Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 fclk í fréttum , Morgunblaðið/Þorkell Astríður Guðrún Eggertsdóttir var í hópi þriggja efstu á stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík nú í vor. Stefnir á nám í arkitektúr ASTRÍÐUR Guðrún Eggerts- dóttir var í hópi þriggja stúlkna, sem bestum árangri náði á stúdentsprófi frá Kvennaskó- lanum í Reykjavík i vor. „Ég er á leið til Parísar í haust þar sem ég ætla að stunda frönskunám við Sorbonne—háskólann í hálft ár,“ sagði Astríður Guðrún þegar hún var innt eftir framtiðará- formum sínum. Þess má geta að Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, stundaði nám við þennan sama skóla. „Síðan stefni ég á að taka inntökupróf í arkitektúr i París eða á Englandi.“ „Ég hef stefnt að því að fara í arkitektúr I mörg ár en hef samt ekki undirbúið mig neitt sérstak- lega. Ég hef þó tekið teikningu í skólanum og fer mikið á myndlist- arsýningar, enda hef ég mikinn áhuga á myndlist," sagði Ástríður Guðrún. Hvað þurfti til _að ná svo góðum námsárangri? „Ég reyndi að vinna skipulega og gefa mér tíma fyrir námið. En ég var ekki að allan sól- arhringinn, langt frá því,“ En opnar þessi árangur henni einhveija möguleika? „Það er alltaf gott að fá góðar einkunnir og það eru meiri möguleikar á að komast inn í fleiri skóla." Það er athyglisvert hve stúlkur eru orðnar áberandi fleiri í hópi nýstúdenta en piltar og mun fleiri dúxar koma úr hópi stúlkna. Ástríð- ur Guðrún var spurð að því hvort hún hefði einhverja skýringu á því. „Strákar eru kannski uppteknari við áhugamál sín og gefa sér minni tíma fyrir skólann, annars veit ég það ekki.“ Ástríður vinnur hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í sumar. Foreldrar hennar eru Eggert Víking, leigubílstjóri, og Ragnheið- ur Pálsdóttir, gjaldkeri Landmæl- inga íslands. COSPER IQBfefe COSPER — Þakka þér fyrir bogann, Gísli frændi. Hann er æði. WILLIAM DE ACUTIS Klipptur út Eg held að þetta sé ekki mitt happaár" segir William De Acutis sem hefur unnið sér það til frægðar að leika í kvikmyndunum „Fatal Attraction" og Broadcast News. Þessar myndir hafa báðar hlotið gífurlega góða aðsókn í kvik- myndahúsum um allan heim. Ekki er þó sagan öll sögð því að í bæði skiptin varð William fyrir barðinu á þeim sem klipptu myndirnar og sást þ.a.l. aldrei á hvíta tjaldinu. í „Broadcast News“ lék William kynvilltan, opinberan embættis- mann, Buddy að nafni, sem lak upplýsingum í fjölmiðlamann sem William Hurt lék. Þegar lokið var við upptökur myndarinnar, var haf- ist handa við að klippa hana og í fyrstu atrennu fengu 3 klukkutímar af myndinni að fjúka. Þar með þeyrði Buddy sögunni til. Nú hefur William fengið hlutverk í kvikmyndinni „Me and him“ þar sem Griffin Dunne leikur aðalhlut- verkið. William býður nú í ofvæni eftir að sjá hvort hann verður klipptur út enn einu sinni. William De Acutis lék bæði í „Broadcast News“ og „Fatal Attrac- tion“ en i bæði skiptin var hann „klipptur út“ og sást því aldrei á hvíta tjaldinu. VESTMANNAEYJAR Hermann datt í lukkupottinn Hermann Kr. Jónsson datt held- ur betur í lukkupottinn um dagana þegar hann brá sér í Áfeng- is og tóbaksverslun ríkisins í Vest- mannaeyjum. Fyrir utan „Ríkið“ stóð maður sem vildi endilega selja honum happdrættismiða Björgun- arfélags Vestmannaeyja og Her- mann sló til. Stuttu seinna kom í ljós að Hermann hafði hlotið vinn- ing á miðann og reyndist það vera bifreið af gerðinni Toyota Corolla. Hermann vinnur hjá fyrirtækinu Samtog sem er togaraútgerðarfélag í Vestmannaeyjum. í fyrra vildi svo til, að samskonar vinningur kom á happdrættismiða sem Samtog hafði keypt af Björgunarfélaginu. Þeim vinningi var skilað aftur til styrktar góðu málefni. Gárungarí Vestmannaeyjum hafa haft á orði að nú sé farið að borga sig að skreppa í „Ríkið“. Morgunblaðið/Sigurgeir Hér er Hermann á nýju bifreiðinni sinni og óskar Morgunblaðið honum til hamingju með vinninginn. Craig Shoema- ker hélt kjafti í orðsins fyllstu merkingu. Hann hefur kannski verið orðinn svona svangur greyið. Peter Pitofsky viðrar sínar til- komumiklu kinnar. LAS VEGAS Grín og glens í Las Vegas að var mikið um dýrðir í Las Vegas um dagana þegar u.þ.b. 100 skemmtikraftar komu þar saman til að sýna sig og sjá aðra. Þetta er í fyrsta skipti sem slík sýning er haldin en tilgangur- inn er fyrst og fremst að gefa ungum og upprennandi grínistum tækifæri til að koma sér á fram- færi. Þeir 230 gestir sem komu til að sjá og heyra í æringjunum, voru flestir í gróðahugleiðingum. A.m.k. 55 skemmtistaðaeigendur ásamt sjónvarpsmönnum og ýms- um fleiri hagsmunaaðiljum voru mættir á staðinn og virtust þeir skemmta sér konunglega. Á sýningunni gaf að líta ýmsar furðuverur en eins og meðfylgj- andi myndir bera með sér, hefðu sumir skemmtikraftanna vel get- að keppt í grettukeppni hjá Hemma Gunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.