Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Norðurlandamótið í bríds: Island í öðru sæti eftir 3 umferðir Morgunblaðið/Amór Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra setti 21. Norðurlandamó- tíð í brids sem nú er haldið á Hótel Loftleiðum. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, frú Bryndísi Schram. í bakgrunni eru nokkrir þátt- takenda á NM. Brids Arnór Ragnarsson Norðurlandamótið í brids 1988, hið 21. í röðinni, var sett á Hótel Loftieiðum sl. laugardagskvöld. Jón Steinar Gunnlaugsson forseti Birds- sambands íslands bauð gesti vel- komna, en Jón Baldvin Hannibals- son fjármálaráðherra mætti ásamt sinni ektakvinnu, frú Brjmdísi Schram, og setti mótið. Þátttakendur í mótinu eru yfír 60 frá öllum Norðurlöndunum. í opnum flokki spila sex þjóðir: Dan- mörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Færeyjar og ísland, en í kvenna- flokki eru Finnar og Færeyingar ekki með. Finnsku konumar eru trúlega ekki með vegna fjarlægðar- innar en Færeyingar eiga trúlega ekki frambærilegt kvennalið. Þá er einnig mikill fjöldi starfsfólks í kringum mótið, flestir íslenskir. Þó er aðalkeppnisstjórinn sænskur, þekktur spilari og virtur keppnis- stjóri í gegnum tíðina, Hans-Olaf Hallén. Tvær fyrstu umferðimar í mótinu voru spilaðar sl% sunnudag, tvær umferðir í gær. í dag var fundur Bridssambands Norðurlanda og í kvöld verður 5. umferðin spiluð. Þá verða tvær umferðir spilaðar á morgun. Á fímmtudag verða tvær umferðir í opnum flokki og ein í kvennaflokki. Lokaumferð mótsins verður svo föstudaginn 1. júlí kl. 13, og lokahóf og verðlaunaaf- hending kl. 19.30 um kvöldið. í opna flokknum er spiluð tvöföld umferð en þreföld umferð í kvenna- flokki. l.umferð íslenska karlaliðið spilaði gegn Færeyingum í fyrstu umferðinni og gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik. Þeir urðu þó að sætta sig við að tapa síðari hálfleiknum og vinna „aðeins“ 21—9. Færeyska lið- ið er talið það slakasta á þessu móti en hvort tveggja er að brids er í mikilli framför í Færeyjum og hitt að það getur verið fallvalt að van- meta andstæðinginn. Þá gerðist það að Evrópumeistarar Svía steinlágu fyrir Dönum 7—23 og Finnar og Norðmenn gerðu jafntefli í þriðja leiknum 15—15. I kvennafiokki unnu sænsku kon- umar þær norsku 17—13 en okkar konur spiluðu gegn þeim dönsku. Var sá leikur einstefna dönsku kvennanna sem unnu með 25 gegn 4. 2. umferð Það var heldur óheppilegt að lenda á móti Svíum í annarri um- ferð eftir að þeir höfðu tapað svo illilega í fyrstu umferð. Leikurinn var sýndur á sýningartöflu og féllu fyrstu 5 spilin. í næstu spilum stóð ekki steinn yfír steini hjá íslenska liðinu. Fengu Svíamir þijár stórar sveiflur sem ekki náðist að vinna upp í leiknum sem tapaðist 12—18. Norðmenn unnu Færeyinga 20—10 og Danir héldu uppteknum hætti og unnu Finna 21—9. í kvennaflokki vann norska liðið það íslenzka með miklum mun, 25-3, og er auðséð að það era ekki neinir viðvaningar sem okkar konur etja kappi við. Hins vegar hef ég trú á því að þegar á líður eigi okk- ar lið eftir að gera betur. í hinum leiknum unnu sænsku konumar þær dönsku 16—14 eftir að hafa verið undir í hálfleik. Gífurlegur fjöldi áhorfenda var á sunnudagskvöldið og var ráðstefnu- salurinn fullur af fólki. í kvöld spil- ar íslenska karlaliðið við Norðmenn á sýningartöflunni. Staðan í opna flokknum er þessi eftir tvær umferðir af tíu: Danmörk 44 Noregur 35 ísland 33 Svíþjóð 25 Finnland 25 Færeyjar 19 Staðan í kvennaflokki eftir tvær umferðir af níu: Danmörk 39 Noregur 38 Svíþjóð 33 ísland 7 Hitamælinga- miðstöðvar Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius-i-200+850 eða O-s-1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og fleira. Sfi&nBímQgityr c VESTURGÖTU 16 SÍMAR 14680 - 21480 óskast ýmist í fullt starf eóa hlutastarf H júkru narf raeði Hjúkrunarfræðingar óskast á næturvaktir á hand- lækningadeildir Landspítalans (11G, 13A, 12 og bæklunardeild) frá 1. september. Um er að ræða 40-60 % vinnu og 9 tíma vaktir. Athugið sérstök launakjör fyrir 60% næturvaktir. Sjúkralíðar Sjúkraliðar óskast á næturvaktir á handlækninga- deildir Landspítalans (11G, 12A, gjörgæslu og bæklunardeild). Um er að ræða 50-100 % vaktavinnu. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601366. RÍKISSPÍTAIAR LANDSPÍTALINN Brids GuðmundurSv. Hermannsson íslenska liðið komst f 2. sætið á Norðurlandamótinu í brids eftir góð- an sigur á því fínnska í 3. umferð. Danir unnu þriðja sigur sinn í röð, nú á Norðmönnum þrátt fyrir að hafa verið 20 impum undir í hálfleik, og vora efstir, 10 stigum á undan íslendingum. íslensku konurnar hristu af sér slenið og gerðu jafn- tefli við þær sænsku, 15:15, en dönsku konumar leiddu í sínum flokki eftir 3 umferðir. Þorlákur Jónsson og Sigurður Sverrisson spiluðu í opna salnum gegn Finnum og Jón Baldursson og Valur Sigurðsson í þeim lokaða. ís- lendingar byijuðu vel og skoraðu 39 impa áður en Finnamir komust á blað. Staðan í hálfleik var 34:56 fyr- ir ísland, en í þeim seinni komu Karl Sigurhjartarson og Sævar Þor- bjömsson inn fyrir Jón og Val. ísland bætti enn við stigum; Sævar og Karl náðu þunnri slemmu og Karl þurfti að spila vel til að vinna hana en Finnamir létu geimið duga. Sæv- ar var einnig doblaður í bút sem hann vann og eitt og annað fleira bættist við. Lokastaðan var 98:61 eða 21:9. Danimir virðast vera í miklu stuði og hafa þegar unnið helstu keppina- uta sína nema íslendinga. Þeir voru að vísu 22 impum undir í hálfleik, en bæði Norðmenn og Danir skiptu um pör í hálfleiknum. Harald Nordby og Kari Wang fóru út fyrir Norð- menn og Villy Dam og Ame Mohr fyrir Dani en Stig Werdelin og Lars Blakset komu í staðinn. Það voru þó Knud Blakset og Jan Nicolaisen sem tóku inn stigin í seinni hálfleikn- um á móti Glenn Grötheim og Ulf Tundal en Blakset og Nicolaisen hafa spilað mjög vel það sem af er mótinu. Danimir skoruðu 68 impa gegn 14 í seinni hálfleik og unnu leikinn 20:10. Færeyingar hafa komið nokkuð á óvart með því að hirða stig af íslend- ingum og Norðmönnum, og þeir voru aðeins 20 impum undir gegn Svíum í hálfleik. í seinni hálfleiknum sneri gæfan þó baki við þeim og Svíar unnur hálfleikinn 67:9 og leikinn 23:3; Svíar fengu 2 stig í sekt þegar einn þeirra yfírgaf lokaða salinn án leyfís. Leikur fslands og Svíþjóðar í kvennaflokki var jafn allan tímann. Svíar voru 9 impum yfír í hálfleik en íslensku konumar sneru dæminu við f seinni hálfleiknum og höfðu 2 impa yfír í ieikslok, 65:63, en það dugði ekki í vinninginn. Dönsku konumar unnu þær norsku öragglega 20:10 eftir að hafa haft yfir í hálfleik. Dönsku konumar virðast sigurstranglegar í kvenna- flokki þrátt fyrir að besta parið þeirra, Bettina Kalkemp og Charl- otte Palmlund, hefði lent í einkenni- legu óhappi gegn Svíum í 2. umferð. Eftir hroðalegan sagnmisskilning spiluðu þær 5 hjörtu dobluð á tromp- litinn 10982 á móti sjöunni blankri meðan þær gátu unnið 5 tígla. 5 hjörtu fóru 8 niður, eða 2000, og sænsku konumar græddu 19 impa, sem er stærsta sveifla mótsins enn sem komið er. Hér er að lokum sveifluspil úr 3. umferðinni. Vestur ♦ 10986 ♦ 942 ♦ 962 ♦ 874 Norður ♦ A7 VG76 ♦ ÁDG7 ♦ DG92 Austur ♦ KDG5432 ♦ D8 ♦ 543 ♦ 3 Suður ♦ - ♦ ÁK1053 ♦ K108 ♦ ÁK1065 Eins og sést vinnst alslemma í laufí, tígli, hjarta og grandi f NS. 7 tíglar era bestir því þar fást 13 slag- ir án þess að hjartadrottningin komi, með því að trompa einn spaða í suður. f leik íslands og Finnlands sátu Jón og Valur með spil NS en Pekkin- en og Iltanen AV: Vestur Norður Austur Suður 1 grand 3 spaðar 4 spaðar 6 spaðar Pass Pass 7 lauf Pass Pass 7 spaðar Pass Pass 7 grönd pass Valur lagði mikið á spilin sín á móti 12—14 punkta grandi Jóns. Fyrst sagði hann 7 lauf og bauð síðan Jóni upp á 7 grönd með passinu jrfir 7 Spaða. En allt fór vel og NS fékk 2220. Við hitt borðið sátu Þorlákur og Sigurður AV en Koistinen og Erkk- ila NS. Þar gengu sagnir eins nema suður doblaði 7 spaða. Þeir fóra 7 niður, eða 1700, og ísland græddi 11 impa. Sænsku konumar fóru í 7 lauf gegn þeim íslensku og græddu 13 impa. Eina parið í viðbót, sem náði alslemmu, voru Færeyingamir Vest- ergaard og Mouritsen og þeir voru líka í þeirri réttu, 7 tíglum: Vestur Norður Austur Suður 1 grand 3 spaðar 4 tíglar Pass 5 tíglar Pass 5 työrtu 6 spaðar Pass Pass 7 lauf Pass 7 tíglar Pass Pass Þetta virðast vera góðar og gildar sagnir, en þegar Færeyingamir vora spurðir um þýðingu þeirra kom svip- ur á ýmsa. Norður tók 4 tígla nefni- lega sem lit og áskorun og fann hækkun í 5 tígla. Hann taldi síðan að 5 hjörtu væri spumarsögn í hjarta og sýndi ekkert háspil með passi jrfir 6 spöðum. 7 lauf hljómaði sem spuming um laufið og 7 tíglar sýndu þá ekkert háspil. Suður lagði allt aðra merkingu í sagnimar. Sennilega hefur hann ætlað að segja 4 spaða yfir 3 spöð- um, en reyndi síðan að teiðrétta sig með því að segja litina sína. Þegar hann sá að norður ætlaði ekki að hætta að svara spumingunum, gafst hann upp í 7 tíglum - í rétta samn- ingnum. Þetta reyndist ágætis ár- angur og uppskeran var 13 impar. Staðan að loknum þremur um- ferðum var þessi í karlaflokki: Danmörk 64, ísland 54, Svíþjóð 48, Noregur 45, Finnland 34, Fær- eyjar 22. í kvennaflokki var staðan þessi: Danmörk 59, Svíþjóð og Noregur 48, ísland 22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.