Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 27 Bretland: Dvínandi vinsældir Kinnocks St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. I skoðanakönnun sem The Sunday Times gerði meðal þing- manna Verkamannaflokksins, segjast fjórir af hveijum tíu vilja losa sig við leiðtoga flokksins, Neil Kinnock. Jafnvel ráðherrar í skuggaráðuneytinu segjast ekki Cta stutt hann. Bilið á milli Jdsflokksins og Verkamanna- flokksins i skoðanakönnunum hefur fjórfaldast. The Sunday Times leitaði til 100 af 229 þingmönnum Verkamanna- flokksins úr öllum þremur valdahóp- um hans og spurði þá þriggja spum- inga. 77 þeirra svöruðu. Fýrsta spumingin var: Var það rétt hjá Kinnock að hverfa aftur til einhliða afvopnunar? 66% sögðu, að það hefði verið rétt, en 31% sagði nei. Önnur spumingin var: Telurðu, að atburðir síðustu þriggja vikna hafí skaðað stöðu og áhrif Kinnocks? 87% svör- uðu játandi. Sú þriðja var: Telurðu, að Kinnock eigi að leiða flokkinn í næstu kosningum? Já sögðu 58%, nei 37% og 4% sögðust ekki svara. Af þessum tölum má sjá, í hversu erfíðri aðstöðu Kinnock er í vamar- málum. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna flokksins styður einhliða afvopnun. Sama er upp á teningnum innan verkalýðshreyfíngarinnar. Eftirgjöf við Ron Todd? Öllum skoðanakönnunum ber saman um, að stefna flokksins í vamarmálum hafi verið ein aðal- ástæðan fyrir kosningaósigpinum á síðasta ári. Önnur ástæða er sú út- breidda skoðun, að verkalýðsfélögin ráði stefnumálum flokksins. í Bret- landi em verkalýðsfélögin óvinsæl meðal almennings. Litið hefur verið svo á, að yfírlýsing Kinnocks 1 síðustu viku — um að hann væri nú aftur fylgjandi einhliða afvopnun — hafi verið eftirgjöf við Ron Todd, leiðtoga Sambands flutningaverka- manna, en hann hafði lýst óánægju með stefnubreytingu Kinnocks. Afdrifarík átök Tengslin við verkalýðshreyfíng- una og vamarmálin hafa nú skaðað flokkinn. Sömuleiðis hefur óeiningin innan flokksins vakið ugg kjósenda. Forystumenn íhaldsflokksins létu þau boð berast til þingmanna flokks- ins í síðustu viku að segja ekkert til að draga athygli flölmiðla frá þessum innanflokksátökum í Verka- mannaflokknum. Hefur enginn þeirra látið neitt frá sér fara um þessar raunir Verkamannaflokksins. Átökin nú í sumar og fram á haust um leiðtoga- og varaleiðtoga- embætti innan Verkamannaflokks- ins verða afdrifaríkari en nokkum óraði fyrir. í The Observer síðastliðinn sunnu- dag birtist skoðanakönnun um fylgi flokkanna. Samkvæmt henni fengi íhaldsflokkurinn 48% atkvæða, Verkamannaflokkurinn 36%, Fijáls- lyndi lýðræðisflokkurinn 9% og Jafn- aðarmannaflokkurinn 3%. í síðasta mánuði var munurinn á íhalds- flokknum og Verkamannaflokknum 3%. HUN ER KOMIN AFTUR Nordmende upptöku- og afspilunarvélin, sem seldist upp á 10 dögum í maí... * * * * * *. * * * * * * * * * * Aðeins 1300 gr (með raíhlöðu) HQ myndgæði (High Quality) Aðeins 10 lúx (kertaljós í 25 cm f)arl.) 430 línu upplausn Sjálfvirk lit-, ljós og „fókus“-stilling Dags- og tímainnsetning 14 stillingaratriði sjást í myndkíki Tekur VHS-C spólur Mynd- og hljóðdeyflr (fader) Sexfalt-tveggja hraða súm CCD örtölvu myndkubbur Fljótandi kristals-stjómskjár 4 lokarahraðar i/6o, 1/250,1/500 og 1/1000 Hægt að skoða upptöku strax Ýmsir fylgihlutir o. fl. o. fl. Almenntverð: 98.706,- NORDMENDE NYTSÖM NÚTÍMATÆKI- SKIPHOLT119 SÍMI29800 Afmæll sreikningur 15 mánaða binditími. 7,25% ársvextir umfram verðtryggingu. L Landsbanki Islands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.