Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 59— VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Eru reykingameim líka menn? Til Velvakanda. Fyrir nokkru birtist hér á síðum Velvakanda greinarkorn eftir Kóf Reykdal þar sem reykingamenn voru hvattir til að sameinast undir vígorðinu: „Reykingamenn eru líka menn þó þeir séu það ekki eins lengi." Sem fyrrverandi reykingamanni er mér ljúft að bregðast við þessum skrifum. Að sjálfsögðu eru reykingamenn líka menn í víðum skilningi þess hugtaks, en nú á dögum er þó tæplega hægt að segja að reykingamaður sé maður með mönnum. Hér á árum áður var eng- inn maður með mönnum nema hann eða hún reykti og heita mátti að nálega annar hver maður léti blekkjast af auglýsingaskrumi tó- baksframleiðenda. Nú er hinsvegar að renna upp öld hins upplýsta og sjálfstæða manns sem hafnar því að láta veruleikasnauðar auglýs- ingar alþjóðlegra auðhringja stjóma lífi sínu. Hvaða upplýstur maður andar viljandi að sér menguðu andrúms- lofti eða lætur bjóða sér slíkt vegna þess að náunganum dettur í hug að spúa sora út í loftið. Hinn upp- lýsti sjálfstæði maður segir stopp við gulum eiturgufum efnaverk- smiðja og þrúgandi innanhússm- engun frá brennandi og illa þeíj- andi tóbakslaufum. Nei, hinn reykjandi maður er vart maður með mönnum á öld hins sjálfstæða og skynsama manns. Að lokum er hér vísa sem félagi minn kenndi mér um daginn, en Ánamaðkar eru viðkvæm dýr Til Velvakanda. í vætutíð ber mjög á því að ána- maðkar leiti upp úr moldarbeðum og skríði út á götur og gangstéttir. Þar hlykkjast þeir áfram bjargar- vana, enda blindir. Þeir kunna ekki að varast hættumar. Ég vil biðja vegfarendur, jafnt böm sem fullorðna: Ef þið sjáið ánamaðk á leið ykkar um götuna, beygið ykkur þá niður, takið hann gætilega upp og sleppið honum í beð eða á grasflöt innan við næsta grindverk. Með þessu gerið þið góð- verk sem gleðja mun ykkar eigin sálu. Munið þessi sígildu orð: „Allt sem þér gjörið þessum minnstu bræðrum mínum, það gjörið þér mér.“ Ingvar Agnarsson Þessir hringdu . Rándýr rúlletta Kennari hringdi: „Ég og tveir meðkennarar mínir viljum lýsa undrun og von- brigðum okkar með frétt þá er birtist á baksíðu Morgunblaðsins 24. júní. Þar er sagt að gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur hækki um 11,4 % 1. júlí næstkomandi. Það er undarlegt til þess að hugsa, að á sama tíma og gengi er fellt, verðbólgan þýtur upp fyrir 100 % og nú síðast að Hitaveitan hækki gjaldskrá sína, er stiginn villtur Hmnadans í þjóðfélaginu. Það nýjasta úr þessum dansi er „rúl- lettan" sem koma á fyrir ofan á Öskjuhlíðartönkunum. Sem göml- um og grónum sjálfstæðismönn- um sámar okkur samt mest að Sjálfstæðisflokkurinn skuli eiga marga fulltrúa í þessum dansi, með Davíð Oddson í fararbroddi. Höfum við efni á að fleygja peningum þegar hættutímar í fjármálum koma í hönd?“ Útsala eða sala? Karl í Austurbænum hringdi: „Mikið öfunda ég fólk úti á landsbyggðinni þessa dagana. Á meðan við í Reykjavík þurfum að borga fullt gjald fyrir vínið sem við drekkum er unnið að því baki brotnu að koma upp áfengisútsöl- um út um allt land. Er nokkuð réttlæti í þessu? Við héma í Reykjavík fáum einstöku sinnum fataútsölur og kjötútsölur en minnið má þá hafa svikið mig ef nokkru sinni hefur verið haldin áfengisútsala hér í Reykjavík. Ég skora á ráðamenn að láta jafnt yfir alla ganga, þorpsbúa sem borgarbúa og setja upp heljar áfengisútsölu á Lækjartorgi. Bjór- inn er hvort eð er að koma.“ Umferð á Miklubraut Kona hringdi: „Mig langar til að spyija hvort ekíri standi til að setja upp annað hvort götuvita eða leggja göngu- braut yfir þann hluta Miklubraut- ar sem biðskýlið gegnt Reykjahlíð stendur við. Hinumegin Miklu- brautarinnar er læknamiðstöð og er mjög algengt að eldra fólk taki strætisvagn að biðstöðinni og þurfi því að ganga yfir Miklu- brautina. Ég hef ótal sinnum lent í því að bíða í óratíma eftir því að geta komist yfir, því bílstjórar stöðva aldrei fyrir manni. Ég beini því tilmælum mínum til yfirvalda að gera annað tveggja af þessu sem ég gat um áður hið fyrsta, því það er kraftaverk að ekki skuli hafa orðið slys á fólki á þessum stað.“ Hjartalaga úr Gulllitað hjartalaga úr með stafalausri svartri skífu og brúnni ól tapaðist í Kringlunni 20. júní. Meðfram skífunni eru svartir se- melíusteinar og er úrið um margt mjög sérkennilegt og fallegt. Það er útskriftargjöf stúlkunnar sem það bar og þætti henni vænt um ef viðkomandi sem fann úrið hefði samband við sig í síma 685469, Guðrún. hann hætti að reykja um síðustu áramót. Mér er ókunnugt um höf- undinn en hægt er að syngja þetta við „Nú árið er liðið“. Nú rettan er farin með ruslinu á braut og reykurinn horfinn að fullu. Liðinn sá tími er ljánum ég laut, nú leggst af sá siður er áður ég naut, að anda að mér ólofti og drullu. Hreinn Loftsson SIEMENS VHS myndbandstæki FM 560 Lárétt stjórnborð, HQ- tækni, 14 daga upptöku- minni f. 4 þætti, 32 stöðva minni, sjálfvirkurstöðva- leitari, hráðupptaka, myndleit í báðar áttir á níföldum hraða, endur- tekning myndskeiðs, þráðlaus fjarstýring, raka- vörn ásamt öðru. Verð 31.900.- Sjónvarpsmyndavél FA108 Myndavél og sýningarvél í einu tæki, fyrirferðarlítil og aðeins 1,27 kg. 8 mm myndband, CCD-mynd- skynjari, sexföld súmlinsa, sjálfvirk skerpustilling, mesti lokarahraði 1/1500 sek. (gott f. íþróttaupptök- ur) o. m. fl. Verð 82.990.- SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Ertu tryggður gegn verðbólgu? Liggur þú með fé á lausu? íslendingar ættu að vita manna best um áhrif og afleiðingar gengisfellinga. Fylgi ekki nægilegar hliðarráðstafanir í -kjölfarið, er stórfeld hætta á hækkandi verðbólgu. Sérfræðingar sjá umtalsverða hækkun á lánskjaravísitölu á næstu misserum. Almennt er talað um hækkun á bilinu 5%. Slík hækkun milli mánaða þýðir 80% verðbólgu á ársgrundvelli, eöá um 37% miðað við síðustu 3 mánuði. Við ráðieggjum sparifjáreigendum því að tryggja sparifé sitt gegn verðbólgu og leita arðsemi í góðum verðbréfum. ÁVÖXTUNARBRÉF eða REKSTRARBRÉF eru góö vörn gegn verðbólgu. ÁVÖXTUNARBRÉF eru óbundin og hægt að öllu jöfnu, að innleysa hvenær sem er án alls aukakostnaðar. ÁVÖXTUNARBRÉF VEXTIR UMFRAM VERÐBÓLGU: SÍÐUSTU 14,7% 15,4% 14,9% 12 MÁNUÐI REKSTRARBRÉF - MED b MÁN UPPSACNARFR. VEXTIR UMFRAM VERÐBÓLGU: Fjánnálaráögjðf - Ávöxtunarþjónusta - Veröbréfamarkaöur LAUGAVEGI 97 - SÍMl 62Í660 AVOXTLNSf^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.