Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 23 Fer inn á lang flest heimili landsins! Bravó Bessí! Og þá er það rúsínan í pylsuend- anum hvað varðar grein Bessíar Jóhannsdóttur. Þegar öllu er á botn- inn hvolft er hún sammála því að ráðhúsinu hafi átt að velja annan stað. Heyr á endemi! Þar með fellur allur málflutningur hennar um sjálfan sig, því þetta er jú kjami þess sem ráðhússandstæðingar hafa alltaf haldið fram. Erfitt er því að átta sig á því hvað manneskj- unni gengur til með skrifum sínum. En batnandi mönnum er best að lifa, svo við skulum vona að innan tíðar hafí Bessí sannfært valda- mikla vini sína í flokknum sem við bæði kusum, um að ráðhúsi beri að velja annan og betri stað. Af nógu er að taka ef viljinn er fyrir hendi. Lokaorð Nýjustu fréttir herma að Davíð og félagar hyggist leysa bflastæða- vandann við ráðhúsið með því að rífa bæði Tjamarbíó og gömlu slökkvistöðina. Þetta er í raun stað- festing á ósigri þeirra. Því hefur alltaf verið haldið fram af ráð- hússandstæðingum að ekki væri pláss fyrir „litla sæta ráðhúsið" á þessum stað, og er það hér með viðurkennt í verki, þótt því hafi allt- af verið vísað á bug í orði. Ráð- húsið er í raun illkynja æxli í hjarta miðbæjarins. Það þarf að uppræta áður en það nær að valda meiri skaða en orðinn er. Höfundur er landfræðingur og tónlistarmaður VANTARÞIG TIL FJÁRFESTINGAR í ATVINNUTÆKJUM? un á borgarstjóra Reykjavíkur, og er ekkert nema gott eitt um það að segja. Ég tek heilshugar undir það með Bessí að það er ekki gegn persónu Davíðs Oddssonar sem slíkri, sem gagnrýni vegna ráð- hússmálsins á að beinast; persónu- legar ofsóknir og skítkast eru eng- um til góðs. Maðurinn er hins vegar starfs síns vegna orðinn eins konar persónugervingur málsins, enda ekkert skrítið, því hann hefur sótt byggingu ráðhúss við Tjörnina fastast allra og af ótrúlegu harð- fylgi. Og þá erum við einmitt kom- in að eiginleikum afburðamannsins, sem Bessí telur upp: Hann rís upp úr flatneskjunni, tekur ákvarðanir og fylgir þeim eftir (ekkert múður takkl), er skeleggur og þolir hvorki hik né fát. Punktur og basta. En er þá allt gott sem svona maður ákveður, bara af því hann hefur þessa eiginleika til að bera? Gera þessir eiginleikar Davíð Oddsson að óskeikulum borgarstjóra? Má vera að þetta geti verið góðir eigin- leikar þegar svo ber undir, en þeir geta því miður einnig verkað á hinn veginn. Allt eftir því hvort ákvarð- animar eru til góðs eða ills í augum umfjallenda. Orð eru til á íslensku sem lýsa þessum sömu eiginleikum frá öðrum sjónarhóli: Frekja, yfír- gangur, einstrengingsháttur, þver- móðska, æðibunugangur, ráðríki, hroki og tillitsleysi, svo fátt eitt sé nefnt. Með fullri virðingu fyrir Davíð Oddssyni þá hefur fram- ganga hans sem borgarstjóra í ráð- hússmálinu sannfært mig um að foringjahæfíleikar hans myndu henta miklum mun betur innan ein- hvers einkafyrirtækisins heldur en í opinberu þjónustustarfí borgar- stjórans. í því starfí þarf nefnilega að hafa einn mikilsverðan hæfíleika til að bera í ríkum mæli, sem Davíð virðist skorta tilfinnanlega; nefni- lega stjómvisku. Morgunblaðið/Sverrir Nemendur á námskeiði Vélskóla Islands fyrir iðnsveina í málmiðnaði ásamt leiðbeinendum og Andrési Guðjónssyni skólameistara t.h. VÉLSKÓLI íslands stóð nýlega fyrir námskeiði fyrir iðnsveina í málmiðnaði. Luku 15 nemendur námskeiði þessu með vélavarðar- prófi við Vélskólann. Luku námskeiði til vélvarðaprófs Nemendur voru allir menn sem siglt hafa á undanþágu en vilja öðlast vélvarðarréttindi. Námskeið- ið var haldið að ósk Undanþágu- nefndar um réttindi vélstjóra, Sigl- ingamálastjóra, Vélstjórafélags Islands og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Námskrá fyrir námskeiðið var gerð í samráði við Iðnfræðsluráð, Vélstjórafélagið og Siglingamála- stjóra. Því lauk föstudaginn 24. júní síðastliðinn. Sé svo, bendum við á góða leið til lausnar - fjármögnunarleigu (leasing). Meðal kosta fjármögnunarleigu Glitnis hf. eru: • 100% fjármögnun til nokkurra ára. • Viðstaðgreiðumseljandatækiðogkemur staðgreiðsluafsláttur þér til góða í lægri leigu. • Engin útborgun við afhendingu tækis. • Þægilegar mánaðarlegar leigugreiðslur. • Óskertirlánamöguleikarhjáþínum viðskiptabanka. • Eitt símtal til okkar og á 48 klukkustundum getur þú leyst fj ármögnunarvanda þinn. Glitnir hf. Nýtt og öflugt fyrirtæld á íslenskum Qármagnsmarkaði. ggh • Glitnírhf NEVI - IÐNAÐARBANKINN -SLBPNER ÁRMÚLI7, 108 REYKJAVÍK. SÍMI: 91-681040.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.