinn í væran og draumlausan blund. Svo loforð ég endi, þér látnum ég færi nú ljóð þetta einmitt á skilnaðarstund. Ég hugsa og vona við hittumst þó bráðum eins hressir í anda og oft vorum fyrr; en það fer nú allt eftir alfóður ráðum að ódáins bústað nær Ijúkast mér dyr.“ Hvíli .í friði frænka mín sæl. Hrafnkell Ásgeirsson Fæddur 31. ágúst 1920 Dáinn 12. júní 1988 Mig langar að minnast fáeinum orðum vinar míns Sigurður Svavars Gíslasonar. Kynni okkar hófust 1981 er ég gerðist starfsmaður Hótels borgar. Það vakti strax athygli mína hve glæsilegur maður Sigurður var og með sinni ljúfmannlegu framkomu ávann hann sér vináttu og virðingu þeirra er kynntust honum. Sigurður hafði þá hæfíleika til að bera sem þörf er á til að vera í forsvari fyrir veisluhöldum enda voru þær ófáar veislumar sem hann sá um fyrir hönd hins opinbera til heiðurs erlendum og innlendum gestum. Við sem kynntumst Sigurði vit- um að án hans verður Hótel Borg ekki söm og áður nú þegar hann hefur verið kallaður til æðri starfa. Ég þakka Sigurði samfylgdina. Ég votta eftirlifandi sambýlis- kona hans Ólöfu Runólfsdóttur svo og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Deyr fé, deyja frændr deyr sjalfr it sama. En orðstírr deyr aldregi hveims sér góðan getr. (Hávamál) Auður Margrét Sigurðardóttir ALLT INNIFALIÐ! VERÐ MEÐ: Sjálfskiptingu • Aflslýri Aflhemlum • Framhjóladrifi Liiuðu gleri • FM-stcríó útvarpi með stöðvaminni og 4 hátölurum • Lúxus pluss innrétlingu, ofl. ofl. Aries er búinn 4 cyl, 2.2. 1, 101 ha vél, með bensínnotkun 10-12 lítra á 100 km að jafnaði. Dodge Aries LE, 2 dyra Dodge Aries LE, 4 dyra Dodge Aries Station Wagon Kr. 769.700,- Kr. 797.300,- Kr. 847.400,- GREIÐSLUKJÖR: AUt niður í 25% útborgun og afganginn má greiða á allt að 2% ári. OPIÐ 9 - 6 VIRKA DAGA OG 1 - 5 LAUGARDAGA JOFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 SÍMI42600 IOFUR - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.