Morgunblaðið - 29.06.1988, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988
Norrænt barnaverndarþing í Reykjavík:
Heimur sem tekur
vel á móti bömum
verður betri heimur
Sagt frá setningu
norræns barna -
verndarþings í Há-
skólabíói í gær
NORRÆNT bamavemdarþing
var sett í Háskólabíói i gær um
klukkan fjórtán. Þar voru sam-
ankomnir rösklega fimm hundr-
uð þinggestir auk ýmissa
frammámanna. Forseti íslands,
frú Vigdís Finnbogadóttir,
ávarpaði samkomuna, sem
menntamálaráðherra, Birgir
ísleifur Gunnarsson, setti. Flutt
var tónverk eftir Mist Þorkels-
dóttur og Hamrahlíðarkórinn
söng. Dr. Sigurjón Björnsson
flutti aðalerindi setningarsam-
komunnar.
Séra Bemharður Guðmundsson,
kynnir samkomunnar, bauð gesti
velkomna og sagði af því tilefni
m.a.: „Ég vil leggja áherslu á það
við norræna vini okkar að það er
okkur Islendingum mikilvægt að
halda Norrænt bamavemdarþing
hér á landi. Það er líka mikilsvert
fyrir böm okkar, auð framtíðarinn-
ar í þessu landi, að upp verði vakt-
ar umræður og umþenkingar um
kjör þeirra."
í ávarpsorðum sínum sagði for-
seti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir m.a.: „Lærðir menn víða að
frá Norðurlöndum hafa safnast hér
saman til þess að skiptast á skoðun-
um og viðhorfum um hvemig við
getum orðið bömum að sem mestu
gagni. Það er við hæfí að það ger-
ist hér á landi nú, þegar hér eru
uppi umræður um ræktun skóg-
lendis hér á landi. Við höfum vakn-
að til vitundar um að hægt sé að
rækta hér mun meira en gert hefur
verið á okkar harðbýla landi sem
oft olli forfeðram okkar töluverðum
erfiðleikum. Við eram þegar byijuð
að sá til þeirra grænu jurta. Dýr-
mætast af öllum dýrgripum lífsins
era bömin. Því er líkt farið með
bömin og plöntumar. Við verðum
að standa um þau vörð svo þau
vaxi upp og verði styrkur lands og
samfélags."
Ný Iagasetning varðandi
börn væntanleg
Næst var framflutt tónverk eftir
Mist Þorkelsdóttur við ljóð Þor-
steins Valdimarssonar. Anna Guðný
Guðmundsdóttir og Sigurður Ingvi
Snorrason iéku á hljóðfæri en John
Speight söng, að því loknu setti
menntamálaráðherra, Birgir ísleif-
ur Gunnarsson, hið norræna bama-
vemdarþing. Hann sagði af því til-
efni m.a.: „Við neyðumst til að við-
urkenna aó við höfum ekki skapað
nægilega öragg uppvaxtarskilyrði
fyrir böm okkar í því róti breyttra
þjóðfélagskringumstæðna sem ríkt
hefur. Þetta má til að breytast fyrr
Frá setningu norræna bamavemdarþingsins.
Kynnir á setningu Norræns bamavemdarþings i Reykjavík, séra
Bemharður Guðmundsson, í ræðustóli. Við hlið hans situr dr. Sigur-
jón Bjömsson.
en síðar. í stjómarsáttmála íslensku
ríkisstjómarinnar er gefíð loforð um
að unnið verði að auknu öryggi flöl-
skyldunnar, ekki síst með velferð
bamanna fyrir augum. Með þetta
í huga var sett á laggimar nefnd
sem unnið hefur að þessu máli og
mun senn skila niðurstöðum
sínum.“ Ennfremur gat mennta-
málaráðherra þess að verið væri að
vinna að endurbótum á íslenskri
löggjöf sem snerti böm í ljósi þeirra
breytinga sem orðið hafa í þjóð-
félaginu síðan lög, þessu að lút-
andi, vora sett fyrir röskum tuttugu
áram. Taldi hann sennilegt að hægt
yrði að leggja drög að þessum nýju
lögum fyrir Alþingi er það kæmi
saman á ný.
Þessu næst söng kór Mennta-
skólans við Hamrahlíð nokkur
íslensk lög undir stjóm Þorgerðar
Ingólfsdóttur. Að þeim söng loknum
hurfu kórfélagar á braut einn á
fætur öðram sönglandi fyrir munni
sér lokalagið „Sofðu unga ástin
mín“, en dr. Siguijón Bjömsson hóf
að flytja erindi sitt sem hann nefndi
„Kjör bama — framtíð Norður-
landa". Siguijón sagði m.a.: „í hug-
myndafræðilegum skilningi taka
bamavemdarmál yfír miklu meira
en „böm“ og „vemd". Þau grípa í
raun á kjama alls mannslífs og
þeirra markmiða sem stefnt er að.“
Ennfremur ræddi Siguijón um þá
þversögn sem hann taldi það vera
að á Norðurlöndum, þar sem að-
stæður fyrir böm era ákjósanlegar,
fæðast mjög fá böm en hins vegar
mjög mörg þar sem aðstæður bama
era ömurlegar, einnig sagði Sigur-
jón: „Því verður víst ekki á móti
mælt að nútíma velmegunarsam-
félög samrýmast illa bammargri
Qölskyldugerð. Þau samfélög eiga
sitt undir mikilli og stöðugri neyslu,
enda á sívaxandi hópur einstaklinga
afkomu sína undir henni. Þessi
mikla neysla útheimtir mikla vinnu,
helst allra vinnufærra einstaklinga,
hér á íslandi er það a.m.k. svo.“
Einnig sagði Siguijón: „Nútíma
velmegunarsamfélög ástunda því
annan lífsstíl og aðra hugmynda-
fræði en þá sem er fylgifískur stórra
Qölskyldna." Siguijón ræddi enn-
fremur um ýmsar aðrar þversagnir,
sem hann telur vera einkenni á
samfélagi okkar, svo sem hina
miklu togstreitu sem honum virðast
konur vera settar í af hálfu sam-
félagsins. „Nútíma samfélag viður-
kennir svo sannarlega hjónaskilnaði
og ekki er talið neitt athugavert
við það að konur annist böm sín
einar. Hins vegar er einstæðum
mæðram nærri ógjörlegt að veita
bömum sínum uppeldi til jafns við
aðrar konur. Því að laun annars
foreldris duga sjaldnast til fram-
færslu fíölskyldu. Það er óneitan-
lega dálítið undarlegt til þess að
hugsa hversu stjómvöld hafa verið
tvíátta og ráðvillt í þessu efni.“
Einnig ræddi Siguijón um verkefni
bamavemdaryfírvalda og sagði:
„Bamavemdaryfírvöld eiga fyrst
og fremst að gegna neyðarþjónustu,
þegar eftir henni er leitað og hafa
að öðra leyti augun opin fyrir því
sem miður fer, en í hófí þó.“ Sigur-
jón lauk erindi sínu með þessum
orðum: „Ég er sannfærður um að
heimur sem tekur vel á móti bömum
sínum, fagnar þeim og annast þau
vel og sníður tilverana að þeim
lífsmáta, er betri heimur en sá sem
við höfum átt að venjast undanfar-
ið, ekki aðeins betri fýrir böm, held-
ur einnig fyrir okkur fullorðna fólk-
ið.
Á dagskrá Norræna bamavemd-
arþingsins í gær vora einnig erindi
Ingu Hagström frá Svíþjóð „Böm,
ungmenni og menning" og erindi
Guðrúnar Kristinsdóttur kennslu-
stjóra um formleg og óformleg
hjálparúrræði, þróun og breytingar
í bamavemd á Islandi. Panu Pulma
dósent frá Finnlandi flutti erindi
um samfélagsbreytingar og
bemsku og bamavemd í sögulegu
ljósi. í gærkvöldi var á dagskrá
„Þjóðarfundir", þar sem fulltrúar
landanna hittust og blönduðu geði
saman.
texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Skólastjóramál Ölduselsskóla:
I allra þágu að sætta
sig við niðurstöðuna
- segir Birgir ísleifur Gunnarsson
menntamálaráðherra í bréf i til f oreldra
Mikið af eldislaxi
veiðist í Elliðaánum
BIRGIR ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, hefur
sent foreldrafélagi Öldusels-
skóla bréf, þar sem hann rekur
orsakir þess að hann skipaði
Sjöfn Sigurbjörnsdóttur skóla-
stjóra við skólann þrátt fyrir
undirskriftalista foreldra,
kennara og starfsmanna til
stuðnings Daníel Gunnarssyni.
Ráðherra segir mat ráðuneytis-
ins á umsækjendum eingöngu
hafa verið faglegt og það hljóti
að vera öllum aðilum í hag að
láta nú deilur niður falla og
sætta sig við niðurstöðuna.
Ráðherra tekur fram í bréfinu
að ráðningin hafí farið fram með
fullkomlega eðlilegum hætti og í
samræmi við grunnskólalög. Stað-
an hafíð verið auglýst og síðan
óskað álits fræðsluráðs
Reykjavíkur, þar sem fjórir full-
trúar af fímm hafí stutt Sjöfn.
Fræðslustjórinn í Reykjavík hafi
talið báða umsælgendur hæfa, en
ekki viljað gera upp á milli þeirra
í umsögn sinni.
„Mat ráðuneytisins á umsókn-
um byggðist eingöngu á faglegum
sjónarmiðum," segir í bréfí ráð-
herra. „Að fengnum tillögum
þeirra aðila, sem að frarnan grein-
ir, var það mat ráðuneytisins að
Sjöfn Sigurbjömsdóttir hefði
víðtækari og Qölþættari menntun
og reynslu til að takast á við þetta
starf. Báðir umsækjendur voru vel
hæfir, en hinar almennu grund-
vallarreglur um skipan slíkra
embætta vora að þessu leyti Sjöfn
Sigurbjömsdóttur í vil. Því má og
bæta við að ákvæði laga um jafn-
rétti karla og kvenna gefa vissar
leiðbeiningar um hvemig með
skuli fara í slíkum tilvikum."
Ráðherra lætur síðan í ljós þá
skoðun að opinber fundahöld um
málin verði aðeins til þess að hella
olíu á eldinn, sem orðið hefur
vegna þessa máls, og hann sé því
ekki tilbúinn að taka þátt í slíkum
fundi, eins og foreldrar hafa farið
fram á. „Ákvörðun hefur verið
tekin í viðkvæmu og erfíðu máli
og verður henni af hálfu ráðuneyt-
isins ekki breytt. Það hlýtur að
vera í þágu bama skólans og fjöl-
skyldna þeirra svo og skólastarfs-
ins í heild að aðilar sætti sig við
þá niðurstöðu sem fengist hefur
í þessu máli,“ segir menntamála-
ráðherra í bréfinu.
MIKIÐ af eldislaxi veiðist nú í
Elliðaánum og kvarta veiðimenn
undan honum þar sem yfirleitt
er um að ræða smáfisk, í kring-
um eitt pund að stærð. Eldislax-
inn er nokkuð auðvelt að þekkja
frá hinum eiginlega laxastofni
árinnar þar sem hann er yfirleitt
uggaskemmdur, styttri og feit-
ari.
Jón Kristjánsson fískifræðingur
segir að þetta sé að verða virkilegt
vandamál í Elliðaánum og nú æði
eldislaxinn upp þær í löngum bun-
um. Jón vann skýrslu um árnar
árið 1986 og þá þegar kom fram
að um 60-70 eldislaxar höfðu geng-
ið upp í ámar, eða um 2-3% af
heildarfjöldanum.
„Þegar þetta mál er skoðað verð-
ur að líta á fjöldann sem gengur
en ekki prósentuhlutfallið og 60-70
fiskar era mikill fjöldi þegar hugað
er að hugsanlegri blöndun þessa
físks við þann stofn sem fyrir er í
ánni,“ segir Jón Kristjánsson.
Tveir fískifræðingar vinna nú að
rannsóknarverkefni í Elliðaánum
þar sem meðal annars er kannaður
flöldi eldisfíska í þeim. Annar þess-
ara fiskifræðinga, Guðni Guðbergs-
son, segir að verkefnið sé enn of
skammt komið til að draga nokkrar
ályktanir af því, en þeir hafí vissu-
lega orðið varir við eldislax. „Það
er ekki alltaf gott að sjá hvort um
eldislax er að ræða en sá sem við
höfum orðið varir við hefur senni-
lega sloppið úr sjókvíjum í Faxa-
flóa. Miðað við reynslu Norðmanna
í þessum efnum má álykta að eldis-
lax sé um 10% í ám eins og Elliðaán-
um sem liggja i grennd við margar
eldisstöðvar,“ segir Guðni.