Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 51
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR sá. JÚNf 1988 51 á talsvert mikið annan hátt en höf- undurinn mun hafa ætlast til. Bjart- ur í Sumarhúsum, sem fluttist lengra inn í heiðina þegar hann flosnaði upp af einu kotinu, naut dijúgrar virðingar og samúðar hjá Aðalsteini. En skáldskapur er iðu- lega andhverfa raunveruleikans, og sjálfur valdi Aðalsteinn þveröfuga leið. Hann fluttist til þéttari og stærri mannabyggða eftir því sem leið á ævina, fyrst til Akureyrar og síðan til Reykjavíkur. Þar vann hann lengst af sem verkamaður í Mjólkursamsölunni og vann alltaf af kappi og áhuga. Hann var trúr jrfir litlu og hafnaði því að vera iettur yfir meira, þótt hann væri fullfær um að gegna ábyrgðarmeiri starfi. Stundum hefur hvarflað að mér að hann hafi skort áræðni til að láta það verða úr lífi sínu sem hæfileikar hans stóðu tii. En líklega er það sanni nær að hann hafi ver- ið of snjall lífsnautna- og gleðimað- ur til að láta íþyngja sér með ábyrgð á annarra manna mjólk eða annarra manna peningum. Hann varðveitti meira af persónulegu sjálfstæði en flestum af hans jafnöldrum hefur auðnast, hvort sem er til sjávar eða sveita. Hann gerðist aldrei þræll launa eða lána, eignaðist ekki stærra húsnæði en hann komst af með minnst en lagði rækt við það af þeim hagleik, natni og snyrti- mennsku sem honum var gefið. Aðalsteinn var stéttvís verkamaður og vissi alveg hveijir voru hans menn á þeim vettvangi. Engu að síður var hann trúr vinnuveitanda sínum og tók ævinlega svari Mjólk- ursamsölunnar ef veist var að henni utan frá. Þannig varðveitti hann persónuleg heilindi sín. Þó að hann léti af starfi lúinn og slitinn var hans mannlega reisn ósködduð. Skaði var að Aðalsteinn fékk ekki tækifæri til að njóta meiri skólagöngu. Kennslu hefði líka ver- ið vel varið á hann því að hann var námfús, hörkugreindur og sjálf- stæður í hugsun. Ekkert var honum eins minnisstætt frá yngri árum og einn vetur sem hann var á Eiða- skóla. Þegar verulega vel lá á hon- um gat hann rifjað þá vist upp, og sérstaklega nám sitt, af ótrúlegri nákvæmni. En þótt skólagangan yrði ekki lengri tókst honum að lifa furðu miklu menntalífi, þrátt fyrir brauðstrit erfíðismannsins. Hann las bæði skáldskap og sögulegan fróðleik og kom sér upp góðu og fallegu bókasafni. Það var gott að koma sem tengdasonur á heimiii þeirra Aðal- steins og Valgerðar, kynnast yfir- lætislausri alþýðumenntun þeirra og mannlegum heilindum. Þau hjónin voru afar samhent í örlæti sínu og höfðingslund, mannkostum sem eru raunar merkilega algengir meðal fólks sem ólst upp á Islandi á fyrstu áratugum aldarinnar. Marga helgarmáltíðina borðuðum við hjónin hjá þeim, einkum á námsárum okkar, þegar við höfðum mesta þörf fyrir það, og ævinlega vorum við leyst út með matarbirgð- ir í nesti. Allt var manni velkomið, bíll að láni meðan hann var til, bamapössun, bækur, smíðatól, lánsréttur í lífeyrissjóði. Þetta ör- læti kom svo eðlilega að ég man ekki til þess að ég hafi undrast það neitt sérstaklega þá. Líklega hef ég bara haldið að svona væri að vera tengdasonur. En eftir á að hugsa ég með undrun og aðdáun um höfðingsbrag sem var á fólki í kjallaraíbúðinni á Hraunteigi 20. Aðalsteinn var ör maður í skapi frá því að ég kynntist honum fyrst, og hefur líklega alltaf verið. Hann giaddist og reiddist af héilum hug, hafði skoðun á öllum málum og gat varið hana af snjallri mælsku. Elli- hrömun hans kom um skeið fram í því að geðsveiflumar urðu nokkuð djúpar. En löngu áður en hann lést var komið á varanlegt logn í skapi hans. Hann var sáttur við allt, en átti á hinn bóginn orðið erfitt með að fá áhuga á málum og þóttist líklega vera búinn að lifa alveg nóg. Engu að síður er undarlega óraunvemlegt að frétta lát hans til útlanda og hafa ekki einu sinni tækifæri til að fylgja honum til grafar. Það verður tómlegra að koma heim eftir að hann er horfinn. Gunnar Karlsson Sigríður Jóns- dóttir — Minning Fædd 25. maí 1908 Dáin l.júní 1988 Eg vil með nokkmm línum hér í blaðinu minnast kunningjakonu minnar, frú Sigríðar Jónsdóttur, sem andaðist á Elliheimilinu Gmnd, Reykjavík, 1. júní sl. Sigríður, eða Sissí eins og hún var oftast nefnd, var Suður-Þingey- ingur, fædd þar og uppalin. Hún var þar af ágætu fólki komin og vom margir þjóðfrægir gáfumenn í hennar ætt. Snemma á ævidögum hennar kom í ljós að hún var greind, rösk til verka og hafði listræna hæfí- leika. En fyrir 70 ámm var tíðar- andinn ólíkur því sem nú er. Helst áttu stúlkur aðeins að læra heimilis- störf. Kvennanám í listgreinum var algjör undantekning á þeim tíma hér á landi, enda fátækt landlæg hjá almenningi. Eftir bamaskólalærdóm fór Sissí í húsmæðraskóla. Seinna lá svo leið- in til Suðurlands og Reykjavíkur, þar sem hún stundaði ýmis störf, þar á meðal afgreiðslustörf í versl- unum. Hún sótti námskeið bæði í handmennt, söng og fleiri listgrein- um. Svo handlagin var hún að allt virtist leika í höndum hennar, eins og stundum er sagt um sérlega handlagið fólk. Á snotra heimiiinu hennar var oft gestkvæmt, enda var hún gestrisin og skemmtileg heim að sækja og gerði þar engan mannamun. Sissí var glæsileg kona, vel skáld- mælt og kvæði hennar hafa verið lesin upp í útvarpi. Einnig fékkst hún við tónsmíðar og hafa lög sem hún samdi verið leikin opinberlega. Málaralist var henni hjartfólgin og málaði hún nokkur verk á seinni árum. Söngrödd hafði hún mikla og söng í mörg ár í kórum, þar á meðal í kór Hallgrímskirkju. Það er trú mín að hún hefði getað náð langt á vegi sönggyðjunnar ef að- stæður hefðu verið betri. Ekki sneiddi mótlætið alltaf framhjá þessari hæfileikagæddu konu, enda var auðvelt að særa saklausa og viðkvæma sál hennar. Þá hjálpaði að hún fékk létta lund í vöggugjöf, svo var einkadóttirin efnisstúlka sem giftist miklum ágætismanni og dótturbömin þijú eru gott og dugandi menntafólk og voru henni til ómældrar gleði. Sumir dansa eftir einróma stefí í kringum gullkálfinn. Það verður ekki sagt um Sissí, en hennar næma listamannseðli gaf henni „auðlegð hjartans". Fegurð himinsins, dýrð jarðar, áhrif ástar og sorgar urðu henni yrkisefni. Svo margþætt og frjótt hugarfar er mikil auðlegð þeim sem hýsir. ' Sissí var heilsuveil á seinni árum og á síðustu árum var hún þrotin af kröftum, bæði andlega og líkam- lega. Þá er gott að duftið hverfi til jarðarinnar en andinn til Guðs sem gaf hann. Guð blessi minningu hennar. Margrét Hjálmstýsdóttir t ANNA JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Grjótagötu 14B, er látin. Jarðarförin hefur farið fram. F.h. ættingja og vina, Böm og systur hinnar látnu. Útför SIGURBJÖRNS FRIÐBJARNARSONAR, fer fram þriðjudaginn 28. júní kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Bergljót Sigurbjörnsdóttir, Friðrika Rósa Sigurbjörnsdóttir, Kjartan Sigurösson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaöir og afi, SVEINN S. EINARSSON verkfræðingur, verður jarösunginn fró Dómkirkjunni miðvikudaginn 29. júní kl. 15.00. Aðalheiöur Guðmundsdóttir, Einar Sveinsson, Sigrfður Loftsdóttir, Anna Júlfana Sveinsdóttir, Rafn A. Slgurðsson, Margrét Heinreksdóttir og barnabörn. f Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móöur okkar, OKTAVÍU LOVISU FRIÐRIKSDÓTTUR frá Siglufirði. Björg Lúthersdóttir, Slgurjóna Lúthersdóttir, Einar Lúthersson, Anna Lúthersdóttir, Ágústa Lúthersdóttir og fjölskyldur. t Þökkum af alhug auðsýnda samúö og vinarhug við andlót og útför bróður okkar, JÓNS EMILS GUÐJÓNSSONAR, fyrrum framkvæmdastjóra Rfkisútgáfu námsbóka, Eskihlfð 6. Herdís Guðjónsdóttir, Unnur Guðjónsdóttir, Svava Guðjónsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför MAGNÚSAR G. JÓNSSONAR, Innri-Veðraá, önundarfirði. Gróa Þórðardóttir, Kristfn R. Magnúsdóttir, Hinrik J. Magnússon, Matthildur Hafsteinsdóttir, Steingrímur Stefnisson, Sigrfður Samsonardóttir og barnabörn. t Þökkum öllum þeim er veittu okkur stuðning og hlýhug við and- lát og jarðarför sonar okkar og bróður, ELMARS NÓA VIÐARSSONAR, Rimasfðu 29C, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum á Barnaspítala Hringsins, deild 12E. Guðrún Þóra Bjömsdóttir, Viðar Helgi Eyþórsson, Valbjörn Helgi Viðarsson. Lokað vegna jarðarfarar SV.EINS S. EINARSSONAR, verk- fræðings, miðvikudaginn 29. júní. Vélar og verkfæri hf. og Guðmundur Jónsson hf. Bolholti 6, Reykjavík. GenSet MÓTORDRIFNAR RAFSUÐUVÉLAR OG RAFSTÖÐVAR Henta allstaðar Skeifan 3h - Sími 82670 Hreinlætisvörur fyrir baöherbergið: Salernishreinsilögur, sótthreinsandi steinar og lyktareyðir. Einkaumhoð íslensk ///// Ameríska EINKA UMBOÐ Á ÍSLANDI Leiðandi, svissneskt fyrirtæki, sem framleiðir tískuúr, óskar eftir umboðsaðila á íslandi. Við fórum fram á að fyrirtækið standi á traustum fótum og hafi að- stöðu til að selja úrin í úra- og skartgripaverslanir á íslandi. í þeim Evrópu- löndum, þar sem úrin hafa verið kynnt og seld, hafa þau vakið mikla athygli og þá sérstaklega fyrir markaðssetningu, útsjónar- semi og skipulagningu á nýstárlegum auglýsingaherferöum fyrir utan frábær gæði og hönnun úranna. Miklir framtíðarmöguleikar/mikil gróðavon. Hafið samband á cnsku við S.I.M. International, P.O.Box 1405 Vika, 0250 Oslo 2, Norway. Simi 9047/2-69 50 93. Telefax 60 81 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.