Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 64
Ensk kona drukknaði í Jökulsá á Dal ENSK ferðakona féll í Jökulsá á Dal og drukknaði skammt frá brúnni við Fossvelli síðdegis í gær. Lík konunnar fannst í gær- kvöldi. Konan var á ferðalagi með fleiri útlendingum í langferðabíl. Bíllinn hafði stansað við brúna og ferða- langamir stigið út til að teygja úr sér, er slysið varð. Ekki var full- ljóst í gærkvöldi hvemig það bar að höndum þar sem lögreglan hafði ekki lokið við að taka skýrslu af ferðafélögum konunnar. Lík konunnar fannst um einum kílómetra neðar í ánni. *’ „Sambands- slita-Danir“ félluútaf kjörskránni ER NOKKRIR kjósendur af dönskum uppruna hugðust neyta kosningaréttar síns á kjördag kom í ljós að nöfn þeirra var hvergi að finna á kjörskrá í Reykjavík. Brátt kom f ljós að nöfn 29 Dana höfðu fallið út af kjörskránni vegna mistaka. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa verið búsettir á Islandi við sam- bandssiitin 1944. Fengu þeir þá kosningarétt samkvæmt ákvæð- um sambandslaganna um rétt danskra þegna á íslandi. Þetta fólk hefur stundum verið kallað „Sambandsslita-Danir“ meðal embættismanna. Vakt var höfð í borgardómi á kjör- dag til þess að hægt væri að skera úr ágreiningsmálum varðandi kjör- skrá, en það er ekki unnt nema með dómi. Strax og mistökin urðu ljós sendi Manntalsskrifstofa Reykjavík- ur borgardómi vottorð um að fólkinu bæri að hafa kosningarétt. Voru all- ir hinir danskættuðu kjósendur dæmdir inn á kjörskrána aftur og gátu þeir neytt kosningaréttar síns. Að sögn Eyþórs Fannberg, yfir- manns manntalsskrifstofunnar, var mannlegum mistökum um að kenna að svona fór. Danimir hafa ennþá danskt ríkisfang þrátt fyrir að njóta sömu réttinda og íslenskir þegnar og þarf því að kæra þá inn á kjör- skrá fyrir hveijar kosningar. Það fórst fyrir í þetta sinn og mun orsök- in vera flýtir við gerð kjörskrárinn- ar. Kjörskrárstofn barst óvenjuseint frá Hagstofunni vegna þess með hve stuttum fyrirvara kosningamar bar að, og var hann notaður að mestu óbreyttur. Spriklandi hafbeitarlaxi mokað upp Morgunblaðið/Sverrir Það var handagangur f öskjunni hjá starfsmönnum Vogalax í Vogum á Vatnleysuströnd f gær þegar á milli tvö til þrjúhundruð hafbeitar- löxum var mokað upp úr sjónum. Útlit er fyrir að hafbeit hafi geng- ið mjög vel f ár og hefur fjöldi laxa farið fram úr björtustu vonum Vogalaxmanna. Alls hafa tæplega 2000 laxar verið teknir upp frá þvi í sfðustu viku og aUt að 700 fiskar á dag. Vogalaxmenn slepptu 400 þúsund laxaseiðum á hafbeit f fyrra og gera þeir sér vonir um að ná um 100 tonnum af laxi úr sjó f sumar. Kanadamenn og Færeyingar; Verð á fiski lækkar í kjöl far fallandi afurðaverðs Verð á þorski í þessum löndum mun lægra en hérlendis VERÐ á þorski upp úr sjó, einkum smáum, hefur lækkað mikið að undanförnu í ýmsum löndum, sem byggja mikið á sjávarút- vegi, svo sem Kanada og Færeyjum. Verðlækkunin kemur í kjölfar lækkandi markaðsverðs, en frystar fiskafurðir seljast nú í Evrópu og Bandaríkjunum á sama eða svipuðu verði og fékkst fyrir einu og hálfu til tveimur árum siðan. Verð á fiski upp úr sjó hefur á sama tima haldið áfram að hækka. Verð á smáum þorski í Kanada | að minnsta kosti. Skýringin á þeirri er nú allt niður í 12 krónur á kíló- ið eða 18 kanadísk sent á pundið og hefur lækkað um 35 til 40% lækkun er meðal annars vaxandi hluti smáfísks í afla Kanadamanna og verðlækkun á frystum físki í Raforkuverð hækkar STJÓRN Landsvirkjunar hefur samþykkt 8% hækkun gjaldskrár frá og með 1. júlí. Hækkunin hefur í för með sér um 5% hækkun á gjaldskrám rafmagnsveitna að sögn Halldórs Jónatanssonar, for- stjóra Landsvirkjunar. Ákvörðun um gjaldskrárhækkun var tekin síðastliðinn föstudag á stjómarfundi Landsvirkjunar að höfðu samráði við Friðrik Sophus- son, iðnaðarráðherra, og er í sam- ræmi við umsögn Þjóðhagsstofnun- ar. Að sögn Halldórs Jónatanssonar svarar 8% hækkun heildsöluverðs til um það bil 5% hækkunar smá- söluverðs á raforku, en hækkanir umfram 5% myndu stafa af auknum kostnaði hjá dreifíveitum. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, sagði að ríkisstjómin hefði ekki sett hækkunum opinberra fyr- irtækja neinn ákveðinn ramma, heldur yrði haft með þeim eftiriit og beitt ströngu aðhaldi við heimild- ir til verðhækkana á opinberri þjón- ustu. „Ég hef hins vegar margtekið fram að það er ekki ætlunin að steypa opinbem fyrirtækjunum út í hallarekstur með erlendri lántöku og þar af leiðandi meiri verðbólgu síðar. Þeirra sjónarmiða hefur verið gætt og verður gætt,“ sagði forsæt- isráðherra. Bandaríkjunum. Kanadamenn bjóða nú þorskblokkina á. 1,35 dali, en við seljum hana vestan hafs á 1,50. Sama verð fengum við fyrir blokkina á síðasta árs- fjórðungi 1986, en í lok síðasta árs var hún seld á 2 dali. Færeyingar lækkuðu verð á þorski upp úr sjó hjá sér í gær um allt að 25%. Fyrir þorsk 70 senti- metra og stæmi greiddu frystihús- in áður 8 krónur færeyskar, 52,80 kr. en nú 7 krónur eða 46,20. Fyrir þorsk minni en þetta vom áður greiddar 4 færeyskar krónur, 26,40 kr. en nú um 3 krónur, 19,80. Lágmarksverð Verðlagsr- áðs sjávarútvegsins á tveggja kílóa þorski hér er um 33 krónur á kíló, en almennt fískverð hér hækkaði um 5% frá og með síðustu mánaða- mótum. Skýring Færeyinga á verð- lækkuninni er lágt afurðaverð. Verð á frystum flökum í Banda- ríkjunum hefur á skömmum tíma fallið úr 2,21 dal í 1,85 og á blokk um 2 dölum í 1,50. Verð á helztu frystum afurðum í Evrópu er nú svipað og það var árið 1986. Verð á saltfiski hefur farið lækkandi á þessu ári og verð á ferskum fiski í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi sömuleiðis. Riðuveiki í Hruna- mannahreppi Syðra-Langholti. Á BÆNUM Efra-Langholti hér riðuveiki verið staðfest í tveggja vetra gamalli á. Riðu- veiki hefur ekki komið upp áður á svæðinu á milli Þjórsár og Hvítár í Ámessýslu. Ákveðið hefur verið að skera niður féð í Efra-Langholti, en þar voru á fóðrum rúmlega 100 fjár sl. vetur. Jörðin er afgirt og fór fé ekki á afrétt þaðan í fyrra. í sveitinni voru um 8.000 fjár á fóðrum sl. vetur. Sauðfé í Hrepp- um, á Skeiðum og í Flóa hefur verulegan samgang á afréttum og einnig er samgangur við sauð- fé Biskupstungnamanna. - Sig.Sigm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.