Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 lœv 1 n ^4h: li t f L111 i iill íiii-ij 0D Q li illrillLUlUikJ DD Q •p2H h iíllilliiilllihil 0D Q f'". IJX ■ Hliðin sem aldrei var sýnd. Ráðhúsið séð frá Vonarstræti. Af hverj u kærum við? Enn um ráðríkishúsið eftirlnga Gunnar Jóhannsson Það er svo sem ekki með neitt óskaplega glöðu geði sem ég tek mér penna í hönd og skrifa þessa grein, en mér fínnst þó einhverra hluta vegna nauðsynlegt að reyna að gefa almenningi ofurlitla innsýn í það hvers vegna íbúar við Tjam- argötu hafa séð ástæðu til að kæra byggingarleyfí ráðhúss til félags- málaráðherra. Kæran á byggingarleyfið Þegar þetta er skrifað hefur fé- lagsmálaráðherra, frú Jóhanna Sig- urðardóttir, ekki enn afgreitt kæru okkar íbúanna vegna byggingar- leyfís ráðhússins við Tjömina. Með- an úrskurðar er beðið er vel við hæfí að gera í stuttu máli grein fyrir helstu atriðum þeirrar kæm. í fyrsta lagi er vísað til 9. grein- ar skipulagslaga, þar sem segir að byggingarframkvæmdir skuli vera í samræmi við staðfest aðalskipulag og samþykkt deildarskipulag, sbr. 4. grein 1. málsgr. sömu laga. Nu skulum við athuga hvort fyrirhugað ráðhús stenst þessar kröfur. Félagsmálaráðherra staðfesti hinn 22.2. 1988 á deiliskipulagi Kvosarinnar ráðhús upp á 3 hæð- ir, 4.600 fermetra og 19.000 rúm- metra, með bílageymslu á þremur hæðum með 332 bílastæðum. Þar sem hvorki lóðarstærð, hæð hússins í metmm né nýtingarhlutfall var tiltekið, hlýtur nýtingarhlutfall í gildandi aðalskipulagi fyrir þennan reit að liggja til gmndvallar, en það er 0,5. Hús það, sem byggingarnefnd Reykjavíkur gaf byggingarleyfi fyrir hinn 28. apríl sl. er upp á 4 hæðir, með svo ríflegri lofthæð að það skyggir á glugga 5. hæðar Tjamargötu 10 (34% hærra en skv. samþ. skipulagi sé miðað við bygg- ingarreglugerð nr. 292/1979 gr. 5.8.2), er orðið 5.356 fermetrar (stækkun um 16,4%) og 24.279 rúmmetrar (28% stærra en skv. samþykktu skipulagi). Nýtingar- hlutfall þess húss er a.m.k. 1,6 sem er meira en þreföldun frá gildandi aðalskipulagi. Bílastæðin em hér aðeins 130, og hefur þeim fækkað hvorki meira né minna en um 61%. Dæmi nú hver fyrir sig eftir sam- anburð á ofangreindum tölum. Ef lög em í landinu og ef þau þýða yfírhöfuð það sem þau segja, ef íslenska er íslendingum skiljanlegt tungumál og ef svart er ekki hvítt, þá liggur hér gjörsamlega í augum uppi að byggingarleyfí.þetta hlýtur að dæmast ógilt. Þar er sama hvaða hártogunum er beitt við „lagalega túlkun", byggingarframkvæmdir þær sem hér um ræðir geta með engu móti talist vera í samræmi við gildandi skipulag, eins og lögin gera kröfu um. Benda má á dóm sem féll í Bæjarþingi Reykjavíkur 2. febrúar 1988 vegna Bergstaða- strætis 17 í Reykjavík, þar sem byggingarleyfí gefíð af þessari sömu byggingamefnd var numið úr gildi á forsendum sem sumar hveijar eru þær sömu og að framan greinir. Félagsmálaráðherra hefur nú þegar látið skriflega frá sér fara að bersýnilegt ósamræmi sé milli framkvæmda og skipulags, svo það má beinlínis vænta þess að hún grípi í taumana. Réttur fótum troðinn Sjálfstæðisflokkurinn heldur í orði kveðnu lýðræði og vemdun eignarréttar hátt á lofti, en nauðgar nú hvorutveggja í verki. Þegar á reynir er lýðræðið valdhöfum í flokknum ekki meira virði en svo, að þeir banna undirskriftalista gegn ráðhússbyggingunni á sundstöðum, sem er einsdæmi, og neita að gefa Reykvíkingum kost á að taka af öll tvímæli í málinu með kosningu samfara forsetakjöri. Sýnir þetta betur en nokkuð annað hræðslu þeirra við að hinn „fámenni öfga- hópur" sem þeir kalla svo, sé í raun og veru meirihluti borgarbúa. Er nokkur furða þótt sumir hafí hneigst til að kenna slíka misbeit- ingu valds við fasisma? Borgarstjómarmeirihlutanum stendur að því er virðist algjörlega á sama um eignarrétt húseigenda og íbúa við Tjamargötu. í fyrsta lagi hefur borgin alls ekki pappíra upp á að hún eigi allt það land sem hún ætlar ráðhúsinu að standa á, og er allt eins líklegt að nokkur húsanna við Tjamargötu 10 hafí rétt til hluta þess svæðis. Eignar- og grenndarréttur íbúa og húseigenda við Tjamargötuna er einnig fótum troðinn hvað varðar Qölmörg önnur atriðið, má þar t.d. nefna útsýni, bílastæði, umferð, þröngbýli, umgengni, hávaða, sig- hættu húsa, titring við rekstur stál- þils (engu minni en f jarðskjálfta) og hættu á sprungumyndun og steypuskemmdum af þess völdum ístöðuleysi og „sjálfsögð framkvæmd"? Bessí Jóhannsdóttir skrifaði kostulega grein f Mbl. 10. júnf sl. og langar mig að fara um hana nokkrum orðum. Ingi Gunnar Jóhannsson „Orð eru til á íslensku sem lýsa þessum sömu eiginleikum frá öðrum sjónarhóli: Frekja, yfir- gangur, einstrengings- háttur, þvermóðska, æðibunugangur, ráðríki, hroki og tillits- leysi, svo fátt eitt sé nefnt.“ Bessf talar fyrst um „ístöðuleysi félagsmálaráðherra". Hvað hún á við er ekki gott að segja, en ef ég skil það rétt þá ætlast hún sjálfsagt til að ráðherra reki Tjarnargötubúa til síns heima með kærumar sínar og skelli við þeim skollaeyrum. Þetta lýsir einfaldlega þekkingar- leysi Bessíar á innihaldi og efnis- atriðum kæranna, en víst er að ráðherra hefur brugðið í brún við að sjá margt það sem i þeim er bent á. T.d. er varla hægt að ætl- ast til þess að Jóhanna Sigurðar- dóttir hafi litið á það sem beint gamanmál, þegar hún kómst að því að teikningar af stærra ráðhúsi en fyrir hana voru lagðar voru í raun tilbúnar er hún staðfesti Kvosar- skipulagið, og að hún hafði þar með verið beitt blekkingum. Ef eitthvað er, þá felst kannski ístöðuleysi ráð- herra einna helst í of miklu hiki við að taka óhjákvæmilega ákvörðun. Bessí telur ráðhússbygginguna vera sjálfsagða framkvæmd í hug- um borgarbúa. Þetta er nú bara bull og óskhyggja ein, a.m.k. hvað staðsetninguna varðar. Ef svo væri, af hveiju skrifuðu þá yfír 10.000 manns undir áskorun tfl borgarinn- ar að hætta við bygginguna? Af hveiju mega borgarbúar þá ekki kjósa um málið? Af hveiju borga menn fyrir að vera með í heilsíðu- auglýsingum samtakanna „Tjömin lifi“? Af hveiju nenni ég yfír höfuð að skrifa þessa grein? Bessí, þú veist vel að þetta er sennilega um- deildasta bygging í íslandssögunni, svo láttu svona bull ekki aftur frá þér fara, a.m.k. ekki á prenti. Öfgahópurinn og afburðamaðurinn Andstæðingar ráðhússbyggingar við Tjömina eru í augum Bessíar „öfgahópur", alls óalandi og ófeij- andi. Andspænis þeim fremur vafa- sama hópi stillir hún upp „afburða- manninum" Davíð Oddssyni, og hefur hann til skýjanna með mörg- um fögrum orðum. Hugtakið „af- burðamaður" (á þýsku „Ober- mensch") var vel þekkt í hug- myndafræði nasismans í Þýska- landi, og tengdist dýrkun hins ljós- hærða og bláeyga kynstofns Aría. Ekki fínnst mér nú hinn dökkhærði Davíð borgarstjóri falla vel inn í þá ímynd, en þó má vel vera að Bessí sjái þar einhver tengsl sem mér eru hulin. A.m.k. bera orð hennar vott um vissa foringjadýrk- VISINDI / Sverrir Ólafsson Sjötta skynfæri nefdýra Vísindamenn í Ástralíu hafa uppgötvað að nefdýr hafa skynfæri i vinstri væng nefsins (merkt með svörtum punktum á myndinni) sem gera þeim mögulegt að greina örlitia rafkippi í tauga og vöðvakerfi þeirra dýra sem þau veiða sér til matar. Þeir telja að dýrln noti þessi hárnákvæmu skynfæri til að staðsetja bráð sína og eins til að átta sig á lögun umhverfisins. Nefdýr eru merkilegar lífverur, fyrir margra_ hluta sakir. Þau lifa einungis í Ástralíu og þau eru einu spendýrin sem fæða ekki lif- andi unga, heldur verpa þau eggj- um. Nefdýr eru gjaman talin frumstæðust allra spendýra, en nýlegar rannsóknir sýna að þau búa yfir eiginleika sem er óþekkt- ur á meðal annarra spendýra. Lífeðlisfræðingar við Háskólann í Monash í Melboume hafa fundið „skynfæri" (greinar) vinstra meg- in í nefí dýranna sem gera þeim mögulegt að greina rafmerki frá dýrum sem þau veiða sér til mat- ar. Nefdýr leita að fæðu nær ein- göngu í gruggugu grunnvatni. Þau éta daglega eigin þyngd, en fæða þeirra samanstendur m.a. af sniglum, skeljum og frosklirf- um. Erfíðlega hefur gengið að halda nefdýr í dýragörðum, jafn- vel þó vitað sé að eitt dýr hafí lifað slíka vist í rúm 17 ár. Venju- lega hefur verið talið að það sé fyrst og fremst græðgi og matar- venjur dýranna sem hafí gert þeim dvölina í dýragörðum ólífvænlega. í náttúrunni stafar nefdýrum helst hætta af stórum fískum og slöngum. Áður fyrr var skinn þeirra mjög eftirsóknarvert, en þau eru nú friðuð með öllu. Fyrir rúmlega 50 árum benti ástralski náttúrufræðingurinn Harry Burrell á að ólíklegt væri að nefdýr gætu fundið fæði með snertingu einni, en þegar þau éta, ævinlega undir vatnsyfirborði, þá loka þau augum, nefí og eyrum. Löngu síðar lýsti þýskur líffæra- fræðingur, Karl Andras að nafni, skynfærum í nefí nefdýra, en hann taldi að dýrin notuðu þau til að greina vatnsstreymi. Árið 1986 tókst samstarfshópi þýskra og ástralskra vfsindamanna að sýna fram á að nefdýr gátu greint rafsvið. Þeir sönnuðu að nefdýrin námu rafsvið ofurveikra raf- strauma í taugum og vöðvum skeldýra. Vísindamennimir við Háskólann í Monash hafa nú fundið þessi skynfæri. Líffræðingamir í Monash gerðu athuganir á fjórum nefdýmm. Þeir stungu ne§um dýranna í vatn sem þeir létu rafmerkjasend- ingar af mismunandi tíðni og styrkleika fara í gegnum. Ná- kvæm tæki voru fest við dýrin í þeim tilgangi að mæla viðbrögð þeirra og taugasendingar til heil- ans. í ljós kom að skynfærin í nefínu gátu greint 20 millivolta spennu, sem er u.þ.b. þúsund sinnum minni spenna en greinist með skynfæmm í húðinni. Dýrin vom fljót að aðlaga sig breyting- um á rafsviðinu, en viðbrögð nef- skynfæranna vom allt frá núll og upp í 600 kippir á sekúndu. Vísindamennimir telja að dýrin noti þessi hámákvæmu skynfæri í nefinu m.a. til þess að staðsetja dýr sem þau verða sér til matar. Engin önnur spendýr búa yfír jafn nákvæmu kerfi rafskynfæra, en slík líffæri em einungis þekkt hjá nokkurm tegundum fiska og hákarla. Skynfæri nefdýranna em þó langtum fullkomnari þar sem þau geta bæði greint stöðuga spennu og tíða spennubreytingu, en fískar og hákarlar geta einung- is greint annað hvort. Taugin sem tengist rafskyn- fæmm nefdýra er önnur en hjá fískum og bendir það til þess að skynkerfi þessara dýra hafi þróast óháð hvort öðm. í nefdýmm tengjast skynfærin trigeminal- tauginni, en hjá fiskum s.k. aco- ustico-lateralis-taug. Hjá nef- dýmm em rafgreinamir svipaðir hárfmmum sem koma fyrir í innra eyra spendýra. Vísindamennimir telja að nið- urstöður þeirra geti einnig gefið vísbendingu um það af hveiju það hefur reynst jafn erfíðlega og raun ber vitni að halda nefdýram á lífí í dýragörðum. Þeir telja að ljós og rafknúnar vatnsdælur sem notaðar era í fiska- og vatns- dýrabúmm séu svo mikið álag fyrir viðkvæmt skynfærakerfí dý- ranna að lífið verði þeim óbæri- legt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.