Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson ÁriÖ framundan hjá Krabba f dag ætla ég að fjalla um árið framundan hjá Krabbanum (21. júní—22. júlí). Einungis er miðað við Sólarmerkið og lesendur minntir á að afstöður á aðra þætti bafa því einnig sitt að segja. ViÖburðaríkt ár Það er óhætt að segja að næstu ár verði viðburðarík hjá Krabb- anum, ekki síður en það næsta, því margar sterkar afstöður verða á Sólinni frá Satúmusi, Úranusi og Neptúnusi. 22.—27.júní Þeir Krabbar sem fæddir eru frá 22.-27. júní koma til með að fá Satúmus og Úranus á Sól. Vinnutímabil Afstaða Satúmusar á Sól getur táknað margt, en algengast er að henni fylgi aukið raunsæi, jarðbundnari viðhorf, þörf fyrir sjálfsaga og áþreifanlegan árangur. Satúmus kallar yfir- leitt á vinnu og því má kalla þetta vinnutímabil. Satúmus hægir á lífsorkunni og leiðir gjaman til sjálfsskoðunar og raunsæs endurmats. Ef fyrra lífsmunstur hefur einkennst af óraunsæi og loftköstulum getur timabil Satúmusar verið óþægi- legt, einkennst af hömlum, árekstmm og samdrætti, en get- ur jafnframt leitt til þess að við- komandi vaknar upp: Byltingar Úranus á Sól kallar á þörf fyrir nýjungar og uppbrot á gömlu formi. Þegar hann er sterkur vaknar þörf fyrir aukið sjálf- stæði, spennu og breytingar. Það gamla góða verður ekki lengur fullnægjandi, né heldur vani og hefðbundið lifsmunstur. Uppstokkun Þar sem Satúmus og Úranus verða báðir á Sól hjá þeim Kröbbum sem fæddir eru frá 22.-27. júní næsta vetur og næsta ár ætti árið að einkennast af raunsæi, vinnu og breyting- um. Þeir Krabbar sem fæddir eru síðar í merkinu koma til með að fá þessa orku inn i líf sitt á næstu árum. Úranus er 7 ár i merki og Satúmus 2*/2 ár. Það táknar að nú er að byrja 7 ára breytingartímabil hjá Kröbbum, breytingar sem munu taka 1 til 2 ár hjá hveijum einstaklingi. Satúrnus Á næsta ári mun Satúmus mynda mótstöðu allt að 14. gráðu í Krabbanum sem táknar að orka hans mun hafa áhrif á þá sem eru fæddir fram til 6. júlí. Neptúnus Þriðja plánetan sem verður sterk í lífi Krabbans er Neptúnus. Hann verður sterkur hjá þeim sem eru fæddirfrá 29. júnítil 4. júlí. Nœmleiki Neptúnusi fylgir yfirleitt aukinn næmleiki og opnun gagnvart lífinu og tilyer- unni. ímyndunaraflið verð- ur sterkari og áhugi á Iist- um og andlegum málum eykst gjarnan. Það verður þó að segjast eins og er að allir eru ekki opnir fyrir göfugri hliðum Neptúnus- ar. í sumum tilvikum kallar hann á sókn í áfengi eða draumlyndi sem birtist í þörf fyrir það að horfa mikið á sjónvarp og lifa í óraunverulegum heimi. Þar sem Satúmus verður einn- ig sterkur má búast við að um einhverja togstreitu verði að ræða, eða baráttu milli drauma og jarðbund- ins raunsæis. Hið jákvæða er að Neptúnusi fylgir ágætt tækifæri til að auka andlegan þroska sinn. GARPUR GRETTIR UÓSKA HALTU NÚ i Þét? /ANPANU/VI — 1- ——r FERDINAND r "Uá-jSB— 'TT—rtrm u t a— SMAFOLK ... ANP an apple ANP 50ME CARROTS . --------' UUHAT P0 YOU HAVE ? C j col / V (/ J .. .og epli og nokkrar Hvað ert þú með? gulrætur... THE SCHOOL BUS RAN OVER MY LUNCH BOX! ir nestiskassann minn! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Við sáum í gær hvemig Sæv- ar Þorbjömsson kom heim þrem- ur gröndum redobluðum á spil NS hér að neðan í viðureign Is- lands og Færeyja. Nú skulum við skoða hvemig Finninn Kal- ervo Koistinen vann fjögur hjörtu dobluð í sama spili í leik Finnlands og Noregs. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 109 ♦ 764 ♦ 4 ♦ ÁD109753 Vestur ♦ 7632 ♦ 3 ♦ KD97653 ♦ G Suður Austur ♦ ÁDG5 ♦ KG82 ♦ 82 ♦ K84 ♦ K84 ♦ ÁD1095 ♦ ÁG10 ♦ 62 Félagi Koistinens er Jari Erkkilaa, en í AV voru Norð- mennimir Harold Nordby og Kaare Ivar Wang: Vestur Norður Austur Suður — 3 lauf Dobl 3 hjörtu 4 tíglar 4 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Wang kom út með einspilið í trompi, kóngur og ás. Eftir langa umhugsun ákvað Koistin- en að taka tígulás og trompa tígul. Spilaði svo spaða úr borð- inu. Nordby stakk upp ásnum og trompaði aftur út. Koistinen svínaði tíunni og sá trompleg- una. Þá loks fór hann í laufíð, gosi og drottning. Nordby hugs- aði sig vel og lengi um, en drap svo á kónginn og spilaði spaða. Koistinen gat þá hent tígli og spaða niður í frflauf. Það gagnast Nordby ekki að dúkka laufdrottninguna. Þá get- ur sagnhafí tekið laufás og trompað lauf, lagt niður spaða- kóng og losað sig út á spaða eða tígli. Síðustu tvo slagina fengi hann alltaf á ÁD í trompi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson f sveitakeppni 7 Mið-Evrópu- landa í sumar kom þessi staða upp í skák þeirras Arlandi, Ítalíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Roos, Frakklandi. 33. Hb8! (En ekki strax 33. Bh6? - Del+, 34. Kh2 - Dxe5+. Hug- myndin með hróksfóminni er sú að eftir 33. - Hxb8, 34. Hxb8 - Hxb8, 35. Bh6 er svartur vamar- laus) 33. — Ba4,34. Bh6 og svart- ur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.