Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 43
Þorgrímur Gestsson „Hinsvegar á „fólkið“ rétt á upplýsingum, áreiðanlegum upplýs- ingum. Það á rétt á að vita hvað er að gerast í heiminum, það á rétt á fræðslu, það á rétt á skemmtun, og það á rétt á að vandað sé til við að koma öllu þessu til skila um öldur ljós- vakans. Síbyljan og kjaftagangurinn skipta ekki máli.“ verið á dagskrá árum saman, síð- degisþátturinn allar götur síðan árið 1961, og stjómendur þeirra hlotið margskonar viðurkenningar fyrir vönduð vinnubrögð og góða útvarpsmennsku. Allflestar al- menningsstöðvamar taka á móti þessum þáttum báðum og skjóta inn í þá sínum eigin fréttum á ákveðn- um tímum. í móðurstöðinni sitja fréttamenn og umskrifa fréttir frá UPI, AP og öðrum meiriháttar alþjóðlegum fréttastofum. Þeir fá.að sjálfsögðu líka fréttir og fréttapistla frá frétta- mönnum NPR í Washington, þar á meðal fréttamönnum víðsvegar um heiminn, og fréttamönnum stað- bundnu almenningsstöðvanna út um öll Bandaríkin. Starfsmenn dag- skrárþáttanna tveggja — síðdegis- og árdegisþáttanna — sjá um ítar- legri umfjöllun um málin, að sjálf- sögðu með aðstoð sömu frétta- manna og fóðra fréttastofu NPR á fréttum dagsins. Auk þess hefur NPR fjöld lausráðinna manna á sínum snærum. Lifandi útvarp Þetta net frétta- og dagskrár- gerðarmanna um allan heim á drjúgan þátt í að gera NPR að því sem það en Utvarpsstöð þeirra sem hafa lifandi áhuga á þvi sem er að gerast í kringum þá, í eigin landi og heimsbyggðinni allri. Útvarps- stöð sem er aðeins að takmörkuðu leyti háð velvilja auglýsenda og hefur því um margt frjálsari hendur um efnisval og efnistök en aðrar útvarpsstöðvar, sem eni algerlega háðar peningum frá auglýsendum. ATC eins og þessi hálfs annars tíma þáttur er venjulega nefndur (skammstöfun á „AU Things Considered") er ekki aðeins frétta- þáttur. Þegar línumar að þættinum voru lagðar á sínum tíma var ákveð- ið að fréttamennirnir fengju rúman tíma fyrir mál sín, nægan tíma til að segja frá og skýra fréttir líðandi stundar. Þyrftu þeir tvær mínútur til þess var það gott, en þyrftu þeir 45 mínútur til að koma efninu til skila svo vel færi var það líka látið gott heita. Þar sem þetta er almenningsút- varp hefur frá upphafi verið lagt mikið upp úr sambandi við hlust- endur; það er sagt frá góðum hug- myndum hlustenda sem komið er til skila símleiðis og lesið upp úr bréfum frá þeim og oft er spjallað við hlustendur um hitt og þetta í ATC og fleiri þáttum. Það er gert ráð fyrir því, að þeir sem vilja fylgj- ast með fréttum hafi líka áhuga á MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 43 að heyra af listum, vísindum, fé- lagsmálum og af lífi venjulegs fólks. Það er sömuleiðis gert ráð fýrir, að fólk sem vill fýlgjast með fréttum hafi áhuga á íþróttum, barnaupp- eldi, bílaviðgerðum og tónlist. Óllu þessu og fjöldamörgu öðru eru því gerð skil í All Things Considered, enda má segja að á íslensku þýði það, að allt sé tekið með í reikning- inn. Þegar þátturinn var skipulagður í upphafi var lögð áhersla á lifandi fréttaflutning og frásagnir. Það þurfti ekki endilega að þýða beinar útsendingar. Hugmyndin með „lif- andi útvarpi" var fyrst og fremst sú að hljóðneminn skyldi notaður á vettvangi til að taka upp ýmiskonar hljóð, sem síðar væru notuð til að lífga upp á frásagnir af atburðum og málefnum. í samræmi við þetta hafa fréttamenn ATC verið með hljóðnemann á útifundum, kapp- akstri, og við bamsfæðingu svo eitt- hvað sé nefnt, og klippt umhverfis- hljóð af vettvangi inn í frásagnir sínar í útvarpinu. Enda hefur verið sagt um AIC, að hann sé ekki ein- ungis besti útvarpsþátturinn, heldur beri af öllu sem sent sé út í ljósvak- ann, þar með talið sjónvarp. Staðbundnar stöðvar í Washington, nánar tiltekið District of Columbia, eru tvær stað- bundnar almenningsstöðvar. Önnur þeirra heitir WAMU FM 88,5 og er rekin í tengslum við American University, en nokkuð er um það að almenningsstöðvamar séu tengdar háskólum. Hlustendur þessarar tilteknu stöðvar eru taldir vera um 250 þúsund talsins. Eigin dagskrá stöðvarinnar er fyrst og fremst tónlist, aðallega þjóðleg bandarísk tónlist. WAMU sendir líka út tveggja tíma umræðuþátt á morgnana. Stjómandinn fær blaða- menn og sérfróða menn í ýmsum málum til að ræða málefni líðandi stundar. Auk þess sendir stöðin þættina „Moming Edition" og „All Things Considered". Einn frétta- maður starfar við stöðina, en hann nýtur aðstoðar lausráðinna manna við einstök verkefni, aðallega öflun frétta sem koma íbúum hlustunar- svæðisins benlínis við. Hlustendur borga helming Samkvæmt ársskýrslu WAMU greiddu hlustendur rúmlega 800 þúsund dollara til stöðvarinnar á síðasta ári, sem er um helmingur af tekjum stöðvarinnar. Þetta eru ýmit regluleg framlög eða fé sem safnað er í fjásöfnunum, sem sjál- boðaliðar standa fyrir tvisvar á ári. Beinn styrkur frá háskólanum var rúmlega 114 þúsund dollarar í fyrra en framlög fyrirtækja og félaga vom um 240 þúsund dollarar (með- al fyrirtækja sem styrlcja þessa út- varpsstöð eru IBM og Washington Post). í fyrra fengust rúmlega 1,6 milljónir dollara alls til rekstrarins, og rekstrarafgangur var rúmlega 200 þúsund dollarar. Útlagður kostnaður WAMU í fyrra var því sem nemur rúmlega 60 milljónum íslenskra króna. Það er ekki síst athyglisvert við almenningsstöðvarnar í Banda- ríkjunum hversu mikil og góð tengsl þær hafa við hlustendur. Fólk vinn- ur í sjálfboðavinnu við hitt og þetta, aðallega fjársafnanir, en einnig við að taka á móti bréfum og símtölum frá öðrum hlustendum og sjá til þess að uppfylla óskir sem þar kunna að vera settar fram — þar á meðal eru óskir um að fá hljóðrit- anir af þáttum sem hafa verið send- ir út. Það er ekki svo lítils virði, því níu prósent af tekjum stöðvar- innar í fyrra voru af sölu slíkra hijóðsnældna. Ríkisútvarp = almenning’sútvarp íslenska ríkisútvarpið er „al- menningsútvarpsstöð", þótt ekki sé staðið að rekstri þess á sama hátt og almenningstöðvanna banda- rísku. Megin munurinn er að sjálf- sögðu sá, að íslenska útvarpið aflar fjár með auglýsingum og afnota- gjöld eru ekki fijáls framlög hlust- enda. Dagskrárstefna ríkisútvarps- ins er hinsvegar ekki ólík dagskrár- stefnu NPR í grundvallaratriðum. Hjá ríkisútvarpinu er meira hugsað um að vanda til efnisins, gera sem flestum þáttum menningar einhver skil, flytja vandaða upplýsinga-, fræðslu- og fréttaþætti, en að taka tillit til þess hvað er vinsælast, hvað fellur í kramið hjá sem flestum, eins og stjómendur hreinna auglýs- ingaútvarpsstöðva verða að gera til að hafa auglýsendur ánægða. Hjá ríkisútvarpinu er þó flest af vanefn- um gert miðað við það sem gerist hjá NPR. Því þótt þar á bæ vaði menn ekki í peningum er mikið kapp lagt á sérhæfingu og vönduð vinnubrögð við allan undirbúning útvarpsþátta. Það krefst mun fleira starfsfólks við dagskrárgerð en tíðkast hefur hjá íslenska ríkisút- varpinu. Hjá NPR em ekki aðeins fréttamenn, dagskrárgerðamenn og tæknimenn. Með þeim vinna það sem kallað er framleiðendur og aðstoðarframleiðendur (producer, assistant producer og associate producer) og aðstoða við upptökur, klippa segulbönd og ganga frá efni til útsendingar. Hlutverk framleið- endanna er þó ekki síst að aðstoða fréttamenn og dagskrárgerðar- menn við heimildasöfnun og und- irbúa þannig viðtöl og fréttapistla. Það segir sig sjálft, að slíkt fyrir- komulag tryggir að vinnubrögð verða vandaðri en þegar einn og sami maðurinn verður að sjá um allt þetta, eins og tíðkast hér á landi. Ríkisútvarp og frjáls framlög? Eftir þessa stuttu hugleiðingu um bandarískt almenningsútvarp mætti varpa fram þeirri spurningu, hvort við ættum ekki að fara að dæmi Bandaríkjamanna og reka ríkisútvarpið á frjálsum framlögum þeirra sem vilja hlusta á það. Það væri í það minnsta í samræmi við þær raddir sem hafa heyrst undan- farið, að það sé óréttlátt að fólk sem segist aldrei hluta á ríkisútvarpið sé neytt til að greiða afnotagjald. En svarið er einfalt. Þær tíu milljón- ir Bandaríkjamanna sem hlusta reglulega á almenningsútvarp eru um tvö og hálft prósent þjóðarinn- ar. Tvö og hálft prósent íslensku þjóðarinnar eru rúmlega sjö þúsund manns. Hitt er annað mál, að ef marka má skoðanakannanir vill talsvert hærra hlutfall íslendinga hlusta á íslenska ríkisútvarpið en sem nemur þeim hluta Bandaríkja- manna sem vill hlusta á almenn- ingsstöðvamar. Þetta þýðir einfald- lega, að hlutfallslega fleiri íslend- ingar en Bandaríkjamenn hafa áhuga á að hlusta á útvarpsstöð sem flytur annað og meira en dæg- urmúsik, rabb mishæfra útvarps- manna um mest ekki neitt og yfir- borðslegar fréttir af atburðum líðandi stundar, helst eitthvað „öðruvísi", eins og þeir segja. Líklega eitthvað „öðruvísi" en það sem skiptir máli. Eflum ríkisútvarp Ríkisútvarpið er að vísu undar- lega blanda af þessum tveimur gerðum útvarpsstöðva; Rás tvö sver sig að hluta til í ætt fyrrnefndra dægurstöðvar en er að öðru leyti nokkuð „vitrænn" miðill, og Rás eitt er óumdeilanlega menningarleg stöð, þótt sumum þyki sú menning leiðinleg á stundum (það er þeirra mál). En meðan það er pólitískur vilji fyrir því, að ríkisútvarp sé rek- ið hér á landi með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja, þýðir ekki að halda því úti með einhverri hálfvelgju eins og verið hefur nú um hríð. Það þýðir ekki til lengdar að vilja bæði halda og sleppa. Og hafi menn á annað borð áhuga á að leita til Bandaríkjanna eftir fyrir- mynd að útvarpsrekstri er um að gera að líta til þess besta sem fyrir- fínnst þar í landi. Það eru ekki út- varpsstöðvamar (né sjónvarps- stöðvamar) sem veltast um í ólgu- sjó markaðarins. Auðvitað getum við aldrei rekið útvarp á frjálsum framlögum á íslandi. Þess vegna er hér ríkisútvarp. Það er ekki að- eins hér á landi sem sá kostur er talinn vænlegastur; allstaðar ann- arsstaðar á Norðurlöndunum, og í Bretlandi hafa menn ríkisútvarp til að tryggja, að sæmilega viti borið fólk ráði ferðinni en ekki einhver lítt útskýrður markaður. Jafnvel markaður, sem örfáum eigendum stórra fyrirtækja og stjómendum auglýsingastofa er falið að skýra, og segja síðan hvað „fólkið vili“. Auðvitað veit slíkt fólk ekkert hvað „fólk vill“. Það vita stjórnendur ríkisútvarpsins sosum ekki heldur. Það veit enginn einn maður. Hins- vegar á „fólkið“ rétt á upplýsingum, áreiðanlegum upplýsingum. Það á rétt á að vita hvað er að gerast í heiminum, það á rétt á fræðslu, það á rétt á skemmtun, og það á rétt á að vandað sé til við að korria öllu þessu til skila um öldur Ijósvakans. Síbyljan og kjaftagangurinn skipta ekki máli. Hvort tveggja mengar andrúmsloftið meðan það flæðir um ljósvakann, en gleymist síðan. Það skal vanda sem lengi skal standa segir málshátturinn. Það hafa starfsmenn ríkisútvarpsins reynt að gera til þessa, oft í hríð ásakana frá ýmsum fylkingum pólitíkusa, og síðustu árin við heldur bágan fjárhag, en árangur er furðu góður. En betur má ef duga skal ef útvarp- ið okkar á ekki aðeins að vera ríkisútvarp, heldur líka almennings- útvarp. Það vantar fyrst og fremst á, að stjómvöld standi af heilindum við bakið á útvarpinu. Höfundur er frétt&maður hjá Ríkísútvarpinu. Atriði úr kvikmyndinni „Án dóms og laga“ sem sýnd er í Regn- boganum. Regnboginn sýnir REGNBOGINN hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Án dóms og laga“. Leikstjóri er Richard Sarafian og með aðalhlutverk fara Michael Ontkean og Joanna Kems. Fýrir tólf árum var Curt Flynn, bandarískur njósnari, fangelsaður austan jámtjalds. Leyniþjónustan hafði þá séð um að njósnarinn Flynn hafði aldrei verið til og stríðshetjan Flynn var jarðsettur með viðhöfn. „Án dóms og laga“ En Curt er ekki dauður, honum tekst að flýja úr fangelsinu og kom- ast heim. Þar er kona hans gift öðrum og börnin uppkomin. Við þessu er ekkert að gera, en í heimabæ hans ríkir nú ógnarstjóm sem kemur m.a. illa niður á §öl- skyldu hans. Að vel athuguðu máli ákveður hann að taka málið í sínar hendur. Hann er jú ekki til — lög- lega dauður. (Fréttatilkynning) SIEMENS SiEMENS uppþvottaveT' LADY SN 4523 með Aqua-Stop vatnsöryggi. Vandvirk og hljóðlát. • 5 þvottakerfi. • Fjórföld vöm gegn vatnsleka. 'Óvenjulega hljóölát og spameytin. Smith og Norland, Nóatúni4, s. 28300. Takið eftir Leðurklæddir hvíldarstólar m/skammeli. Verð aðeins kr. 27.700.- Kr. 25.000 staðgr. Litir: svart eða brúnt. VALHÚSGÖGN ÁRMULA 8. SIMI 82275. SIEMENS VS 9112 Öflug ryksuga • Stillanlegur sogkraftur frá 250Wuppí1100W. • Fjórfjöld síun. • Fylgihlutir geymdir í vél. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. Gömlu góðu SIEMENS gæöin! SMTTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.