Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 61
MORGÚNBIÁÐIÐ, ÞRÍÐJÚDAGUR 28. JÚNÍ 1988 n 61, Morgunblaðið/Bjami Forsvarsmenn nýju verksmiðjunnar f.h. Jón Helgi Guðmundsson aðalframkvæmdastjóri, Jón Jónasson, yfirverksljóri, Þór Gunnarsson, verkstjóri og Sigurður E. Ragnarsson, framkvæmdasD'óri. Sjálfvirknin tekur völdin hjá BYKO hf. BYKO hf. í Kópavogi, sem áður hét Byggingavöruverslun Kópa- vogs, hefur opnað nýja verk- smiðju. í verksmiðjunni, sem er hin fyrsta sinnar tegundar hér- lendis, eru sænsk og þýsk tæki, fullkomlega sjálfvirk og mjög afkastamikil og þarf aðeins fjóra starfsmenn til að vinna við fram- leiðsluna, að sögn forráðamanna BYKO. Verksmiðjan leysir af hólmi timburvinnslu, sem til þessa hefur verið unnin á þjónustuverk- stæði BYKO. Heildarkostnaður við bæði hús og tæki er um 45 milljónir króna. Hámarksafköst sjálfvirku véla- samstæðunnar eru um 80 lengdar- metrar af óunnu timbri á mínútu. Vinnsluferlið er þannig, að inn í verk- smiðjuna kemur óunnið timbur í búntum, sem raðast í vinnslubrautina og fer eftir henni í bandsög, sem sagar það eftir endilöngu í tvennt eða þrennt eftir þörfum. Þar á eftir er timbrið flokkað, hluti þess rakkast í ný búnt, sem ýmist fara á lager, í þurrk, eða beint í hefil þar sem timb- rið er alheflað, lengdarmerkt búntað og frágengið tilbúið til notkunar. Forsvarsmenn BYKO segja fyrir- tækið vera það eina í heiminum, sem notar jarðvarma til þurrkunar á timbri. Sem dæmi um hagræðingu af nýju verksmiðjunni sögðu þeir, að fram til þessa hefði það tekið einn mann heila viku að stafla timbri í þurrkklefann en með sjálfvirkni nýju vélasamstæðunnar hefði þessi tími styst niður í eitt dagsverk. „Þessi verksmiðja uppfyllir kröfur um fyrsta flokks tæknibúnað, aukin afköst og mun meiri gæði. Nýja verk- smiðjan er fyllilega samkeppnisfær við sambærilegar verksmiðjur í nær- liggjandi löndum og með tilkomu hennar tekst okkur að ná fram- leiðslukostnaði í svipuð hlutföll og gerist lægst erlendis," sagði Jón Helgi Guðmundsson, aðalfram- kvæmdastjóri BYKO. „Nýja verk- smiðjan eykur ekki aðeins framleiðni og nýtingu vinnuafls, heldur getur BYKO nú framleitt allt það panel- Séð yfir hluta vélasamstæðunnar. Þarna er búið að saga timbrið í tvennt og fer þá eftir vinnslubrautinni inn í hefilinn við endann. efni, sem fyrirtækið selur. Hingað til hefur hluti þess verið fluttur inn og því sparast nú einnig dýrmætur gjaldeyrir auk þess sem vinnan flyst inn í landið." Aðspurður sagði Jón Helgi að ekki kæmi til uppsagna starfsfólks með aukinni sjálfvirkni þar sem fram- leiðslan kæmi til með að aukast. Hér væri um að ræða umbyltingu úr erf- iðisvinnu yfir í sjálfvirka og tölvu- stýrða vinnslu, þar sem hlutverk starfsmanna breytist í einu vetfangi úr slitvinnu í hugvitsvinnu. Þá sagði hann að þjónustuverkstæði tréiðnað- ardeildar fyrirtækisins gæti fram- vegis einbeitt sér að sérframleiðslu fyrir viðskiptavini þess. Byijað var að grafa fyrir verk- smiðjuhúsinu við Skemmuveg í okt- óber síðastliðnum og er það fullbúið til framleiðslu átta mánuðum síðar. íslenskir fagmenn önnuðust smíði hússins og uppsetningu verksmiðj- unnar og að mati forráðamanna BYKO sýndu þeir mikla fagþekkingu og vinnuvöndun. Aðeins þrír útlend- ingar komu til sögunnar við hluta uppsetningarinnar. Starfsmenn nýju verksmiðjunnar verða fjórir, auk verkstjórans, Þórs Gunnarssonar. frá Kátuni piltnm Einstæðar mæðnr Einstæðar mæður er einstök upplifun. Hress lög, hressir textar, hressir strákar. - KÁTIR PILTAR - STUÐMENN NÍUNDA ÁRATUGARINS Skífan inniheldur meðal annars topplagið Feitar konur. Þéttara gerist það varla. KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAV€GI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.