Morgunblaðið - 29.06.1988, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.06.1988, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 Fjárbændur í Hrunamannahreppi uggandi: Hætt er við að riðu- veikin sé komin víðar - segir Sveinn Kristjánsson í Efra-Langholti Selfossi FJÁRBÆNDUR í Hrunamanna- hreppi og annars staðar á svæð- inu milli Hvítár og Þjórsár eru uggandi vegna riðuveiki sem gTeindis í einni á í Efra-Lang- holti. Riðuveiki hefur ekki áður orðið vart á þessu svæði. Annað kvöld, fimmtudagskvöld, verður fundur á Flúðum um þetta mál. „Mér finnst þetta stóralvarlegt fyrir svæðið því það er hætt við að þetta sé komið víðar eða geti kom- ið,“ sagði Sveinn Kristjánsson bóndi á Efra-Langholti og eigandi ærinn- ar sem riðuveikin fannst í. Hann, ásamt Jóhanni Einarssyni, er með 110 ær og sagði að það væri ekk- ert mál fyrir þá, þetta gamla menn, að skera niður féð. Það horfði hins vegar illa fyrir þá sem væru með stór ij'árbú, ef veikin kæmi upp hjá þeim. Sveinn sagði að það væri ekki nokkur leið fyrir þá að vita hvernig kindin hefði smitast. Féð á bænum hefði ekki farið á fjall í fyrra og Arnarflug með leigu- vél í innanlandsf lug ARNARFLUG hefur tekið á leigu Twin Otter flugvél tíl notkunar í innanlandsflugi, en talsverð aukn- ing hefur orðið i innanlandsflugi á vegum félagsins upp á síðkastið. Flugvélin sem tekin hefur verið á leigu er af gerðinni Twin Otter 300, og getur tekið 19 farþega. Þetta er nýleg vél, en Amarflug á eldri vélar sömu tegundar. Flugvélin er tekin á leigu til 2—3 mánaða til að byija með, og verður notuð á öllum áætíun ■ arleiðum Amarflugs, og jafnframt í leiguflugi á vegum félagsins. Ami Ingvarsson hjá Amarflugi segir að talsverð aukning hafi orðið í innanlandsflugi á vegum félagsins upp á síðkastið, og allt útlit sé fyrir að bæta verði vél af þessari gerð í flugflota Arnarflugs áður en langt um líður. hefði lítinn samgang við fé af öðrum bæjum, hvað þá að það hefði komið fram í útréttum á svæðinu. Á nágrannabæjum við Efra- Langholt em menn uggandi vegna þessá. Þar em nokkuð stór íjárbú, í Langholtskoti og á Hrafnkelsstöð- um. Menn bentu á að þó svæðið milli Hvítár og Þjórsár hefði verið laust við riðu þá væm svæði skammt undan, í Biskupstungum og í Laugardal, þar sem hennar hefði orðið vart. ^Það er samstaða um að komast fyrir þetta og það er aðalatriðið. Maður vonar að þetta sé bara í þessari einu kind og hverfi þegar fjárstofninn hefur verið skorinn nið- ur,“ sagði Unnsteinn Hermannsson í Langholtskoti. „Það er heilmikið áfall að fá þetta á svæðið, að ekki sé talað um fyrir þá sem byggja á fjárbúskap ein- göngu. Maður stendur vamarlaus gagnvart þessu," sagði Þorgeir Sveinsson á Hrafnkelsstöðum. Hann sagði að fylgst yrði vel með fé í sveitinni eftir að skorið hefði verið niður á Efra-Langholti í haust. — Sig. Jóns. Sveinn Kristjánsson Efra-Langholti Morgunblaðið/Sigurður Jónsson NM í brids: íslenzka sveitin tekur forystuna ÍSLENDINGAR unnu Dani í finuntu umferð Norðurlanda- Klofningur meðal rækjuframleiðenda: Ráðuneytið getur alveg eins sett kvóta á hraðfrystihúsin - segir Garðar S. Árnason formaður Félags rækjuvinnslustöðva ÞRÍR rækjuframleiðendui hafa sagt sig úr Félagi rækju- og hörpudisksframleiðenda í fram- haldi af því að vinnslukvóti var settur á rækjuverksmiðjur með reglugerð sjávarútvegsráðherra. Þetta eru Dögun hf. á Sauðár- króki, Skelver hf. Garði og Rækjuver hf. á Bíldudal. 11. apríl stofnuðu óánægðir rækjufram- leiðendur með sér félag, Félag rækjuvinnslustöðva. Forsvars- menn nýja félagsins fullyrða að 16 framleiðendur standi að nýja félaginu og úrsagnir úr því gamla séu margar á leiðinni, en vilja ekki gefa upp nöfn þeirra þar sem slíkt gæti komið viðkom- andi fyrirtækjum í vanda. Klofn- ingur er þannig orðinn staðreynd í röðum rælguframleiðenda. „ Ósamko mulag sem þetta er allt- af leiðinlegt og það er slæmt fyrir greinina ef eitt félag er ekki málsvari hennar. Ég trúi því samt að allir stærstu fram- leiðendumir verði áfram í okkar röðum,“ sagði Jón Alfreðsson, formaður Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar, sem rekur rækjuvinnslu á Hólmavík, í sam- tali við Morgunblaðið. Stjómarfundur var í nýja félag- inu í gær í Reykjavík. Fundinn sátu Garðar Sveinn Ámason, formaður og framkvæmdastjóri Dögunar hf., Óttar Ingvason, framkvæmdastjóri íslensku útflutningsmiðstöðvarinn- ar, Júlíus Ólafsson, stjómarmaður í Skelveri í Garði, Aðalsteinn Jóns- son frá Eskifirði og Stefán Gunn- arsson frá Dögun hf. Félagið var stofnað 11. apríl síðastliðinn og að sögn stjómarmanna standa 16 framleiðendur að því. Ekki vildu þeir gefa upp nöfn þessara fram- leiðenda, bám fyrir sig að það gæti bitnað á þeim á einhvem hátt. Þeir yrðu að gefa sig fram sjálfir. „Þetta félag er stofnað vegna vinnubragða, sern viðhöfð vom á fundi í Félagi rækju- og hörpudisks- framleiðenda 2. febrúar, þar sem samþykkt var af meirihluta fundar- manna að mótmæla hugmyndum um hámarkskvóta á rækjuframleið- endur. Þessi meirihluti fundar- manna var í minnihluta í stjóminni og hún var í samráði við ráðuneyt- ið við undirbúning kvótans ásamt framkvæmdastjóranum þrátt fyrir þessa samþykkt," sagði Óttar Ingv- arsson. En hvers vegna að stofna nýtt félag ef meirihluti félagsmanna í Félagi rækju- og hörpudisksfram- leiðenda var á öndverðum meiði við stjómina? Var ekki hægt að velta stjóminni? „Við höfðum ekki ráð- rúm til að bíða eftir aðalfundi, enda vissum við ekkert hvenær hann yrði boðaður. Kvótinn gat skollið á hvenær sem er,“ sagði Óttar. „Það sem við viljum er atvinnufrelsi eins og í öðrum greinum fískvinnslunnar þar sem framtak, dugnaður og út- sjónarsemi gildir. Þannig verður eðlileg þróun í atvinnugreininni. Það gengur ekki að fyrirtækjum sé stjómað með kansellítilskipunum eins og þessi kvótareglugerð er.“ Júlíus Ólafsson, einn stjómar- manna nýja félagsins, sagði að hann hefði á tilfínningunni, að ver- ið væri að hygla mönnum, sem stæðu höllum fæti. Ýmsar verk- smiðjur vildu kvótann sem síðasta haldreipið til að auka verðmæti fyr- irtækjanna gagnvart viðskipta- bönkum sínum. Og á þann hátt væri kvótinn farinn að ganga kaup- um og sölum, fyrirtækin væra nú verðlögð eftir kvóta. „Margar verksmiðjur Sambands- ins og kaupfélaganna fara vel út úr kvótanum, engin illa. Sumar ná ekki einu sinni að vinna upp í kvót- ann,“ sagði Garðar Sveinn Ámason, formaður Félags rækjuvinnslu- stöðva, eftir stjómarfundinn. „Mað- ur veit ekki hvað verður næst. Ráðuneytið getur alveg eins sett kvóta á frystihús í landinu og loðnu- verksmiðjumar gætu alit eins orðið næstar," sagði Garðar. Þeir sem sátu stjómarfundinn sögðu að lokum, að félagið muni standa að þeim aðgerðum og máls- vömum, sem þættu nauðsynlegar. Þeir lögðu áherslu á að það muni reyna á lögmæti reglugerðarinnar fyrir dómstólum. „Málið er í rauninni það að 1 haust, þegar fyrst var farið að tala um kvóta á rækjuveiðamar upp á 36.000 tonn, þá vildu verksmiðjum- ar fá helminginn í sinn hlut. Ráðu- neytið hafnaði því á þeim forsend- um að það væri á skjön við kvóta í öðrum veiðum. í framhaldi af því komu fram þau sjónarmið að eðli- legt væri að setja stýringu á vinnsl- una í kjölfar kvóta á veiðiskipin," sagði Láras Jónsson, framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpudisks- framleiðenda, í samtali við Morgun- blaðið. „Samkomulag náðist um þetta mál á Alþingi, en nokkrir framleiðendur hafa ekki sætt sig við vinnslukvótann og hafa skellt skuldinni á félagið. Meirihluti stjómarinnar vildi hafa samráð við ráðuneytið, en reglugerðin er sett alfarið á ábyrgð þess,“ sagði Láras. „Það er með þessa stýringu eins og aðra að menn eru ekki á einu máli. Mjög margir framleiðenda, sem hafa verið lengi í rækjuvinnslu, telja stýringu óhjákvæmilega til að takmarka fjölda fyrirtækja í þessari grein. Svo deila menn um fram- kvæmd slíkrar stýringar og sumir eru henni alfarið andvígir," bætti hann við. Láras var spurður hvort þama væri ekki á ferðinni hagsmuna- ágreiningur milli stærri fyrirtækja og minni. „Það má kannski setja það þannig upp, en af 50 fyrirtækj- um era 20 sem litla eða enga reynslu hafa af rækjuvinnslu ogþau fá bara lágmarkskvótann, 500 tonn. Og það er mismunandi hvemig menn sætta sig við slíkt.“ mótsins í brids, sem stendur yfir á Hótel Loftleiðum. Mótið er hálfnað og hafa íslendingar for- ystu með 97 stig. Danir eru i öðru sæti með 94 stig. Kvenna- sveit íslands vann í gærkvöldi sinn fyrsta sigur á mótinu, er Norðurlandameistararnir Norð- menn voru lagðir með 18 stigum gegn 12. Sigur íslenzku sveitarinnar á Dönum var öraggur og sanngjam, 22-8, og era sigramir þá orðnir fjór- ir af fímm mögulegum. Leikurinn gegn Svíum tapaðist 12-18. Norð- menn unnu Svía 23-7 í fímmtu umferðinni og era í þriðja sæti með 77 stig. Svíar eru í þvi fjórða með 75. Finnar unnu Færeyinga 25-4 og era með 68 stig en Færeyingar reka lestina með 34 stig. Sjá bridsþátt bls. 31. Framtennurnar fundust á slysstað Tennur græddar í stúlku eftir hjólreiðaslys „ÉG FÓR alltof hratt, vissi ekki fyrr en ég hentist af hjólinu og lenti á andlitinu," segir Brynja Jónsdóttir, fimmtán ára stúlka úr Kópavogi sem datt illa af hjóli síðastliðinn mið- vikudag. Þó fór betur fyrir henni en á horfðist um tíma. Brynja missti tvær tennur þeg- ar hún skall í götuna, en veg- farendur sem óku henni á slysa- varðstofu fundu þær aftur. Tennumar vora svo græddar á sinn stað innan klukkutíma frá þvi að óhappið átti sér stað. Brynja segist hafa verið að hjóla í Suðurhlíðum á heimleið úr vinnu og farið hratt upp moldar- bing við gróðrarstöðina Garðs- hom. Þá hafi ekki viljað betur til en að hún hentist af hjólinu og kom niður á andlitið. Hún skarst frá nefí niður á höku og missti tvær framtennur. Hjón sem leið áttu hjá í bíl óku Brynju á slysa- varðstofuna þar sem gert var að sárum hennár. Þegar í ljós kom að tvær tenn- ur höfðu hrokkið úr með rótum vora hjónin beðin að fara aftur á slysstað og freista þess að fínna tennumar'. Það tókst og Siguijón Ólafsson tannlæknir burstaði þær upp og græddi í Brynju. Hún fékk að fara heim að lokinni um klukkustundar aðgerð en þegar sárin hafa jafnað sig verður smíðað við þær tennur sem brotn- aði úr. Siguijón Ólafsson er annar tveggja sérfræðinga á landinu í kjálkaskurðaðgerðum. Hann segir að slys svipuð þessu séu alltíð meðal bama og unglinga, ekki síst á sumrin þegar hjólin hafí verið tekin fram. Útköll séu frá tveimur upp undir tíu á viku á þessum árstíma. Einnig sé nokkuð um meiðsli í munni og andliti af völdum skauta- og skíðaslysa á vetuma. Að sögn Siguijóns er æskileg- ast að ekki líði lengra en klukku- stund frá óhappi þar til tennur eru græddar aftur í hinn slasaða. Þó segir hann þess dæmi að sólar- hringur hafi liðið uns ígræðsla hófst, en hætta á sýkingum og því að líkaminn hafni ígræddum tönnum aukist eftir þvi sem lengra Iíður frá slysi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.