Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIFTI AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 3- Hlutabréf Fjárfestingafélagið Draupn- ir að hefja starfsemi STARFSEMI Fjárfestingafélags- ins Draupnis er að hefjast um þessar mundir en til þessa fyrir- tækis var stofnað í desember á sl. ári með það fyrir augum að stuðla að þróun íslensks hlutabréfamark- aðar. Engin starfsemi hefur verið á vegum félagsins fram að þessu en fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn nú nýverið. Hlutafé Fjár- festingafélagsins Draupnis er alls 150 milljónir króna og var að fullu innborgað á sl. ári. Stærsti hlutafj- áreigandinn er Iðnþróunarsjóður með 149,9 milljónir en aðrir stofn- endur eru Félags ísl. iðnrekenda, Iðnlánasjóður, Landssamband iðn- aðarmanna og Verðbréfamarkað- ur Iðnaðarbankans. Hlutverk Fjárfestingafélagsins Draupnis er að fjárfesta í vel reknum starfandi fyrirtækjum, og er þá eink- um tekið mið af eftirtöldum atriðum: Að fyrirtækin séu stór eða meðalstór og í vexti, að um sé að ræða óskráð fyrirtæki, sem stefni að skráningu á hlutabréfamarkaði innan fárra ára, að fyrirtækin leggi engar hömlur á viðskipti með hlutabréf sín, og að þeim sé vel stjómað, láti endurskoða ársreikninga sína og geri reglulega milliuppgjör ásamt fullkomnum áætl- unum um reksturinn. Þá þurfa fyrir- tækin einnig að hafa vinsamlega afstöðu til hluthafa í minnihluta og vera reiðubúin að gera hluthafasam- komulag um starfshætti fram að þeim tíma að skráning á sér stað. Aðstoð við hluta- fjárútboð Þá mun Fjárfestingafélagið Draupnir hf. taka að sér að aðstoða fyrirtæki við hlutabréfaútboð og Á markaðinum Sjálfhreinsandi skipa- lakk og -málning komið á markað DANÍEL Þorsteinsson & Co hf. hefur hafið innflutning á sjálf- hreinsandi skipalakki og skipa- málningu frá International Paint- málningaverksmiðjunum. „Þeir eiginleikar sem gera Interfine sérstaka í röð hinna íjölmörgu teg- unda sem heyra til skipamálninga er frábært þol gegn gulnun og aflit- un vegna ryðtauma. Ryðtaumar Lánastarfsemi Rekstrarhagn- aðurFram- kvæmdasjóðs 52,5 m.kr. REKSTRARHAGNAÐUR Fram- kvæmdasjóðs á árinu 1987 nam 52,5 milljónum króna eftir að lagðar höfðu verið á afskrifta- reikning 35 m.kr. til að mæta hugsanlegu tapi á útlánum, og eftir að gjaldfærð hafði verið verðbreytingafærsla að fjárhæð 120 m.kr. Lánveitingar Fram- kvæmdasjóðs á árinu námu 2.635 m.kr. samanborið við 2.835 m.kr. árið 1986. Sjóðurinn tók tvö er- lend lán á árinu samtals að upp- hæð 90 milljónum dollara. I árslok síðasta árs námu heildar- útlán Framkvæmdasjóðs 18.417 m.kr. og höfðu hækkað á árinu um 2.156 m.kr. að því er fram kemur í ársskýrslu sjóðsins. Eigið fé í árslok nam 833,6 m.kr. og hafði hækkað um 73,8 m.kr. eða 9,7% frá árinu áður. Niðurstöðutölur efnahags- reiknings voru 19.620 m.kr. og höfðu hækkað um 2.207 m.kr. eða um 11,5% frá árinu áður. Fyrri lántaka Framkvæmdasjóðs á árinu var að fjárhæð 75 milljónir dollara. Helmingi þessa láns var var- ið til að greiða upp önnur erlend lán með óhagstæðári kjörum, en að öðru leyti var lánsfénu varið til fjárfest- ingarlánasjóða og nokkurra fyrir- tækja sem fengið höfðu sérstakar léntökuheimildir til fjármögnunar framkvæmda. Annað erlent lán Framkvæmdasjóðs á árinu 1987 var aö fjárhæð 15 milljónir dollara og var það tekið á vegum The Sumitomo Bank Limited. í lánsfjáráætlun 1987 vargert ráð fyrir að bankamir keyptu skuldabréf af Framkvæmdasjóði eins og undan- farin ár og var miðað við að á árinu 1987 næmu kaupin 4% af innláns- aukningu eða um 420 m.kr. Raun- veruleg kaup bankanna urðu hins vegar 348 m.kr. á árinu 1987. myndast ekki á Interfine-málningar- fleti, segir í frétt frá Daníel Þor- steinssyni & Co hf. Ennfremur segir, að kostnaður vegna málningarvinnu lækki vegna þess að yfirmálun þurfi ekki að vera eins tíð, útlit skipa og annarra stálvirkja haldist alltaf hvítt og málningin sé meðhöndluð á sama hátt og venjuleg skipamálning. í fréttinni kemur fram, að Int- erspeed BRA 140/240 sé sjálfhreins- andi botnmálning, sem losi sig við alla gróðurmyndun á botnshúðinni og slípist eftir straumi sem leiki um skipsskrokkinn á siglingu. A söludeild Daníels Þorsteinssonar & Co. gera sölumenn kostnaðar- áætlun yfir málningamotkun vegna fyrirhugaðrar málunar skipa og stál- virkja með International-málningu, viðskiptavinum að kostnaðarlausu, og útvega jafnframt tilboð verktaka tij að annast málningarvinnu sé um það beðið. Skip máluð erlendis njóta þessarar þjónustu einnig gegnum sölunet Intemational Paint sem Dan- íel Þorsteinsson & Co. er aðili að. veita fyrirtækjum, sem bjóða út nýtt hlutafé, sölutryggingu að vissum skilyrðum uppfylltum. Félagið mun jafnframt taka að sér að gerast bak- hjarl á hlutabréfamarkaði og tryggja á þann hátt að umfangsmeiri kaup og sala á hlutabréfum geti átt sér stað, ef aðrir markaðsaðilar geta ekki annast viðskiptin á þeim tíma sem þau þurfa að eiga sér stað. Ný stjóm var kosin á aðalfundi félagsins á dögunum og skipa hana Ragnar Önundarson, bankastjóri, Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri, Tryggvi Pálsson, bankastóri, Sveinn Jónsson, aðstoð- arbankastjóri, og Magnús Gunnars- son, framkvæmdastjóri. Hinir þrír fyrstnefndu áttu sæti í undirbúnings- stjóminni og hefur Ragnar Önundar- son verið formaður stjómar frá upp- hafi. Sveinn Jónsson er varaformað- ur en í varastjóm eru Þorvarður Alfonsson, framkvæmdastjóri, Helgi Bachmann, framkvæmdastjóri og Kristín Steinsen, aðstoðarbanka- stjóri. Endurskoðendur eru Stefán Svavarsson, lög. endurskoðandi, og Gunnlaugur Amþórsson, forstöðu- maður endurskoðunardeildar Seðla- bankans. Ákveðið er að starfsemi Fjárfest- ingafélagsins Draupnis hf. verði til að byrja með til húsa hjá Iðnþróunar- sjóði í Seðlabankabyggingunni og mun Guðmundur Kr. Tómasson veita fyrirtækinu forstöðu fyrst um sinn. MALMIÐNAÐARMENN — Um síðustu mánaðamót voru haldin námskeið á vegum Sindra-Stáls hf. um meðhöndlun og suðu á ryðfríu stáli. Námskeiðið var endurtekið á Akureyri 3. júní sl. Námskeiðið var haldið í samvinnu við fyrirtækin Smitweld BV, Nor- weld og Damstahl AS, sem Sindra-Stál er umboðsaðili fyrir. Námskeið- unum var vel tekið, enda hefur notkun á ryðfríu stáli farið mjög vax- andi hér á landi undanfarin ár og nauðsynlegt er að mjög sé vandað til allrar vinnslu vegna þess hve hér er um dýrt og vandmeðfarið efni að ræða. Myndimar sýna leiðbeinendur og nemendur. Bankar Reiknigrunnur lausafjár- hlutfails minnkar um 10-11% Nýjar reglur um gengisbundnar eignir og skuldir og lausafjárhlutfall taka gildi NÝJAR reglur um gengisbundnar eignir og skuldir tóku gildi þann 1. júní. Þær koma i stað reglna um gjaldeyrisjöfnuð o.fl. frá 21. júní 1985. Sama dag tóku gildi breytingar á reglum um lausafjár- EIGENDASKIPTI — Teppaverslun Friðriks Bertelsen að Síðumúla 23 hefur skipt um eigendur. Valur Svavarsson sem áður var framkvæmdastjóri hjá Teppabúðinni við Suðurlandsbraut hefur keypt verslunina ásamt Halldóru Valdimarsdóttur, eiginkonu sinni. Valur sagði í samtali við viðskiptablaðið að þau hjónin hyggðust fitja upp á margs konar nýjungum í versluninni og byggja á þeim trausta grunni sem fyrir er. Sagði Valur að Friðrik Bertelsen hefði í áratugi haft umboð fyrir skoska fyrirtækið BMK sem væri eitt þekktasta og virt- asta fyrirtækið f sinni grein. Þá hefði verslunin einnig haft umboð fyrir Danska teppafyrirtækið Gram, einn af stærstu teppaframleiðend- um á Norðurlöndum. hlutfall. Þessar breytingar hafa í för með sér í heild að reiknigrunn- ur lausafjárhlutfalls minnkar um 10-11% en það verður þó misskipt eftir stofnunum og hjá nokkrum þeirra eru þær til hækkunar. Hjá þeim bönkum og sparisjóðum sem starfrækja hlutfallslega stórar veðdeildir, stækkar reiknigrunn- urinn. Samkvæmt upplýsingum Eiríks Guðnasonar, aðstoðarseðlabanka- stjóra, er meginbreytingin með hin- um nýju reglum um gengisbundnar eignir og skuldir sú að í stað þess að skipta gjaldeyrisjöfnuðinum upp í einstaka jöfnuði verður nú eingöngu gerð krafa um jákvæðan heildar- gjaldeyrisjöfnuð og að erlend nettó- skammtímastaða sé ekki neikvæð. Að auki gilda um erlendar lántökur ákveðnar reglur og verður eftirlit hert með því að þeim sé fylgt. Reglur um lausafjárhlutfall verða samræmdar reglum um gengis- bundnar eignir og skuldir. Þá verða skuldir veðdeilda banka og sparisjóða sem ekki starfa samkvæmt sérstök- um lögum taldar með skuldum við- komandi banka eða sparisjóða. Loks verður eigið fé tekið út úr reikni- grunninum. Samræming reglnanna um geng- isbundnar eignir og skuldir felst í því að allar gengisbundnar eignir og skuldir verða teknar út úr reikni- grunni lausafjárhlutfalls. Jafnframt telst erlent lausafé ekki til hæfra eigna nema það samsvari jákvæðum gjaldeyrisjöfnuði. Tilgangur þessara breytinga er að jafna aðstöðu banka og sparisjóða gagnvart reglunum, þar sem einstakar stofnanir höfðu möguleika að mynda lausafé m.a. með því að nýta sér reglur um end- urfjármögnun afurðalána. Þessar breytingar fela að sögn Eiríks í sér að reiknigrunnur lausafj- árhlutfalls minnkar um 10-11% eins og áður segir. Áhrif breytinganna á laust fé eru því aðallega til minnkun- ar en áhrifin í heild eru hins vegar nokkuð óviss. Með þessu er verið að sníða burtu ákveðna galla sem fram höfðu komið eftir árs reynslu af regl- um um lausafjárhlutfali. Talið er að nýju reglumar skapi betra samræmi milli stofnana og er þess vænst að þær reynist haldbetra öryggisnet en fyrri reglur. Tryggingar Níu millj. hagnaðuraf Samábyrgð SAMÁBYRGÐ íslands á fiskiskip- um skilaði á sfðasta ári tæplega níu milljón króna hagnaði. Heilda- riðgjöld fyrirtækisins jukust um 20% á milli ára og voru samtals riflega 311 milljónir. Tjón ársins jukust þó meir eða um 47,3% Samtals greiddi félagið 279,6 milljónir króna í tjónabætur en fékk hluta þess eða 149,1 milljónir endur- greiddar frá öðrum tryggingarfélög- um vegna samninga um endurtrygg- ingar. Eigið fé félagsins var í árslok 142,1 milljón króna af um 331,9 milljóna heildareignum. Stjómarformaður Samábyrgðar- innar er Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur en forstjóri Páll Sig- urðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.