Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 35 Kasparov hefur vinningsf orskot Skák Margeir Pétursson HEIMSMEISTARINN er kom- inn með vinnings forskot á heimsbikarmótinu hér í Belf- ort, eftir að hafa unnið þrjár skákir í röð. Hann hefur nú átta og hálfan vinning af 11 mögulegum, en Jan Ehlvest er næstur með sjö og hálfan vinn- ing. Jóhanni Hjartarsyni hefur ekki vegnað vel um helgina. Á laugardaginn gerði hann átak- alitið jafntefli við Sokolov og daginn eftir missti hann unna stöðu gegn Jusupov niður í jafntefli. í dag tapaði hann síðan illa fyrir Nogueiras frá Kúbu og er því i 13.-15. sæti ásamt fleirum. Anatoly Karpov er líklegur til að taka þátt í baráttunni um efsta sætið. Hann hefur 6 vinninga og á betri biðskákir við Robert Hiib- ner og Jan Timman. Liklegast virðist að hann vinni Timman, en geri jafntefli við Hiibner. Þótt all- ar líkur séu á því að Kasparov sigri getur allt gerst, því hann á ennþá eftir að mæta bæði Ehlvest og Karpov. Staðan á mótinu eftir 11 um- ferðir er þannig; 1. Kasparov 8V2 v. 2. Ehlvest 7>/2 v. 3. Spassky 6V2 v. 4. Karpov 6 v. og 2 biðskákir. 5. -6. Sokolov og Hbner 6 v. og biðskák. 7. Ribli 6 v. 8. Short 5V2 v. • 9. -11.. Speelman, Jusupov og Nogueiras 4V2 v. 12. Andersson, 4 v. og biðskák 13. -15. Jóhann Hjartarson, Ljúbójevítsj og Beljavskíj 4 v. 16. Timman 3V2 og biðskák. Taflmennskan um helgina hef- ur borið þess merki að það er hlaupin þreyta í ýmsa keppendur. í gær voru t.d. fjórir skákmenn komnir með vonlausar stöður eftir aðeins 20 leiki, þeir Timman, Andersson, Ljúbójevítsj og Speel- man. Þreyta háir þó ekki fulltrúa heimamanna, Borís Spasskíj, sem yfírleitt gerir stutt jafntefli. Á laugardaginn vildi Jusupov ekki jafntefli við hann, fórnaði manni í tóma vitleysu og Spasskíj vann auðveldlega. Hann hefur því stað- ið sig mjög vel á mótinu og Frakk- amir eru kampakátir. Það kom hins vegar mörgum spánskt fyrir sjónir að í viðtali við franska sjón- varpið í gærkvöldi lét kappinn sig hafa það að tala ensku, þótt hann hafí nú dvalist í 12 ár í Frakklandi. Við skulum nú líta á skákir Jóhanns Hjartarsonar um helgina. Hvítt: Artur Jusupov Svart: Jóhann Hjartarson Katalónsk byijun I. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. g3 - c5 4. Rf3 - cxd4 5. Rxd4 - d5 6. Bg2 - e5 7. Rf3 - d4 8. 0-0 — Rc6 9. e3 — Bc5 10. exd4 — exd4 11. Bg5 Áður fyrr var hér venjulega leikið 11. Hel+ — Be6 12. Rg5, en má svartur vel við una eftir peðsfómina 12. — 0-0. II. - Be6 12. Rbd2 - Be7 13. Rb3 - d3 14. Hcl - 0-0 15. Be3?! Þessi leikur hvíts er misheppn- aður, fyrst hann getur ekki svarað 15. — Rg4 með 16. Bc5. 15. - Rg4! 16. Bf4 - Dd7 17. a3 — h6 18. Dd2?! - Hfd8 19. Hfdl - a5 20. Be3 Þvingað vegna hótunarinnar 20. — a4. 20. - Rge5 21. Rxe5 - Rxe5 22. Rxa5 Jusupov gerði sér auðvitað grein fyrir því að þetta myndi kosta hann skiptamun, en hann átti ekki um annað að velja 22. - Bg4 23. Dc3 - Bf6 24. Db4 - Bxdl 25. Hxdl - Dg4 26. Hd2 í þessari stöðu er Jóhann gjör- samlega búinn að yfírspiia Ju- supov og átti þar að auki tæplega tíu mnútur eftir, en Jusupov að- eins fímm. Nú hefði Jóhann átt að fara sér hægt og leika 26. — Hd7! með vinningsstöðu. í stað þess gerði hann þau mistök að leyfa Jusupov að skipta upp í endatafl og notaði þar að auki sex dýrmætar mnútur. 26. - Rf3+ 27. Bxf3 - Dxf3 28. Dxb7 - Dxb7 29. Rxb7 - Hdb8 30. Rc5 - Bxb2 31. Rxd3 - Bxa3 32. c5 - Hb3 33. Kfl - HcS 34. Ke2 - Hd8 35. h4! - h5 36. Hdl - g6 37. Hd2 - Hd5 38. Hdl - Kf8 39. Hd2 - Ke8 40. Hdl - Kd8 Eftir mikið tihahrak hafa lnumar skýrst. Vinningsmögu- leikamir eru auðvitað svarts meg- in, en Jusupov verst mjög vel í framhaldinu og tryggir sér jafn- teflið með glæsilegri riddarafóm. 41. Bg5+ - Ke8 42. Be3 - f6 43. Hd2 — g5 44. hxg5 — fxg5 45. Rf4!! - Ilxe3+ 46. fxe3 - Hxd2+ 47. Kxd2 - gxf4+ 48. exf4 — Bxc5 og hér var samið jafntefli, því ekki er hægt að vinna með biskup og kantpeði gegn kóngi, ef biskupinn getur ekki valdað uppkomureit peðsins. í skákinni vjð Nogueiras var Jóhann alveg heillum horfínn. Hann mátti vita að Kúbumaðurinn myndi tefla þetta hvassa afbrigði frönsku vamarinnar. Hvitt: Jóhann Hjartarson Svart: Jesus Nogueiras Frönsk vöm 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 - Re7 5. a3 - Bxc3 6. bxc3 — c5 7. Dg4 — Dc7 8. Dxg7 — Hg8 9. Dxh7 — cxd4 10. Re2 - Rbc6 11. f4 - dxc3 12. Dd3 - Bd7 13. Dxc3 - Rf5 Fyrr á mótinu lék Timman hér 13. — Hc8 gegn Short, sem er traustari leikur. Nogueiras teflir mun hvassar. Það var greinilegt að hann hafði undirbúið þessa leið heima, hann eyddi aðeins 9 mnútum á fyrstu 17 leikina. 14. Hbl - 0-0-0 15. Hgl - d4 16. Dd3 - Ra5 17. g4 Hér kom einnig til greina að leika 17. Hb4!? til að hindra næsta leik svarts. 17. - Ba4 18. c3? Hér hefði hvítur átt að láta svart sýna fram á réttmæti fóm- arinnar og leika 18. gxf5 — Bxc2 19. Db5. Nú nær svartur frum- kvæðinu með laglegum leik: 18. - Bc2! 19. Dxc2 - d3 20. Da2 - Dc5! 21. Hg2 - Re3! 22. Bxe3 — Dxe3 23. Hg3 — d2+ 24. Kdl - Df2 25. Kc2 - dl=D 26. Hxdl - Hxdl 27. Kxdl - Dxfl+ 28. Kd2 - b5! 29. Ke3 - Rc4+ 30. Ke4 - Df2! og hvítur gafst upp. Jarðskjálftahrina var víða um land um helgina NOKKRIR fremur smáir jarð- skjálftar mældust um helgina og gætti þeirra víða. Hinir sterkustu þeirra vom um það bil 3 á Rich- terskvarða að styrkleika. Fyrsti skjálftinn átti upptök sín í Dyngjufjöllum kl. 11.36 álaugardag- inn. Hann var af stærðinni 3,3 á Richterskvarða og stærstur skjálf- tanna í hrinunni. Klukkan 21.23 um kvöldið varð svo annars skjálfta vart. Hann mældist 2,7 á Richterskvarða og átti upptök sín í Krýsuvík. Styrk- ur hans nægði til þess, að fólk á höfuðborgarsvæðinu fann fyrir hon- um. Aðfaranótt sunnudags urðu ýmsir Sunnlendingar varir við jarðskjálfta sem átti upptök sín í Flóa. Var hann 2,9 á Richterskvarða. Um helgina mældust einnig nokkrir smærri skjálftar. Áttu tveir upptök sín í Bárðarbungu og einnig varð hrær- inga vart í Kötlu og í Landsveit. Allir þessir jarðslqálftar urðu á virkum skjálftasvæðum, sem liggja á skilum milli fleka í jarðskorpunni. Þessi skil liggja þvert yfír landið frá Axarfírði til Reykjaness. Á því svæði eru skjálftar af þessu tagi mjög al- gengir. Að sögn Páls Einarssonar, jarðeðl- isfræðings hjá Raunvísindastofnun Háskóláns þykir það hins vegar sæta tíðindum, að þessar jarðhræringar skyldu eiga sér stað svo víða um svipað leyti. Ekki munu liggja fyrir einhlítar skýringar á því. Þó er talið, að orsakanna sé að leita í plötuhreyf- ingum í jarðskorpunni. „Þessar hreyfíngar eru mismiklar," sagði Páll. „Virknin er meiri suma daga en aðra og þá gengur svona hrina yfír.“ Aurskriða féll niður Jókugil í Bjólfinum Einstök veðurblíða en miklar leysingar í fjöllum Morgunblaðið/Garðar Rúnar Aurskriða féll úr Bjólfinum fyrir ofan Seyðisfjörð á laugardag og rann niður á tún innan við bæinn. AURSKRIÐA féU úr Bjólfinum á laugardaginn milli klukkan 17 og 18, en Bjólfurinn er norðan megin í Seyðisfirði. Skriðan átti upptök sín mjög ofarlega i fjallinu og rann niður svokallað „Jókugil“, alveg niður á tún innan við bæinn og kom niður við hliðina á gömlum fjárhúsum sem þar standa, skammt fyrir ofan kirkjugarðinn. Hitinn fór upp í 29 stig þennan dag og því leysingar miklar í fjöllun- um og mun það trúlega vera orsökin fyrir því að þessi skriða fór af stað. Margir Seyðfirðingar notuðu þennan dag til að njóta veðurblíðunnar sem var þennan dag og verið hefur und- anfarna daga. Lágu menn því mak- indarlega í sólbaði I görðum sínum þegar þeir heyrðu og sáu skriðuna bijótast niður Jókugilið í Bjólfinum. Margir þustu af stað upp að fjallinu til að sjá þetta betur og var fréttarit- ari Morgunblaðsins einn þeirra. Á leiðinni til baka hitti fréttaritari Emil Emilsson fyrrverandi kennara sem er nokuð fullorðinn Seyðfírðing- ur og man því tfmana tvenna. Hann fór að rifja upp sams konar atburð er átti sér stað á Seyðisfirði daginn sem lýðveldið var stofnað eða 17. júní 1944. „Það var mjög svipað veður þá og nú er búið að vera í dag. Mikill hiti og logn fyrri hluta dagsins, en hvessti nokkuð í eftirmiðdaginn. Menn voru að halda upp á stofnun lýðveldisins, hátíðarhöldin fóru fram þar sem nú stendur nýi grunnskól- inn. Strengdur hafði verið hvítur borði yfír pallin þar sem ræðumenn töluðu og skemmtiatriði fóru fram. Á þennan borða var letrað eitthvað á þá leið að lengi lifi lýðveldið. Allt í einu kom sterk vindkviða svo að borðinn slitnaði upp og fauk. í sama mund tóku menn eftir því að aur- skriða var að renna niður hlíðar Bjólfsins, nokkru norðar en þessi Vel lítur út með grassprettu í Austur-Húnavatnssýslu og er sláttur hafinn á nokkrum bæjum í sýslunni. Þeir sem fyrstur urðu af stað byrjuðu á laugardaginn en liklega fara bændur almennt af stað með heyskap um næstu helgi. Ef grasvöxtur er borinn saman við síðastliðið sumar virðist hann skriða sem nú var að falla. Nú ger- ist þetta aftur við svipaðar veðurað- staeiður og þá voru, nú þegar við erum að kjósa forseta lýðveldisins", sagði Emil Emilsson. vera um það bil viku á eftir í ár, þrátt fyrir það er grasspretta í góðu meðallagi miðað við undanfarin tfu ár. Tún komu vel undan vetri og er ekkert vitað um kal. Útlitið er gott með heyfeng en veðurfar og aðstæð- ur bænda ráða hver gæði heyjanna verða þegar heyskap lýkur í sumar. Jón Sig Austur-Húnavatnssýsla: Sláttur hafinn Blönduósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.