Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: Sjálfstæðisflokkur heldur meirihluta í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn héldi meirihluta sínum í borgarsijórn Reykjavíkur ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir tímaritið Þjóðlíf í kring um síðustu mánaðamót. Af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni segj- ast 53,3% myndu styðja Sjálfstæðisflokkinn. Það er svipað fylgi og flokkurinn fékk í borgarstjórnarkosningunum 1986. 410 manns voru spurðir í könnun Félagsvísindastofnunar, og tóku 76,4% þeirra afstöðu með einhvetj- um stjómmálaflokki. Af þeim sem INDRIÐI H. Þorláksson hefur verið settur hagsýslustjóri til árs- loka 1989 i stað Gunnars H. Hall, sem sagði stöðu sinni lausri fyrir nokkrum vikum og lætur af störf- um um næstu mánaðamót. Indriði er fæddur árið 1940 og afstöðu tóku sögðust 5,9% myndu kjósa Aiþýðuflokk, sama hlutfall kysi Framsóknarflokk, 10,5% Al- þýðubandalag, 21,3% Kvennalista er hagfræðingur að mennt. Hann hefur starfað hjá fjármálaráðuneyt- inu sem skrifstofustjóri launadeildar, sem fulltrúi ráðuneytisins í samn- inganefnd ríkisins og nú síðast sem skrifstofustjóri á tekjuöflunarsviði. Kona Indriða er Rakel Jónsdóttir. og 2,1% Borgaraflokk. Fylgi annarra flokka er undir einu prösenti. Samkvæmt könnuninni hefur per- sónulegt fylgi Davíðs Oddssonar borgarstjóra dalað frá því sem var er sambærileg könnun var gerð skömmu fyrir kosningar árið 1986. Þá sögðust 64,7% þeirra er afstöðu tóku hlynntir því að Davíð yrði áfram borgarstjóri. Núna segjast 49,2% hlynntir því að Davíð verði áfram við stjómvölinn. „Þetta er auðvitað stórkostleg niðurstaða," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. „Það er búinn að ganga samfelldur áróður og reynt að af- flytja og rangfæra fyrir okkur. Á landsvísu hefur flokkurinn 27%, en hér í borginni 54%.“ Davíð sagðist stoltur og ánægður yfír persónulegri útkomu sinni. „Ég býst við að það hljóti að vera harla gott fyrir pólitískan fulltrúa að fá 50% fylgi, ekki síst eftir að hafa verið í þeirri orrahríð sem ég hef verið.“ Indriði H. Þorláksson settur hagsýslustjóri VEÐUR Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) / DAG kl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 28. JÚNÍ 1988 YFIRLIT í GÆR: Viö suðaustur ströndina og yfir Melrakkasléttu eru 1015 mb smá- lægðir báðar á leið norðaustur á milli íslands og Skotlands er 1025 mb minnkandi hæð. Grunnt lægðardrag að eyðast á Grænlands- sundi. Hiti breytist lítið. SPÁ: Á morgun verður hæg breytileg átt á landinu, skýjað með köflum og að mestu þurrt. Hiti 8—14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Hæg, breytileg eða vestlæg átt á landinu. Skýjað og víða smá skúrir einkum við vestur og norðaustur ströndina. Síðdegis á fimmtudag má Ifklega búast við hægri norðurátt og súld við norð og norðaustur ströndina og þurru veðri á suðvestur og Vesturlandi. Hiti verður 7—13 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað /' Aiskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda f * / * * * * * * * Snjókoma * * * -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V H — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavtk hlti 11 6 veður alskýjað rigning og súld Bergen 17 léttskýjað Helsinki 28 léttskýjað Jan Mayen 4 skýjað Kaupmannah. 20 skýjað Narssarssuaq 9 léttskýjað Nuuk 6 heiðskfrt Oslð 35 hálfskýjað Stokkhölmur 28 léttskýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 23 léttskýjað Amsterdam 20 skýjað Aþena vantar Barcelona 22 skýjað Chicago 16 léttskýjað Feneyjar 25 hálfskýjað Frankfurt 24 hálfskýjað Glosgow 18 mistur Hamborg 20 skýjað Las Palmas vantar London 15 alskýjað Los Angeles 18 heiðsklrt Lúxemborg 22 léttskýjað Madrld 22 þokumóða Malaga 22 súld Mallorca 24 alskýjað Montreal 16 léttskýjað New York 17 helðskírt Parls 21 skýjað Róm 24 rigning San Diego 17 þokumóða Winnipeg 18 hátfskýjað i Sigrún Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Elíassyni, er úrslit lágu fyrir. „Þeir sem sátu heima vilja virkari forseta“ - segir Sigrún Þorsteinsdóttir að loknum forsetakosningum „ÉG STILLTI þessu upp þannig að hvert atkvæði sem greitt væri mótframbjóðanda mínum væri skilaboð til stjórnvalda um að þau mættu halda áfram á sömu braut. Það sem mér finnst athyglisverð- ast við niðurstöður kosninganna er að Vigdís fékk „pólska" kosn- ingu, ekki „rússneska" eins og búist hafði verið við. Aðeins 71% kjósenda mætti á kjörstað og að mínu mati eru þeir sem sátu heima að segja að þeir vilji virkari forseta," sagði Sigrún Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi í samtali við Sigrún sagði að kosningabarátt- an hefði verið einkennileg þar sem mótframbjóðandi hennar hefði ekki viljað mæta sér í sjónvarps- umræðum. „Hennar verður minnst sem þeirrar er hopaði af hólmi. Þetta var óvirðing við lýðræðið og rangt gagnvart þjóðinni," sagði Sigrún. „Sá frambjóðandi sem lýsti því yfir að hann væri ekki í kosninga- baráttu var alltaf í fjölmiðlum að halda fram þeirri ímynd forseta- embættisins sem hún stendur fyr- ir. Ég hafði mjög takmarkaðan aðgang að fjölmiðlum, en í herbúð- um mínum var mikil virkni og stanslaus fundahöld um allt land.“ Sigrún leggur atkvæði greitt sér og ónýttan atkvæðisrétt að jöfnu. Hún segir að þriðjungur þjóðarinn- ar, þeir sem ekki greiddu atkvæði og stuðningsmenn hennar, vilji veita Alþingi meira aðhald og virk- ari forseta. Ef fólk væri ánægt með starfrækslu forsetaembættis- ins hefði það tjáð þakklæti sitt með því að mæta á kjörstað. Kvaðst hún þakklát Vestmanney- ingum fyrir að kjörsókn þar væri aðeins um 50%. Áðspurð af hverju fylgi hennar hefði ekki verið meira í Eyjum en raun ber vitni sagði hún að enginn væri spámaður í sínu föðurlandi. „Tíminn var naumur og mér gáfust lítil tækifæri til að kynna mig. Það er ekki óeðlilegt að fólk hafi ekki viljað setja traust sitt á mig. Ég hef fengið upplýsingar um að fylgi mitt í utankjörstaðaat- kvæðagreiðslum var nánast ekki neitt. Það sýnir að fólk var að Morgunblaðið á sunnudag. vakna til vitundar síðustu dagana. Tveggja vikna kosningabarátta til viðbótar hefði gert útslagið. Ég hef heyrt í mörgum kjósend- um Vigdísar sem eru sáróánægðir með það að hafa ljáð henni at- kvæði sitt. Þeir eru til dæmis hneykslaðir á því að hún hafi ekki verið til staðar í sjónvarpssal á kosningavöku. í því sambandi má benda á að ég hef aldrei hitt Vigdísi. Þá telja stuðningsmenn mínir það rétt að forsetaframbjóðendur opinberi kostnað við kosningabar- áttu sína. Það kom glögglega í íjós" að stuðningsmenn Vigdísar höfðu mikla peninga handa milli, en mín barátta er sennilega sú ódýrasta sem um getur. Við eyddum 150.000 krónum í ferðir, síma- kostnað, útgáfu, gerð myndbands og rekstur skrifstofu. Við höfum notið framlaga einstaklinga en eig- um samt eftir að greiða um 50.000 króna skuld. Það má spyrja sig hvaðan pen- ingar Vigdísar komu, til að mynda stingur það í augu að kosninga- vaka hennar skuli hafa verið hald- in á Bessastöðum og fólk veltir vöngum yfir því hvort hún hafí verið greidd af ríkinu," sagði Sig- rún. Sigrún sagði að fylgi sitt væri grundvöllur til þess að byggja á grasrótarhreyfingu fólks úr öllum flokkum, sem hefði það að mark- miði að gera uppreisn gegn núver- andi valdakerfí. Hún hygðist fylgja þessum hugmyndum eftir og yrði það spennandi verkefni. Guðjón Steingrímsson hæstaréttarlögmaður látínn GUÐJÓN Steingrímsson, hæsta- réttarlögmaður og formaður yfirkjörstjórnar í Reykjaneskjör- dæmi, lést á heimili sínu í Hafnar- firði að morgni sunnudagsins 26. júní sl, 64 ára að aldri. Guðjón Steingrímsson var fæddur 5. febrúar 1924 í Hafnarfirði, sonur hjónanna Steingríms Torfasonar kaupmanns þar og Ólafíu Hallgríms- dóttur. Guðjón var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1945 og cand. juris frá Háskóla íslands 1950. Hann öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður 1954 og hæstaréttarlögmaður 1962. Árið 1950 setti hann á stofn lögmanns- skrifstofu í Hafnarfirði og rak hana til dauðadags. Guðjón var um nok- kurra ára skeið formaður Lög- mannafélags íslands. Árið 1959 var hann kjörinn í yfirkjörstjórn Reykj- aneskjördæmis og var hann formað- ur yfírkjörstjórnar frá 1959 til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er Margrét Katrín Valdimarsdóttir og eiga þau fjögur uppkomin börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.