Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 Málefni fatlaðra: Fötluð böm í Reykjavík Geta ríkið og borgin unnið saman? eftir AstuM. Eggertsdóttur Markmið með þjónustu við fatl- aða er „að tryggja fötluðum jafn- rétti á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim sömu lífsskilyrði og aðrir búa við ...“ Skilin milli heilbrigðis og fötlun- ar eru oft óljós í svo flóknu fyrir- bæri sem maðurinn er, enda er oft sagt að tíundi hver maður sé fatlað- ur. Fötlun breytir ekki þeirri stað- reynd að viðkomandi fatlaður á meira sameiginlegt með ófötluðum en það sem skilur á milli. Það sem er æskilegt og gott fyrir ófatlaða er það einnig fyrir fatlaða. Góðar uppeldisaðstæður og skilningur á sérstöðu hvers bams ásamt fag- legri þekkinu á þroskamöguleikum og aðferðum við að kenna því og þjálfa er það sem keppt er að. Gild- ir það sama um öll böm hvemig sem þau em í stakk búin til að til- einka sér uppeldi og nám. Það er úrelt hugmynd að þá eigi að afskrifa frá námi sem ekki geta lært að lesa og skrifa. Það er einn- ig úrelt hugmynd að fatlaðir eigi að vera afsíðis. Þess vegna á ekki að aðgreina fötluð böm frá ófötluð- um, heldur laga umhverfið að þörf- um þeirra. Utivinna kvenna og hraði í þjóð- félagsbreytingum gera sífellt meiri kröfur til opinberra aðila um að bömunum sé séð fyrir þjónustu á meðan á vinnutíma foreldranna stendur. Þörf foreldra fatlaðra bama fyr- ir þjónustu er meiri en annarra og varir oft ævilangt. Miklu skiptir að styðja foreldra á fyrstu æviárum bamsins, því þar er lagður grunnur að því sem síðar verður. Stuðningur í formi opinberrar þjónustu, t.d. dagvistun og hvíldarvistun, geta lengt dvalartíma hins fatlaða í for- eldrahúsum og komið í veg fyrir ótímabæra vistun til lengri tíma. Ný sérdeild fyrir fötluð börn í Breiðholti Um síðustu áramót voru h.u.b. 3.950 böm í dagvistun á vegum Reykjavíkurborgar. Fötluð böm voru um 70 og eru þá talin með 10 böm á sérdeild Múlaborgar, sem er eina sérdeildin til þessa. Sárlega hefur vantað fleiri rými á dagvistarstofnunum fyrir mikið fötluð böm undanfarin ár. Úrbætur töfðust verulega vegna ólíkra viðhorfa ráðamanna á því hvemig ætti að skilgreina dagvist- arþjónustu bamanna m.t.t. kostn- aðar. Töldu sumir að ríkið ætti að koma upp meðferðarstofnun fyrir bömin en aðrir að hagur og velferð bamanna væri best tryggður með Ásta M. Eggertsdóttir „Fáir málaflokkar eru jafn viðkvæmir og" mál- efni fatlaðra. Tog- streita opinberra aðila um þau tefja og jafnvel hamla eðlilega þróun. Þess vegna er það f ötl- uðum í hag að borg og ríki taki höndum saman og vinni að úrlausnum í málaflokki þeirra.“ því að búa þeim þjónustu sem næst umhverfi annarra barna á dagvistarstofnunum borgarinnar. Hillir nú loksins undir nýja sér- deild sem staðsett verður í Breið- holti fyrir 6 fötluð böm. Ríkið og Reykjavíkurborg — þversagnir? Nýlega voru kynntar tillögur um breytingar á kostnaðarskiptingu ríkis og sveitafélaga, þar sem lagt er til að ríkið greiði kostnað af dagvistunarþjónustu fatlaðra bama. Ef tillögumar ná fram að ganga er hætta á að fötluð böm verði af þjónustu á almennum dag- vistarheimilum á vegum Reykjavík- urborgar. Ef hætta er á að fötluð börn verði aðgreind frá öðrum bömum vegna lagasetninga og rangrar kerfísbyggingar, þarf að endur- skoða lögin og tryggja að þver- sagnir í kerfínu bitni ekki á þeim sem síst skyldi. Dæmin sanna að ríki og borg eiga í stríði um peninga, þar sem verulega hallar á ríkið, að sögn borgarinnar. Dæmi um þessa tog- streitu er stofnkostnaður vegna húsakaupa fyrir skammtímavist- heimili fatlaðra barna, sem borgin tók framkvæði um að flytja í Álfa- land 6, en sú ráðstöfun var afar kærkomin notendum þjónustunnar. Ríkið færðist hinsvegar undan lagalegum skyldum sínum að greiða sinn hluta af kostnaðarverði húss og búnaðar. Með því gefur ríkið slæmt for- dæmi og má reikna með að borgin flýti sér ekki að ganga fram í fleiri verkefnum í þágu fatlaðra barna Símar 35408 og 83033 UTHVERFI Nökkvavogur Hjallavegur AUSTURBÆR Mávahlíð 1-24 Bollagata KOPAVOGUR Lyngbrekka Hlaut önnur verðlaim í arkitektasamkeppni Guðmundur Jónsson arkitekt tekinn tali 20. júní síðastliðinn fór fram verðlaunaafhending í skipu- lagskeppni fyrir bæinn Dramm- en í Noregi. Það þætti kannski tæplega fréttnæmt hér, nema vegna þess að það var íslenskur arkitekt, Guðmundur Jónsson, sem hlaut önnur verðlaun í sam- keppninni. Guðmundur lærði í Noregi og setti upp stofu þar að loknu námi. Hann hefur oft tekið þátt í samkeppni og verið dijúgur við að krækja sér í verðlaun. Skemmst er að minn- ast að hann vann fyrstu verð- laun í samnorrænni keppni um tónlistarhúsið hér, sem vonandi verður byrjað á sem fyrst. Það var blásið til keppninnar undir slagorðinu „Draumurinn um Drammen“. En hvað felur slík keppni í sér? „Eins og yfirskriftin ber með sér átti að vinna út frá þeirri hug- mynd að þróa byggðina í Dramm- en og næsta nágrenni þannig að sem best færi um bæði íbúa og starfsemi þeirra. Bærinn er mikill iðnaðarbær, en í samkeppninni var leitað eftir hugmyndum til að byggja bæinn svo að vel færi um mannfólkið innan um umsvifín þar.“ Þátttakendur í samkeppninni vora milli þijátíu og fjörutíu. Sam- keppninni var deilt niður í nokkra þætti eftir því hversu erfíð við- fangsefni vora lögð fyrir. Guð- mundur vann sín verðlaun í erfíð- asta þættinum. „Það voru sam- starfsmenn á stofunni hjá mér, sem unnu að tillögunni með mér, svo við voram alls sex, sem unnum hana.“ Til gamans má geta þess, að vinningstillagan er unnin á stofu, sem hefur á að skipa milli fjöratíu og fimmtíu manns. Flestir þeirra komu á einn eða annan hátt við tillögugerðina. í vetur hafa Guðmundur og samstarfs- menn hans unnið við tónlistar- hússteikningarnar, en undir vorið var ákveðið að gera hlé á undir- búningi að húsbyggingunni, svo vinnan við tillögumar kom á heppilegum tíma. Bærinn Drammen liggur við Oslóarfjörð og stendur við mjög fallega við árósa, opnast móti haf- inu, eins og fleiri bæir á þessum slóðum. Jámbrautarstöð bæjarins stendur á öðram árbakkanum og teinamir liggja upp með ánni. Þama fer skemmtilegt íbúðasvæði undir jámbrautina, svo í tillögu Guðmundar er gert ráð fyrir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.