Morgunblaðið - 29.06.1988, Síða 27

Morgunblaðið - 29.06.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 27 Bretland: Dvínandi vinsældir Kinnocks St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. I skoðanakönnun sem The Sunday Times gerði meðal þing- manna Verkamannaflokksins, segjast fjórir af hveijum tíu vilja losa sig við leiðtoga flokksins, Neil Kinnock. Jafnvel ráðherrar í skuggaráðuneytinu segjast ekki Cta stutt hann. Bilið á milli Jdsflokksins og Verkamanna- flokksins i skoðanakönnunum hefur fjórfaldast. The Sunday Times leitaði til 100 af 229 þingmönnum Verkamanna- flokksins úr öllum þremur valdahóp- um hans og spurði þá þriggja spum- inga. 77 þeirra svöruðu. Fýrsta spumingin var: Var það rétt hjá Kinnock að hverfa aftur til einhliða afvopnunar? 66% sögðu, að það hefði verið rétt, en 31% sagði nei. Önnur spumingin var: Telurðu, að atburðir síðustu þriggja vikna hafí skaðað stöðu og áhrif Kinnocks? 87% svör- uðu játandi. Sú þriðja var: Telurðu, að Kinnock eigi að leiða flokkinn í næstu kosningum? Já sögðu 58%, nei 37% og 4% sögðust ekki svara. Af þessum tölum má sjá, í hversu erfíðri aðstöðu Kinnock er í vamar- málum. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna flokksins styður einhliða afvopnun. Sama er upp á teningnum innan verkalýðshreyfíngarinnar. Eftirgjöf við Ron Todd? Öllum skoðanakönnunum ber saman um, að stefna flokksins í vamarmálum hafi verið ein aðal- ástæðan fyrir kosningaósigpinum á síðasta ári. Önnur ástæða er sú út- breidda skoðun, að verkalýðsfélögin ráði stefnumálum flokksins. í Bret- landi em verkalýðsfélögin óvinsæl meðal almennings. Litið hefur verið svo á, að yfírlýsing Kinnocks 1 síðustu viku — um að hann væri nú aftur fylgjandi einhliða afvopnun — hafi verið eftirgjöf við Ron Todd, leiðtoga Sambands flutningaverka- manna, en hann hafði lýst óánægju með stefnubreytingu Kinnocks. Afdrifarík átök Tengslin við verkalýðshreyfíng- una og vamarmálin hafa nú skaðað flokkinn. Sömuleiðis hefur óeiningin innan flokksins vakið ugg kjósenda. Forystumenn íhaldsflokksins létu þau boð berast til þingmanna flokks- ins í síðustu viku að segja ekkert til að draga athygli flölmiðla frá þessum innanflokksátökum í Verka- mannaflokknum. Hefur enginn þeirra látið neitt frá sér fara um þessar raunir Verkamannaflokksins. Átökin nú í sumar og fram á haust um leiðtoga- og varaleiðtoga- embætti innan Verkamannaflokks- ins verða afdrifaríkari en nokkum óraði fyrir. í The Observer síðastliðinn sunnu- dag birtist skoðanakönnun um fylgi flokkanna. Samkvæmt henni fengi íhaldsflokkurinn 48% atkvæða, Verkamannaflokkurinn 36%, Fijáls- lyndi lýðræðisflokkurinn 9% og Jafn- aðarmannaflokkurinn 3%. í síðasta mánuði var munurinn á íhalds- flokknum og Verkamannaflokknum 3%. HUN ER KOMIN AFTUR Nordmende upptöku- og afspilunarvélin, sem seldist upp á 10 dögum í maí... * * * * * *. * * * * * * * * * * Aðeins 1300 gr (með raíhlöðu) HQ myndgæði (High Quality) Aðeins 10 lúx (kertaljós í 25 cm f)arl.) 430 línu upplausn Sjálfvirk lit-, ljós og „fókus“-stilling Dags- og tímainnsetning 14 stillingaratriði sjást í myndkíki Tekur VHS-C spólur Mynd- og hljóðdeyflr (fader) Sexfalt-tveggja hraða súm CCD örtölvu myndkubbur Fljótandi kristals-stjómskjár 4 lokarahraðar i/6o, 1/250,1/500 og 1/1000 Hægt að skoða upptöku strax Ýmsir fylgihlutir o. fl. o. fl. Almenntverð: 98.706,- NORDMENDE NYTSÖM NÚTÍMATÆKI- SKIPHOLT119 SÍMI29800 Afmæll sreikningur 15 mánaða binditími. 7,25% ársvextir umfram verðtryggingu. L Landsbanki Islands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.