Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 17 Norræna félagið á Siglufirði 50 ára eftirÞ. Ragnar Jónasson Á nítjándu öldinni og fram um aldamótin 1900 var uppi á Norður- löndum stefna sem nefnd hefur verið í þessum löndun „skandinav- ismi“. Þessi hreyfing var aðallega hugsuð sem ieið til þess að auka skilning og samstarf þessara frændþjóða, sérstaklega á sviði menningarmála. Á tímabili hrifust margir ungir menntamenn og skáld af þessum hugmyndum og má þar nefna íslensku skáldin Grím Thomsen (f. 15. maí 1820, d. 27. nóv. 1896) og Jónas Guðlaugsson (f. 27. sept. 1887, d. 15. apr. 1916). Þeirdvöld- ust báðir lengi í Danmörku og urðu gagnteknir af þessum hugsjónum. Gamall og langær misskilningur milli þessara þjóða átti að hverfa og bræðrabönd að knýtast, sem ættu að leiða til vinsamlegra sam- skipta á öllum sviðum og norræns samhugar. Jónas Guðlaugsson, skáld, orti eftirfarandi hvatningu, sem oft er sungin á mótum og samkomum Norðurlandabúa, undir lagi danska tónskáldsins Carl Ni- elsen: „Kan I mærke det lysner af Solskin i Sindet, kan I se at det glödes af Tanker og Ord, at vi samles i Haabet og mödes í Mindet, vi Böm af en Stamme, vi Sönner af Nord.“ Þ. Ragnar Jónasson „Norrænu félögin eru framhald af þessum hugsjónum. Markmið þeirra er að efla og auka kynningu o g sam- starf milli Norður- landaþjóðanna á hinum ýmsu sviðum þjóðlífs- ins.“ Norrænu félögin eru framhald af þessum hugsjónum. Markmið þeirra er að efla og auka kynningu og samstarf milli Norðurlandaþjóð- anna á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Fyrsta norræna félagið á íslandi var stofnað í Reykjavík árið 1922 af Sveini Bjömssyni, sendiherra, síðar fyrsta forseta lýðveldisins Islands. Norræna félagið á Siglufirði var stofnað þann 27. júní 1938 að frumkvæði þáverandi bæjarfógeta Guðmundar Hannessonar og hefur það starfað alla tíð síðan. Þessi félög byggja á skyldleika norrænna þjóða og sameiginlegri sögu þeirra um aldaraðir. Gagn- kvæm kynni milli þjóðanna er ein- hver áhrifaríkasta leiðin til skiln- ingsauka á viðhorfum og verkefn- um þeirra. Félögin hafa stuðlað að fjöl- mennum nemendaskiptum milli landanna og margir hafa notið ókeypis námsdvalar á lýðháskólum Norðurlandanna, eða fengið náms- styrki fyrir atbeina félaganna. Eitt af því sem mest hefur auk- ið og eflt vináttu og kynni þessara þjóða er vinabæjahreyfingin. Árið 1948 var vinabæjahringur Siglu- Qarðar stofnaður með Heming í Danmörku, Utajárvi í Finnlandi, Holmestrand í Noregi og Váners- borg í Svíþjóð. Síðar kom bærinn Kangasala í Finnlandi í staðinn fyrir Utajárvi. Nú hafa einnig bæst í þennan hring Eidi í Færeyj- um, Mariehamn á Álandseyjum og Amsk í Grænlandi. Árlega eru haldin mót þessara vinabæja þar sem fulltrúar og gestir mæta og skiptast á gjöfum og blanda geði og ræða sameiginleg áhugamál. Fyrsta vinabæjamót á íslandi var haldið á Siglufírði sumarið 1951, dagana 26. júlí til 1. ágúst. Þar mættu fulltrúar frá öllum vina- bæjunum og kom hver með fána síns lands, sem gjöf til Norræna félagsins á Siglufirði. Alls hafa verið haldin fímm vinabæjamót þar með góðri þátttöku í öll skiptin. Flestir gestir frá Norðurlöndunum komu á mótið árið 1986, en það voru um það bil 230 manns. Óhætt er að fullyrða að þessi mót hafa stóraukið þekkingu milli þessara bæja og knýtt mörg og traust vin- áttubönd. Einn af dugmestu forystumönn- um vinabæjahreyfíngarinnar var Sigurd Christensen, assurandör í Heming. Hann var hvatamaður þess að Siglufjörður og Norræna félagið þar voru með í stofnun vinabæjahringsins. Hann stofnaði félagið Norden í Heming árið 1942 og var formaður þess þar til hann lést árið 1968. Hann kom fyrst til íslands á vinabæjamótið á Siglu- fírði árið 1951. Eftir þá heimsókn varð hann einlægur aðdáandi ís- lands og íslenskrar menningar. Hann var einn af ötulustu baráttu- mönnum í Danmörku fyrir því að Íslendingar fengju handritin heim. Hann ferðaðist víða um land sitt og hélt fyrirlestra um málið og skrifaði mikið í þarlend blöð. Hann beitti áhrifum sínum við danska ráðamenn og hélt uppi stöðugum áróðri fyrir handritamálinu, þar til sigur vannst. Slíkur er meðal ann- ars árangur af norrænni samvinnu. Sem þakklætisvott fyrir hans mikla starf fékk Norræna félagið á Siglufirði og vinir hans því til leiðar komið að hann var gerður að íslenskum ræðismanni í Hem- ing á Jótlandi árið 1956, sem var honum mikið gieðiefni. Ýmsar gjafir hafa farið á milli vinabæjanna. Má þar nefna skjald- armerki bæjanna, bókmenntaverk, listaverk, minjagripi og margt fleira. Siglufjörður fékk sitt fyrsta jólatré sem gjöf frá vinabæ sínum í Noregi árið 1951. Frá vinabænum í Svíþjóð kom jólatré 1953 og síðan 1955 hafa árlega komið jólatré frá danska vinabænum. Þett er til mikillar ánægju fyrir bæjarbúa sem eru mjög þakklátir fyrir þenn- an sýnilega vináttuvott, sem eykur hátíðarblæinn um jólin. Það er göfugt viðfangsefni að fyrirbyggja sundurlyndið meðal manna og að vinna að bróðurlegum samskiptum þjóðanna. Gmndvöllur þess að einstaklingar og þjóðir fái notið þess að lifa hamingjusömu lífí er að lifa í friði og við frelsi og réttlæti. Um allan heim er unnið að þess- um málum undir forystu Samein- uðu þjóðanna. Margar félagsstofn- anir aðrar hafa svipuð mál á stefnuskrá sinni og leitast við eftir mætti að vinna að framgangi þeirra. Eitt slíkt félag er Norræna félagið. Höfundur er fyrrverandi bæjar- gjaldkeri á Siglufirði. BREYfT KÍLÓMEIRAGJALD OG DAGPENINGAR ÍSTAÐGREÐSLU FRÁ 7. JÚNÍ 1988 KÍLÓMETRAGJALD Frá og með 1. júní 1988 breytist áður auglýst skattmat á kflómetragjaldi, sbr. auglýsingu ríkisskattstjóra nr. 3 frá 4. janúar sl. og auglýsingu hans nr. 7 frá 25. maí sl. Mattil tekna á endurgjaldslausum afnotum launamanns af bifreið sem launagreiðandi hans lœtur honum I té hœkkar þannig: Fyrirfyrstu 10.000kmafnotúrl 6,55 pr.kmíkr. 16,85pr.km. Fyrirnœstu 10.000kmafnotúrl 4,85 pr.kmfkr. 15,10pr.km. Yfir20.000 kmafnotúr 13,10 pr. km fkr. 13,30pr. km. /Mat á endurgreiddum kostnaði til launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið hans, sem halda má utan staðgreiðslu, hœkkarþannig: Fyrir fyrstu 10.000km afnot úr 16,55 pr. km íkr. 16,85 pr. km. Fyrirnœstu 10.000kmafnotúrl 4,85 pr.kmfkr. 15,10pr.km. Yfir20.000km afnotúr 13,10pr. km í kr. 13,30pr. km. Fái launamaður greitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs I þágu þeirra sem miðast við .sérstakt gjald' eða .torfœrugjald' sem Ferðakostnaðamefnd ákveður má hœkka kílómetragjaldiðsem hérsegir: Fyrir 1 - -10.000 km akstur - sérstakt gjald hœkkun um 2,60 kr. pr. km. torfœrugjald hœkkun um 7,00 kr. pr. km. Fyrir 10.001 -20.000km akstur-sérstaktgjald hœkkun um 2,30 kr. pr. km. torfœrugjald hœkkun um 6,25 kr. pr. km. Umfram 20.000km akstur - sérstakt gjald hœkkun um 2,05 kr. pr. km. torfœrugjald hœkkun um 5,55 kr. pr. km. DAGPENINGAR Frá og með 1. júní 1988 breytist áður auglýst skattmat á dagpenlngum, sem halda má utan staðgreiðslu, sbr. auglýsingu ríkisskattstjóra nr. 3 frá 4. janúar sl., þannig: Almennir dagpeningar vegna ferðalaga erlendis: NewYorkborgSDR 150, óbreyttSDR 150 Noregur og Svfþjóð úrSDR 165ÍSDR170 Annars staðar úr SDR 150 í SDR 155 Við það skal miða að almennir dagpeningar vegna ferðalaga erlendis skiptist þannig: Vegna gistingar 50%, Vegna fœðis 35%. Vegna annars kostnaðar 15%. Sé hluti af ferðakostnaði erlendis greiddur samkvœmt reiknlngi frá þriðja aðlla og jafnframt greiddir dagpeningar skal miða við framangreinda sklptingu við mat á því hvort greiða beri staðgreiðslu af hluta greiddra dagpeninga, Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa: New York borg SDR 95, óbreytt SDR 95. Noregur og Svfþjóð úrSDR 105 ÍSDR110. AnnarsstaðarúrSDR 95 ÍSDR100. Dagpeningar vegna ferðalaga innanlands: Gisting og fœði íeinn sólarhring úrkr. 3.960,- fkr. 4.665,- Gisting í einn sólarhring úr kr. 1.890,-íkr. 1.915,- Fœði hvern heilan dag, minnst Wtfrna ferðalag úrkr. 2.070,- f kr. 2.750,- Fœðl f hálfan dag, minnstótfma ferðalag úrkr. 1.035,- f kr. 1.375,- RSK RÍWSSKATTSTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.