Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 44
MANNAKORN • KÁTIR PILTAR • HALL & OATES • PRINCE • HOTHOUSE • FAIRGROUND ATTRACTION • BRUCE HORNSBY • MORE DIRTY DANCING • THE BEATLES • GOOD MORNING VIETNAM • AHA MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 • FAIRGROUND ATTRACTION • BRUCE HORNSBY • THE BEATLES Bílakassettur í sumarfríið færðu í Skíiiiniii, Borgartúni 24 > •< i— o □□ o > Nú er Skífan í sumarskapi, og býður ótrúlegt úrval af kassettum í bílinn fyrir sumarfríið. Yfir 500 titlar. KOMDU í BORGARTÚNIÐ OG BÆTTU í SAFNIÐ □□ ~ö o > —\ m co 5 tf> > co ie o —I =n O Œ cn $ • l< • I • F • A • N KRINGLUNNI • BORGARTÚNI • LAUGAVEGI cn • o o o □ o □o • BRUCE HORNSBY • MORE DIRTY DANCING • H0TH0USE • Sigurbjörn Friðbjarn- arson - Minningarorð Fæddur 19. febrúar 1906 Dáinn 21. júní 1988 Þar sem góðir menn fara, eru Guðs vegir. Einföld orð, en stór og sönn. Engan hefi ég þekkt, sem þau eiga betur við en þann sem hér er kvaddur hinstu kveðju. Sigurbjöm Friðbjarnarson fædd- ist á Kaðalsstöðum í Fjörðum í Þin- geyjarsýslu, en þangað höfðu for- eldrar hans, Rósa Sigurbjömsdóttir og Friðbjörn Jónsson, flust frá Rauðu-Skriðu í Aðaldal, þar sem Rósa var uppalin. Rósa veiktist mikið eftir að drengurinn fæddist og var heilsuveil lengi. Fjögur börn vom fyrir á heimilinu, sem auðvitað var sárfátækt. Hvar var ekki fá- tæktin í þá daga? Hjónin sáu ekki annað úrræði en koma drengnum í fóstur. 20 vikna gamall var hann settur um borð í bát en flutti hann norðan úr Fjörðum til Húsavíkur, og þaðan lá svo leið fram í Hraun- kot í Aðaldal til hjónanna þar, Frið- riku Eyjólfsdóttur og Jónasar Þorgrímssonar. Skammtímavistun átti það að verða, en leiddist þann- ig út að á Hraunkoti varð hans heimili fram á fullorðinsár. I raun átti Sigurbjörn tvær fjölskyldur, því jafnframt því sem hann átti traust- an vinskap við fóstursystkini sín alla ævi, þá bast hann og systkinum sínum sterkum vináttuböndum. Og ekki trúi ég því að ég halli á Frið- riku á Hraunkoti hið minnsta grand, þó ég segi það sem ég veit, að alla ævi fannst honum Bjössa hann ein- hvers hafa misst og fann sem trega- blandinn söknuð í hjarta er hann hugsaði til móður sinnar þrátt fyrir gott atlæti og ástríki á fóstur- heimilinu. Hollt væri öllum á þessum dögum að leiða hugann að því hverjar breytingar til batnaðar hafa orðið á sl. 80 árum eða rúmlega það, og hversu vamarlaust fólk var þá, þeg- ar veikindi og erfiðleika bar að höndum. Árið 1934 verða kaflaskil á lífsferli Sigurbjarnar, en þá fer hann til vinnu vestur að Látrum í Aðalvík, en þar starfaði þá Ólafur bróðir hans á vegum Vitamála- stjórnar. Þar hitti hann konuefni .sitt, Jórunni Ásu Sigurðardóttur, sem þá var ljósmóðir þar um slóðir. Þau giftu sig árið 1935 og áttu sérlega farsæla sambúð meðan bæði lifðu. Á þessum árum hófst fólksflótt- inn af Ströndum. Aflaleysi, atvinnu- leysi og einangrun hjálpuðust þar að. E.t.v. hefðu þau hjónin annars ílendst þar. Það sagði Sigurbjöm mér, að þar hefði hann kunnað vel við land og fólk, og honum hlýnaði ávallt um hjartarætur, er talið barst að Aðalvík og fólkinu þar. Árið 1939 flytjast þau hjónin til Húsavíkur, og fáum ámm síðar tók Jómnn við ljósmóðurstörfum í Húsavíkummdæmi. Margar vom vökunætumar og fjarvera frá heim- ili og ungum börnum, svo dögum skipti, þegar vitjað var ljósmóður í sveitimar í kring. Þá var það beggja gæfa hversu natinn Bjössi var við heimilisstörfin. Hef ég oft hugsað um það síðar, vegna þess hversu fágætt þar var í þá daga, að karl- menn sinntu um slíkt. Og hvað hann vakti yfir því að konan hans fengi þá hvíld sem mögulegt var. Hún kunni líka að meta það, og gagnkvæmt var traust þeirra og virðing hvort fyrir öðm. Árið 1952 fór Sigurbjörn til vinnu á Keflavíkurflugvelli. „Það var í fyrsta skipti sem ég fékk peninga í hendur," sagði Sigurbjörn. Var hann þá kominn undir fimmtugt. Spái ég að fleiri hafi getað sagt sömu sögu, tímarnir vom þannig á þeim dögum. Upp úr þessu flutti fjölskyldan til Reykjavíkur, Jómnn þá biluð á heilsu. Hún sá þó um heimili þeirra um mörg ár, en andaðist 20. júní 1973. Síðast vann Sigurbjöm sem vaktmaður í Kjörgarði, en mátti hætta störfum fyrir aldur fram vegna hins erfiða sjúkdóms, Parkin- sonsveikinnar, er aldrei sleppir tök- um á þeim sem hún nær tangar- haldi á. Um mörg hin síðari ár dvaldi Sigurbjörn í skjóli dætra sinna, fyrst Friðriku Rósu í Reykjavík, en síðar Bergljótar norður í Mývatns- sveit. Þegar maður Bergljótar féll frá á besta aldri og hún flutti til Reykjavíkur ásamt dætmm sínum, kaus Sigurbjöm að verða eftir í héraði og dvaldi eftir það á Sjúkra- húsi Húsavíkur til hinsta dags. Og þá hófst síðasti kaflinn á lífsferli hans, og trúi ég ekki sá þýðingar- minnsti. Þrátt fyrir sjúkleika og þrautir einkenndu hógværð, þol- gæði og góðvild með gamansömu ívafi allt hans dagfar. Hann ávann sér virðingu og væntumþykju alls starfsfólks í þessu litla samfélagi sem skapast innan veggja sjúkra- húss. Er ég, sem þetta rita, gekk út úr Húsavíkurkirkju að lokinni kveðjuathöfninni þar, hitti ég konu úr þessum hópi sem sagði við mig: „Hann var búinn að kenna okkur svo mikið.“ — Hver reisir sér feg- urri bautastein? •Sem áður er nefnt eignuðust þau Jómnn og Sigurbjörn tvær dætur: Bergljót Jómnn er fædd 22. júlí 1935. Hún var gift Sigfúsi Þór Bárðasyni, en hann lést árið 1983. Þau eignuðust fjórar dætur. Yngri dóttirin er Friðrika Rósa. Maður hennar er Kjartan Sigurðsson. Þau eiga eina dóttur og þijá syni. Ekki er hægt að skiljast svo við þessi minningarorð að geta eigi þeirrar sérstöku ástúðar og um- hyggju er dætumar og fjölskyldur þeirra hafa sýnt þessi síðustu ár. Einu sinni í mánuði hveijum árið um kring hefur önnur hvor þeirra systra eða einhver annar úr skyldu- liðinu komið norður til Húsavíkur og dvalið 2—4 daga í einu í heim- sókn. Sigurbjöm beið ávallt þessara heimsókna með tilhlökkun. Nærri má geta, að ekki er einskis vert þeim er sjúkir og vanmegna láta daga líða að hafa ávallt einhvers að bíða og hlakka til. Þetta er fag- urt fordæmi og e.t.v. ekki svo al- gengt, en segir meir en orð á blaði. Sjálf er ég af hjarta þakklát fyrir kynnin við þennan góða og gegn- vandaða dreng, hann Bjössa minn, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu, sem aldrei hallaði á nokkum mann, en ætíð tók svari þeirra er minna máttu sín. Einkum og sérs- taklega þakka ég þessi undanfarin ár á Sjúkrahúsi Húsavíkur, ríkari er ég fyrir hveija þá samvemstund. Gott er þreyttum að hvílast. Hinn góði og trúi þjónn er genginn í fögn- uð Herra síns. Hafi hann hjartans þökk fyrir samfylgdina. Guð blessi hann og fylgi á friðarleið. Brynhildur Bjarnadóttir Minning: Friðrik P. Dungal Hinn 17. júní sl. lést á Landspít- alanum Friðrik P. Dungal. Við kynntumst honum þegar hann var bekkjarfélagi og vinur sonar okkar, þá í níu ára bekk. Hann var hæglát- ur og hógvær og geislaði af góð- vild. Okkur varð strax hlýtt til hans. Þeir vinir gátu mikið rætt heims- málin og dundað sér heilu dagana við veiðar. Þeir æfðu saman karate sem Friðrik náði mjög góðum ár- angri í. Svo skildu leiðir í gagn- fræðaskólanum, en síðan hittust þeir aftur eftir 3 ár. Þá var Friðrik kominn með erfiðan sjúkdóm, en hann lét það ekki hindra sig í að halda sínu striki og aldrei heyrðum við hann kvarta þó við vissum að honum liði ekki alltaf vel. Hann barðist hetjulega gegn sjúkdómnum og hélt góða skapinu og hlýja bros- - en það er miklu betra að smakka PIMS. Með þessu fátæklegu orðum langar okkur að kveðja góðan dreng og þakka honum samfylgdina á meðan hann lifði. Við sendum foreldrum hans og systur, okkar innilegustu samúðar- kveðjur og megi guð styrkja þau. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, j»r svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan; „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Bjöm Halldórsson frá Laufási:) Anna og Dóri ...ímyndaðu þér mjúkt, ofboðslega gott kex. ...ímyndaðu þér bragðmikið appelsínuhlaup og ekta hnausþykka súkkulaðihúð. ...ímyndaðu þér PIMS frá LU, ólýsanlega gott kex. Ummm... að ímynda sér. EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SlMI 6-85-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.