Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 fSl - w>\ § tfadkw rðarkw m '((jardakM Hifi'3ar Almenningsútvarp í Bandaríkjunum: AUGLÝSINGALAUST EN RÍKISSTYRKT Frjálst útvarp, frjálst sjónvarp, engu háð nema lögmálum markað- arins; Qölmiðlar sem fólk vill sjá og heyra og þar af leiðandi fjölmiðl- ar sem auglýsendur sjá sér hag í að eiga viðskipti við. Þessar hugmyndir um einka- rekna ljósvkamiðla, sem ýmsir halda mjög á lofti um þessar mund- ir, eru að sjálfsögðu sóttar til lands fijáls framtaks, Bandaríkja Norð- ur-Ameríku. Þar þekkist það vissu- lega ekki að stjómvöld séu með puttana í því líkum rekstri. Það vita allir. Hitt vita líklega færri, að í miðri súpu einkarekinna ljósvaka- miðla Bandaríkjanna þrífast net útvarpsstöðva og sjónvarpsstöðva, sem kennd eru við almenning. National Public Television, National Public Radio; á móðurmáli voru: almenningssjónvarp, almenningsút- varp. Og þau þrífast vel. Þó þessir fjölmiðlar séu ekki ríkisreknir fá þeir ákveðinn fjár- styrk frá stjómvöldum. Starfsem- inni er þó fyrst og fremst haldið uppi með fijálsum framlögum al- mennings og styrkja ýmissa fjár- sterkra aðila, sem fá ekki annað í staðinn en að þeir eru nefndir í framhjáhlaupi og skýrt frá því að þeir hafí gert þessa og hina dag- skrána mögulega. Engar auglýs- ingar í venjulegum skilningi þess orðs. Loks er ijár aflað með því að selja snældur með upptökum af ein- stökum þáttum og þær seljast grimmt. Miðað við risana í útvarpi og sjónvarpi vestanhafs eru þessar stöðvar ekki fjársterkar, en þær njóta almennrar viðurkenningar fyrir gott og vandað efni. Dagskrár þeirra þykja með því allra besta sem þekkist í fjölmiðlalandinu Banda- ríkjunum. Ekki gróðasjónarmið Það er ekki keppikefli að þessar stöðvar séu reknar með hagnaði. En vitanlega þarf peninga til að reka útvarpsstöð, hvað þá sjón- varpsstöð, og það ekki litla. Al- menningsstöðvamar fá peninga mest frá almenningi sem fyrr segir og fólk greiðir ekki sjálfviljugt fyr- ir afnot af fjölmiðli sem það vill ekki nota sér. Dagskráin þarf því að vekja athygli fólks og ná eyrum þess frekar en dagskrár annarra þeirra þúsunda útvarpsstöðva sem eru reknar vítt og breitt um Banda- ríkin. Dagskrárstefna þessara stöðva er þó ekki eins og íslenskur útvarpsstjóri lýsti sinni dagskrár- stefnu í blaðaviðtali nýverið: „Þær fréttir sem eru að gerast og afþrey- ingartónlist sem fellur best að smekk flestra hlustenda." Og út- varpsstjóri þessi segist hafa það á hreinu hvernig fólk noti útvarp. Það er gott hjá honum. Hann ætti að láta kollega sína vestanhafs vita af þeirri vitneskju sinni og vísast gæti hann grætt nokkurt fé á henni. Hugsandi fólk með lifandi áhuga Samkvæmt hlustendakönnunum hluta um tíu milljónir manna reglu- lega á almenningsútvarpsstöðvam- ar, public radio. Þær eru um 350 talsins, vítt og breitt um Banda- ríkin. Sameiginlega mynda þessar stöðvar Corporation for Public Bro- adcasting, sem sér um að miðla útvarpsefni til útvarpsstöðvanna frá móðurstöðinni, National Public Radio í Washington. Flestir þeir sem hlusta reglulega á almennings- útvarp senda peninga, hver til sinnar stöðvar, margir reglulega eins og þeir væm að greiða afnota- gjald. Samkvæmt sömu könnunum hafa þessar tíu milljónir Banda- ríkjamanna meiri áhuga en aðrir þegnar þess lands á því að fylgjast með fréttum af heimsviðburðum. Ekki aðeins með því að hlusta á fréttaskýringarþætti í almennings- útvarpinu sínu, heldur lesa þeir dagblöð og tímarit meira en meðal Ameríkani. Þeir kaupa meira af bókum en aðrir og horfa minna á sjónvarp. En þegar þeir gera það horfa þeir helst á fréttir og frétta- tengt efni. Hlustendur almenningsútvarps eru yfírleitt virkir þátttakendur í félagslífí hver í sinni heimabyggð, taka til máls á fundum, leggja inn orð í þjóðmálaumræðu í blöðum, taka þátt í kosningabaráttu og fjár- söfnunum af ýmsu tilefni, ferðast meira en gengur og gerist og stunda ýmis áhugamál í frítíma sínum, einkum útivist ýmiskonar. Þetta er með öðrum orðum fólk, af því tæi sem stundum er nefnt „hugsandi fólk“. Fólk með meiri menntun og víðtækari áhugamál en gengur og gerist. Ef nú væri fullyrt, að hér á landi gæti þessi lýsing til dæmis átt við hlustendur ríkisútvarpsins en ekki útvarpsstöðvarinnar 'Stjörnunnar, fengi ritari þessara lína líklega skömm í hattinn. Hér á landi er ekki vel séð að gera greinarmun á menningarstigi fólks eftir því hvort það vill hlusta á dægurtónlist, get- raunir og brandara allan daginn, eða heyra fréttir og umflöllun um stjórnmál, samfélagsmál, leikhús, bókmenntir og annað af þeim toga. Hvað þá að menn vogi sér að segja upphátt, að í öðrum hópnum sé fólk með sjálfstæðar skoðanir en í hinum hópnum fólk sem láti aðra um að hugsa fyrir sig. 250 milljóna manna markaður Hjá almenningsútvarpinu banda- ríska leyfa þeir sér þó, líklega í skjóli þess að í þeirra stóra landi búa um 250 milljónir manna, að höfða sérstaklega til fólks sem hef- ur áhuga á öðru en vinsælli músík og léttu spjalli um helst ekki neitt. NPR sendir stöðugt út dagskrár um sex gervitungl, annaðhvort sex dagskrár í mónó eða fjórar í mónó og eina í stereó. Það síðarnefnda eru gjarnar beinar sendingar frá sinfóníutónleikum eða annarri klassískri tónlist. Stjórnendur stað- bundnu stöðvanna 350 velja úr þessu efni til að miðla áfram til hlustenda sinna, en senda líka út eigið efni, bæði tónlist og talað mál. Þetta er það sem í Ameríku er kallað „network" og er það fyrir- komulag sem „sjónvarpsrisarnir" hafa, en „útvarpsnetum“ hefur fækkað. Fjöldi fólk vinnur í höfuðstöðvum Almenningsútvarpsins í Washing- ton að allskonar fræðslu-, upplýs- inga- og umræðuþáttum um allar hliðar þjóðlífsins. Megin dagskrár- þættimir NPR og þeir þekktustu eru þó morgunþátturinn „Morning Edition", milli klukkan sex og hálf níu, og síðdegisþátturinn „All Things Considered“, milli fimm og hálf sjö. Þeir eru síðan fluttir tvisvar af segulbandi næstu þrjár klukku- stundir, fyrir hlustendur í mið- ríkjunum og á Vesturströndinni. Stuttar fréttir eru fluttar á hálftíma fresti meðan þessir dagskrárþættir eru sendir. Báðir þættirnir hafa NÚ FÆRÐU. 105 g MEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS!* * miðað við verð á jógúrt í 180 g dósum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.